Morgunblaðið - 18.10.2012, Page 18

Morgunblaðið - 18.10.2012, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 síðustu stundu í nokkrum ríkjum sem talið er að ráði úrslitum, einkum Flór- ída, Ohio og Virginíu. Talið er að framganga Obama í fyrrinótt verði til þess að eldmóður stuðningsmanna hans aukist. Það gæti reynst mikilvægt í baráttunni framundan og aukið líkurnar á því að kjörsóknin meðal stuðningsmanna hans í síðustu kosningum, einkum ungra kjósenda, verði meiri en spáð hefur verið. Demókratar höfðu viður- kennt að erfitt gæti verið fyrir Obama að fá ungt fólk, sem studdi hann fyrir fjórum árum, til að mæta á kjörstað og kjósa hann aftur. Sigur Romneys í fyrsta einvíginu blés nýju lífi í kosningabaráttu hans og varð til þess að eldmóður repúblik- ana jókst. Romney hafði átt á bratt- ann að sækja en repúblikanar sáu eft- ir fyrstu kappræðurnar að þeir eiga möguleika á að fella forsetann. Ólík- legt þykir að annað einvígið verði til þess að eldmóður repúblikana minnki. Obama naut lengi miklu meiri stuðnings meðal kvenna en Romney en fylgiskannanir benda til þess að munurinn hafi snarminnkað eftir fyrsta sjónvarpseinvígið. Í kappræð- unum í fyrrinótt lagði því forsetinn kapp á að vinna konur aftur á sitt band. Nokkrir fréttaskýrendur töldu að Obama hefði tekist þetta og spáðu því að hann myndi auka fylgi sitt veru- lega meðal kvenna í könnunum eftir einvígið. Steffen Schmidt, prófessor í stjórnmálafræði við Ríkisháskóla Iowa, telur þó að hvorugum fram- bjóðendanna hafi tekist að vinna marga óháða og óákveðna kjósendur á sitt band. „Við þurfum annað ein- vígi til að fá úr þessu skorið,“ hefur fréttaveitan AFP eftir prófessorn- um. Í kappræðunum deildu keppinaut- arnir hart um málefni á borð við skatta, kynjamisrétti, innflytjendur og fjárfestingar í Kína. Ólíkt fyrstu kappræðunum gripu þeir oft fram í og stundum virtu þeir ekki tíma- mörkin til að reyna að svara árásum keppinautarins. Þegar spennan var mest gengu þeir hvor að öðrum, bentu ásakandi, sökuðu hvor annan um lygar og engu var líkara en að þeir ætluðu í hár saman á miðju svið- inu. Gerald F. Seib, stjórnmálaskýr- andi Wall Street Journal, lýsti kapp- ræðunum sem líflegasta og óprúð- mannlegasta sjónvarpseinvíginu í sögu forsetakosninga í Bandaríkjun- um. Einvígið jók enn á spennuna AFP Stálin stinn Mitt Romney (t.v.) og Barack Obama í sjónvarpskappræðunum sem fram fóru í Hofstra-háskóla í Hempstead í New York-ríki. Þeir svöruðu þá spurningum óflokksbundinna kjósenda sem fylgdust með einvíginu.  Obama vann á stigum í rimmunni við Romney en náði ekki rothöggi  Kappræðunum lýst sem líflegasta og óprúðmannlegasta sjónvarpseinvígi í sögu forsetakosninga í Bandaríkjunum Hart tekist á » Romney stóð sig best þegar hann gagnrýndi frammistöðu Obama í efnahagsmálum og hamraði á því að forsetinn hefði svikið loforð um að minnka fjár- lagahallann, draga úr atvinnu- leysi og blása lífi í efnahaginn. » Obama lagði hins vegar mesta áherslu á að draga úr trúverðugleika Romneys, sakaði hann um að segja ósatt til að leyna raunverulegri afstöðu sinni í málum á borð við skatta og fóstureyðingar. » Þriðja og síðasta einvígi Obama og Romneys fer fram aðfaranótt þriðjudagsins kem- ur, fimmtán dögum fyrir kosn- ingarnar. Þá verða utanríkismál í brennidepli. Samskiptavefir og forsetakosningarnar Barack Obama hefur mikið forskot á Mitt Romney í baráttunni um athygli netverja Heimild: Facebook,Twitter, google,YouTube, Instagram Barack Obama Mitt Romney 30,7 millj. vina 21 milljónir fylgjenda 32,2 millj. aðdáenda 237.000 hafa skoðað rás Obama 1,4 milljónir hafa skoðað myndir frá liði Obama 8,8 millj. vina 1,3 milljónir fylgjenda 967.000 aðdáendur 23.000 hafa skoðað rás Romneys 42.000 hafa skoðað myndir frá liði Romneys FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Flestir stjórnmálaskýrendur fjöl- miðla í Bandaríkjunum telja að Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti hafi snúið vörn í sókn og haft betur í ein- vígi við Mitt Romney, forsetaefni repúblikana, í beinni sjónvarpsút- sendingu í fyrrinótt. Obama vann á stigum, eins og sagt er um einvígi hnefaleikakappa þegar hvorugur nær að koma rothöggi á keppinautinn. Því fer fjarri að baráttunni sé lokið, ein- vígið virðist þvert á móti hafa aukið enn á spennuna í baráttunni um Hvíta húsið. Skyndikönnun CNN-sjónvarpsins bendir til þess 46% sjónvarpsáhorf- enda telji að Obama hafi sigrað í ein- víginu, en 39% telji að Romney hafi haft betur. Munurinn var einnig sjö prósentustig forsetanum í vil í sams konar könnun CBS-sjónvarpsins. Könnun meðal kjósenda í Colorado, einu ríkjanna sem gætu ráðið úrslit- um í kosningunum, bendir til þess 48% þeirra telji að Obama hafi sigrað en 44% Romney. Ljóst er að Obama stóð sig miklu betur í einvíginu í fyrrinótt en í fyrstu kappræðunum af þremur 3. október þegar hann olli stuðningsmönnum sínum miklum vonbrigðum en Mitt Romney kom mörgum á óvart með kröftugri framgöngu og beinskeyttri gagnrýni á forsetann. Sigur Obama í fyrrinótt var þó ekki eins afgerandi og sigur Romneys í fyrsta einvíginu sem varð til þess að hann vann upp forskot forsetans í mörgum fylgis- könnunum og náði jafnvel forystu í nokkrum þeirra. Jók eldmóð stuðningsmanna Ólíklegt er að einvígið í fyrrinótt leiði til jafnmikillar fylgissveiflu og fyrstu kappræðurnar. Á næstu dög- um skýrist hvort Obama hafi tekist að vinna marga óflokksbundna kjós- endur á miðjunni á sitt band að nýju. Líklegt er að baráttan verði mjög tví- sýn og harðvítug, barist verði fram á Í sjónvarpskappræðunum í fyrri- nótt gagnrýndi Mitt Romney við- brögð Bandaríkjastjórnar við árás íslamista á skrifstofu bandaríska ræðismannsins í Benghazi í Líbíu 11. september þegar fjórir Banda- ríkjamenn voru skotnir til bana, þ. á m. sendiherra Bandaríkjanna. Stjórnin sagði í fyrstu að árásin hefði verið gerð í tengslum við mót- mæli gegn umdeildri kvikmynd um íslam, „Sakleysi múslíma“. Obama setti ofan í við Romney og vísaði því á bug að stjórnin hefði veitt rangar upplýsingar um árás- ina í pólitískum tilgangi. Forsetinn kvaðst hafa lýst því yfir í Rósagarð- inum við Hvíta húsið daginn eftir árásina að hún hefði verið „hryðju- verk“. Romney taldi að hann hefði stað- ið forsetann að ósannindum og bað hann um að endurtaka orð sín. Obama gerði það og sagði að hann hefði sagt að árásin hefði verið „hryðjuverk“. „Ég vil vera viss um að þetta komi skýrt fram – vegna þess að það liðu 14 dagar áður en forsetinn sagði að árásin í Benghazi hefði verið hryðjuverk,“ sagði Romney. „Lestu afritið,“ svaraði þá Obama. Sjónvarpskonan Sandy Crowley, sem stýrði kappræðunum, greip þá fram í og staðfesti að Obama hefði notað orðið „hryðju- verk“ í Rósagarðinum. The Wall Street Journal segir að það sé rétt að forsetinn hafi notað orðið „hryðjuverk“ í Rósagarðinum en ekki beinlínis lýst því yfir að árásin hafi verið hryðjuverk. „Ekk- ert hryðjuverk verður til þess að þessi mikla þjóð hviki frá ásetningi sínum,“ sagði Obama í yfirlýsing- unni. Aðstoðarmenn Romneys sök- uðu Obama og Sandy Crowley um að fara með rangt mál. Tekist á um árás- ina í Benghazi  Romney sakar Obama um ósannindi AFP Árás Vopnaður maður við skrif- stofu ræðismannsins í Benghazi. Við eigum 15 ára afmæli Af því tilefni eru þessar vélar á sérstöku afmælistilboði Borvél 14.4 volt Gírar 2 36Nm, með dioðuljósi, 2 rafhlöður, 30 mín hleðslutæki. Afmælistilboð kr. 26.900.- Borvél 12 Volta Gírar 2, 30Nm, 2 rafhlöður, 30 mín hleðslutæki. Afmælistilboð kr.17.900.- Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.