Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Á næsta ári heldur Fríkirkjan í Hafnarfirði upp á 100 ára afmæli sitt. Í tilefni af þeim tímamótum er unnið að útgáfu bókar með sögu kirkjunnar. Ritnefnd bókarinnar hefur reynt að afla styrkja til verk- efnisins hjá ýmsum aðilum en ekki haft erindi sem erfiði. Það birti þó verulega til í þeim efnum síðastlið- inn sunnudag þegar Fríða Sæ- mundsdóttir, formaður kvenfélags kirkjunnar, afhenti Jóhanni Guðna Reynissyni, formanni safnaðar- stjórnar, eina milljón króna sem renna skal til útgáfunnar. Jóhann Guðni segir styrkinn afar kærkominn, enda sé kostnaður við verkið umtalsverður. Styrkur kven- félagsins sé ritnefndinni einnig ómetanleg hvatning. Þeim sem vilja styrkja ritun og útgáfu á sögu kirkjunnar benda kvenfélagskonur á reikning henn- ar: 1101-26-30003, kt. 560169-5159. Fríkirkjan Fríða Sæmundsdóttir afhendir Jóhanni Guðna Reynissyni styrkinn. Fríkirkjan í Hafnar- firði fær milljón Kvenfélag Lang- holtssóknar hef- ur á stefnuskrá sinni í vetur að efna til fyrir- lestra/málþinga um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Fyrsti fyrirlestur vetrarins verður í safnaðarheimili Langholtskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 20. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fulltrúi Íslands í embættis- mannanefnd Norðurskautsráðsins, flytur fyrirlestur um stefnu Íslands í norðurslóðamálum. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Kaffiveitingar verða í hléi. Ræðir stefnuna í norðurslóðamálum Í dag, fimmtudag, verður haldin af- mælishátíð í Stóru-Vogaskóla en í haust eru 140 ár liðin síðan skóla- hald hófst við Vatnsleysuströnd. Í tilefni af því er fyrrverandi nem- endum, foreldrum og öðrum vel- unnurum skólans boðið til veislu. Auk afmælisdagskrár og veit- inga í Tjarnarsal kl. 12-13 verður sýning á afrakstri nemenda frá þemadögum um allan skólann. Þar má m.a. skoða merkisatburði, inn- lenda sem erlenda, gamlar myndir, myndbandsupptökur o.fl. Haldið upp á afmæli Stóru-Vogaskóla STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is Núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur frekar viljað draga úr viðhaldi en skera niður í skólamálum eða velferðarmálum, að sögn Elsu Hrafnhildar Yeoman, for- seta borgarstjórnar og fulltrúa í hverfisráði Breiðholts. „Ég held að embættismönnum borgarinnar hafi tekist vel að spila úr þeim fjármunum sem við höfum haft milli handa í þessum efnum. Þó má alltaf gera bet- ur og metnaður okkar stendur til þess,“ segir í skriflegu svari Elsu. Leitað var viðbragða hennar við tölum sem Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi aflaði sér hjá borginni um framlög til framkvæmda og við- halds í Breiðholti frá árinu 2008-2012 og sýndu minnkun heildarframlaga á tímabilinu. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu 3. október sl. Einnig voru nokkrar spurningar lagðar fyrir Elsu. Skriflegt svar hennar barst á mánudaginn var. Dregið hefur úr eftir hrun Elsa bendir á að dregið hafi úr framkvæmdum frá hruni og skrifar: „Þess er ekki getið í fréttinni að árin 2008-2010 eru miklar framkvæmdir í Breiðholti, unnið að viðbyggingum og skólum, boltagerðum og skólalóð- um auk þess sem fasteignin Kleif- arsel 18 er keypt og gerð upp fyrir tugi milljóna. Þetta skýrir að sjálf- sögðu minnkun fjármagns í stofn- kostnað við fasteignir og búnað. Samkvæmt upplýsingum frá fram- kvæmda- og eignasviði var síðan gert mikið átak árið 2008 í malbikun slit- laga í hverfinu sem var um 40% alls þess sem malbikað var það árið. Í sambandi við götur, gönguleiðir, opin svæði og annan frágang kemur reyndar fram umtalsverð hækkun. Þar hafa framlög tvöfaldast, eru 143 milljónir á þessu ári en voru 64 millj- ónir árið 2008,“ skrifar Elsa. En er viðhaldi gatna í hverfinu og fasteigna borgarinnar þar ábóta- vant? „Rétt er að dregið hefur úr við- haldi í öllum hverfum borgarinnar. Það er hins vegar mikill misskiln- ingur að Breiðholt hafi farið halloka í þeim efnum samanborið við önnur hverfi. Ég tel ekki að viðhaldi, hvorki gatna né fasteigna, sé verulega ábótavant í Breiðholti frekar en í öðr- um hverfum borgarinnar,“ skrifar Elsa. Hún segir að hlutfallslega hafi viðhald í Breiðholti verið á svipuðu róli öll árin 2008-2011 og vísar til talna frá framkvæmda- og eigna- sviði. Í viðhaldi gatnakerfis hafi hlutur Breiðholts minnkað um 3% frá árinu 2008 til ársins 2011. Í viðhaldi bygg- inga hafi hlutur Breiðholts aukist hlutfallslega um 2,9% frá árinu 2008 til ársins 2011. „Það sem skýrir minnkandi hlut í viðhaldi gatna í Breiðholti frá árinu 2008 er hið mikla átak sem gert var í malbikun slitlaga í hverfinu árið 2008, sem þá var um 40% alls þess sem malbikað var það árið.“ En hvers vegna minnkuðu fram- lög til framkvæmda og viðhalds eigna í Breiðholti jafnmikið og þess- ar tölur sýna milli 2010 og 2011? „Viðhaldið minnkar lítið sem ekk- ert en framlög til stofnframkvæmda minnka vissulega því framkvæmdum er lokið við stóra áfanga 2010,“ skrif- ar Elsa. „Á tímabilinu 2008-2010 voru, eins og ég hef áður tæpt á, um- fangsmiklar framkvæmdir við heild- arendurgerð þriggja grunn- skólalóða, þ.e. við Hólabrekkuskóla, Fellaskóla og Seljaskóla, og sett upp fjögur upplýst og hituð boltagerði með gervigrasi við þrjá fyrrnefnda skóla auk Ölduselsskóla svo eitthvað sé nefnt.“ Töluverðar framkvæmdir 2012 Elsa segir að samkvæmt fjárhags- áætlun eigi að verja um 135 millj- ónum til fasteigna- og stofnbúnaðar í Breiðholtshverfunum á þessu ári. „Inni í því er m.a. bygging tengi- gangs milli Gerðubergs – menning- armiðstöðvar og Fagrabergs, sem eru íbúðir fyrir eldri borgara, loka- frágangur á lóð Seljaskóla, innrétt- ingar í Seljahlíð og nýir áhorf- endabekkir í íþróttahús Selja- skóla/ÍR.“ Verja á 143 milljónum til gatna og umhverfis- framkvæmda á árinu 2012. Umbætur verða m.a. gerðar á Fellastíg, milli Þórufells og Kötlufells, unnið verður að ýmsum verkefnum sem kosið var um í rafrænum íbúa- kosningum auk úrbóta í umferðarörygg- ismálum og á göngu- leiðum skólabarna. Kostnaður við viðhald í Breiðholti verður á svipuðu róli og árin á undan, að sögn Elsu. Dregið úr framkvæmdum frá hruni  Meirihluti borgarstjórnar vill frekar draga úr viðhaldi en skera niður í skóla- eða velferðarmálum  Forseti borgarstjórnar segir það misskilning að Breiðholt hafi farið halloka miðað við önnur hverfi Morgunblaðið/Eggert Seljaskóli Nemendur í Seljaskóla í Breiðholti léku sér í frímínútum á skólalóðinni sem nýlega var tekin í gegn og leiktæki endurnýjuð. Á þessu ári fór fram lokafrágangur við Seljaskóla auk margra fleiri framkvæmda í Breiðholti. Í sundurliðun á viðhaldi gatna- kerfis í Breiðholti frá fram- kvæmda- og eignasviði Reykja- víkurborgar kemur fram að í gatnakerfinu séu Breiðholt, Sel- ás og Árbær bókuð saman. Breiðholtið er talið vera ívið stærra en samtalan af Selási og Árbæ. Þar eð Breiðholtið er eldra er ekki talið óvarlegt að álíta að í raun séu 60-70% kostnaðar vegna Breiðholtsins. Þá fylgja með töflur yfir við- hald og rekstur gatna, endur- nýjun slitlaga, gangstétta og gatnalýsinga og viðhalds á byggingum í hinum ýmsu hverf- um borgarinnar. Töflurnar eru birtar á mbl.is. Framkvæmda- og eignasvið segir að búið sé að skera niður kostnað í viðhaldi og rekstri um u.þ.b. 55% frá árinu 2008, þeg- ar fjárveitingar voru nærri því að vera „eðlilegar“. Þá er bent á að viðhald hverfa verði kostnaðarsamara eftir því sem þau verði eldri. Hlutfalls- lega hefur Breiðholt verið á svipuðu róli árin 2008- 2011, samanborið við önnur hverfi borgarinnar. Hlutur Breiðholts hefur minnkað um 3% í gatna- kerfinu frá 2008 til 2011. Það skýrist m.a. af því að mikið átak var gert í malbikum slitlaga árið 2008 og var það um 40% alls sem var malbikað það árið. Hlutur Breiðholts í húsbyggingum jókst um 2,9% frá 2008- 2011. Skorið niður um 55% FRAMKVÆMDA- OG EIGNA- SVIÐ REYKJAVÍKUR Elsa Hrafnhildur Yeoman V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð PLASTVASAR Í Múlalundi eru framleiddar glærar kápur, hulstur og plastvasar í öllum stærðum og gerðum.Ýmsar stærðir eru til á lager og ef þín stærð er ekki til þá búum við hana til. Hafið samband í síma 562 8500 eða mulalundur@mulalundur.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.