Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Nú á haustmán- uðum býður Æsku- lýðsvettvangurinn (ÆV) aðildarfélögum sínum, Ungmenna- félagi Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalagi íslenskra skáta og Slysavarna- félaginu Landsbjörg, upp á fræðsluerindi í aðgerðum gegn einelti, forvörnum og úrvinnslu eineltismála. Fræðsluerindið er byggt á nýút- kominni bók sem Skólavefurinn gefur út og nefnist Ekki meir. Bók- in er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Tilgangurinn hjá ÆV með fræðsluerindinu er að vekja athygli aðildarfélaga sinna á þessum mála- flokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegð- un. Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun hef- ur nú litið dagsins ljós og er henni dreift á fræðslufundunum. Mörg önnur félög og samtök sem starfa með börnum og unglingum sem vilja betrumbæta vinnubrögð sín í þessum málaflokki geta horft til Aðgerðaáætlunar ÆV og tileinkað sér þær hugmyndir í forvörnum og úrvinnslu mála sem í henni eru nefndar. Einelti getur birst alls staðar þar sem börn koma saman. Birt- ingarmyndirnar eru fjölmargar, sumar áþreifanlegri en aðrar, allt frá augnagotum og hunsun yfir í gróft andlegt og líkamlegt ofbeldi. Sá sem það beinist að, þolandinn, getur beðið alvarlegan skaða af, ef það viðgengst í langan tíma. Í bókinni Ekki meir er sjónum m.a. beint að: Forvörnum og tengslum þeirra við uppbyggingu jákvæðs stað- arbragar  Samvinnu og samráði milli foreldra innbyrðis og milli for- eldra, skóla og íþrótta- og æsku- lýðsfélaga  Kjarna góðra samskiptahátta og mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin hegðun  Helstu birtingarmyndum ein- eltis og því sem einkennir oft per- sónur og aðstæður í eineltismálum  Hvaða aðgerða eða viðbragða er hægt að grípa til ef upp koma eineltismál Í Ekki meir er m.a. jafnframt að finna dæmi um „líðankannanir“ sem skólar og félög geta lagt fyrir börnin til að kanna líðan þeirra á staðnum og gátlista fyrir foreldra, skóla og íþrótta- og æskulýðsfélög. Í bókinni er sýnt dæmi um hvernig stutt og hnitmiðuð viðbragðáætlun getur litið út og mikilvægi þess að hún, ásamt tilkynningareyðublaði sé aðgengileg á heimasíðu stofn- unar eða samtaka. Hugað er sér- staklega að hlutverki foreldra bæði hvað varðar forvarnir og vinnslu mála er kunna að varða börn þeirra. Í Ekki meir er einnig að finna skilaboð til gerenda og til þeirra barna sem eru þolendur ein- eltis. Ekki meir færir þeim sem málið er skylt verkfæri í hönd til að huga að staðarbragnum, sinna markviss- um forvörnum og skaffar vegvísi sem hægt er að fylgja, komi mál af þessu tagi upp á staðnum. ÆV hefur tekið þessi mál til gaumgæfilegrar skoðunar hjá sér og með því að skapa vettvang og bjóða upp á erindi um eineltismál og umræður er verið að bjóða starfsfólki, leiðbeinendum og sjálf- boðaliðum tækifæri til að tileinka sér færni og tæki til að vinna með. Ef skóli eða íþrótta- og æsku- lýðsfélag glímir við mörg þung ein- eltismál þarf að skoða staðarbrag- inn/menningu staðarins, forvarna- þáttinn eða samskiptastefnuna nánar. Hægt er að spyrja sig eft- irfarandi spurninga:  Er samvinna við foreldra góð og uppbyggileg?  Er upplýsingaflæði nægj- anlegt?  Er viðbragðsáætlun til staðar sem er aðgengileg, skýr og hnit- miðuð? Þess utan má spyrja hvort ekki sé öruggt að allar tilkynningar/ kvartanir fái skoðun hvernig svo sem þær kunna að líta út í byrjun? Er vandað til ákvarðanatöku um íhlutun og er gætt að öryggi þol- anda þegar hann er á staðnum? Síðast en ekki síst má spyrja:  Er haft samráð og samstarf við foreldra aðila máls við úr- vinnslu eineltismála?  Er unnið hratt og markvisst í málum sem berast og er málinu fylgt eftir með viðeigandi hætti? Til að stemma stigu við einelti í hvaða mynd sem er og við ólíkar aðstæður þarf sterkan vilja og markviss, samhent vinnubrögð. Halda þarf áfram að gera betur, ná lengra. ÆV vill gera allt sem í sínu valdi stendur til að styðja aðild- arfélögin, starfsfólk, leiðbeinendur og sjálfboðaliða til að öðlast færni og öryggi til að sinna forvörnum sem allra best og taka á málum sem upp koma með faglegum hætti. Fræðsluerindin Ekki meir eru liður ÆV í því að nálgast enn frekar það markmið til að öllum geti liðið vel í starfi sínu innan ÆV. Ekki meir og Æskulýðs- vettvangurinn Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur og Ragnheiði Sigurðardóttur » Bókin Ekki meir færir þeim sem mál- ið er skylt verkfæri til að huga að forvörnum og skaffar vegvísi til að fylgja, komi mál af þessu tagi upp á staðn- um Ragnheiður Sigurðardóttir Kolbrún er sálfræðingur og formaður Barnaheilla. Ragnheiður er verk- efnastjóri Æskulýðsvettvangsins Kolbrún Baldursdóttir Utanríkisráðherr- ann Össur Skarphéð- insson sagðist vera kominn á allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna til að bera skilaboð frá Íslend- ingum. Þetta var það fyrsta sem ég hafði heyrt um það. En hann er ráð- herra og hefur víst eitthvað að segja og skilaboðin voru: „Herra Netanyahu – rífðu, niður þennan vegg.“ Nú draup ég höfði í skömm. Þetta voru ekki skilaboð frá íslensku þjóð- inni, allavega ekki frá mér og mín- um, og ef ég fer yfir síðasta skatta- framtal mitt þá er ég en hluti af þessari þjóð. Þetta voru skilaboð frá Össuri og hans fylgisveinum sem enn og aftur reyna að slá sjálfa sig til riddara með einhverjum útúrsnún- ingi á pólitískri rétthugsun. Spurningin sem Össur ætti að spyrja sig er einföld, hvers vegna var múrinn reistur? Hver er til- gangur hans? Svörin við þessum spurningum eru barnalega einföld. Gyðingar byggðu þennan vegg ekki sér til gamans eða til að skaprauna göml- um kommum á Íslandi. Veggurinn var byggður til þess að vernda líf og limi þegna lýðræðisríkisins Ísraels. Ríki sem er búið að þurfa að verja hendur sínar frá stofnun þess; fyrir nágrönnum sínum, sem hafa svarið þess eið að eyða þeim af landkortinu. Helstu forkólfar arabaheimsins hafa allir, jafnt í ræðu sem riti, lýst því yf- ir fyrir hvern þann sem vill hlusta, að stríðinu muni aldrei ljúka fyrr en Ísraelsríki sé ekki lengur til og gyð- ingar séu minningin ein. Eftir að múrinn var reistur hefur árásum á Ísrael fækkað um 90%, þessi rök ein og sér réttlæta tilvist hans. Íslenskir stjórnmálamenn ættu að fara varlega í það að tala fyrir hönd „allra“ landsmanna. Vissulega er Össur löglega kosinn embættismaður og sem slíkur er hann tals- maður okkar á þessu þingi. En ég átti von á að hann héldi sig við málefni sem kæmi þjóð- inni við eða að minnsta kosti að hann héldi sig við málefni sem hann hefði vit á. Málefni Ísr- aels fyrir botni Mið- jarðarhafs er klárlega nokkuð sem hann veit lítið um og kærir sig ef- laust minna um að vita sannleikann um. Minna þessi orð hans á orðræðu annars rauðliða (Ólafs Ragnars) sem fór í heimsókn til Rúmeníu, og eftir þá för dásamaði rekstur ríkisins og leiðtoga þess í hástert. Skömmu síð- ar kom sannleikurinn í ljós og leið- toganum farsæla var stillt up við vegg og hann skotinn. Össuri er sama um sannleikann því hann þarf ekki að lifa við hann líkt og stríðshrjáðir þegnar Ísraels. Hann er að eltast við kjörfylgi með slíkum upphrópunum og gífuryrðum sem að lokum munu dæma sig sjálf. Orð Össurar munu verða að orðum kjána, sem í besta falli vissi ekki bet- ur, en í versta falli vann leynt og ljóst á móti stríðshrjáðri friðelsk- andi lýðræðisþjóð sem hefur verið neydd í vopnaskak af hryðjuverka- mönnum og neydd til að setja upp varnarvegg sjálfri sér til bjargar. Veggurinn fer ekki niður fyrr en þegnar Ísraels fá að lifa sinn draum: Að lifa í friði í eigin heimalandi. Megi það verða sem fyrst, en ekki fyrr. Það er ástæða fyrir þessum múr. Össur, ekki í mínu nafni Eftir Ólínu Klöru Jóhannsdóttur Ólína Klara Jóhannsdóttir »Eftir að múrinn var reistur hefur árás- um á Ísrael fækkað um 90%, þessi rök ein og sér réttlæta tilvist hans. Höfundur er félagi í Ísland-Ísrael.is. Vilt þú vera án þjóðkirkju? Þessi setning kom mér í hug, þegar ég hafði lesið tillögur stjórnlagaráðs varð- andi íslensku þjóð- kirkjuna. Reyndar hafði ég lesið greinina nokkr- um sinnum, þegar ég áttaði mig á boð- skapnum. Framsetning stjórn- málaráðs er nefnilega þannig úr garði gerð, að hætt er við að sum- ir vari sig ekki á alvöru málsins. Ég kynnti mér reyndar landslög hvað kirkjuna varðar áður en ég settist niður til að rita þessa grein, því þó ég þættist vita að kirkjunnar hérlendis sé ekki getið sem þjóðkirkju samkvæmt lands- lögum vildi ég vera viss. Það er hvergi tilgreint í lögum að hin evangeliska lúterska kirkja eigi að vera þjóðkirkja Íslands. Þjóðkirkjuákvæðið er aðeins í stjórnarskránni og ef það er fellt þaðan út er ekki þjóðkirkja hér á landi lengur. Þingið við Austurvöll kemur reyndar til með að fjalla um niðurstöðu stjórnarskrárkosn- ingarinnar en það getur verið erfitt fyrir þingheim að setja sig á móti niðurstöðu hennar. Ég hvet því landsmenn til að íhuga vel sinn gang, hvað fyrirhugaða kosningu um þjóð- kirkjuna varðar. Ég held reyndar, að til sé fólk, sem ekki hefur jafnað sig á þeim vandræðum, sem kirkjan þurfti að glíma við og einhverjir sitji inni með reiði í garð hennar. Það er einmitt vegna þessa mótbyrs, sem nú er áríðandi að standa við bakið á kirkjunni og um leið kristninni og það gerum við best með því að krossa við já og lýsa með því yfir vilja okkar um, að ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórn- arskrá, en ég lít svo á að átt sé við að hún verði þar áfram sem þjóð- kirkja. Það er reyndar athyglisvert hversu spurningar stjórnlagaráðs eru loðnar og illa orðaðar og vegna þessa heyri ég á tali manna, að þeir vilji helst ekki kjósa. Það er háalvarlegt mál ef traust al- mennings gagnvart stjórnlagaráði er á veikum grunni byggt. Ég hef líka velt því fyrir mér hvers vegna meðlimir stjórnlagaráðs vilja ekki hafa þjóðkirkjuna í stjórn- arskránni og skoðanir þeirra varð- andi hana eru tíundaðar í bækl- ingnum, en í því getur falist viss innræting fyrir þá, sem eru eitt- hvað tvístígandi hvað framtíð þjóðkirkjunnar varðar. Þá má velta því fyrir sér af hverju ekki sé bent á það með skýrum hætti í upplýsingarbæklingnum um þjóð- aratkvæðagreiðslu, að ef kirkj- unnar er ekki getið í nýrri stjórn- arskrá verði þjóðkirkja ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Ég hvet því landsmenn til þess að mæta vel í kosninguna hinn 20. október nk. og vonandi berum við Íslendingar gæfu til þess að halda þjóðkirkjunni okkar í stjórn- arskrá. Eftir Ólaf B. Ólafsson » Það er eingöngu tilgreint í stjórn- arskránni að hin evangeliska lúterska kirkja eigi að vera þjóðkirkja Íslands. Ólafur B. Ólafsson Höfundur er kennari. Vilt þú vera án þjóðkirkju? Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.