Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar! Sulforaphane, sérvirka efnið úr brokkolí, kann að vera lykillinn að heimsins áhrifaríkustu vörn gegn hrörnun fruma og ótímabærri öldrun. Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí spírum sem virkar eins og kveikjuþráður á innbyggt varnarkerfi líkamans Hjálpar líkamanum að auka framleiðslu eigin andoxunarefna sem er margfalt áhrifaríkara en nokkur andoxunarefni í fæðunni! Stuðlar að sleitulausri vernd, styrkingu og endurnýjun fruma Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Tvær á dag! Fyrir margþætt heilsusamleg áhrif á líkamann og unglegra útlit! Fást í helstu heilsubúðum og apótekum www.brokkoli.is Fólk sem aldrei hafði komið ná-lægt stjórnarskrá kom saman í fáeinar vikur án raunverulegs um- boðs og setti saman óskalista, kall- ar stjórnarskrá og segir móðgun við sig og þjóðina sé hún ekki sam- þykkt óbreytt! Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, skrifar um atlöguna að stjórnarskrá lýð- veldisins og segir:    Svíþjóð skipaðisérstaka nefnd til endurskoðunar á sinni stjórnarskrá 2004. Sú nefnd skil- aði af sér þ. 17.12. 2008 eftir að hafa sent tillögur til um- sagnar á vinnslu- stigi. Stjórnarskrárnefnd Svía varð sammála og formenn allra þing- flokka á sænska þinginu samein- uðust um að flytja frumvarpið. Þannig var málið afgreitt hjá Sví- um í fullkominni sátt með eðlileg- um lýðræðislegum hætti.    Á þetta fordæmi frá Svíþjóð varbent ítrekað á Alþingi þegar Jóhanna Sigurðardóttir og félagar stóðu að aðför að lýðveldisstjórn- arskránni árið 2009. Hvatt var til þess að við færum sömu leið og Sví- ar. Leið sem væri líkleg til að ná þjóðarsátt, auknu trausti á Alþingi og helstu stofnunum íslensks sam- félags.    VG og Samfylking höfnuðu þess-ari leið hyllt af öskurkór fé- laga sinna í hinni svokölluðu búsá- haldabyltingu, þar sem háskólakennararnir sem eru þó í meira fríi en kennslu þeir Þorvald- ur Gylfason og Kúbu-Gylfi Magnús- son léku hvað hæst á upplausnar- lúðrana. Byltingarforingjarnir vildu ekki leið sáttar og samlyndis.    Þess vegna var valin sú leið sem lík- legust var til sundrungar og stjórn- skipulegrar ringulreiðar.“ Jón Magnússon Versta leiðin valin STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.10., kl. 18.00 Reykjavík 7 léttskýjað Bolungarvík 5 heiðskírt Akureyri 4 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 skýjað Vestmannaeyjar 6 heiðskírt Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 1 slydda Kaupmannahöfn 7 skúrir Stokkhólmur 7 léttskýjað Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 6 skúrir Brussel 8 léttskýjað Dublin 10 súld Glasgow 8 skúrir London 12 léttskýjað París 7 skúrir Amsterdam 10 skýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 11 skýjað Vín 15 léttskýjað Moskva 7 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 23 skýjað Winnipeg 2 skýjað Montreal 7 súld New York 15 alskýjað Chicago 19 alskýjað Orlando 29 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:20 18:08 ÍSAFJÖRÐUR 8:32 18:06 SIGLUFJÖRÐUR 8:15 17:49 DJÚPIVOGUR 7:51 17:36 Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, til- kynnti á fundi kjördæmisráðs sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi í gær að hún ætlaði að sækjast eftir því að leiða lista sjálfstæðismanna fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Ragnheiður Elín er oddviti sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi. Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti undir Eyja- fjöllum, tilkynnti líka um helgina að hann byði sig fram til forystu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi. Þá tilkynnti Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður, að hann byði sig fram í fyrsta sæti lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Kjart- an sat á Alþingi 2001-2008. Áður hafði Árni Johnsen þing- maður kjördæmisins tilkynnt að hann gæfi kost á sér í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi. Árni skipaði annað sætið í prófkjöri í síðustu þingkosningum, árið 2009. Á fundi kjördæmisráðs flokksins í Suðurkjördæmi í gær var ákveðið að viðhafa prófkjör við val á framboðs- lista. Þrír tilkynntu um framboð í fyrsta sætið á Suðurlandi Ragnheiður Elín Árnadóttir Halldór Gunnarsson Árni Johnsen Kjartan Ólafsson Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.