Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hafi einhvervelkst ívafa um vinnubrögðin við afgreiðslu laga um stjórnarráðið í fyrra þá hljóta þær efasemdir að vera að baki eftir hringlanda- háttinn um hljóðritun ríkis- stjórnarfunda. Ákvæðið um hljóðritun fundanna setti meirihlutinn á Alþingi inn í frumvarpið með þeirri röksemdafærslu að með því væri „verið að bregð- ast við ábendingum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og tillögum í skýrslu og ályktun þingmannanefndar Alþingis og þeirri staðreynd að stjórnvöld sækja umboð sitt til þjóðarinnar og starfa í hennar þágu“. Þetta var álit meirihluta þingsins hinn 5. september í fyrra og þá átti þetta ákvæði að taka gildi á sama tíma og lögin í heild. Í staðinn gerðist það að tæpum hálfum mánuði síðar sendi meirihlutinn frá sér annað álit þar sem lagt var til að ákvæðið um hljóð- ritanirnar kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en 1. janúar á þessu ári til að unnt væri að undirbúa framkvæmdina nægilega vel. Svo nálgaðist 1. janúar og þá var með hraði lagt fram frumvarp um aðra frestun gildistökunnar með laga- tæknilegum rökum um að ákvæði vantaði um „hvernig aðgangi að hljóðupptökum af fundum ríkisstjórnar og end- urritum af þeim skuli háttað“. Þessu fylgdi að komin væru upp álitaefni sem taka þyrfti af- stöðu til og því mættu hljóðrit- anir ekki hefjast 1. janúar í ár heldur 1. nóv- ember. Sú dagsetning rennur upp eftir fjórtán daga og enn hef- ur gripið um sig örvænting hjá stjórnarliðinu. Í fyrradag var lagt fram frumvarp þess efnis að „horfið verði frá áformum um hljóðritun ríkis- stjórnarfunda“ og að þessu sinni er ekki ætlunin að hverfa frá hljóðrituninni tímabundið heldur varanlega. Niðurstaðan er því sú að ekkert verður af áformum meirihlutans um að hljóðrita ríkisstjórnarfundi og loforð sem gefin voru um gildistöku slíks ákvæðis verða svikin eins og önnur. Með loforði um hljóðritun tókst að kaupa meirihlutafylgi við stjórnar- ráðslögin á Alþingi en reynd- um ráðherrum ríkisstjórnar- innar var vitaskuld allan tímann ljóst að ekki væri hægt að hljóðrita fundi ríkis- stjórnar og gera um leið ráð fyrir að þeir færu fram með eðlilegum hætti, enda er það sérstaklega tekið fram í rök- stuðningi með frumvarpinu sem nú hefur verið lagt fram. Nokkrir þingmenn úr stuðningsliði ríkisstjórnar- innar liggja sárir eftir þessi nýjustu loforðasvik. Þeir munu þó ekki grípa til neinna aðgerða sem kynnu að rugga bátnum. Til þess eru þeim þingsætin of kær og kjós- endur of ógnvekjandi. Nokkrir þingmenn létu ráðherrana plata sig við af- greiðslu stjórnar- ráðslaganna} Hringlað með hljóðritun Sumt hefurreynst mann- inum ofviða, þótt hann sé hin viti- borna skepna og í krafti þess herra jarðarinnar og höf- undur leikreglnanna. En það sem honum er ofviða fram- kvæmir hann stundum í draum- um sínum og í bókum og bíó- myndum. Eilífðarvélin er eitt af því sem maðurinn hefur orðið að láta sér nægja að dreyma um. Ekki er þó hörgull á mönnum sem hafa reynt að gera drauminn að veruleika og hefur slík barátta jafnvel orðið hugvitsmönnnum að andlegu fjörtjóni. En stund- um er sagt að einna næst komist menn því að starta eilífðarvél þegar þeir setja á nýjan „tíma- bundinn“ skatt. Óli Björn Kárason minnir á að frá því að núverandi ríkis- stjórn skolaði í valdastóla „hafi verið gerðar yfir 100 breytingar á skattkerfinu. Skatt- ar hækkaðir og nýir lagðir á. Réttlæti og sanngirni hefur ekki verið í för með ríkisstjórninni. Búið er að rústa skattkerfinu og inn- leiða einhvern ranglátasta skatt sem þekkist. Eitt fyrsta verk- efni nýrrar ríkisstjórnar verður að afnema eignaupptökuskatt- inn og í framhaldinu að einfalda allt skattkerfið. Flókið skatt- kerfi er ávísun á misrétti en ein- falt kerfi er besta tryggingin fyrir meiri jöfnuði allra.“ Sjálfsagt er að vona að óskir Óla Björns og margra annarra rætist í þessum efnum. En þessi best heppnaða tilraun til smíði eilífðarvélar, „tímabundinn skattur,“ hefur iðulega reynst illvíg óværa. Ríkisstjórnin hefur gert yfir 100 breyt- ingar á sköttum á valdaskeiði sínu} Ólseigt uppkast að eilífðarvél Þ að er ekki nægilega oft sem við aðdáendur Evrópusambandsins fáum tækifæri til að fagna. Fátt hefur gengið okkur í haginn upp á síðkastið. Um daginn fengum við þó tækifæri til að dusta rykið af Evrópusam- bandsfánanum – allir sannir Evrópusam- bandssinnar eiga Evrópusambandsfána – og veifa honum rækilega. Evrópusambandið er vel að því komið að hljóta friðarverðlaun Nób- els, um það efumst við ekki. Hitt er svo annað mál að það er full ástæða til að efast um að Ís- land sé á leið inn í Evrópusambandið á næstu misserum. Og það þýðir ekkert að veina ógur- lega yfir því. Stundum rætast draumar manns seint og stundum rætast þeir aldrei. Einstaka sinnum velti ég því fyrir mér hvort Samfylkingin trúi því í raun og veru að þjóðin taki umtalsverðum sinnaskiptum næstu árin og breiði út faðminn í átt að Evrópusambandinu. Ég er nokkurn veginn viss um að það verði ekki, þótt sjálf vilji ég sjá slíkt gerast. En því miður er það þannig í lífinu að það sem maður sjálfur vill rímar ekki alltaf við raunveru- leikann. Stjórnmálaflokkur sem ætlar sér stóra hluti get- ur ekki lifað í endalausri sjálfsblekkingu og skapað sinn eigin raunveruleika upp úr óskhyggju einni saman. Ein- mitt það er Samfylkingin að gera þegar hún leggur ofur- kapp á að þjóðin gangi inn í Evrópusambandið á sama tíma og órói og upplausn ríkir innan sambandsins. Ef áætlanir manna ganga ekki upp þá taka þeir mið af aðstæðum og búa til nýja áætlun. Þetta þýðir ekki að þeir séu tækifærissinnaðir, heldur einfaldlega raunsæir. Það er bara gott að Samfylkingin er skotin í Evrópusambandinu, við erum það ansi mörg, en því miður ekki nægilega mörg. Það er hins vegar áhyggju- efni þegar þessi hrifning er gerð að ofstækis- fullu hreintrúaratriði. Innganga í Evrópu- sambandið jafngildir ekki paradísarvist og aðild utan þess þýðir ekki að viðkomandi þjóð sé hægt og bítandi að stefna fjandans til. En þegar maður segir heittrúuðustu Evrópu- sambandssinnum þetta þá telja þeir að mað- ur hafi selt sannfæringu sína og sé orðinn strengjabrúða Heimssýnar. Samfylkingin leggur mikið kapp á að koma Íslandi í Evrópusambandið sem fyrst. Um leið boðar hún að næsta ríkisstjórn verði vinstristjórn og horfir til samstarfs við Vinstri græna og Litlu-Samfylkinguna, flokk Guðmundar Steingríms- sonar. Litla-Samfylkingin er Evrópusinnuð eins og Sam- fylkingin en það nægir ekki til að þoka málinu í höfn því mikill meirihluti þjóðarinnar hafnar aðild að Evrópu- sambandinu og mun ekki skipta um skoðun á næstunni. Því skiptir í sjálfu sér litlu máli hvort viðræðum við Evr- ópusambandið verði slitið eða þeim haldið áfram. Þjóðin segir nei við aðild. Samfylkingin ætti hins vegar að breyta áherslum sínum og boða aðrar lausnir en hún gerir nú. Evrópusambandsvist verður ekki að raunveru- leika næstu árin. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill ESB-raunveruleikinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is M iklir möguleikar eru í Noregi fyrir ís- lenska verkfræð- inga og arkitekta að mati Hermanns Ottóssonar, forstöðumanns mark- aðsþróunar hjá Íslandsstofu. Hann áætlar að nú þegar komi íslenskar stofur arkitekta og verkfræðinga með 3-5 milljarða króna á ári inn í ís- lenskt þjóðarbú í tekjur frá verk- efnum erlendis. Stærstu íslensku stofurnar hafa flestar verið með verkefni í Noregi, ýmist á eigin veg- um eða í samvinnu. Fjöldi manna vinni að staðaldri á Íslandi að norsk- um verkefnum, en aðrir fari á milli landanna. Hermann segir að því sé ekki að neita að Noregur sé að mörgu leyti „fyrirheitna landið“ í þessum geira atvinnulífsins um þessar mundir. Þar séu í gangi eða framundan mörg stór verkefni opinberrra aðila í sam- göngumálum, en einnig í mann- virkjagerð í einkageiranum. Íslands- stofa hefur komið að því að kort- leggja möguleika á samstarfi verk- fræði- og arkitektastofa, afla upp- lýsinga um markaði sem gætu verið áhugaverðir fyrir stofurnar og á hvaða sviðum. Hermann segir að ís- lensku fyrirtækin hafi náð frábær- um árangri á þessum vettvangi, sem sýni að á Íslandi sé mjög hæft fólk í þessum geira. Stór hluti starfsmanna Sem dæmi um umsvifin þá er Almenna verkfræðistofan með um helming verkefna sinna vegna fram- kvæmda í Noregi. Að sögn Egils Viðarssonar verkefnastjóra lætur nærri að 30 starfsmenn séu á hverj- um tíma í vinnu að þessum verk- efnum, flestir hér heima, en einnig í Noregi. Verkefnin eru flest á sviði vegagerðar, jarðtækni, vatns- og fráveitna, en einnig tengd burðar- þoli og loftræstingu bygginga svo dæmi séu tekin. Starfsemi VSÓ-ráðgjafar í Nor- egi er rekin af dótturfélaginu VSO Consulting AS sem stofnað var á síð- asta ári. Verkefni þess hafa aukist jafnt og þétt og er um eða yfir fjórð- ungur verkefna VSÓ nú í Noregi, en um 60 manns vinna hjá fyrirtækinu. Veltan þar er ekki lengur talin í tug- um milljóna heldur hundruðum, að sögn Þorbergs Karlssonar stjórnar- formanns. Í síðustu viku gerði fyrir- tækið samning um stórverkefni fyrir þróunarfyrirtæki í nágrenni Stav- anger. Um er að ræða hönnun á burðarvirkjum, til að byrja með, í samtals tæplega 30 þúsund fermetra húsnæði. VSÓ hefur á síðustu misserum gert rammasamninga við nokkur sveitarfélög í Osló og nágrenni. Í slíkum samningum felst að samið er um tímagjöld og fleiri þætti og á grundvelli þess samnings leitar sveitarfélagið til VSÓ og kannski tveggja annarra um tilboð í tiltekin verk. Fyrirtækið hefur fengið mörg verkefni í kjölfarið, bæði smá og stór. Auk þess hefur VSÓ tekið þátt í tilboðum um stök verkefni af ýmsum toga og samið um nokkur þeirra. Þorbergur nefnir 6.000 fer- metra hjúkrunarheimili í Fredriks- tad, skóla af álíka stærð í Porsgrunn og hönnunarvinnu við um 1.500 fer- metra fjölnotahús í Drøbak, en það er ætlað til samkomuhalds af ýmsu tagi. Fyrirtækið er einnig með samninga í Hamar, Askim, Halden og Larvik og í Osló vinnur VSÓ að landslagshönnun við skóla í sam- vinnu við Landmótun. Vinnan flutt heim „Við höfum frá upphafi farið þá leið í Noregi að vilja eiga verkefnin sjálfir, en ekki vera undirverktakar hjá öðrum,“ segir Þorbergur. „Á þann hátt höfum við getað flutt vinn- una að mestu leyti hingað heim, en ekki lánað menn inn á stofur erlend- is. Það er auðvelt að halda fundi á milli landa og ekki lengi verið að fara á milli ef slíkt er nauðsyn. Meðan eins lítið er að gerast hér heima og raun ber vitni halda þessi norsku hönnunarverkefni og önnur erlend verkefni uppi þessum þætti atvinnu- lífsins á Íslandi.“ Fjöldi fólks í norskum verkefnum á Íslandi Tölvumynd/VSÓ Hönnun Fjölnotahúsið í Dröbak í Frogn er meðal verkefna VSÓ fyrir sveit- arfélög í Osló og nágrenni. Húsið er ætlað til samkomuhalds af ýmsu tagi. Unnið er að undirbúningi ferðar Íslandsstofu og fulltrúa verkfræðinga og arkitekta til Noregs. Ráðgert er að farið verði síðari hluta næsta árs og er tilgangurinn að kynna þjónustu íslenskra fyrirtækja á myndarlegan hátt. Íslandsstofa hefur haft forgöngu um að fá norska sérfræðinga hingað til lands í vikunni. Á mánudag var haldinn fundur til að kynna stærri opin- berar framkvæmdir í Noregi á næstunni, eins og við vegagerð og járn- brautir. Í fyrramálið verður haldinn fundur á Hótel Nordica þar sem gefið verður yfirlit um framkvæmdir í norskum byggingariðnaði. Þá fjallar Sig- urður Harðarson um reynslu Batterísins á norskum markaði. Kynna sig fyrir Íslendingum MIKLIR MÖGULEIKAR Á VERKEFNUM Í NOREGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.