Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 28

Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg um það mál, sem breytingar eða drög að breytingum á stjórnarskrá okkar Íslendinga fela í sér inn í ókomna tíð. Margt mætti segja og skrifa um það sem hér er á ferðinni. Mikil vinna, upplýsingaöflun og samræður hafa átt sér stað hvað þetta varðar. Ein þeirra spurninga sem lagðar eru fyrir kjósendur er um Þjóð- kirkjuna. Það má með fullum rétti og sanngirni segja að Þjóðkirkjan sé bæði boðandi og biðjandi í ís- lensku samfélagi í dag, hefur verið og mun verða um ókomna tíma. Þar sem þörf er á liðsinni, styrk og stuðningi á margvíslegan máta kemur kirkjan með sinn kærleiks- boðskap og útréttu hönd til þess að reisa við og hjálpa þeim er búa við erfiðleika af margvíslegum toga, s.s. sorg, veikindi, hrösun á lífsins vegi o.fl. Það er í mínum huga alveg óskiljanlegt að steinar skuli vera lagðir í götu kirkjunnar af ýmsum félögum og ein- staklingum í þjóðfélaginu í dag. Fjárframlög af hálfu hins opinbera til hins gríðarmikla starfs Þjóð- kirkjunnar eru skammarlega lág. Það er ömurlegt til þess að vita að skilningur ýmissa sem með þessi mál véla virðist vera í frost- marki. Löggjafinn verður að gera hér tafarlausa bragarbót á og gera sér grein fyrir mikilvægi hins kristna starfs sem fer fram í margháttuðu mannbætandi starfi út um allt land. Nú er komið nóg af nið- urskurði og fjársvelti í málefnum kirkjunnar okkar. Hingað og ekki lengra. Skorað er hér með á alla þá, sem geta bætt hér úr, að taka rösk- lega til hendinni, áður en háalvarlegt ástand hlýst af í þessum mál- um. Ég vil í lok þess- ara stuttu tilskrifa minna nefna einn þátt í starfi Þjóðkirkjunnar, en þar á ég við hjálparstarf hennar. Innanlands og á erlendri grundu hefur verið unnið ómetanlegt og kærleiksríkt starf til liðsinnis við þá sem svo sannarlega þurfa á því að halda. Íslenska þjóðin hefur lagt þessu starfi ómetanlegan styrk og stuðn- ing af margvíslegum toga, sem vert er að þakka af alhug. Vonandi tekur almenningur vel í þær safnanir sem framundan eru, því þörfin er svo sannarlega fyrir hendi. Sýnum í verki hug okkar til þeirra sem þarfnast hjálpar og uppörvunar. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar. Hlúum að þeim sem minna mega sín og standa höllum fæti í lífinu og þá mun okk- ur líða vel í sál og sinni. Þjóðkirkjan samofin íslenskri þjóðarsál Eftir Hafliða Jósteinsson Hafliði Jósteinsson » Það er ömurlegt til þess að vita, að skilningur ýmissa sem með þessi mál véla virðist vera í frostmarki. Höfundur er fyrrv. tómstundafulltrúi. Í framhaldi af stuttri grein minni í Morgunblaðinu um varnargarðinn skammt vestan við Vík er ástæða til að hnykkja á nokkrum atriðum. Garðurinn er um fimm metra hár og ekki úr mjög grófu efni. Enginn veit hvaða hlaupleið verð- ur ofan á í næsta Kötlugosi og enginn veit heldur, fari hlaupið fram Mýrdalssand, hvar meginþunginn verður. Enn- fremur veit enginn hve stórt og öflugt hlaupið kann að reynast. Þess vegna er blandað saman vitneskju um einstaka þætti Kötluhlaups og áætlunum um flóðhæð, rennslismagn, hraða, innihald, skriðþunga og ólíkar hlaupleiðir. Hæðarlega sandsins skiptir líka máli. Þannig verða til ólíkar sviðsmyndir til að vega og meta. Til að mynda verður að gera ráð fyrir að stórt Kötluhlaup geti lagst meðfram vesturfjöllunum við Mýrdalssand. Gerist það ekki og lítið hlaupvatn fer þá leiðina má vel vera að umræddur garður geri sitt gagn. Austan sands gæti byggð þá verið í hættu. Með aðstoð verkfræðinga og sérfæðinga um vökvarennsli er hægt að fara nærri um hvernig færi ef ólíkar sviðsmyndir eru notaðar. Vissulega byggja þeir m.a. á upplýsingum jarðvísinda- manna. Gróft mat ætti að duga í þessu tilviki. Jarðvís- indamenn, þar með talinn ég, eru ekki bestu álitsgjafar þeg- ar meta á gildi varn- argarða. Ekki heldur fulltrúar almanna- varna í héraði, með fullri virðingu fyrir þeim öllum og okkur jarðvísindamönnum. Ég benti líka á að bæta þyrfti grjótvörn (stórgrýti) á garðinn utanverðan einfald- lega vegna mikils rofmáttar flaums af þeirri gerð sem fylgir Kötlugosum. Grunnt en strítt hlaup gæti rofið garðinn á skömmum tíma. Ef til vill er stutt í næsta Kötlu- gos en kannski er langur tími til stefnu. Altént er sú aðgerð að skoða fyrrgreindan garð og bæta (held nauðsyn þess fram þar til annað telst réttara) hvorki tíma- frekari né dýrari en svo það megi réttlæta að setja vinnu í slíkt. Með þessum tveimur greinarkornum er ekki verið að ýta undir áhyggjur manna að óþörfu heldur hvetja til skynsamlegra viðbragða. Kötluhlaup – þegar þar að kemur Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Fyrst og fremst þarf verkfræðinga til að meta gildi varnargarða, að gefnum upplýsingum frá m.a. jarðvísinda- mönnum. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður. Ég ætla að greiða atkvæði gegn þjóð- kirkjuákvæði í stjórn- arskrá. Við erum að tala um trúar- og lífsskoð- anir. Hvernig getur það mögulega verið hlutverk ríkisins að reka félag um jafn einstaklingsbundinn hlut og lífsskoðun? Það er oft gott að horfa á hlutina úr fjarlægð. Sennilega er skýrast að ímynda sér að hér hafi ekki ver- ið þjóðkirkja og spyrja hvort rétt sé að setja hana á laggirnar. Ekki frekar en að okkur dettur í hug að reka stofnun um eina stjórnmála- skoðun, að hætti fyrrverandi aust- antjaldsríkja. Eða ríkisrekið félag um hvert enskra fótboltaliða sé best. Í drögum að nýrri stjórnarskrá segir að allir skuli vera jafnir án tillits til trúarbragða. Það er auð- vitað klár mismunun fólgin í því að ein kirkjudeild sé rekin af ríkinu. Næg eru dæmin en kannski er nærtækast að sjá hvernig kirkjan hefur rekið áróðursstríð í fjöl- miðlum fyrir kosningarnar. Kynn- ingarbæklingur vegna kosninganna var vilhallur kirkjunni og á upplýs- ingavef kirkjunnar er síðan lokað fyrir athugasemdir. Þetta er ekki kirkja allra. Þetta er mismunun, alveg á sama hátt og það væri klár mis- munun að hafa ríkisrekna stofnun um kynþátt, kyn eða kynhneigð. Ættum við að reka stofnun hvíta kynstofnsins á þeim forsendum að við höfum verið „hvít þjóð“ í gegn- um tíðina? Það gildir nefnilega ekkert næstum-því, hér-um-bil eða nokkurn-veginn þegar kemur að mannréttindum. Þá er það ekki „þjóðkirkja“ sem - fjórði hver Íslendingur hefur hafnað. - stendur fyrir trúarskoðanir 40% landsmanna. - úthýsir fólki úr ríkisreknum fasteignum vegna skoðana. - neitar fólki um þjónustu vegna kynhneigðar. - situr uppi með hálftómar kirkjur utan tyllidaga. - neitar að birta skoðanir annarra. Ekki frekar en ef Þjóðleikhús úthýsti góðum hluta þjóð- arinnar og setti bara upp eina tegund af leikritum. Eða Þjóðar- bókhlaða sinnti aðeins ritum með einni skoð- un. Þetta er nefnilega miklu nær því að vera ríkiskirkja. Lög og reglur um opinbera starfsmenn gilda um starfsmenn kirkjunnar. Kirkjan telur aðskilnað ríkis og kirkju hafa átt sér stað fyrir löngu. En aðskilnaðurinn er allur á annan veginn, kirkjan hélt öllu sínu en ríkið/þjóðin missti allan rétt til að hafa áhrif á störf og stefnu hennar. Þessi aðskilnaður er sambærilegur við fullorðinn einstakling sem flyt- ur að heiman en lifir á foreldr- unum. Sá vill fá að ráða sér sjálfur en heimtar að foreldrarnir haldi sér uppi. Og heimtar betri kjör en börnin sem búa heima, byrj- unarlaun presta eru jú tvö og hálf- föld á við stéttir með meiri ábyrgð og menntun. Kirkjan vill gjarnan líta á greiðslur úr sameiginlegum sjóðum sem félagsgjöld. Sú skoðun stenst ekki. Við greiðum öll skatt sem fer til reksturs kirkjunnar án tillits til þess hvort við erum meðlimir eða ekki. Þá er gjarnan nefndur til sög- unnar samningur ríkis og kirkju vegna eigna kirkjunnar hér fyrr á tímum. Það virðist hins vegar eng- inn vita verðmæti eignanna né hvaða arð má hafa af þeim, jafnvel virðist ekki ljóst hvaða eignir um er að ræða. Prestar njóta jafnvel arðsins í einhverjum tilfellum enn. Aftur lendir reikningurinn á okkur öllum. Talsmenn kirkjunnar nefna gjarnan: „Við erum kristin þjóð“. Það er ekki rétt, við erum fjölbreytt þjóð með ýmsar og ólíkar lífsskoðanir. Við erum ekki kristin þjóð frekar en að við erum hvít þjóð. „Við byggjum á kristnum gild- um“. Það er reyndar fátt um svör þegar ég spyr um hvaða gildi þetta séu og þau fáu benda á gildi sem eru sameiginleg flestum trúar- brögðum og lífsskoðunum. „Að við eigum kristna arfleifð“. Ekki veit ég alveg hvað þetta merkir. Er þetta vegna þess að kirkjan hefur verið hluti af sögu þjóðarinnar? Saga kirkjunnar er varla eitthvað sem hún er stolt af. „Við getum ekki haldið jól eða hátíðir nema með þjóðkirkju“. Jól- in komu ekki til með kristni og aðr- ir frídagar komu til að mestu vegna baráttu verkalýðshreyfing- arinnar. Þjóðkirkjulausum þjóðum gengur vel að halda almenna frí- daga. „Engin athafnaþjónusta“. Það er greitt sérstaklega fyrir athafna- þjónustu og aðrir söfnuðir og félög bjóða upp á slíka þjónustu. Og öðr- um þjóðum tekst þetta án þjóð- kirkju. „Á að breyta fánanum?“ Nei, ekki frekar en aðrar Norð- urlandaþjóðir sem lagt hafa rík- iskirkjufyrirkomulagið af. „Hófsöm kirkja er vörn gegn of- satrú“. Þetta er álíka rökleysa og að hóflegt ofbeldi komi í veg fyrir gróft ofbeldi – án þess að ég sé að líkja trú við ofbeldi. Getur kirkjan bent á einhverjar rannsóknir eða dæmi þessu til stuðnings? „Mikið félagsstarf innan kirkj- unnar“. Ef við viljum setja fé úr sameiginlegum sjóðum í félagsstarf þá er það einfaldlega önnur um- ræða. Ef svarið er „já“ er engin ástæða til að það fé fari í gegnum kirkjuna. Því það félagsstarf kirkj- unnar mismunar og skilur útundan. Auðvitað verður þjóðkirkjunni ekki lokað strax. Þarna er fullt af ágætis fólki að vinna starf sem það hefur valið sér út frá þeim for- sendum að hér sé ríkisrekin kirkja. Það þarf að ná samningum um hvernig við breytum þessu fyr- irkomulagi. Það er annað verkefni og ætti að vera auðvelt að leysa þannig að allir séu sáttir. Eftir Valgarð Guðjónsson » Ákvæði um þjóð- kirkju samræmist ekki jafnrétti til trúar- og lífsskoðana Valgarður Guðjónsson Höfundur starfar við hugbúnaðargerð Nei við þjóðkirkju                             !  " # $   % &            $   &               $   $%&               $   &      ! "         ## "   '  "         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.