Morgunblaðið - 15.10.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 15.10.2012, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 ✝ IngibjörgGuðný Jónína Jónsdóttir fæddist á Galtarhrygg, Reykjahreppi, V- Ísafjarðarsýslu, 11. nóvember 1918. Hún lést á dval- arheimilinu Lög- mannshlíð á Ak- ureyri 5. október 2012. Ingibjörg eða Inga eins og hún var kölluð var dóttir hjónanna Guðbjargar Efemíu Steinsdóttur og Jóns Ólasonar en þau bjuggu fyrst á Bjarnastöðum og svo á Galt- arhrygg. Þau hjón eignuðust ellefu börn, og komust níu þeirra til fullorðinsára. Systk- ini Ingu voru: Drengur, f. and- vana 1911. Guðmundur Þor- valdur, f. 1912, d. 2006. Valgerður Sigurborg, f. 1914, d. 1982, Kristján Margeir, f. 1915, d. 1996, Kjartan Að- alsteinn, f. 1917, d. 2006, Guð- björg Gróa, f. 1920, Bjarni Sig- urður, f. 1920, d. 1922, Elín Bjarney, f. 1922, d. 2011. Óli Kristján, f. 1925, d. 2004, Bjarni, f. 1926. 3ja ára fór Inga í fóstur til sæmdarhjónanna Kristjáns Bjarna Ólafssonar og Ragnhildar Jónsdóttur á Eyri í Mjóafirði og ólst hún upp með þeim systkinum, Daníel, Sal- vöru og Ólafi til 12 ára aldurs. Fór hún í Reykjaskóla og síðan húsmæðraskólann á Ísafirði. Fór þaðan norður til Eyja- f. 11.11. 1958, þau eiga börnin a) Guðbjörgu Þóru, f. 7.6. 1995 og b) Jóhannes, f. 26.10. 1998. Þau eru búsett á Akureyri. 3) Kristín Ragnhildur Elín, f. 18. desember 1953, gift Helga Degi Gunnarssyni, f. 21.10. 1956, búsett á Sauðárkróki, þau eiga a) Heiðu Kristínu, f. 28.2. 1986, í sambúð með Krist- mundi Daníelssyni, búsett í Reykjavík, b) Ragnar, f. 9.8. 1988, í sambúð með Erlu Hrund Þórarinsdóttur, búsett í Reykjavík. 4) Hanna Björg, f. 27.2. 1958, giftist Hirti Her- bertssyni, f. 3.12. 1947, búsett á Akureyri, þau eiga fjögur börn: a) Ragnhildur Arna, f. 25.5. 1979, hún á tvo syni Haf- þór Andra Jóhannsson, f. 9.8. 1997 og Hilmar Daða Ásgeirs- son, f. 11.11. 1999, b) Elva Hrönn, f. 26.3. 1984, í sambúð með með Andra Reyr Haralds- syni, þau eiga Nínu Marin Andradóttur, f. 7.10. 2010, bú- sett í Reykjavík, c) Hjörtur Þór, f. 22.7. 1986, í sambúð með Örnu Arngeirsdóttur, þau eiga tvö börn, Aron Mána, f. 7.3. 2008 og Erlu Maríu, f. 26.12. 2010, búsett á Akureyri, d) Ingibjörg Sandra, f. 3.4. 1988, búsett í Reykjavík. Hanna Björg og Hjörtur skildu. Hanna Björg er í sambúð með Sigurgeir Árnasyni. Inga starfaði um árabil sem fiskvinnslukona hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa, og einn- ig við ræstingar. Hún starfaði m.a. í kvennadeild Slysavarna- félagsins á Akureyri og söng með söngfélaginu Gígjunni. Útför Ingu verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. október og hefst athöfnin kl. 13.30 fjarðar fyrst sem kaupakona og svo til Akureyrar og starfaði sem saumakona hjá Stefáni Jónssyni sem kenndur er við Skjaldarvík. Þar hitti hún mannsefnið sitt, Jóhannes Krist- jánsson, f. 23.10. 1917, d. 28.6. 2003, sem þá var vinnumaður í Skjaldarvík. Giftust þau 22. maí 1948 og bjuggu þau á Ak- ureyri alla sína tíð. Árið 2003 flutti Inga á dvalarheimilið Kjarnalund og nú í september flutti hún á dvalarheimilið Lög- mannshlíð. Ingibjörg og Jó- hannes eignuðust fjögur börn: 1) Kristján Albert, f. 20.7. 1950, kvæntur Hafdísi Júlíu Hann- esdóttur, f. 8.9. 1957, búsett í Reykjavík, þau eiga þrjár dæt- ur, a) Ingu Hrefnu, f. 17.9. 1978, búsett í Lúxemborg, b) Lilju, f. 7.1. 1981, búsett í Lúx- emborg, c) Maríu Björgu, f. 3.12. 1987, í sambúð með Skúla Magnússyni, búsett í Reykja- vík. 2) Stefán, f. 27.10. 1952, kvæntist Ingu Pálu Líndal Run- ólfsdóttur, f. 5.8. 1954, þau eignuðust dótturina Rannveigu Lilju. Þau skildu. a) Rannveig Lilja, f. 3.5. 1983, í sambúð með Glen Jakobsen, þau eiga soninn Alexander Leó, búsett í Sví- þjóð. Seinni kona Stefáns er Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Ingibjörg móðir mín er búin að loka augunum sínum í síðasta sinn og hún lifði í 93 viðburðarík ár. Fæddist í litlum torfbæ, bjó einnig í timburhúsi, forsköluðu steinhúsi og síðast steyptu húsi. Upplifði mamma allar tækninýj- ungar tuttugustu aldarinnar: raf- magnið, olíukyndinguna og síðast blessaða hitaveituna, og ég tala nú ekki um símann. Þegar pabbi og mamma hófu búskap, leigðu þau fyrst litla íbúð en þegar börnin voru orðin þrjú var ráðist í það stórvirki að kaupa sér eigin húsnæði, lítið hús, Gránufélagsgötu 1, þar fæddist fjórða barnið. 1963 var efri hæðin í Helga- magrastræti 44 keypt, og þá varð aldeilis breyting á búskaparhátt- um fjölskyldunnar. Pabbi og mamma, og við strákarnir feng- um sér herbergi og stelpurnar saman í herbergi. Ég er ekki frá því að við höfum fengið víðáttu- brjálæði. Mamma gat allt, smíðaði fyrst bíla fyrir okkur til að leika með í sandkassanum og yfirleitt var það hún sem reddaði málunum, hvort heldur sem vantaði sverð, byssu eða rauðar fótboltastuttbuxur eða hvíta Þórsskyrtu. Þetta var smíð- að eða saumað á staðnum. Þurfti mamma að fara með mig til Reykjavíkur, til lækna og svo til Kóngsins Köbenhavn. Ekki var það mikið mál fyrir hana. Þá þurfti mamma að læra dönsku og gerði það með því að sækja nokkra tíma hjá danskri konu sem bjó á Akureyri og síðan las hún Hjemmet og Familie Journal. Þetta gerði hún og náði að bjarga sér þokkalega þegar á hólminn var komið. Hún hafði gaman af því að syngja og spila á gítar. Átti auð- velt með að setja vísur á blað, enda margir góðir hagyrðingar í ættinni. Samdi mamma nokkra bragi fyrir okkur krakkana, sem síðan hafa verið sungnir á öskudaginn í fjölda ára: „Allir hlæja á öskudag- inn“, „Lindukonfekt líkar mér“ og „Lögguvísur“ voru vinsælastar, og kom mikið nammi í pokann í sönglaun fyrir þetta enda mikið hlegið. Dýrin komu mörg við sögu hjá mömmu, skrautfiskar, skjaldbök- ur og páfagaukar áttu heimilis- festi um mismörg ár og allt dafn- aði vel hjá henni. Ekki má gleyma köttunum sem bjuggu á heimilinu hjá þeim. Þeir voru nú bara tveir sem bjuggu hjá þeim en mamma var með lúgu á útidyrahurðinni, þannig að allir kettir í hverfinu áttu greiðan að- gang í hina ýmsu matardalla sem búið var að setja í stigann upp í íbúðina. Voru kettirnir mjög hændir að henni, og t.d. var einn þannig að þegar mamma fór í búðina kom kisi með, labbaði á eftir henni báðar leiðir. Barnabörnin komu alltaf í Helgamagrastrætið og þar var nú tekið vel á móti þeim. Afi og amma lumuðu alltaf á einhverju góðgæti og hvor tveggja ljómuðu, afi og amma og börnin. Máltíðirn- ar voru sérkapítuli út af fyrir sig, hryggurinn og brúnuðu kartöfl- urnar voru alltaf vinsæll réttur og ég tala nú ekki um kjötbollurnar hennar ömmu, minningin um þær munu lifa um ókomna tíð. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir samfylgdina. Þú gafst mér hlýju, mikla umhyggju og ást. Fallega brosið þitt og stríðn- isglampinn í augunum eru minn- ingar sem lifa með mér. Það er alltaf sárt að kveðja móður sína, en ég held að þú hafir verið búin að fá nóg. Pabbi, flest öll systkini þín, flestir vinir og vin- konur sem voru jafnaldra eru far- in yfir móðuna miklu á undan þér. Ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Blessuð sé minning þín. Kristján Albert Jóhannesson. Hún tengdamóðir mín til 35 ára, Ingibjörg Guðný Jónína Jónsdóttir, er nú öll á 94. aldurs- ári. Ingibjörg var alla tíð glæsileg kona og mikil reisn yfir henni, hvort sem hún fór í upphlutinn sinn eða rauðu dragtina. Fyrsta skiptið sem ég hitti hana var í apríl 1978. Ég var þá ófrísk að mínu fyrsta barni sem var og hennar fyrsta barnabarn. Hún vildi líta á þessa stúlku sem var farin að þvo fötin af syninum. Held bara að henni hafi litist vel á kvenkostinn, allavega samþykkti hún með glöðu geði að nota 60 ára afmælisdaginn sinn til þess að gifta frumburðinn og skíra fyrsta barnabarnið í leiðinni. Það var 11.11. 1978. Æ síðan höfum við deilt þessum afmælisdegi. Allar götur síðan höfum við Ingibjörg átt saman margar góð- ar stundir. Hún hafði ákveðnar skoðanir á uppeldi dætra minna þriggja, ég hafði aðrar en saman náðum við ágætum sáttum með að ala þær upp. Hún var alla tíð afar stolt af öllum sínum barnabörnum enda öll til mikillar fyrirmyndar. Elsta barnabarnið fékk flökkueðli ömmu sinnar í vöggugjöf en hún naut þess að ferðast, skoða nýja staði og kynnast nýju fólki. Ingi- björg var m.a. fararstjóri í mörg- um ferðum á þeim árum þegar hún vann hjá ÚA en þar fékk frá- sagnargleði hennar og ljóðagerð að njóta sín. Ingibjörg átti auðvelt með að semja og margir þekkja „Allir hlæja á öskudaginn“ sem hún samdi fyrir börnin sín en börn um allt land hafa síðan þá sungið þetta lag á öskudaginn. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom í fyrsta skipti í heimsókn í Helgamagrastræti 44 því þar bjuggu ekki bara Ingibjörg og Jó- hannes heldur líka 30 páfagaukar. Þegar páfagaukarnir fóru komu kettir, ekki einn heldur tveir, en allir kettirnir í götunni voru alltaf velkomnir því Ingibjörg var alltaf með stigann fullan af fiski handa þeim. Þetta lýsir Ingibjörgu vel því hún hafði alltaf áhyggjur af því að allir væru annað hvort svangir eða þyrstir. Ingibjörg og Jóhannes hafa nú sameinast á ný, en við sem eftir lifum munum sakna þeirra um ókomin ár, fyrir gæsku þeirra og yndislega nærveru. Ég vil þakka Ingibjörgu sam- fylgdina þessi 35 ár. Blessuð sé minning þín. Hafdís Júlía Hannesdóttir. Elsku amma. Margar minning- ar koma upp í hugann, þegar ég hugsa um þig og afa. Hversu oft fékk ég að heyra söguna af því þegar ég var send ein í fyrsta skipti norður til ykkar afa, fjög- urra ára gömul og þegar þú spurðir hvað ég vildi í morgun- mat, þá sagðist ég ekki borða neitt nema Cocoa puffs í morg- unmat. Það var ekki til, en þú sendir Hönnu frænku rétt fyrir miðnætti til að kaupa það handa litlu prinsessunni. Ég tel mig vera afskaplega lán- sama af því að hafa farið norður á Akureyri í Háskólann og búið ná- lægt ykkur í næstum því tvö ár. Það sem við brölluðum saman, og þó ég væri orðin þetta gömul, þá gat ég ennþá vafið þér um litla fingurinn á mér, t.d. til að útbúa pönnukökur og alltaf var hægt að plata þig í bíltúr og kíkja í búð- irnar. Elsku amma, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar og augnablikin sem við eyddum sam- an. Minningarnar eru margar sem ég á um þig og munu þær fylgja mér og hlýja mér um hjartarætur um ókomin ár. Mun sakna þín alla ævi. Þín Inga Hrefna. Ingibjörg Guðný Jónína Jónsdóttir Hlýr, glettinn, greiðvikinn, músíkalskur, þessi orð eiga vel við að lýsa pabba mínum. Í hug- anum spretta upp ótal minninga- brot á þessari stundu. Pabbi að færa mér mandarínur eða kara- mellur þegar ég var á kafi í próf- lestri, pabbi tilbúinn í bílnum þegar ég lauk skóla eða tónlistar- skóla, við pabbi við það vanda- verk að pakka í bílinn fyrir úti- legur, pabbi að kenna mér að tjalda eftir kúnstarinnar reglum, við pabbi að koma skíðabúnaði í bílinn, pabbi að hjálpa mér að ná mér eftir erfið veikindi þegar ég var ellefu ára og þurfti svo mikið á honum að halda, pabbi að spila á orgelið eða gítarinn um jólin, pabbi að dansa við mig þar sem ég stóð ofan á ristunum á honum, pabbi að kenna mér að binda bindishnút, sem honum þótti nauðsynleg vitneskja fyrir ungar stúlkur, pabbi við setjaravélina þar sem fingurnir dönsuðu yfir lyklaborðið. Hann vafði mig ástúð og studdi mig alla tíð í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Pabbi taldi aldrei eftir sér að skutlast út og suður með okkur börnin sín og síðar barnabörnin. Hann var ein- staklega góður bílstjóri og fór svo að hann lauk ökukennararéttind- um og kenndi á bíl í mörg ár á kvöldin. Pabba þótti mjög mikilvægt að við systkinin ferðuðumst um landið og þekktum staðhætti. Hann hafði lagt símalínur í flest- um sveitum þegar hann var yngri og á ferðalögum okkar gat hann sagt skemmtilegar sögur úr hverri sveit, sem kom sér vel þar sem rás 1 hentaði ekki stórum barnahópi í aftursæti á langferð. Á veturna var Hamragil, skíðasvæði ÍR-inga okkar annað heimili. Þá var ekki í boði að sofa út, við skyldum mæta á svæðið áður en lyftan væri opnuð og var ekki farið heim aftur fyrr en lyft- unni var lokað aftur og oft þurft- um við að bíða eftir pabba því hann hafði gaman af því að brasa með vinum sínum í kringum lyft- urnar. Við erum því alin upp á kakói og samlokum um helgar og hefur ekki verið lítið verk fyrir mömmu að smyrja ofan í okkur öll. Þegar synir mínir komust á stjá var alltaf hægt að smella sér í Hamragil á skíði með þá í kerru því afi fékk sér kaffisopa meðan þeir sváfu og þá gat ég skíðað á meðan. Ósjaldan fluttu þau pabbi og mamma inn á mitt heimili og stýrðu því þegar við hjónin brugðum okkur til útlanda. Síðustu árin hægði á pabba og minnið fór að gefa sig. Hann var þó ávallt léttur í skapi og var stutt í brosið. Hann naut þess að vera í dagvist í Maríuhúsi síðasta árið og sá einstakt starfsfólk þar um að honum liði sem best. Fyrrihluta ágústmánaðar fékk pabbi blóðtappa í heila og hrakaði heilsu hans mjög hratt eftir það. Hann var á Borgarspítala á deild B-2 og þar naut hann góðrar umönnunar hjá yndislegu starfs- fólki. Kann ég því bestu þakkir fyrir umhyggju og nærgætni við pabba og okkur í fjölskyldu hans. Kveð ég yndislegan föður. Guðrún Lilja. Hann var yngstur níu systk- ina, sem öll voru fædd á rétt rúm- Rúnar Geir Steindórsson ✝ Rúnar GeirSteindórsson fæddist á Grett- isgötu í Reykjavík 29. október 1925. Hann lést á Borg- arspítalanum 30. september 2012. Útför Rúnars Geirs fór fram frá Neskirkju 9. októ- ber 2012. um 13 árum, hann missti móður sína þriggja daga gamall og var skírður við dánarbeð hennar. Föður hans var mikill vandi á hönd- um með níu ung börn móðurlaus að sjá um og þoka áfram uppeldi barna sinna, en hann átti stóra fjöl- skyldu að, sem reyndist þeim Rúnari og systkinum hans stoð og hjálp svo að allt bjargaðist þetta nú. Auðvitað komu til sum- ardvalir hjá frændliðinu og vetr- arpartar með og í því efni reynd- ust þau Sigurður Eyvindsson, frændi okkar Rúnars, og kona hans, Lilja, bændur í Austurhlíð í Gnúpverjahreppi, betri en eng- inn og hjá þeim dvaldi hann nokkur ár og minntist þeirra ára og hjónanna ætíð með þakklæti og sýndi það í verki þegar færi gafst síðar. Rúnar fetaði í fótspor þriggja bræðra sinna, þegar hann óx úr grasi og stundaði vinnu hjá Landssíma Íslands vítt og breitt um landið eins og þá tíðkaðist og reyndist svo sem bræður hans allir fyrr bæði harðduglegur og lagvirkur og véltæknisinnaður. Í föðurgarði ríkti alla tíð veru- legur áhugi fyrir líkamsrækt og íþróttum, enda heimilisfaðirinn fyrrverandi leikfimi- og íþrótta- kennari og sinnti því áhugamáli sínu svo sem hann gat frá krefj- andi vinnu- og uppeldisskyldum, það fór því ekki heldur hjá því að Rúnar tæki þar þátt og varð skíðaíþróttin hans forgangs- áhugamál má segja alla ævi, enda félagsmálasinnaður eins og hann átti kyn til. Þessi blanda símavinnu og skíðaíþróttar held ég reyndar að hafi leitt þau saman, Rúnar og þá fræknu skíðakonu Jakobínu Jak- obsdóttur, sem nú sér á eftir ásamt börnum þeirra góðum eig- inmanni og föður, sem alla tíð var einstaklega frændrækinn og því harmdauði stórs frændgarðs auk eigin nánustu fjölskyldu. Vel finnst mér að skíðafélagar í ÍR mættu minnast þess ódrep- andi áhuga og elju sem Rúnar sýndi í að vinna skíðaíþróttinni gagn, þar var engin hálfvelgja á ferðinni. Rúnar var lærður prentari, nánar tiltekið vélsetjari og það veit ég af samtölum við sam- starfsmenn hans bæði fyrr og síðar í þeirri iðn að hann þótti bæði velvirkur og mikilvirkur, en um leið var hann harðsnúinn gæslumaður eigin réttinda og samstarfsmanna sinna og vékst þá ekki undan að lýsa skoðunum sínum, slíkt var bæði einörð skaphöfn og ættarfylgja, ekki alltaf vinsælt hjá þeim er við var deilt eða glímt, en breytti ekki orðspori hans sem fagmanns. Á seinni hluta starfsferilsins fékkst Rúnar við ökukennslu, þar komu glaðværð liðlegheit sér vel og fóru vel með ábyrgðartil- finningu og metnaði fyrir hönd nemandans og þau eru ekki fá frændsystkin hans nær og fjær auk venslafólks, sem nutu að- stoðar hans og fyrirgreiðslu í þessum efnum. Við frændurnir kynntumst ekki mikið fyrr en báðir höfðu náð sæmilegum fullorðinsaldri, en á þau kynni hefur aldrei skuggi fallið og alltaf jafn gaman að hitta þennan hressa og glað- lynda frænda minn, sem jafnan gat miðlað einhverjum fróðleik um gengi og gjarnan ágæti frændfólksins. Ég sakna hans og bið honum góðrar heimkomu um leið og við Jóhanna sendum Jak- obínu og fjölskyldu hennar sam- úðarkveðjur. Einar Birnir. Hinn ágæti leið- sögumaður og nýjungasmiður Friðrik Haraldsson er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Friðrik starfaði við leiðsögn og nýjunga- sköpun á sviði ferðamála um langt árabil og var mikið með ferðahópa hér á landi frá Þýska- landi og víðar. Hann starfaði einnig á Kúbu og víðar erlendis við góðan orðstír. Nýjungar og breytingar í umhverfi ferðamála á Íslandi eiga sér ekki stað yfir eina nótt og ekki er alltaf metið starf frumkvöðla. Friðrik hafði margt á prjónunum og margt sem kom til skila og fjölmargt af því sem hann vildi gera vel er enn ógert til þess að bæta gæði og umhverfi ferðamannsins og leið- sögumannsins á Íslandi. Friðrik ferðaðist víða, og sá margt og Friðrik Mikael Haraldsson ✝ Friðrik MikaelHaraldsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1946. Hann varð bráðkvaddur 22. apríl 2012. Útför Friðriks fór fram frá Graf- arvogskirkju í kyrrþey 30. apríl 2012. vildi koma sumu af því inn í okkar um- hverfi með ýmsu móti. Sumt tókst vel og annað verður að bíða framtíðar. Friðrik vann tölu- vert síðustu árin fyr- ir Snæland Gríms- son og var mjög vel þokkaður ökuleið- sögumaður. Við hitt- umst oft og var alltaf viðkvæðið hjá honum, „Sæll nafni, hvað er að frétta“, og var þá auðvitað ausið úr viskubrunnum beggja og vantaði bara örlítið upp á að tækist að leysa öll vandamál heimsins. Menn koma og fara og aldrei veit maður hver verður næstur til að hverfa á braut og því borgar sig að sýna öllum nærgætni og virða öll sjónarmið og skoðanir, því allir hafa eitthvað til síns máls. Þakka Friðriki nafna mínum fyrir góða og gallalausa viðkynn- ingu og ég veit að margir leið- sögumenn taka undir með mér er ég óska hans ágætu konu og fjöl- skyldu alls velfarnaðar í framtíð- inni og sendum sterkar samúðar- kveðjur. Friðrik Ásmundsson Brekkan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.