Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Frekari upplýsingar á veislulist.is Bjóðum einnig upp á veislusal til leigu Hafðu samband og fáðu tilboð í veitingarnar þínar Veitingaþjónusta í 35 ár Framúrskarandi matreiðsla og góð þjónusta Samsettir matseðlar Humarsalat með graskersfræum, vorlauk og melónu. Marineraður lambavöðvi með kartöfluturni, gulrætum, sellerý, smámaís og villisveppasósu. Frönsk súkkulaðikaka með vanilluís. Í veislusal okkar. Verð 6.000 kr. Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð 4.900 kr. Andarsalat með Rucola salati, vorlauk, melónu, furuhnetum og andarsósu. Nautafille með kartöflu og sellerý mús, grænmetis- blanda Julianne, (gulrætur, maís & sæt kartafla). Grand Marnier Créme Brúlée með karamellu. Í veislusal okkar. Verð 7.000 kr. Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð 6.000 kr. Humarsúpa með sítrónuolíu og nýbökuðu brauði. Steikt hunangsgljáð lambalæri með ferskum kryddjurtum. Ristað ferskt grænmeti, steikar kartöflur og rjómalöguð sveppasósa. Pana Cotta með jarðaberjum. Í veislusal okkar. Verð kr 5.200 Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð kr 4.200 Steikarhlaðborð Í byrjun Nýbakað snittubrauð, borið fram m/smjöri og pestó. Kjötréttir Steikt hunangsgljáð lambalæri m/ferskum kryddjurtum. Ristaðar kalkúnabringur með appelsínu-karamellu. Eldsteikt nautafille með ferskum kryddjurtum. Meðlæti Ristað ferskt grænmeti, steikar kartöflur, gratíneraðar kartöflur, púrtvínsbætt piparsósa. Salatföt með fersku grænmeti og ávöxtum. Í veislusal okkar. Verð kr 5.400 Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð kr 4.100 Kaffi fylgir frítt með í veislusal okkar. Sýnishorn af matseðli GÓÐ VEISLA LIFIR LENGI Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Fjölmenn mótmæli voru í Madríd, höfuðborg Spánar, og Lissabon, höfuðborg Portúgals, um helgina. Fólk safnaðist saman í borgunum til að mótmæla efnahagsástandinu í löndunum tveimur og beindi reiði sinni að ríkisstjórnum landanna og alþjóðlegum lánardrottnum þeirra, Evrópusambandinu, Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og Evrópska seðla- bankanum. Þá voru mótmæli í mörgum minni borgum bæði á Spáni og í Portúgal samkvæmt frétt AFP. Atvinnuleysi er töluvert í lönd- unum og þá sérstaklega á Spáni, en það hækkaði úr 22% í 25,1% í ágúst samkvæmt mælingum Eu- rostat. Þá er annar hver ungur ein- staklingur án vinnu á Spáni. At- vinnuleysið er töluvert minna í Portúgal en það jókst þó einnig í síðustu mælingu úr 12,7% í 15,9%. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í löndunum tveimur undanfarnar vikur og sýndi nýleg skoðanakönn- un að 70% Spánverja vildu losna við ríkisstjórn Marianos Rajoys forsætisráðherra. Þá sögðust 73% telja að ríkisstjórnin vissi ekki hvernig ætti að taka á efnahags- vandanum. Gífurlegar skuldir ríkja innan evrusvæðisins og aukið atvinnu- leysi í Suður-Evrópu hafa gert mörgum Miðjarðarhafsríkjum erf- itt um vik að vinna sig út úr efna- hagskreppunni. Nýlega mótmæltu námsmenn í níutíu borgum Ítalíu vegna niðurskurðar. Hörð mótmæli á Spáni og í Portúgal AFP Mótmæli Spánverjar og Portúgalar mótmæla efnahagsástandinu.  Mikið atvinnuleysi og slæmt efna- hagsástand ástæða mótmælanna Austurríkismaðurinn Felix Baumgartner lenti heilu og höldnu eftir að hann stökk úr um 39 kílómetra hæð til jarðar. Þetta er hæsta fall- hlífarstökk sem nokkur maður hefur stokkið. Baumgartner var um 10 mínútur á leiðinni niður áður en hann lenti í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum um kl. 18.15 í gær. Með þessu afreki sínu sló ofurhuginn 52 ára gamalt heimsmet Josephs Kittinger, fyrrverandi of- ursta í bandaríska hernum. Á myndinni sést Baumgartner á skjánum í stjórnstöðinni rétt fyrir stökkið. AFP Baumgartner stökk úr 39 kílómetra hæð Hæsta fallhlífarstökk sem nokkur maður hefur stokkið Norskir ferðamenn á leiðinni heim til Noregs frá Antalya í Tyrklandi þurftu að flýja í skyndi út um neyð- arútganga þegar eldur kom upp í vélinni þegar hún var á leið út á flugbraut þar sem hefja átti flugtak. Tæplega 200 manns voru í vélinni og tók ekki nema nokkrar mínútur að rýma hana. Nokkrir meiddust á fót- um við það að yfirgefa vélina, ekki síst þegar þeir stukku ofan af vængj- um hennar. A.m.k. ein kona hefur verið flutt á sjúkrahús vegna meiðsla sem hún hlaut. Eldur í farþegaflugvél á leið til Noregs TYRKLAND Bandaríska herskipið USS San Jac- into og kjarnorkukafbáturinn USS Montpellier rákust á um helgina. Atvikið átti sér stað fyrir utan aust- urströnd Bandaríkjanna á heræf- ingu sjóhersins. Áreksturinn er ekki sagður hafa verið alvarlegur og gátu bæði skip siglt í höfn af eigin vélarafli. Haft var eftir talsmanni banda- ríska sjóhersins að slíkir árekstrar væru fremur sjaldgæfir en málið færi sína leið og væri rannsókn á því þegar hafin. Vaktmenn á herskipinu munu hafa orðið varir við að sjón- pípa kom upp úr sjónum skammt fyrir framan skipið. Þá hafi strax verið gefin fyrirskipun um að sigla skipinu aftur á bak en það hafi reynst of seint til að forða árekstri, samkvæmt lýsingu BBC á árekstr- inum. Að sögn bandaríska sjóhers- ins urðu engin slys á mönnum við áreksturinn. Ekki er langt síðan bandaríska herskipið USS Porter sigldi á olíuflutningaskipið M/V Otowasan í Hormuz-sundi rétt fyrir utan Bar- ein en það átti sér stað um miðjan ágúst á þessu ári. Árekstur Bandarískt herskip rakst á kjarnorkuknúinn kafbát á heræfingu. Árekstur herskips og kafbáts á æfingu  Enginn slasaðist við áreksturinn Lögreglan í Pak- istan hefur hand- tekið þrjá menn vegna skotárás- arinnar á Malala Yousafza en henni er haldið sofandi á spítala eftir að hafa ver- ið skotin í höf- uðið af talíbönum fyrir að hafa mælt fyrir friði í Swat-dalnum í Pakistan. Malala Yousafza er ein- ungis 14 ára gömul og hafa talíban- ar lýst hana réttdræpa. PAKISTAN Þrír handteknir vegna tilræðis við Malala Yousafza

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.