Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Smitandi barkabólga í nautgripum greindist í lok september í sýnum úr kúm frá Egilsstaðabúinu á Egilsstöð- um. Er það í fyrsta skipti sem þessi sjúkdómur greinist í nautgripum hér- lendis. Það undarlega er að gripirnir á búinu hafa verið algjörlega einkenna- lausir og heilsufar þeirra gott. Smitandi barkabólga hefur þau ein- kenni að úr nösum og öndunarvegi gripanna getur farið að renna vökvi sem getur breyst í gröft. Með því geta gripirnir fengið hósta og hita. „Ein- kennin geta líka lýst sér með því að það kemur útferð úr æxlunarfærum, bæði þá skeið og leggöngum kúnna, og eins í kringum æxlunarfæri nauta. Því getur fylgt ófrjósemi,“ segir Hall- dór Runólfsson yfirdýralæknir spurð- ur út í einkenni barkabólgu í kúm. Að gripirnir skuli vera einkenna- lausir er höfuðverkur að sögn Hall- dórs, enginn hafi góða skýringu á því hvers vegna það sé. „Það hafa aðrar þjóðir lent í því að það finnast mótefni og merki um það að sjúkdómurinn hafi gengið í gegn en það finnast ekki sjúkdómseinkenni. Þetta getur verið sérstakt afbrigði af veirunni, við vitum það ekki en erum að reyna að finna það út,“ segir Halldór. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig smitið hefur borist hingað til lands. „Við höfum engan grun um það. Miðað við þær rannsóknir sem við höfum gert teljum við að þetta hafi komið í gripina á búinu fyrir nokkrum árum, fjórum til fimm árum,“ segir Halldór. Venjuleg smitleið barkabólgu í nautgripum er með lifandi dýrum og/ eða með líkamsvessum, sæði eða munnvatni milli gripa. Halldór segir afar fjarlægan möguleika að sjúkdóm- urinn hafi komið hingað til lands með ferðamönnum, innfluttu fóðri eða fræjum. „Þessi veira er ekki mjög harðgerð, hún lifir stutt utan hýsilsins. Hún getur bara smitast með innflutt- um nautgripum eða innfluttu sæði en við höfum engan grun um að slíkt hafi átt sér stað hér.“ Niðurskurður á Norðurlöndum Aðrar Evrópuþjóðir hafa verið að losa sig við þennan sjúkdóm og eru Norðurlandaþjóðirnar allar orðnar lausar við hann úr sínum stofnum. „Smitandi barkabólga er ekki algeng- ur sjúkdómur í nágrannalöndum okk- ar, hann þykir frekar slæmur svo menn eru að reyna að losa sig við hann og halda niðri. Norðurlöndin hafa beitt niðurskurði ef það hafa komið upp tilfelli. Aðrar þjóðir, eins og Þýskaland, eru smátt og smátt að losa sig við hann en þar er öðrum aðferð- um beitt. Þeir fjarlægja bara þau dýr sem greinast úr hópnum. En sjúk- dómurinn finnst t.d. í Hollandi, Belgíu og á Bretlandseyjum og víðar.“ Spurður hvaða ráðum verður beitt hér á landi segir Halldór að nú sé mál- ið í rannsókn og það þurfi að bíða eftir niðurstöðum áður en ákvarðanir eru teknar. „Það er ekki búið að taka nein- ar ákvarðanir hér. Við þurfum fyrst að sjá hvernig heildarmyndin lítur út.“ Sýni frá öllum kúabúum Sýkingin á Egilsstaðabúinu upp- götvaðist við reglubundna sýnatöku. Frá árinu 2007 hafa árlega verið tekin sýni frá u.þ.b. áttatíu búum til rann- sókna á nokkrum alvarlegum smit- sjúkdómum, þar á meðal smitandi barkabólgu, en öll sýni hafa hingað til verið neikvæð. Í kjölfarið á greining- unni hefur verið ákveðið að taka sýni á öllum kúabúum landsins. „Það verða tekin tanksýni frá öllum kúabúum og þau send utan í rann- sókn. Það er hægt að greina mótefni í mjólkinni, sem segir það að veiran hafi verið á ferðinni einhvern tímann. Ef mótefni greinist í mjólkinni er næst að taka blóðsýni úr hjörðinni til að finna þau dýr sem svara jákvætt. Eftir það er hægt að taka stroksýni úr jákvæðu gripunum. Nú eru slík sýni til rannsóknar frá Egilsstaðabúinu til að sjá hvort það finnast lifandi vírus- ar. Á meðan er búið í einangrun,“ seg- ir Halldór. Enginn grunur um smitleiðina Morgunblaðið/Árni Sæberg Kýr Smitandi barkabólga í nautgripum greindist í byrjun október í sýnum úr kúm frá Egilsstaðabúinu á Egils- stöðum. Er það í fyrsta skipti sem þessi sjúkdómur greinist í nautgripum hérlendis.  Smitandi barkabólga í nautgripum hefur greinst hér á landi í fyrsta skipti  Aðalsmitleiðin er með lifandi nautgripum eða líkamsvessum milli gripa  Nautgripirnir voru algjörlega einkennalausir Smitsjúkdómur » Smitandi barkabólga í naut- gripum hefur aldrei áður greinst hér á landi. » Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fyrir fólk og smit berst ekki með afurðum. » Ekkert bendir til annars en að sýkingin sé einangruð við Egilsstaðabúið, sem er nú ein- angrað. Sýni voru tekin á öðr- um búum sem það hefur ný- lega haft viðskipti við með lifandi dýr en þau reyndust öll neikvæð. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Menn eru nú bara rólegir yfir þessu, þannig séð, og yfirvegaðir og vilja að þetta sé skoðað og farið vel yfir þessi mál. Það er verið að taka sýni af öllum búum hérna á svæðinu og kanna hvort þetta geti leynst ein- hversstaðar annarsstaðar,“ sagði Jóhann Gísli Jóhanns- son, bóndi á Breiðavaði í Eiðaþinghá og stjórnarmaður í Landssambandi kúabænda, vegna barkabólgumálsins. Fundur var haldinn fyrir helgi á Hótel Héraði með bændum af svæðinu og var Jóhann Gísli á þeim fundi. „Það voru um 70% af kúabændum hér sem komust á þennan fund. Þeir [fulltrúar Matvælastofnunar] fóru yfir stöðu mála og hvernig þetta komst upp og framkvæmd- ina sem er núna í gangi. Það eru engar ákvarðanir komnar í þetta mál. Það var farið yfir ferlið og mögu- legar smitleiðir. Það veit enginn neitt og ekkert hægt að segja um það,“ sagði Jóhann Gísli. Hann segir fram hafa komið á fundinum að búið væri að taka sýni hjá öllum sem hafi keypt lifandi gripi af búinu og eins hjá þeim sem hafi selt þangað gripi. Reiknað sé með niðurstöðum úr þeim sýnatökum í þess- ari viku. „Svona smitsjúkdómar í nautgripum hér á landi eru náttúrulega algjörlega óþekktir. Við verðum að leita okkur þekkingar þar sem þetta hefur komið upp og fara eftir því. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Jóhann. Mjólkursýni tekin á öllum kúabúum landsins Landssamband kúabænda fór þess á leit við Mat- vælastofnun fyrir helgi að tekin yrðu sýni úr öllum tæp- lega 700 kúabúum landsins til viðbótar við búin á Aust- urlandi og mun LK bera af því útlagðan kostnað. „Við töldum mjög æskilegt að þetta yrði gert um allt land. Að það yrðu öll kúabú skoðuð. Í ljósi alvarleika máls þá fannst okkur ekki nóg að vera 99% viss um að þetta væri ekki víðar. Það er allt í sjálfu sér sem bendir til þess en við vildum hafa fyrir því fullvissu. Það er til- tölulega viðráðanlegt verkefni og okkur þótti það alveg þess virði,“ sagði Baldur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri LK. „Það er mikilvægt að þetta mál sé hafið yfir vafa og sé tekið föstum tökum. Ég held að það hafi verið gert og við erum í sjálfu sér ánægðir með að Mat- vælastofnun hefur haft náið samráð við samtök kúa- bænda í þessu máli og okkur finnst það mjög jákvætt,“ sagði Baldur. Íslenskir kúabændur bera kostnaðinn við sýnatökur  Vilja leita af sér allan grun í ljósi alvarleika málsins Það sem veldur smitandi barka- bólgu er herpesveira sem ein- göngu getur sýkt nautgripi. Sjúk- dómurinn er ekki hættulegur fyrir fólk og smit berst ekki með afurð- um. Enskt heiti sjúkdómsins er In- fectious Bovine Rhinotracheitis / Infectious Pustular Vulvovaginitis (IBR/IPV), segir á vefsíðu Mat- vælastofnunar, www.mast.is. Á þessari stundu er ekkert vitað um hvernig smitið hefur borist hingað til lands. Íslenski kúastofninn er einangr- aður og nánast engir smit- sjúkdómar í honum að sögn Halldórs. „Það vekur mikla furðu að það séu að koma upp nýir sjúk- dómar í þessum einangraða stofni. Það er mjög góð sam- vinna um það að ná tökum á þessu og finna út hvað er í gangi. Við ætlum að ná okkar fyrri stöðu og vera laus við þennan sjúkdóm.“ Eingöngu í nautgripum INFECTIOUS BOVINE RHINOTRACHEITIS Halldór Runólfsson H a u ku r 1 0 .1 2 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í• tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Heildverslun með tæknivörur fyrir matvælaiðnaðinn. Ársvelta 80 mkr.• Þekkt blikksmiðja með góða verkefnastöðu. Ársvelta 230 mkr. EBITDA 18• m.kr. Heildverslun með fatnað og vefnaðarvöru. Ársvelta 170 mkr. Góð afkoma.• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði. Stöðug ársvelta• um 150 mkr. og rúmlega 20 mkr. EBITDA. Rótgróin heildverslun með “konuvörur”, með 60 útsölustaði um land allt.• Ársvelta 180 mkr. og góð afkoma. Miklir stækkunarmöguleikar. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvæli. Ársvelta um 300 mkr.• Þekktur skyndibitastaður. Ársvelta 70 mkr.• Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60 mkr. og• yfir 100% álagning. Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug velta• allt árið. Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með vinsæla fjárfestingavöru fyrir heimili.• Stærsta fyrirtækið á þessu sviði og hefur verið með stöðuga veltu (um 130 mkr.) síðustu árin. Góður hagnaður og hagstæðar skuldir sem hægt er að yfirtaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.