Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Fáðu góðar hugmyndir á matarbloggi Kára á gottimatinn.is matarmyndir með snjallsíma H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Borgarstjórn hefur samþykkt að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefji undirbúning að sölu allt að 49% hlut- ar í Gagnaveitu Reykjavíkur. Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna en lögðu þó fram bókun og áréttuðu þá skoðun sína að selji bæri öll hlutabréf. „Við hefðum viljað ganga lengra en þetta er skref í rétta átt. Við vilj- um selja öll hlutabréf en þó þannig að söluandvirði sé hámarkað. Ég hefði talið farsælla að selja ráðandi hlut og ráðgjafar okkar á fjármála- markaði telja að slíkt hefði heillað fjárfesta meira,“ segir Kjartan Magnússon, Sjálfstæðisflokki. Hann segist jafnframt telja að þróun á fjarskiptamarkaði sé með þeim hætti að hægt sé að veita almenningi góða þjónustu í samkeppni þegar sá markaður er í höndum einkaaðila frekar en opinberra fyrirtækja. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, segir að áðurnefnd leið sé valin til að tryggja þá hagsmuni sem eru í mál- inu, almannahagsmuni, en líka til að opna fyrirtækið og fá inn öfluga meðeigendur. Aðalatriði nú sé að vanda vel til verka. Dagur útilokar ekki að gengið verði lengra á næstu árum með sölu á ráðandi hlut. „Í bréfi eigendanefndar segir að ef aðr- ar leiðir finnist til að tryggja sam- félagsleg markmið sem þarna eru þá útilokum við ekkert í því sambandi. Við teljum að fyrirtækið gegni mik- ilvægu hlutverki í borginni,“ segir Dagur. heimirs@mbl.is »16 Sala í Gagnaveitu var samþykkt  Minnihlutinn vill selja ráðandi hlut Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Satan ehf. og 17. júní ehf. eru á meðal áhuga- verðra firmaheita sem hægt er að finna í fyrir- tækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Embættið setti á vefsíðu sína viðmið við skráningu á slík- um heitum í byrjun þessa mánaðar. Þar kemur fram hvaða sjónarmið eru höfð í huga þegar firmaheiti sem sótt er um eru metin. Að sögn Skúla Jónssonar, sviðsstjóra skráasviðs RSK, eru viðmiðin leidd af lögum, dómum og úrskurðum fyrirtækjaskrár, vöru- merkjaskrár og Neytendastofu. „Það koma alltaf upp vafatilvik og þau eru tekin upp á vikulegum fundum sérfræðinga. Þau eru búin að vera í mótun og eru það sífellt eftir því sem samfélagið þróast,“ segir Skúli. Firmalögin eru þau lög sem fjalla um heiti félaga og eru frá árinu 1903. Þau eru barn síns tíma og því er einnig litið til síðari tíma úr- skurða þegar umsóknir um firmaheiti eru met- in. Lögin gera til dæmis ráð fyrir að heitin samræmist íslensku málkerfi en í kjölfar auk- innar alþjóðavæðingar hafa erlend heiti hins vegar verið samþykkt. Meginreglan er sú að firmaheitin séu skil- merkilega greind hvert frá öðru. Þau mega ekki fela í sér ættarnafn, firmanafn, sérnafn á fasteign eða vörumerki sem tilheyrir ekki fé- laginu eða getur valdið hættu á ruglingi. Þann- ig væri væntanlega ekki hægt að opna krá undir nafninu Alþingi svo dæmi sé tekið. Ekki má heldur skrá nafn íslenskra borga, kaup- staða eða sveitarfélaga. Þá má firmaheiti ekki gefa ranga mynd af starfsemi fyrirtækis. Skúli segir að á þetta reyni stöku sinnum þegar félög breyti um til- gang. Þau séu þá látin breyta um nafn. Þannig geti til dæmis „Trésmíðaverkstæðið Bjálki“ ekki verið eignarhaldsfélag eða veitingahús. Nöfn annars fólks njóta nokkurrar vernd- ar. Firmaheiti má þannig ekki ganga gegn betri rétti annarra til nafnsins. Það megi ekki fela í sér nafn annars manns eða fasteign án hans leyfis. Margir kannast við barinn Bjarna Fel í Austurstræti en íþróttafréttamaðurinn kunni gaf leyfi sitt fyrir þeirri nafngift. Smíðaverkstæði sé ekki veitingahús  Viðmiðanir um firmaheiti komnar inn á vefsíðu Ríkisskattstjóra  Firmalögin eru frá upphafi 20. aldar  Heitin samræmist íslensku málkerfi, valdi ekki ruglingi og gangi ekki á betri rétt annarra Morgunblaðið/Ernir Annars nafn Bjarni Felixson veitti leyfi fyrir nafni barsins Bjarna Fel í Austurstræti. Skólarnir í Vesturbænum, Mela-, Haga- og Granda- skóli, hafa í vikunni efnt til lestrarhátíðar í samvinnu við leikskólana í hverfinu og Borgarbókasafnið. Liður í því var upplestur hjá 8. bekkingum Hagaskóla fyrir farþega í strætó í gær. Einnig hafa nemendur lesið upp í verslunum og fyrirtækjum og með kennurum sínum í samlestri alla morgna vikunnar, og allt hefur dottið í dúnalogn á meðan, eins og einn kennari orðaði það. Morgunblaðið/Styrmir Kári Lásu upp fyrir strætófarþega Lestrarhátíð hjá skólunum í Vesturbæ Reykjavíkur Almenningur þekkir ekki nógu vel réttarstöðu sína í heilbrigðisþjón- ustunni. Markvisst þarf að bæta úr þessu auk þess sem koma verður upp samræmdri sjúkraskrá fyrir alla landsmenn. Þetta er mat ráðgjafarhóps sem velferðarráðherra fól að skoða starf- semi einkarekinna læknastofa. Kveikjan að skipun hópsins voru álitaefni sem upp komu í tengslum við innflutning og notkun á frönsku PIP brjóstapúðunum fyrr á árinu. Niðurstöður hópsins voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Njóta sama réttar Í skýrslunni kemur fram að heil- brigðisþjónusta á Íslandi sé „góð og örugg fyrir sjúklinga, hvort sem í hlut á einkarekin þjónusta eða þjón- usta á vegum hins opinbera, þótt sitthvað megi bæta.“ Hópurinn var- ar við sleggjudómum um öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjón- ustu vegna einstakra atvika. Eins og áður segir er að mati ráðgjaf- arhópsins æskilegt að koma upp samræmdri sjúkraskrá fyrir allt landið Í skýrslunni kemur fram að lög um réttindi sjúklinga gera ekki greinarmun á því hvort hið opinbera eða einkaaðilar veita heilbrigðis- þjónustu. Í ljósi þess bendir ráðgjaf- arhópurinn á að einstaklingur sem fær þjónustu hjá lækni á einkastofu sé jafnsettur varðandi kröfur um faglega þjónustu og ef um opinbera stofnun væri að ræða. Það er einnig mat hópsins að reglur um starfsleyfi og starfsemi einkarekinna lækna- stofa séu í meginatriðum skýrar og fullnægjandi til þess að tryggja ör- yggi og réttarstöðu sjúklinga. Niðurgreiðslur án samnings taldar brot á lögum Ekki hafa verið í gildi samningar milli sérfræðilækna og Sjúkratrygg- inga Íslands í tæp 2 ár, en ríkið greiðir hlut í kostnaði sjúklinga á grundvelli undanþágu sem veitt er með reglugerð. Ráðgjafarhópurinn segir þetta óviðunandi því þannig sé uppbyggingu heilbrigðiskerfisins breytt í grundvallaratriðum án at- beina löggjafans. Ráðgjafarhópur- inn telur samningsleysið veikja rétt- arstöðu sjúklinga og leiða til óvissu og óöryggis. Þá telur hann niður- greiðslur hins opinbera á tannlækn- isþjónustu sem veitt er án samnings vera brot á lögum. gudrunsoley@mbl.is Samningsleysi veikir réttarstöðu sjúklinga  Niðurgreiðsla einkaheilbrigðisþjónustu óviðunandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Læknar Gagnrýnt er að ósamið hef- ur verið við sérfræðilækna í tvö ár. Hlutafé í DV verður aukið á næst- unni og notað til að greiða vörslu- skatta félagsins og koma því í skil. Þetta staðfesti Ólafur M. Magn- ússon, stjórnarformaður DV, í sam- tali við Morgunblaðið. Áður hefur komið fram að útgáfufélag DV og tollstjóri gerðu með sér sam- komulag um greiðslur opinberra gjalda. Ólafur segir að á hluthafa- fundi í næstu viku verði hlutafé aukið um allt að 80 milljónir og staðfesti hann að um nýja hluthafa væri að ræða í einhverjum til- fellum. „Eftir þessa breytingu kem- ur DV til með að skulda ákaflega lítið og rekstur félagsins mun líta vel út,“ segir Ólafur. Aukið hlutafé DV fer í greiðslu vörsluskatta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.