Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hellisheiðarvirkjun var afar dýr og fjármagnsfrek framkvæmd. Hún var nær eingöngu fjármögnuð með erlendu fjármagni á þeim tíma þeg- ar fyrirtækið hafði greiðan aðgang að því. Auk þess var arðsemismatið ekki nægilega ítarlegt að því fram kemur í skýrslu úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Úttektarnefndin bendir á að vegna hraðans hafi verið erfitt að áætla kostnaðinn, vegna margra óvissuþátta, og því hafi kostnaður reynst hærri en lagt var upp með. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að hún myndi kosta 20 millj- arða króna. Samkvæmt skýrslunni reyndist ekki möguleiki að fá fjár- festingar í Hellisheiðarvirkjun sundurliðaðar eftir árum, einungis eftir áföngum. Samkvæmt þeim töl- um er kostnaðurinn kominn í 72,8 milljarða króna. Arðsemi Hellisheiðarvirkjunar Úttektarnefndin bendir einnig á að í arðsemismatinu var ekki tekið tillit til ýmissa forsendna, svo sem ef gengi íslensku krónunnar myndi veikjast og jafnframt hvernig meta ætti þær forsendur inn í raforku- sölusamninga til stóriðju. „Mikil áhætta og erfiðleikar fylgja því að fjármagna jarðvarma- rannsóknir. Fáir vilja taka áhætt- una á að fjármagna þær. Það kem- ur seint í ljós hvernig eigi að reikna út arðsemi,“ sagði Haraldur Flosi Tryggvason, sem er stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Arðsemi Hellisheiðarvirkjunar óviss  Hröð, dýr og áhættusöm framkvæmd  Fjármögnuð með erlendu fjármagni Morgunblaðið/Golli Borholur Hellisheiðarvirkjun nýtir jarðvarma til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Um það bil 50 borholur eru nýttar til framleiðslu á rafmagni. Orkuveita Reykjavíkur er sam- eignarfyrirtæki, annað tveggja slíkra fyrirtækja, hitt er Lands- virkjun. Styr hefur staðið um rekstrarfyrirkomulagið frá upp- hafi. Í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur kemur m.a. fram að „félagsform fyrir- tækisins hefur staðið því fyrir þrifum vegna óskýrra reglna um vald og ábyrgð“. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar og héraðsdómslögmaður, er sam- mála ályktun skýrslunefndarinnar. Hann bendir á að hlutafélagalög geti uppfyllt regluverkið sem vantar. Í stað þess er Orkuveitan „í einskismannslandi hvað þetta varðar“. Innan Orkuveitunnar hefur ekki verið vilji fyrir því að nýta kosti hlutafélagaformsins. Úttekt- arnefndin telur það þróaðra fé- lagsform en sameignarfyrirtæki með tilliti til reglna um ábyrgð stjórnar og stjórnenda. Nefndin telur auk þess að það feli í sér takmarkaða ábyrgð eigenda á fjárskuldbindingum. Haraldur er persónulega þeirr- ar skoðunar að við uppskiptingu félagsins mætti huga að því að setja samkeppnishlutann í hluta- félagaform. Veitustarfsemin yrði þá færð nær rekstri sveitarfélag- anna og yrði jafnvel hluti af A-hlutasveitarsjóði. Fyrst og fremst þarf að kalla eftir skýrara regluverki í kringum fyrirtækið. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Golli Eignarhald Orkuveita Reykjavíkur er sameignarfyrirtæki. Óskýrar reglur um ábyrgð  Félagsform Orku- veitunnar óhagkvæmt Fyrsta bókmenntamerking Bókmenntaborgar- innar Reykjavíkur var afhjúpuð í gær. Um er að ræða skjöld á húsinu í Aðalstræti 6 og er hann sá fyrsti af níu merkingum sem Reykjavík, Bók- menntaborg UNESCO, mun koma upp í borginni á þessu ári. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykja- víkur, sem afhjúpaði skjöldinn. Í Aðalstræti 6 var sódabarinn Adlon, eða Langibar eins og hann var jafnan nefndur, starf- ræktur um miðja síðustu öld. Tilefni merkingar- innar er fyrsta Lestrarhátíðin í Reykjavík, en Langibar kemur mjög við sögu í Vögguvísu eftir Elías Mar, sem er í brennidepli á hátíðinni. Á skjöldunum er, auk texta og myndar, raf- rænn kóði sem veitir aðgang að ítarlegri upplýs- ingum um bókmenntaslóðirnar ásamt myndefni og hljóðefni. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta bókmenntamerkingin á sódabarnum Adlon Guðni Einarsson gudni@mbl.is Grunnurinn að samningsafstöðu Íslands í land- búnaðar- og byggðamálum vegna viðræðna við ESB er nánast tilbúinn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra. Sama á við um kaflann um matvælaöryggi, en hann varðar m.a. innflutning á lifandi dýrum. „Þetta er í aðalatriðum tilbúið. Utanríkismála- nefnd var að skoða einn af þessum köflum á dög- unum,“ sagði Steingrímur. „Það mun ekkert standa á okkur með það.“ Evrópuvaktin sagði frá því á laugardag að fastafulltrúi Kýpur hefði greint sendiherra Ís- lands gagnvart ESB frá því að sambandið væri reiðubúið að ræða kafla 11 um landbúnað- ar- og byggðamál og hefði ósk- að eftir samningsmarkmiðum Íslendinga. Hvað varðar tímasetta áætl- un um aðlögun Íslendinga að kröfum ESB sagði Steingrím- ur að sett hefðu verið opnunar- skilyrði varðandi landbúnaðar- og byggðamálin. „Opnunarskilyrðin sneru eingöngu að því að Ís- land útlistaði betur og nákvæmar í tímasettri áætlun hvernig tekist yrði á við þessar breytingar frá og með þjóðaratkvæðagreiðslu, ef niðurstaðan í henni yrði já, og fram að aðild. Þetta var dregið upp og sent og það talið fullnægjandi,“ sagði Steingrím- ur. Nokkuð langt er síðan þetta var sent út. „Það athyglisverða í þessari rýniskýrslu, þar sem þessi opnunarviðmið komu fram, var að þar í raun og veru staðfesti Evrópusambandið í fyrsta skipti á prenti að það féllist á þá nálgun Íslendinga að ráðast ekki í neinar breytingar á sinni löggjöf eða sínum stofnunum fyrr en eftir þjóðaratkvæða- greiðslu þar sem niðurstaðan hefði orðið jákvæð.“ Steingrímur taldi að þeir sem hefðu talið að við værum að aðlaga okkur mikið að Evrópusamband- inu fyrirfram hefðu orðið fyrir nokkrum löðrungi í þessari skýrslu ESB. Afstaða Íslands í landbúnaðar- og byggðamálum langt komin  Samningsafstaða um matvælaöryggi er einnig langt komin, að sögn ráðherra Steingrímur J. Sigfússon „Mikið og víðfeðmt rannsóknarstarf var unnið á þessu svæði,“ sagði Ólafur G. Flóvens hjá Ísor og vísar á bug þeirri gagnrýni að svæðið í kringum virkjunina hafi ekki verið nægilega mikið rannsakað. „Mörg- um fannst boraðar of margar holur á of stuttum tíma og farið býsna hratt í þetta þegar litið er til baka á byggingu virkjunarinnar. Ég neita því ekki að á ákveðnum tímabilum hefði verið skynsamlegra að fara hægar. Árangur Hellisheiðarvirkj- unar er góður, þetta er ein stærsta jarðhitavirkjun heims.“ Vísar gagn- rýni á bug HELLISHEIÐARVIRKJUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.