Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Samkennd Minningarathöfn var í gærkvöldi vegna fráfalls færeyska gítarleikarans og þungarokkarans Rasmus Rasmussen. Hann varð fyrir árás og ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar og það varð til þess að hann fyrirfór sér. Vilja aðstandendur minningarathafnarinnar hér á landi vekja athygli á þeim fordómum og hatursglæpum sem hinsegin fólk verður fyrir víða í veröldinni. Kristinn Stöðugt er spurt hvar næst verði eldgos. Nóg er af eldstöðvum til þeirra atburða. Eld- stöðvakerfin (með mörgum eldstöðvum hvert) eru 30 talsins. Í sumum benda mæl- ingar til viðvarandi óróleika eða stöðu líkt og var fyrir síðustu umbrot. Nægir að nefna Grímsvötn, Heklu, Öskjukerfið, Kverk- fjallakerfið (nálægt Upptyppingum), Bárðarbungu og Dyngjuháls, Kötlu og svæði í Trölladyngju-kerfinu á Reykjanesskaga, þ.e. nálægt Sveifluhálsi og Kleifar- vatni. Ekki er unnt að segja nú hver þessara staða sé líklega næstur í röð þeirra sem sýna okkur jarðelda. Stjórnvöld hafa af þessu og öðrum til- efnum réttilega hleypt af stað stóru verkefni sem fer í saumana á hættu vegna eldgosa í landinu; samvinnu- verkefni stofnana og sérfræðinga. Einnig á að vinna fleiri brottflutningsáætlanir í stíl við þá sem vel reyndist í ná- grenni Eyjafjallajökuls þegar hann bærði á sér. Upphitun og kvikusöfnun í Kötlu hefur staðið yfir í vel rúman áratug og veit enginn hver framvindan verður; hvort þar gjósi á næstunni, hvenær árs eða hvar í eldfjallinu stóra, eða í eldstöðvakerfinu sem er mest áberandi í Eldgjá. Eins og margir vita eru hlaupleið- ir Kötlu þrjár og háðar því á hvaða vatnasviði gýs undir jöklinum þar sem er stór askja. Ein er framundan Sólheimajökli, önnur sú sem a.m.k. tuttugu síðustu hlaup hafa farið um, þ.e. Mýrdalssandur, en sú þriðja er forsöguleg. Þá æðir vatns- og eðju- hlaupið fram Markarfljótsaura en alls óvíst hvort það gerist í næsta gosi eða löngu síðar. Telja má hlaup um Mýrdalssand sennilegast, sög- unnar vegna. Brottflutnings- og við- bragðsáætlanir vegna Kötlugosa taka engu að síður til allra mögu- leika, Styrkja þarf varnargarða með- fram helstu jökulám og á söndum við Mýrdalsjökul en um slík verkefni verður ekki fjölyrt hér. Hitt er deg- inum ljósara að annað og brýnt verk- efni þolir ekki bið. Þá á ég við hækk- un stutta varnargarðsins sem liggur þvert á þjóðveginn austan Víkur, skammt frá Múlakvísl. Hann var búinn til upp úr þings- ályktun 1972 og nær frá fjallsrótum að háa gamla setbunkann úr Kötlu- hlaupinu 1755 sem lengi var kallaður Höfðabrekkujökull (vegna íss í fram- burðinum). Garðurinn á að varna því að hlaupvatn nái vestur með hlíðum að Vík. Hann er til muna of lágur miðað við upplýsingar um magn og dýpt Kötluhlaupa og á hann vantar straumklæðningu úr grjóti austan megin. Áflæði sjávar við Kötluhlaup get- ur vissulega valdið tjóni neðarlega í kauptúninu en fari vatn og eðja yfir garðinn í miklum mæli er illt í efni. Nokkrra metra hækkun og breikkun hans ásamt grjótvörn og endurgerð vegar er ekki mjög fjárfrek aðgerð miðað við aðrar flóðavarnir í landinu. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Varnargarður þvert yfir þjóðveg- inn austan Víkur er of lágur. Hann þarf að hækka án tafar og bæta við grjótvörn. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður. Ef Katla gýs Ofurskattlagning sjávarútvegsfyr- irtækja mun án nokk- urs vafa fækka út- gerðum og um leið gera það minna eft- irsóknarvert að stunda sjómennsku. Góður vinur minn sem er sjómaður velti því fyrir sér þegar Al- þingi hafði samþykkt hækkun veiðigjalds hvort von væri á ríkisútgerð. Mér varð hugsað til þeirra orða þegar ég las viðtal við atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra í ritinu Sóknarfæri sem kom út fyrir nokkrum dögum. Ráð- herrann var spurður um deilurnar sem risið hafa vegna breytinga á lögum um stjórn fiskveiða og hann svaraði og sagði m.a.:„Það er auð- vitað hægt að halda stríðinu áfram en þá vita menn líka hvað það þýð- ir.“ Það var ekki hikað frekar en fyrri daginn við að hafa í hótunum. Hinn stjórnmálalegi vandi þjóð- arinnar liggur ekki síst í slíkri framgöngu ráðherra. Er nema von að virðing Alþingis hafi komist í sorglegar lægðir um þessar mund- ir. En tilefni þessarar greinar er að fyrir stuttu hlustaði ég á umræðu- þátt á Ríkisútvarpinu þar sem fjallað var um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var farið yfir skattlagninguna sem rík- isstjórnin og stuðningsmenn henn- ar hafa ákveðið. Því var fagnað að útvegsmönnum væri ætlað að greiða svo há gjöld í ríkissjóð sem m.a. ætti að ganga til mik- ilvægra verkefna á sviði menntamála og uppbyggingar innviða. Og það var undir- strikað að þessi mikli arður ætti að verða að þjóðareign og koma úr höndum útvegs- manna og sjómanna. Þeir ættu að koma með arðinn að landi hvað sem tautaði og raulaði til þess að þeir sem ekki vilja eða geta sótt sjóinn fái „eign sína“ í boði útvegsmanna og sjó- manna. Ég gat ekki merkt að þessi viðmælandi þekkti til í sjáv- arútvegi. Ég gat ekki merkt að þessi Íslendingur hefði verið á sjó og stundað þá áhættusömu at- vinnugrein sjómannsins með lang- varandi fjarveru frá fjölskyldu þar sem vinnuslys eru tíðust. Ég gat ekki heldur heyrt að þessi ein- staklingur hefði unnið við fisk- vinnslu, stundað útgerð, unnið við sölu á sjávarafurðum eða verið í þeim fjölmenna hópi sem sinnir þjónustu við útgerð og fiskvinnslu þar sem tekjur sveiflast og taka þarf áföllum og afskrifa inneignir þegar útgerð fer í þrot vegna afla- brests. Ég gat heldur ekki heyrt að viðkomandi einstaklingur hefði lagt sparifé sitt sem hlutafé í út- gerðarfélag. Engin slík reynsla virtist vera til staðar. Vissan um að viðkomandi ætti rétt á arði af því sem sjómaðurinn dró á land var hins vegar fullkomin og arð- urinn átti að koma fyrirhafn- arlaust í formi skatttekna. Umræðumeistarinn taldi sjálf- sagt að vegna þess að útgerð- armenn fjárfestu í skipum og réðu til sín sjómenn, sem hafa þekkingu og þrek til þess að finna fiskimiðin og koma með afla á land, þá ætti hann hlut í þeim afla. Ekki fyrir það að hafa lagt eitthvað til heldur vegna þess að viðkomandi bjó á Ís- landi. Hann ætlaði samt ekki að taka áhættu og lagði ekkert af mörkum annað en kröfuhörkuna til sjómannsins og útgerðarinnar. Ég er fæddur og uppalinn í sjávarbyggð og þekki vel til á þeim slóðum. Ég hef lifað og hrærst með þeim sem gera út án þess að hafa sjálfur haft af því beinan hag sem launþegi eða eig- andi útgerðar eða fiskvinnslu. Ég veit hins vegar hversu mikið sjó- menn þurfa að leggja á sig og ég hef haft hag af velgengni sjó- manna og útvegsmanna vegna þess að gott gengi þeirra skapaði auð í samfélaginu. Ég þekki það vel að fremur fáir af þeim sem stunda sjóinn treysta sér til þess að standa í brúnni og bera ábyrgð á því að siglt sé á hin réttu mið, skipið komi að landi og áhöfn þess fiski á þeim margbreytilegu fiski- miðum sem eru við strendur landsins. Ég þekki það einnig vel að sum- ir útvegsmenn hafa ekki náð ár- angri í sínum rekstri á meðan aðr- ir hafa gert það gott. Ég veit það vel að einstaka útvegsmenn hafa lítið hugsað um samfélagið sitt. Þeir hafa gefist upp selt sínar afla- heimildir og skip á meðan aðrir hafa farið vel með, skapað mikla atvinnu, byggt upp og fjárfest fyr- ir arðinn af rekstrinum. Þeir hafa verið og eru máttarstólpar í sínu samfélagi og hafa hugsað um það að tryggja fólki stöðuga og örugga atvinnu eins og hægt er þegar auðlindin er fiskurinn í sjónum, en ekki gullnáma eða fallvatn sem fossar jafnt og örugglega til sjávar og er virkjað þar sem hagkvæmast er og selt eftir samningi sem er til áratuga. Þessar hugleiðingar eru settar á blað vegna þess að mér ofbýður framganga ákveðinna þjóðfélags- hópa gagnvart sjávarbyggðunum, sjómönnum og útvegsmönnum, sem með heiðarlegum hætti leggja til einstaka þekkingu á veiðum og vinnslu, leggja til verðmæti og eignir sem þeir hafa unnið fyrir af útsjónarsemi, en er ætlað að leggja á djúpið í þágu þeirra sem ekkert leggja til annað en kröfu- hörkuna um að fá það sem orða- smiðir áróðursdeildar stjórn- arráðsins kalla af hofmóði „auðlindarentu“. Það væri t.d. fróðlegt að fylgjast með árangri og „auðlindarentunni“ af þeim rekstri ef stjórnarráðinu væri gert að stofna útgerðardeild og gera út frá Hólmavík, Húsavík eða Hafn- arfirði. Kaupa eða leigja til sín aflaheimildir og fjárfesta í skipum og búnaði og ráða til sín áhafnir sem væri ætlað að fiska og bera á sínum herðum ofurskattinn sem viðmælandi RUV taldi eðlilegan. Og þeim væri ætlað að skila jafn- framt hagnaði af þeirri fjárfest- ingu, sem í þessa ríkisútgerð væri sett. Ég vona að til þessa komi ekki. En dæmið er sett fram til þess að sýna fáránleikann við framgöngu ráðamanna við of- urskattlagninguna sem á að inn- heimta fyrirvaralaust. Slíkt um- hverfi atvinnugreinar er ekki líklegt til þess að hvetja menn til þess að fjárfesta í atvinnuvegi sem á að vera burðarás samfélagsins. Verði ofurskattlagning í sjávar- útvegi til frambúðar er það óhjá- kvæmilegt að fátæktin verður fylgikona þeirra sem í sjáv- arbyggðunum á Íslandi búa. Þá verður markaður fyrir Sölku Völku og formenn þingflokka stjórnarflokkanna geta fengið vinnu við að dreifa henni til þeirra sem eftir verða í „víkum og fjörð- um Ólafs“ eins og þeir gerðu ný- lega á Austurvelli af þekktri óskammfeilni þegar sjómenn og útvegsmenn og stuðningsmenn þeirra mótmæltu framvindu mála á Alþingi. Eftir Sturlu Böðvarsson »Ég veit hins vegar hversu mikið sjó- menn þurfa að leggja á sig og ég hef haft hag af velgengni sjómanna og útvegsmanna vegna þess að gott gengi þeirra skapaði auð í samfélaginu. Sturla Böðvarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Þró- unarfélags Snæfellinga og fyrrver- andi forseti Alþingis. Sótt er að sjávarbyggðum með ofurskatti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.