Morgunblaðið - 18.10.2012, Page 19

Morgunblaðið - 18.10.2012, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Þúsundir spænskra námsmanna tóku þátt í mótmælum í öllum helstu borgum landsins í gær. Ástæða mótmælanna er að stjórn- völd hafa ákveðið að skerða fjár- framlög til menntamála og það er liður í sparnaðaraðgerðum ríkis- stjórnarinnar. „Peningar bankanna í almenna skóla!“ er meðal þess sem stóð á spjöldum mótmælenda í mið- borg Madrídar. Er þar vísað til þess að stjórnvöld þurfa að verja millj- örðum evra til að bjarga bönkum landsins frá falli. Námsmenn mótmæla niðurskurði AFP Hærri gjöld Námsmenn mótmæla sparnaðaráformum ríkisstjórnarinnar í miðborg Madrídar. M.a. er gert ráð fyrir því að skólagjöld verði hækkuð. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Mikilvægar lýðfræðilegar breyting- ar eiga sér stað í Evrópusambandinu en hærri lífaldur og lægri fæðingar- tíðni þýðir að á allra næstu áratug- um eru líkur til þess að við munum sjá mikla fjölgun eldri starfsmanna,“ segir í fréttatilkynningu frá Vinnu- verndarstofnun Evrópusambands- ins í tilefni af því að árið 2012 er Evr- ópuár virkrar öldrunar og samstöðu á milli kynslóðanna. Þurfa að vera lengur á vinnumarkaði Bent er á að nú um stundir vinni minna en helmingur alls fólks í Evr- ópusambandinu á aldrinum 55-64 ára og flestir eldri starfsmenn hætti þátttöku á vinnumarkaði áður en þeir eigi rétt á lífeyri frá viðkomandi ríki. Hluti af þátttöku Vinnuverndar- stofnunar ESB sé að miðla upplýs- ingum til eldri starfsmanna og enn- fremur upplýsingum um það hvernig bæta megi vinnuaðstæður þeirra og aðstoða þá við að viðhalda vinnuget- unni. „Yfir- leitt fer fólk snemma á eftirlaun vegna heilsufars- vandamála (og sér- staklega vegna vinnutengdra heilsu- farsvandamála). En ef við eigum að veita borgurum Evrópu fjárhagsleg- an stuðning eftir því sem þeir lifa lengur þurfa eldri starfsmenn að vera lengur á vinnumarkaði,“ segir í tilkynningunni. Vísað er í rannsókn sem gerð var fyrir stofnunina sem sýni að 87% Evrópubúa finnist góð vinnuvernd mikilvæg svo að fólk vinni lengur áð- ur en farið er á eftirlaun. „Rannsóknin sýnir líka, reyndar, að margir Evrópubúar halda að að- stæður á vinnustað þeirra geri þeim ekki kleift að vinna fram á gamals aldur: yfir helmingur segir að vinnu- staðir þeirra séu ekki aðlagaðir að þörfum eldra fólks,“ segir ennfrem- ur. Stefnir í fjölgun eldra starfsfólks  Minna en helmingur 55-64 ára í vinnu 20 km Slysstaðurinn TYRRENAHAF RÓM Giglio- eyja Civitavecchia RÓM Skemmtiferðaskipið Costa Concordia liggur á verndarsvæði við strönd Ítalíu og ráðgert er að ná því í heilu lagi af sjávarbotninum RISASKIP FLUTT AF STRANDSTAÐ 1 2 3 5 4 Costa Concordia Lagðist á hliðina eftir að hafa steytt á skeri 13. janúar í fyrra með meira en 4.000 manns um borð. 32 létu lífið í slysinu Stærð: 114.500 brúttótonn, mun stærra en Titanic var 290 metra langt Kranar eiga að rétta skipið við Lofti dælt í tankana í stað vatns Skipið verður dregið til hafnar og rifið niður Neðansjávar- pallur Verið er að smíða neðansjávarpall Heimild: Titan-Micoperi, Costa Crociere 40 x 40m Málmtankar verða festir við báðar hliðar skipsins og fylltir af vatni Málmtankar Flutningur skipsins tefst palla sem nota á til að rétta skipið við. Talið er að vetrarveður geti tafið verkið frekar. Titan segir að verkinu verði ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi í júní á næsta ári, en ekki í ársbyrjun eins og stefnt var að. Bandaríska fyrirtækið Titan, sem fékk það verkefni að ná skemmti- ferðaskipinu Costa Concordia af strandstað á Ítalíu, segir að verkið hafi tafist vegna erfiðleika við að bora í sjávarbotninn til að festa E N N E M M / S ÍA / N M 54 51 2 Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki Áfram bjóðum við græn bílalán án lántökugjalda. Við bjóðum einnig 50% afslátt af lántökugjöldum á bílalánum og bílasamningum í október. Reiknaðu með okkur á ergo.is. Afsláttur af lántökugjöldum Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.