Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Það er ef til vill að bera í bakkafullann lækinn að skrifa um til- lögur stjórnlagaráðs og skoðanakönnun rík- isstjórnarinnar eftir góðar greinar í Mbl. En það er ekki ofsög- um sagt, hvílíkur skrípaleikur það er af hálfu ríkisstjórn- arinnar að hunsa nið- urstöðu Hæstaréttar og mynda ráð- gefandi utanþingsráð til að afnema stjórnarskrána vegna aðlögunar lýð- veldisins að ESB. Miðað við núver- andi stjórnarskrá, sem sýnt og sann- að hefur kosti sína í verstu efnahagsþrengingum lýðveld- istímabilsins, þá eru tillögur ráðsins mjög á verri veg og í einstökum at- riðum ráðgefandi tillögur um land- ráð: Menntaklíka Samfylkingarinnar í Reykjavík vill: 1. Afnema stjórnarská lýðveldisins frá 1944 2. Afnema kristni sem opinbera trú á Íslandi 3. Afnema jafnvægi milli lands- byggðar og þéttbýlis 4. Afnema rétt þjóðarinnar til að greiða þjóðaratkvæði um fjárlög, fjáraukalög, þjóðréttarskuldbind- ingar, skatta og ríkisborgararétt 5. Afnema vald landsmanna við breytingar á stjórnarskrá 6. Innleiða ríkiseign á auðlindum þjóðarinnar 7. Flytja völd til þingmanna til að af- sala ríkisvaldinu til erlendra ríkja Það segir alla sög- una, að þingmenn sem svarið hafa eiðstaf til að vernda stjórnarskrá lýðveldisins fá ekki að fjalla um málið efn- islega. Ríkisstjórnin ætlar að keyra málið í gegnum þingið, hvað sem það kostar, „því Alþingi er ekki hæft að fjalla um málið“. Ef hin nýja stjórn- arskrá tekur gildi er baráttan t.d. fyrir myndun heima- stjórnar, stofnun lýðveldis, útfærslu landhelgi og stöðvun Icesavesamn- inga – öll unnin fyrir gýg. Pétur H. Blöndal alþingismaður hefur bent á, að þingmenn geta lagt niður kosn- ingar til Alþingis og ættleitt þing- mennsku skv. tillögunum. Ríkisstjórnin mun senda þjóðina aftur í myrkur 18. aldar verði þessar tillögur samþykktar. Greinilega kemur kverúlöntum Samfylkingar og Vinstri grænna ekki vel saman við Fjallkonuna. Best að rúlla henni inn í svarta teppið og senda til Brussel. Segjum öll nei við þessum óskapn- aði. Sláum skjaldborg um stjórnarskrána Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Ríkisstjórnin mun senda þjóðina aftur í myrkur 18. aldar verði þessar tillögur samþykktar. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu Fólk segir við okkur: „Þið verðið að koma því betur á framfæri sem þið eruð að gera.“ Okk- ur finnst við alltaf vera að því en líklega er ástæða til hnykkja á – ekki síst nú þegar hlut- verk kirkjunnar er ígrundað fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Á síðasta starfsári fengu 2.114 fjölskyldur um allt land inneignarkort í matvöruverslunum frá Hjálparstarfi kirkjunnar? Það eru 5.700 manns. Börnin lærðu að virða foreldra sína sem sóttu ekki lengur mat í biðröð við hjálparstofnanir – heldur í búð eins og aðrir. 410 börn á Íslandi fengu stuðning til að kaupa ritföng og bækur fyrir skólann. 68 börn úr 19 sveitarfélögum fengu aðstoð til að iðka tómstundir sínar eða fengu sumargjöf að eigin vali; hjól, bretti, dúkkuvagn, bolta. Þau áttu ekki að standa utan gátta í leikjum sumarsins. Foreldrar fengu gjafakort í Hagkaup til að kaupa föt og afmælisgjafir handa börnum sín- um. Vissir þú þetta? Ungmenni í áhættu 129 ungmenni úr 18 sveitarfélögum fengu hjálp til að þurfa ekki að hætta í skóla áður en þau fengju starfsrétt- indi eða kæmust í lánshæft nám. Þannig viljum við rjúfa vítahring lít- illar menntunar, lágra launa og fá- tæktar. 50% umsækj- enda koma vegna þess að launin þeirra duga ekki til framfærslu. Vissir þú þetta? Og viss- ir þú það að við hjálpum mæðrunum með ráð- gjöf, námskeiðum og fjárstuðningi til að nýta hæfileika sína, auka þekkingu sína og njóta meiri farsældar þrátt fyrir þröngan efnahag? Föt Að meðaltali koma 12 fjölskyldur á viku og fá á sig föt á lag- er Hjálparstarfsins af notuðum fötum. Ef ekkert passar við þörfina þá erum við með gjafakort í fatabúð. Ekkert bruðl – engin mismunun Á höfuðborgarsvæðinu takmarkast mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við barnafjölskyldur. En allir eiga kost á annarri aðstoð sem stofnunin veitir, t.d. styrk til lyfjakaupa og læknisþjónustu. Umsækjendur af landsbyggðinni, þar sem engin önnur hjálparsamtök starfa, fá einnig mat- araðstoð hjá Hjálparstarfinu. Þjóð- erni, trú eða orsök neyðar skipta okk- ur ekki máli. Hver og einn sýnir fram á stöðu sína með gögnum um tekjur og gjöld. Þannig fer aðstoðin þangað sem hennar er mest þörf. Þessi aðstoð taldist 100 milljónir á síðasta starfsári. Og þá er ótalinn stuðningur við fá- tæka erlendis. Öryggisnet kirkjunnar Prestar um allt land eru tengiliðir okkar. Þeir eru öryggisnetið sem kirkjan strengir. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins vinna svo málin af fagmennsku. Við erum til þjónustu reiðubúin í nafni þjóðkirkjunnar okkar. Vissir þú það? Vissir þú þetta? Eftir Önnu Mar- grjeti Þ. Ólafsdóttur Anna Margrjet Þ. Ólafsdóttir » Prestar um allt land eru tengiliðir okkar. Þeir eru öryggisnetið sem kirkjan strengir. Félagsráðgjafar Hjálp- arstarfsins vinna svo málin af fagmennsku Höfundur er verkefnastjóri, Hjálparstarfi kirkjunnar. Miklu skiptir að stjórnmálamenn séu óháðir, velji að gæta hagsmuna almennings í stað sinna eigin. Samt stóðu menn með annan fótinn í við- skiptum en hinn inni á Alþingi. Að- gengi að lánsfé umfram það sem venjulegt fólk hefur var lykilatriði. Svör forystumanna Sjálfstæð- isflokksins eru að þeir sitja ekki und- ir ákærum, á þá hefur engin sök verið sönnuð. Allur vafi sökunaut í vil. Þeir eigi því að teljast saklausir. Lausn- arorðið sé „gagnsæi“. Með þessum rökum er lagt til að málinu sé vísað frá dómi kjósenda. Gagnsæi er nýtt slagorð sem hefur ekki verið grund- vallað í lögum og reglum um hluta- félög. Ég hefi áhyggjur af því að fyr- irliggjandi drög að reglum sem kynnt eru á heimasíðu flokksins (http:// www.xd.is/media/xd/lands- fundur-2011/sidanefnd_drog.pdf) séu ekki til þess fallin að endurheimta glatað traust. Þau verði túlkuð þann- ig að þau muni gera mönnum kleift að stunda áfram iðju sem, í ljósi reynslunnar, einmitt grafi undan trausti. Þegar ég hóf störf sem stjórnandi í banka fyrir rúmum 30 árum var mér gert ljóst að fjárfestingar banka- stjóra í fyrirtækjum kæmu ekki til greina. Í þau 28 ár sem ég var í slíkri stöðu var þetta beinlínis samnings- bundið. Ástæðan er augljós, menn mega ekki hafa aðra hagsmuni en þá sem samrýmast hag umbjóðanda þeirra. Seinna riðlaðist þetta skipu- lag í bönkum, því miður, eins og allir vita. Ekki hvarflaði að mér að þetta væri nein skerðing á atvinnufrelsi mínu, mér var í sjálfsvald sett hvort ég vildi starfa á þessum forsendum. Svipað gildir nú t.d. á LSH, læknar sem gegna stjórnunarstöðum helga sig störfum fyrir spítalann. Enginn ágreiningur er um það. Vitaskuld gilda slíkar reglur víða, það er ekki orð á því gerandi, svo sjálfsagt sem það er. Stjórnmálamenn helgi sig starfinu Ástæða er til að setja þingmönnum og ráðherrum reglur í þessa veru. Aðeins algjör aðskiln- aður stjórnmála og viðskipta skapar trú- verðugleika. Formað- ur Sjálfstæðisflokks- ins þarf að íhuga þetta því sameining stjórn- mála- og við- skiptaarma Engeyj- arættarinnar í einum manni er ekki trú- verðug. Í ljósi þátt- töku formannsins í stjórnum hlutafélaga í aðdraganda hrunsins er það ljóst. Stjórnarmenn í hlutafélögum bera ábyrgð, fram hjá því verður ekki litið. Þjóðin mun ekki fá traust á stjórn- málum á ný nema settar verði skýrar reglur um þessi mál og þeim fylgt eftir. Á meðan löggjafinn hefur ekki tekið á vandanum eiga einstakir stjórnmálaflokkar að gera það sjálfir. Eftirfarandi eru drög að texta sem vinna mætti nánar með og taka síðan upp í skipulagsreglur Sjálfstæð- isflokksins á næsta landsfundi: „Þingmönnum og ráðherrum flokksins er óheimilt að starfa hjá eða fyrir fyrirtæki, t.d. sem stjórn- armenn, nefndarmenn eða ráðgjafar. Þeim er óheimilt að gerast meðeig- endur eða þátttakendur í atvinnu- rekstri eða gegna öðrum störfum en þeim sem samrýmast setu á þingi og störfum í ríkisstjórn, að mati mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Eign- arhluti og hagsmuni sem hann hefur öðlast fyrir kjör til Alþingis er honum heimilt að vista í sérstakri fjárvörslu á meðan, í því skyni að eignin varð- veitist, en sé án áhrifa hans og af- skipta. Honum er þó ávallt heimil óbein og áhrifalaus eign í hluta- félögum fyrir milligöngu verð- bréfasjóða og að taka þátt í almenn- um félagsmálum. Þegar drög að ákvörðun um framboðslista liggja fyrir skal viðkomandi kjör- dæmisráð afla undir- skriftar frambjóðenda þess efnis að þeir skuld- bindi sig til að fylgja skipulagsreglum flokks- ins og túlkun mið- stjórnar á þeim. Að öðr- um kosti taka þeir ekki sæti á framboðslista.“ Þess má geta að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum setja eignarhluti sína í fyrirtækjum í sérstaka sjóði í fjárvörslu, sem nefndir eru „blind trusts“ og geta þeir engin afskipti haft af þeim félögum á meðan. Baráttan um framtíðina Nú berast fregnir af því að svo- nefndir útrásarvíkingar hasli sér völl í viðskiptalífinu á ný. Bankar bukta sig og beygja fyrir peningum þeirra (okkar) og færa þeim arðbær við- skipti á silfurfati. Þeir koma líka inn í gegnum uppboð Seðlabankans og fá 20% ábót hjá bankanum (okkur) ofan á þann feng sem þeir höfðu áður hesthúsað. Forréttindaaðstaða er lykilatriði. Sjálfsagt reyna þeir því að eignast banka sem fyrst, það er svo þægilegt að hafa afnot af sparifé al- mennings. Þeir þingmenn sem kjörn- ir verða næst fyrir Sjálfstæðisflokk- inn verða að vera hafnir yfir vafa og mega ekki einu sinni vera í aðstöðu til að það breytist. Hagsmunabrölt sam- hliða störfum fyrir almenning má ekki líðast. Næsti forsætisráðherra verður að hafa vilja og burði til að standa gegn slíku. Með neyðarlög- unum tók flokkurinn til eftir sig, en því er þó ekki lokið. Sumum mun ekki líka þessi skoðun. Þeir munu telja að umræðan veiki forystuna og sé andstæðingum í hag. Ég tel hins vegar að setja beri meiri hagsmuni ofar þeim minni, óhjákvæmilegt sé að velja flokknum forystu óháða þeim sem reyna í krafti forréttinda að ná til sín auði sem aðrir hafa skapað. Sjálfstæðisflokkurinn verður að setja þingmönnum sínum reglur Eftir Ragnar Önundarson » Þjóðin mun ekki fá traust á stjórn- málum á ný nema settar verði skýrar reglur um þessi mál og þeim fylgt eftir. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. bankastjóri. (ragnaron@simnet.is) Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni bakara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.