Morgunblaðið - 18.10.2012, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.10.2012, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Elsku langafi minn. Frá því að ég fæddist hef ég alltaf haldið upp á Þorláksmessu heima hjá þér. Sama þótt þú hafir flutt, það var alltaf föst hefð. Við borðuðum hangikjöt og drukkum malt og appelsín. Síðan kom jólasveinninn með gjafir handa okkur krökkunum og við sungum nokkur jólalög. Ég held samt að þessi Þorláks- messa verði ekki söm án þín. Ég veit að þú varst mikill maður. Það þarf nú ekki mikið til að sjá það enda varstu sæmd- ur stórriddarakrossinum ásamt mörgum öðrum orðum og varst eini maðurinn á Íslandi sem hef- ur verið gerð stytta af í lifandi lífi. Þú gerðir svo mikið á meðan þú varst hjá okkur að í hrein- skilni sagt skil ég ekkert hvern- ig þú fórst að þessu. Þú teikn- aðir svo margar flottar og merkilegar byggingar, en varst líka öflugur í íþróttalífinu og pólitík. Ég vildi óska þess að ég hefði haft meiri tíma með þér en á sama tíma veit ég vel að það eru forréttindi að fá að lifa svona lengi og að þú ert líklega feginn að komast til ömmu Margrétar og hinna englanna. Svava Þorsteinsdóttir. Með fáum orðum langar mig að minnast frænda míns, Gísla Halldórssonar. Ég minnist Gísla strax frá unga aldri sem manns- ins sem allir báru virðingu fyrir og töluðu vel um. Hann ólst upp ásamt móður minni í fjölmenn- um systkinahópi í Austurkoti sem stóð við Faxaskjól. Þetta var samhentur systkinahópur og Gísli var einn af foringjunum í þeim hópi. Minnisstæðast fyrir flest okkar barna þeirra systk- ina eru sjálfsagt jólaveislur Gísla og Margrétar á Tómasar- haga sem í þá daga voru einn af hápunktum jólanna hjá okkur unga fólkinu þar sem öll stór- fjölskyldan hittist. Gísli var hjálpsamur maður enda leituðu margir til hans. Þegar ég ákvað á sínum tíma að hefja nám í byggingarfræði og síðan arkitektúr var að sjálf- sögðu leitað til Gísla sem að- stoðaði mig við að komast í þau sambönd sem til þurfti til að hefja nám í Danmörku. Eftir að ég lauk námi í arkitektúr starf- aði ég á teiknistofunni hjá Gísla og vann þar fyrst sem starfs- maður og síðan meðeigandi í 18 ár eða þar til ég hóf minn eigin rekstur. Tímarnir á teiknistof- unni hjá Gísla og félögum voru ógleymanlegir þar sem maður fékk sitt teikniborð og T-stiku, sat á borðstofustól með koll sér við hlið og vindlakassa þar sem geymdir voru blýantar og strok- leður. Gísli kenndi mér flest það sem þurfti til að takast á við í þessu starfi sem ég hafði valið mér. Hann var alltaf úrræða- góður og lét viðskiptavinina finna að þeir væru aðalatriðið og sameiginlega fyndu þeir bestu lausnina. Ótrúlegar breytingar áttu sér stað á þessum tíma, fyrst komu teiknivélarnar, fax, farsímar, tölvur og hönnunar- forrit, allt breytti þetta um- hverfi okkar arkitekta mikið. Gísla fannst þetta nú ganga full- Gísli Halldórsson ✝ Gísli Hall-dórsson arki- tekt fæddist að Jörfa, Kjalar- neshreppi, Kjós 12. ágúst 1914. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 8. október 2012. Útför Gísla fór fram frá Dómkirkj- unni 17. október 2012. hratt stundum en var fljótur að til- einka sér þessar nýjungar. Að sjálfsögðu komu upp ýmis vandamál hjá ung- um manni eins og mér með stóra framtíðardrauma sem helst áttu að rætast strax, en þá kom maður aldrei að tómum kofunum hjá Gísla sem ráðlagði og í sameiningu voru málin leyst. Það voru breytingar í lífi Gísla á þeim tíma sem ég hóf störf á teiknistofunni. Hann var að hætta stjórnmálavafstri og byrja m.a. í golfíþróttinni, en þessi kafli í lífi Gísla var þó engu ómerkilegri en þeir fyrri, enda keppnismaður á ferð. Það var einstaklega gott að vinna með Gísla, hann var alþýðumað- ur með ákveðnar skoðanir, lét í sér heyra þegar hann taldi þess þurfa, en alltaf til í að finna leiðir sem allir sættu sig við. Hans viðhorf til lífsins og þess starfs sem við unnum við mót- uðu mig mikið og hafa örugg- lega átt mikinn þátt í þeirri vel- gengni sem ég tel mig hafa notið í mínu starfi til þessa. Ég vil þakka Gísla samfylgd- ina og við Ingibjörg sendum Leifi, Dísu og börnum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Halldór Guðmundsson arkitekt. Þar sem ég bý á horni Sörla- skjóls og Faxaskjóls í Reykja- vík man ég vel eftir kotbýlinu Austurkoti við sjávarkambinn, innan við hundrað metra frá stofuglugganum heima. Þar var Gísli Halldórsson alinn upp, næstyngstur ellefu systkina. Í ævisögu Gísla, sem Jón M. Ív- arsson tók saman, lýsir Gísli æskudögum sínum í þessu húsi, fimmtíu fermetrum að stærð, klæddu bárujárni. Faðir hans hafði þar nokkrar skepnur og sótti sjóinn út á Skerjafjörð. Hann fæddist ekki með silf- urskeið í munninum, hann Gísli, en með árunum, dugnaðinum og þrautseigjunni teiknaði hann og byggði sér hús á Tómasarhag- anum, ekki langt frá þessum æskustöðvum sínum. Þaðan man ég fyrst eftir honum. Við Leifur sonur hans, vorum vinir og félagar og allt fram yfir tví- tugsaldur var ég aufúsugestur hjá þeim feðgum og Margréti. Seinna um ævina urðum við Gísli síðan samferðarmenn og skjólstæðingar á hinum ýmsu vígstöðvum. Minn var heiðurinn og hjálpin að eiga hann að. Ég læt öðrum eftir að rekja feril Gísla, en þegar ég fyrst kynntist þessum höfðingja og alla tíð síðan, hlóðust ábyrgðar- og forystustörf á hans herðar og aldrei brást hann þeim sem sóttust eftir kröftum hans. Hvort heldur í íþróttahreyfing- unni, stjórnmálunum eða í arki- tektúrnum. Hann var jafnan margra manna maki. Ég leyfi mér að fullyrða að af afskiptum Gísla af skipulagi, fjármálum og verkefnum á vett- vangi íþróttamála, hvort heldur í Reykjavík eða á landsvísu, hafi íþróttafélögin og hreyfingin öll náð vopnum sínum og gengið í endurnýjun lífdaga. Fyrir það verður aldrei nógsamlega þakk- að. Gísli var ekki endilega mikill ræðumaður, ekki aðsópsmikill né „votegetter“ í þeim skilningi að beita persónutöfrum eða gylliboðum í félagsmálum. Hann var enginn viðhlæjandi, hann Gísli. En samt var hann aftur og aftur beðinn og kjörinn til að taka að sér forystustörf á vettvangi íþróttanna og borg- arinnar. Hvers vegna skyldi það hafa verið gert? Vegna þess að hann var heiðarlegur, heil- steyptur, kurteis málafylgju- maður, mannasættir og dugnað- arforkur. Formaður ÍBR, forseti ÍSÍ, forseti borgar- stjórnar, formaður Ólympíu- nefndar Íslands, þungavigtar- maður í KR. Algjörlega óþreytandi. Gísli Halldórsson var rétt meðalmaður á hæð. Kvikur í hreyfingum, prúðbúinn, látlaus og léttur í lund. Í tali kom hann sér jafnan fljótt að aðalatriðum, kappsfullur, fastur fyrir ef því var að skipta en aldrei ósann- gjarn eða yfirgangssamur. Hann leitaði sátta og lausna. Það vantaði tvö ár upp á að hann næði hundrað ára aldri. Allt til hins síðasta var hann minnugur og skýr. Hélt ræður blaðalaust og bar sig vel. Gísli Halldórsson er látinn en eftir standa minnismerkin, húsin sem hann teiknaði og orðsporið, sem af honum fer. Orðstír deyr aldrei. Okkur þótti öllum vænt um Gísla Halldórsson. Blessuð sé minning hans. Ellert B. Schram. Vinátta okkar Gísla spannaði meira en 66 ár. Fyrst hitti ég hann að máli, þegar ég vann í fiskbúð móðurbróður míns, Ara Magnússonar að Mávahlíð 1, og sonar hans Guðmundar Arason- ar, sem betur var þekktur sem hnefaleikamaður og velgjörðar- maður Ármanns og fleiri íþróttafélaga, auk þess sem hann var öflugur forseti Skák- sambands Íslands um áraraðir. Um þetta leyti bjuggu þau Gísli og Margrét kona hans í Barmahlíð 12 og komu þau oft í búðina til að fá sér í soðið ásamt mörgum öðrum eftirminnilegum viðskiptavinum, til dæmis Bjarna Benediktssyni og konu hans, Sveini bróður Bjarna og fleirum. Mig minnir að Grímur Bachmann frændi minn hafi keypt íbúð Gísla og Margrétar í Barmahlíðinni, en þaðan fluttu þau hjónin í Vesturbæinn í glæsihús sem Gísli teiknaði, að Tómasarhaga 31, sem síðan fékk verðlaun sem frumlegasta og fegursta hús höfuðborgar- innar og er nú friðað af húsa- friðunarnefnd. Okkur Þrótturum sem töld- um okkur ráða ríkjum á þessum slóðum þótti það heiður að KR- ingur skyldi flytja í hverfið. Gott samstarf milli KR og Þróttar var reyndar til fyrir- myndar. Þar áttu Gísli og Sig- urður bróðir hans stóran hlut að máli. Ég ætla að láta aðra um að minnast Gísla sem arki- tekts og framkvæmdamanns um áratuga skeið, – mitt tillegg verður á léttari og persónulegri nótunum. Þegar við Systa, konan mín, ákváðum að ráðast í að byggja einbýlishús að Fremristekk 6, þá var leitað til Gísla. Teikn- ingar voru gerðar á teiknistofu hans í Ármúla 6. Ég vildi vita hvað svona nokkuð kostaði. Ætli við segjum ekki sirka 35 þúsund, sagði Gísli. Þegar ég kom til að gera upp, og átti náttúrlega nánast engan pen- ing, þá sagði Gísli: Við geymum greiðslurnar, þú verður að koma undir þig fótunum, og að auki hef ég ekki fyrr teiknað hús fyrir tvöfaldan milliríkja- dómara. Ég held ég hafi verið búinn að gera upp við Gísla tíu árum síðar. Þá benti ég Gísla á að nú hefði allt verðlag hækkað upp í rjáfur. En hann sagði: Hvað sagði ég að þetta ætti að kosta, 35 þúsund? Við látum það standa, og þar við sat. Gísli var velgjörðarmaður minn og vinur. Þegar ég efndi til golfmótsins Hoffell Open fékk ég þá prýðilegu hugmynd að fá Gísla sem heiðursgest mótsins. Golfáhugi Gísla var ósvikinn. Flesta daga fór hann á golfvöllinn, mjög oft með Leifi syni sínum. Gísli lék golf ótrauður í ellinni, og ekki stóð á árangri. Ég held að hann hafi farið 18 holurnar á höggafjölda sem jaðrar við heimsmet öld- unga. Á Hoffellsmótið okkar á Hellu mætti Gísli og hafði pant- að golfbíl, sem hann ók sjálfur en vantaði félaga sér við hlið. Auðvtað var ég upplagður ferðafélagi á bílnum. Af mér stafaði engin ógn í leiknum, ég tók þátt til þess eins að vera með. Gísli Halldórsson var að mínu mati einn af bestu sonum Ís- lands. Hvíl þú í friði, Gísli. Við Systa sendum fjölskyldu Gísla okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Magnús V. Pétursson. Það var öðrum hvorum meg- in við síðustu aldamót að elsti eigandi Teiknistofunnar, Gísli Halldórson, þá á níræðisaldri, hafði orð á því við okkur yngri mennina hvort ekki væri tíma- bært að gera eitthvað í heima- síðu fyrirtækisins. Þetta er okk- ur minnisstætt og lýsir vel framsýni Gísla og áhuga hans á tæknivæðingu í rekstri fyrir- tækisins, enda var hann helsti hvatamaður þess að tölvuvæða fyrirtækið á sínum tíma, þó að hann væri kominn á efri ár. Gísli rak Teiknistofuna í heil 60 ár, en hann lét af störfum aldamótaárið, rúmlega 86 ára. Á langri starfsævi kom Gísli að hönnun ótalmargra bygginga um allt, land, þar á meðal bygg- inga sem mörkuðu spor í sögu íslenskrar byggingarlistar. Á sama tíma var hann í forsvari og sá um rekstur farsællar arki- tektastofu, sem er í sjálfu sér fullt starf. Fyrir utan starfs- vettvanginn vann Gísli ötullega að félags- og stjórnmálum. Að ógleymdum ritstörfum hans, en hann gaf út tvær bækur á síð- ustu árum. Þessi ótrúlegu af- köst bera skipulagsgáfum hans göfugt vitni. Eitt af málunum sem Gísli kom að á sínum tíma var þegar hann hafði yfirumsjón með að útrýma bröggunum og öðru lé- legu húsnæði í Reykjavík um miðjan sjötta áratuginn. Alls voru byggðar tæplega þrjú þús- und íbúðir á 8 ára tímabili. Hér var grettistaki lyft í að útrýma heilsuspillandi húsnæði. Golfíþróttin var hans íþrótt og var hann einn fárra Íslend- inga sem farið hafa 18 holurnar á færri höggum en árafjöldi hans. Á 90 ára afmæli Gísla hélt hann golfmót á Nesvellinum, sem er helst ógleymanlegt fyrir blíðskaparveður, yfir 20 stiga hita og blankalogn, sem eins og allir vita sem hafa spilað þar, er mjög sjaldgæft. Sjálfur lék hann náttúrlega með, enda íþróttamaður og heilsuhraustur. Að fá að vera samferða Gísla á Teiknistofunni var lærdóms- ríkt fyrir okkur nýskriðna úr skóla, hann var bæði ómetanleg uppspretta þekkingar um mál- efni arkitektafagsins, fyrirmynd í framkomu við samstarfsmenn og viðskiptavini Teiknistofunnar og leiðbeinandi um rekstur og stjórnun hennar. Gísli hélt sambandi við okkur hér á stofunni, þó að hann væri hættur að vinna. Einnig var hann ávallt tilbúinn að aðstoða okkur við að rifja upp gömul mál, enda oft fljótlegra að fá upplýsingar frá honum frekar en að leita í skjalasafni fyr- irtækisins. Þá voru sögustundir með Gísla ómetanlegar, þegar hann rifjaði upp frásagnir af mönnum og málefnum langrar ævi. Við kveðjum merkan mann sem setti spor sín á nýliðna öld og þökkum samfylgdina. Við vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. F.h. T.ark Arkitekta, Ásgeir Ásgeirsson og Ivon Stefán Cilia. Með Gísla Halldórssyni, heið- ursforseta ÍSÍ, er horfinn einn fremsti og öflugasti íþróttafor- ystumaður Íslands frá upphafi skipulagðs íþróttastarfs. Ég efast um að margir geri sér grein fyrir hversu mikil og djúp- stæð áhrif Gísli hafði á þróun og uppbyggingu íþróttahreyfingar- innar í íslensku samfélagi á þeim langa tíma sem hann helg- aði hreyfingunni starfskrafta sína. Hann var í mörg ár sá hornsteinn sem íþróttastarfið hvíldi á. Stýrði ÍSÍ, stýrði Ól- ympíunefndinni, teiknaði íþróttamannvirki, tók þátt í stjórnmálastarfi í Reykjavík í þágu íþróttanna. Svona mætti lengi telja. Öll störf í þágu íþróttahreyfingarinnar voru unnin í sjálfboðaliðastarfi. Öll störf unnin með brosi og létt- leika en mikilli festu þegar þess þurfti. Gísli var snillingur í að tala menn til niðurstöðu og sætta andstæðar fylkingar. Þar fór sannur foringi. Við Gísli átt- um ánægjulega samferð í ald- arfjórðung og þar bar aldrei skugga á. Gísli stóð fyrir því að ég var ráðinn til starfa hjá ÍSÍ og hvatti mig áfram í leik og starfi. Þrátt fyrir mikinn ald- ursmun urðum við góðir vinir og áttum í góðu sambandi alla tíð. Hann var ungur í anda og þreyttist aldrei á að leggja vel til málanna. Gísli var mikill fagurkeri og smekkmaður. Heimili hans og glæsilegur klæðaburður báru þess glöggt vitni. Hann var flott fyrirmynd fyrir alla samferða- menn sína. Og nú er þessi öð- lingur horfinn til austursins ei- lífa eftir farsælt og gott lífsstarf. Íþróttahreyfingin hefur misst einn af sínum allra bestu félögum. Fyrir öll hans góðu störf og samstarf vil ég þakka. Ég sendi fjölskyldunni allri ein- lægar samúðarkveðjur. Megi minning hans lifa. Stefán Snær Konráðsson. Fallinn er frá einn af öfl- ugustu liðsmönnum íþrótta- hreyfingarinnar á Íslandi fyrr og síðar, Gísli Halldórsson, arki- tekt og fyrrverandi forseti Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Undirritaður naut þeirra for- réttinda, að fá að vinna mjög ná- ið með þessum fjölhæfa leiðtoga og góða dreng um alllangt ára- bil, á þeim árum sem ég var for- maður Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, á árunum 1969 til 1979 og raunar bæði fyrir og eftir þann tíma. Á þessum árum var í gangi mikil uppbygging og fjölgun í öllu íþrótta- og ung- mennastarfi í báðum lands- hreyfingunum og áttum við ófá- ar ferðir saman út á land á ársþing héraðssambandanna, ég og Sigurður Geirdal, framkv.stj. UMFÍ, Gísli og Hermann Guð- mundsson, framkv.stj. ÍSÍ, og oft var líka með okkur í för góð- ur vinur minn, Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ. Gísli hefur verið einn afkasta- mesti arkitekt þjóðarinnar alla sína starfsævi. Eftir að lög um Félagsheimilasjóð voru sam- þykkt frá Alþingi 1948, teiknaði hann fjölda félagsheimila, sem byggð voru vítt og breitt um landið. Tilkoma félagsheimil- anna skapaði öllu félags- og samkomuhaldi verðuga aðstöðu og var mikið framfaraspor í fé- lagsmálasögu þjóðarinnar. Þá teiknaði Gísli fjölda íþrótta- mannvirkja, íþróttavelli, íþrótta- hús og sundlaugar og hæst ber uppbygginguna alla í Laugar- dalnum í Reykjavík, þar sem reist hefur verið stytta af þess- um afkastamikla arkitekt og fé- lagsmálaleiðtoga. Gísli Halldórsson hefur hlotið margvíslegar heiðursviðurkenn- ingar að verðleikum fyrir störf sín. Blessuð sé minning þessa góða vinar og samstarfsmanns. Fjölskyldu hans sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson. Í hárri elli er látinn Gísli Halldórsson. Þegar menn deyja svo gamlir deyr líka tenging við forna tíma: Gísli var unglingur í upphafi kreppunnar miklu, og þurfti að gera hlé á námi þegar á skall heimsstyrjöldin síðari. Gísli er einn af þeim sem mótuðu fyrstu áratugi lýðveld- isins. Hann á sinn þátt í svip- móti Reykjavíkur – teiknaði Lögreglustöðina, Loftleiðir og Esju, Tollstöðvarhúsið og fjöl- margt fleira. Funkisstefnan hef- ur ekki vakið hrifningu á síðari tímum. Mér sýnist þó að Gísli sé einn besti fulltrúi hennar hér- lendis, með einföldum lausnum, léttleika sem vinnur gegn mónú- mentalhneigðinni, og næstum því and-funkislegri skrauthneigð í mjóu súlunum og öðrum form- brigðum. Sérstakan sess á Gísli sem fyrsti íþróttaarkitekt á Ís- landi, og teiknaði hvert stórvirk- ið eftir annað. Vænst finnst manni samt um það íþróttahús Gísla sem nú er horfið, KR- braggann – með einmitt súlun- um og hvolfþaki sem seinna endurspeglaðist í Laugardaln- um. Í KR stóð íþróttaferill hans og þar varð hann félagslegur forustumaður. Stökkið yfir í stjórnmálin virðist svo hafa ver- ið sjálfsagt mál í framhaldi af störfunum fyrir KR og ÍBR – og seinna Ólympíunefndina og ÍSÍ. Þetta voru aðrir tímar og nú þykir okkur til um það hvað Gísli kom miklu í verk í félags- og stjórnmálum. Að sumu leyti má rekja það þráðbeint í póli- tískar siðvenjur þessara ára- tuga, þar sem menn sinntu mörgum hlutverkum án tillits til reglna sem nú eiga að slá á of mikil áhrif og völd í sömu hönd- um – og staða Gísla verður ekki ljós nema í samhengi við valda- kerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þaðan sem borginni var stjórnað í stóru og smáu. Að því sögðu held ég að Gísli hafi verið heilindamaður sem foringi. Ég veit að honum var fjarri að skara eld að eigin köku heldur beitti sér í þágu málefnisins, sem sífellt var íþróttahugsjónin um heilbrigða sál í hraustum líkama. Sjálfur kynntist ég Gísla ekki fyrr en seint þótt við værum tengdir gegnum bróður hans Björn og Nönnu ömmusystur mína í Granaskjólinu. Það var reyndar Björn sem kom mér í KR þar sem ég hef verið síðan, að minnsta kosti í anda. Ég tók sjónvarpsviðtal við Gísla, og hjálpaði seinna til við bækur hans og Jóns Ívarssonar um ævi Gísla og um Ólympíuleikana. Þetta samstarf var gjöfult, og við uxum saman í spjalli um íþróttir og fyrri tíma. Lítið um pólitík, en svolítið um golf sem hann stundaði af kappi í ellinni, hraustur og vinnusamur. Af öllum verkum sínum talaði hann af mestri tilfinningu um tvö verkefni hjá ÍSÍ – um þátt sinn við að glæða það sem nú heitir almenningsíþróttir en þá trimm, og við að efla íþróttir kvenna. Á okkar dögum öflugra íþróttakvenna og útbreiddra al- menningsíþrótta skiljum við vel þetta stolt. Fyrir tæpu ári átti ég erindi við Gísla. Hann leysti úr því en sagðist vera hættur í golfinu, orðinn þreyttur og leiður, þetta væri ekkert líf lengur. Hinum starfsama afreksmanni hefur þótt illt að geta ekki sinnt fleiri verkum – og við svo búið hefur hvíldin líklega verið kærkomin. Með samúðarkveðjum til Leifs og annarra aðstandenda. Mörður Árnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.