Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Njóttu þess að heyra betur með ósýnilegu heyrnartæki! Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki. Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni. Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutímaStærð á Intigai í samanburði við kaffibaunir Verðlaunaafhending fór fram í lokahófi Nýsköp- unarkeppni grunnskólanemenda á laugardaginn en keppnin var haldin í 21. sinn um helgina. At- höfnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en fjörutíu þátttakendur víðsvegar að af landinu tóku þátt í vinnusmiðju keppninnar. Fjórtán þátttakendur fengu verðlaun og þar af voru tólf hugmyndir. Samtals bárust í ár 1.100 hug- myndir frá 32 grunnskólum. Farandbikarinn í flokki stærri skóla, sem veittur er fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir í keppninni, hlaut Hofsstaðaskóli í Garðabæ en þetta er fjórða árið í röð sem skólinn hlýtur bik- arinn. Farandbikarinn í flokki minni skóla hlaut Brúarásskóli á Fljótsdalshéraði en þetta var í fyrsta skipti sem sá bikar var veittur. Fyrstu verðlaun í flokki um landbúnað hlaut Kristinn Knörr Jóhannesson frá Grunnskól- anum utan vatna; í flokki um tölvur og tölvuleiki María Jóngerð Gunnlaugsdóttir frá Egilsstaða- skóla; í flokki uppfinninga Óttar Egill Arn- arsson frá Hofsstaðaskóla og í flokki útlits- og formhönnunar Ægir Örn Kristjánsson, einnig frá Hofsstaðaskóla. Guðrúnarbikarinn hlaut María Jóngerð Gunnlaugsdóttir úr Egilsstaða- skóla en bikarinn er veittur hugmyndasmið sem er talinn hafa skarað fram úr fyrir hug- myndaauðgi, dugnað, kurteisi og samviskusemi. Fjórtán ungmenni verðlaunuð  Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda fór fram um helgina  1.100 hugmyndir  María Jóngerð Gunnlaugsdóttir fékk Guðrúnarbikarinn Morgunblaðið/Kristinn Nýsköpunarkeppni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt verðlaunahöfum á laugardaginn. „Aðgengi mætti vera miklu betra. Blindir og sjónskertir þurfa skörp litaskil til að sjá, skýrar merkingar og leiðarlínur og kantar eru mjög góðir fyrir blinda til að átta sig á umhverf- inu,“ sagði Vala Jóna Garðarsdóttir, umferliskennari hjá þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjón- skerta og daufblinda einstaklinga. Dagur hvíta stafsins er í dag. Af því tilefni er haldin aðgengisráðstefna, með sérstakri áherslu á aðgengi blindra og sjónskertra að byggingum og umferðarmannvirkjum í Blindra- félaginu. Vala Jóna heldur erindi ásamt fjölda annarra. Pollar á Laugaveginum „Ég er ekki viss um að við stöndum okkur nógu vel. Merkingum á göngu- stígum er ábótavant. Það þyrfti að vera ákveðin lína á þeim, sem myndi hjálpa sjónskertum gríðarlega mik- ið,“ segir Vala Jóna aðspurð hvernig Íslendingar standi að vígi í aðgengi fyrir blinda og sjónskerta. Ýmsar hindranir verða á vegi þessa hóps, til dæmis illa staðsett skilti og grænir pollar [staurar] sem finnast víða á Laugaveginum svo dæmi séu tekin. Þá bendir Vala Jóna á að grái liturinn og gler á byggingum valdi sjónskertum vandræðum. „Sjónskertir þurfa að sjá andstæð- ur í umhverfinu til að eiga auðveldara með að komast ferða sinna,“ segir hún. Færri kantsteinar og ýmiss konar rennur sem hafa bætt aðgengi fatlaðs fólks í hjólastólum hjálpi ekki blind- um og sjónskertum. Þeir eigi erfiðara með að greina umhverfið. „Á Laugaveginum eiga blindir mjög erfitt með að vita hvar þeir eru; hvort þeir eru á bílastæði, gangstétt eða götu, því engir kantar eru til stað- ar,“ segir Vala Jóna. Ný byggingarreglugerð Í fyrirlestri sínum hyggst Vala Jóna ræða nýja byggingarreglugerð. Hún tekur mið af aðgengi blindra og sjónskertra. „Reglugerðin lítur bara vel út. Þar er tekið á þáttum eins og mikilvægi litaskila, leiðarlína og sér- stakra hellna til að auðvelda aðgengi,“ segir Vala Jóna. „Fólk er orðið sýnilegra með hvíta stafinn og þess vegna skiptir miklu máli að aðgengi sé gott,“ segir Vala Jóna sem fer um allan bæ og kennir blindum og sjónskertum ýmsar leiðir í umhverfinu með eða án hvíta stafs- ins. thorunn@mbl.is Aðgengi sjónskertra mætti bæta til muna Morgunblaðið/Ómar Blindraganga Dagur B. Eggertsson gengur Laugaveginn.  Aðgengisráðstefna blindra og sjónskertra haldin í dag Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það má segja að þetta sé síðasta til- raun til þess að láta reyna á hvort einhver leið finnst til þess að lífeyr- issjóðirnir geti verið með, a.m.k. að einhverju lágmarki, í aðgerðum til að lina þrautir þessa hóps,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um lánsveðin. Nýlega áttu þrír ráðherrar fund með fulltrúum lífeyrissjóðanna vegna vanda skuldara með lánsveð, þ.e. veð sem þeir hafa fengið að láni, oft hjá ættingjum. Steingrímur kvaðst ekki geta farið efnislega út í hvað fælist í hugmynd stjórnvalda um „þrönga“ leið sem nefnd var á fundinum með lífeyrissjóðunum. Hann sagði að mikið hefði verið reynt til þess að fá lífeyrissjóðina með í samstilltar aðgerðir gagnvart lánsveðshópnum. Niðurstaðan hefði orðið sú að að reyna að halda úrslita- fund og reyna til þrautar hvort ekki væri hægt að finna leið til þess að líf- eyrissjóðirnir gætu tekið einhvern þátt í samstilltum aðgerðum. Jafnt þótt það yrði eitt- hvað þrengri leið en hin almenna 110% leið. Steingrímur sagði að fram- haldið myndi ráð- ast af því sam- komulagi sem næðist. Hann nefndi að mögulega yrði horft að ein- hverju leyti til þess hvernig reynt hefði verið að leysa þau mál ábyrgð- armanna á lánum. Einnig þyrfti að hafa einhver viðmið um stöðu við- komandi aðila. Þetta færi því í eitt- hvað þrengri farveg vegna þess að lífeyrissjóðirnir teldu sig ekki geta eða mega vera með í því að taka á sig kostnað af niðurfærslum lána ef veð- in fyrir lánunum væru fullnægjandi og skuldin innheimtanleg. „Á þessu hefur strandað frá því í vor og ýmsar hugmyndir sem hefur verið velt upp hafa allar siglt strand- leiðina,“ sagði Steingrímur. Síðasta tilraun til lausnar  Leita lausnar fyrir lánsveðshópinn Steingrímur J. Sigfússon Ásdís Kristjáns- dóttir, sem tók þátt í Ironman- þríþrautinni á Havaí í Banda- ríkjunum í gær, segist ekki hafa náð þeim mark- miðum sem hún hafði sett sér í upphafi. Hún fékk mikla krampa í kálfa, en ákvað engu að síð- ur að ljúka þrautinni og segist hafa skemmt sér konunglega. Keppnin felst í 3,86 kílómetra sundi, 180,25 kílómetra hjólreiðum og að lokum er maraþonhlaup. Ásdís kom í mark í Ironman- þríþrautinni á 13 klukkutímum, 35 mínútum og 30 sekúndum. Hún öðlaðist þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í keppni sem haldin var á Flórída í fyrra. Komst í mark í Ironman Ásdís Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.