Morgunblaðið - 18.10.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 18.10.2012, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 ✝ GuðbjörgBjörnsdóttir Smith fæddist á Ísafirði 20. janúar 1917. Hún lést á Hrafnistu, Hafn- arfirði, 12. október 2012. Hún var dóttir hjónanna Þorkötlu Þorkelsdóttur, f. 1. mars 1885 og Björns Friðfinns- sonar, f. 26.2. 1888. Systkini hennar voru Henry A. Hálfdan- arson, f. 1904, og Þórhildur Hálfdanardóttir, f. 1907, sam- mæðra, og alsystkin voru Guð- rún, f. 1914, Haraldur, f. 1915 og Sigríður, f. 1921, sem öll eru látin en yngst er Birna, f. 1926. Guðbjörg giftist Adolf J. Smith, f. 4.8. 1912, d. 20.4. 2006, þann 31.12. 1938. Dætur þeirra eru: Katla Smith Henje, f. 3.10. 1939, maki Jan Henje, hún á þrjú börn, Hekla Smith, maki Björn Sigurðsson, hún á tvær dætur, Hrefna Smith, maki Hilmar Heiðdal, látinn, hún á þrjú börn, Birna Smith, maki Guðmundur Lárusson, hún á þrjú börn. Guðbjörg og Adolf hófu búskap á Bergstaðastræti 52 og bjuggu þar alla tíð síðan þar til seinustu sex árin að Guðbjörg bjó á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þau reistu sér sumarbústað í Mosfellssveit árið 1945 þar sem þau bjuggu öll sumur á meðan heilsan leyfði. Guðbjörg og Adolf stofnuðu Þvottahús A. Smith hf. árið 1946 og ráku það þar til Adolf lét af störfum vegna aldurs. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 18. október 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Það er enginn sem vill tala um dauðann við mig, sagði amma þegar ég hringdi í hana eitt sinn fyrir níu árum. Hún hafði þá ver- ið hjartveik um tíma. Þú mátt tala um dauðann við mig, amma mín, svaraði ég. Er ekki bara allt í lagi að ég deyi? spurði hún. Jú amma mín, það er í lagi, þú hef- ur verið hjá okkur svo lengi og þú hefur alltaf verið miðpunktur fjölskyldunnar. Ég vona að þú vitir hvað þú hefur skipt mig miklu máli og að ég elska þig. Og ég þig, svaraði hún. Það hefur þó sína kosti að vera dáin, bætti hún við, þá get ég komið til þín til Lundar þegar ég vil, Guggý mín. Læknar gerðu sitt til að amma ætti níu góð ár eftir þetta og ég náði því að heimsækja hana mörgum sinnum bæði heima á Bergstaðastræti og á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún bjó síðustu sex árin. Við fór- um í ýmsa leiðangra, meðal ann- ars til að fá okkur freyðivín sam- an í sólinni á Austurvelli. Nú er þó komið að því að ég er á leið- inni heim til Íslands án þess að heimsókn til ömmu sé efst á lista mínum. Samtal okkar um dauð- ann og síðastliðin níu ár hafa verið ómetanleg til að undirbúa mig undir það að þessi dagur kæmi. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta ömmu svo lengi og allar þessar góðu minn- ingar um hana. Amma gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og annarra. Það má segja að hún hafi reynt að ná fullkomnun í öllu. Heimili henn- ar, eldamennska, hannyrðir og yfirleitt allt sem hún tók sér fyr- ir hendur bar þess merki. Hún var líka mikill fagurkeri og naut þess að vera vel tilhöfð og hafa fallegt í kringum sig. Samt varð maður sjaldan var við alla vinnu sem lá að baki því að halda öllu við. Hún var virðuleg og hæglát en undir fáguðu yfirborðinu vantaði hvorki skarpar gáfur, staðfestu né ákveðni. Það birtist þó fremur í hnitmiðuðum svör- um og þurrum húmor en með hávaða og látum. Amma var ekki allra en við sem komumst að henni áttum hana að í öllu. Hún varði einnig ætíð málstað þeirra sem minna máttu sín, sérstak- lega barna. Amma naut þess að lesa á meðan hún gat og var vel að sér í íslenskum bókmenntum. Ein af uppáhaldsbókunum hennar var Gerpla eftir Laxness sem hún las ótal sinnum. Hún var vel máli farin þó að hún væri ekki jafn skrafhreifin og margir aðrir í fjölskyldunni. Hún vitnaði oft í gamla málshætti og hjálpaði mér að halda íslenskunni við með því að biðja mig að lýsa umhverfi mínu, veðrinu og starfi mínu samtímis sem hún leiðrétti mig þegar þörf var á. Ég geymi þessi samtöl í hjarta mínu eins og þá tilfinningu af samkennd og upp- runa sem hún gaf mér. Nú þegar ég sjálf á tvö barna- börn tek ég mér ömmu mína mér til fyrirmyndar og vona að Professorsgatan í Lundi verði sama athvarf og ég sama stoðin fyrir mína afkomendur og Berg- staðastrætið og amma var mér og okkur öllum. Dótturdóttir mín er nafna okkar beggja og Guðbjargar-nafnið þar með kom- ið í sænska ættliðinn. Ég man það sem amma sagði í samtali okkar fyrir níu árum og er búin að laga til, þurrka af og setja blóm í uppáhaldslitnum hennar í vasa svo henni líði vel þegar hún kemur til mín til Lundar. Guðbjörg Erlingsdóttir. Elsku hjartans amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt. Orð fá ekki lýst hversu ævinlega þakklát ég er þér. Best af öllu var þó húm- orinn beinskeytti sem við áttum saman og hláturinn. Þú kenndir mér mína fyrstu skrifstafi sem ég fæ enn hrós fyrir og mannasiði sem ég er enn að minna sjálfa mig á. Ég dáðist að regluseminni og þínum ein- stæðu hæfileikum til að gera allt fallegt í kringum þig, þar með talið snyrtilegt heimili en þar áttu engan þinn líka. Stílisti af Guðs náð. Alltaf varstu svo vel tilhöfð, ungleg og glæsileg. Ég man eftir blómunum í garðskál- anum sem þú nostraðir við af einskærri alúð og nefndir mig sem ungbarn, Dalía Rós, í höf- uðið á þeim. Ófáar voru þær líka stundirnar sem ég dvaldist í sumarbústaðnum og hjálpaði við að taka upp kartöflur og fékk svo að skola af mér í heita pott- inum. Á unglingsárunum saum- aðir þú á mig hvað sem mér fannst vera í tísku hverju sinni því þú varst allra besta sauma- konan sem vitað var af þó lengi væri leitað. Félagskonur Hrings- ins geta án efa staðfest það. Seinna fékk ég afdrep í risíbúð- inni til að læra undir prófin mín og varst þú ávallt ein mesta hvatningarmanneskjan í því að ég myndi standa mig í skóla. Þín aðstoð var síðan ómetanleg þeg- ar kom að háskólanámi á er- lendri grundu. Trúin þín á mitt „óhefðbundna“ nám var mikil og er ég þér enn og aftur óend- anlega þakklát fyrir þann stuðn- ing og hvatningu. Okkar tengsl voru einstök frá mínu sjónarmiði séð og naut ég hverrar stundar sem við áttum saman, fífluðumst og sögðum fyndnar sögur okkar á milli. Bestu sögurnar voru þó þær þegar þú sagðir mér frá æsku þinni og raunum sem ung kona í leit að staðfestu í lífinu. Hvernig þú kynntist afa, eign- aðist heimili og 4 dætur. Tímarn- ir voru aðrir þá en sérstaklega virðingarvert fannst mér hversu einbeitt, dugleg og sterk þú varst svona ung að aldri. Ég vona svo innilega, amma mín, að ég hafi erft eitthvað fleira frá þér en „petite“ stærðina, alla- vega mun ég halda höfði mínu og heiðri þínum hátt í hverju fót- spori sem ég tek. Megi ljósið mitt umvefja þig inn í eilífðina, elsku amma mín. Þín Tóta tindilfætta, Þórunn Birna Guðmundsdóttir. Guðbjörg Björnsdóttir Smith ✝ Maia Sigurð-ardóttir sál- fræðingur fæddist á Akureyri 18. febrúar 1935. Hún lést í Reykjavík 13. september 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Líndal Pálsson menntaskólakenn- ari og Marianna Stephensen Bald- vinsdóttir listmálari og þýðandi. Maia giftist 1961 Sigurði Erni Steingrímssyni sem er ný- látinn, sonur þeirra er Sigurður Andri Sigurðsson verkamaður. Þau skildu. Seinni maður henn- ar var Garðar Gíslason en þau giftust 1966, börn þeirra eru Maríanna Garðarsdóttir læknir og Kristján Garðarsson arki- tekt. Þau skildu. Maki Marí- önnu er Snorri Guðmundsson, dætur þeirra eru Maja og Arna. Maki Kristjáns er Marta Nor- dal, börn þeirra eru Hjördís og Sigurður, Kristján á einnig son- 1966. Maia stundaði einnig rannsóknarstörf í sálfræði við Burden Neurological Institute í Bristol 1956-1958. Maia starfaði við heilalínuritun á Landspít- alanum 1963-1964 og svo sem sálfræðingur við sálfræðideild skóla í Reykjavík 1964-1965 og aftur 1967-1968. Maia var svo ráðin sálfræðingur við Borg- arspítalann við stofnun hans 1968 og starfaði þar í yfir 20 ár en síðustu árin starfaði hún við sálfræðideild skóla í Reykjavík. Maia sat í stjórn Sálfræðinga- félags Íslands um árabil og rit- aði greinar um fræðileg mál- efni. Hún var einnig virkur þýðandi og þýddi meðal annars Um sálgreiningu eftir Sigmund Freud, sem gefin var út af Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1970. Einnig vann hún að þýð- ingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Ágústu Gunnarsdóttur sálfræðing. Jarðarför Maiu hefur farið fram í kyrrþey. Jarðsett var í Akureyrarkirkjugarði. inn Garðar með fyrri konu sinni Valdísi Vilhjálms- dóttur. Maia varð stúd- ent frá Mennta- skólanum á Ak- ureyri 1953. Hún lauk BA-prófi í sál- fræði, ensku og listfræði frá Leeds háskóla 1956, BA- prófi frá Oxford háskóla, Somerville College 1960 og MA-prófi þaðan 1964. Maia var við nám í heila- línuritun við The National Ho- spital for Nervous Disease of The Hospital for Sick Children í London 1963 og sem Fulbright styrkþegi við Kansas háskóla í Bandaríkjunum 1965-1966 og stundaði þar framhaldsnám í klínískri sálfræði. Hún vann jafnframt sem sálfræðingur við The Greater Kansas City Men- tal Health Foundation og hlaut þar Diploma að loknu Clinical Psychology Traineeship árið Elsku vinkona og samstarfs- kona, nú höfum við kvatt þig eftir 44 ára kynni og vináttu, það vek- ur söknuð og trega, því við höfum átt saman margar stundir. Sum- ar hafa verið tregafullar og erf- iðar, þegar mótlætið og erfiðleik- arnir hafa knúið dyra, en aðrar stundir hafa verið gleðigefandi og ánægjulegar og þær vekja gleði en jafnframt söknuð yfir að þær skyldu ekki geta orðið fleiri, en því hamlaði m.a. slys og löng og heftandi sjúkrahúsvist. Í mörg ár varst þú samstarfs- kona okkar beggja á tveimur mismunandi vinnustöðum, fyrst annars okkar á geðdeild Borgar- spítalans, en áður en þú hófst störf þar voru bundnar miklar væntingar til þín, enda hafði þá- verandi yfirlæknir deildarinnar, Karl Strand, stuttu áður en þú komst til starfa, tíundað fyrir okkur hversu menntun þín og þjálfun mundi nýtast vel í starfi. Karl hafði þekkt til náms þíns og starfs í gegnum fyrrverandi pró- fessor þinn í Bristol. Þegar svo þú komst til starfa auðgaðir þú starfsandann mjög og stuðlaðir að því að fagleg vinnubrögð tóku framförum. Ég minnist þess hversu glæsileg þú varst, hlýleg og vingjarnleg bæði við starfs- fólk og sjúklinga. Þú hafðir auðg- andi áhrif á umhverfi þitt, en þar kom góður menntunargrunnur þinn og víðsýni að góðum notum. Geðdeildin hóf störf sín 1968, en á því ári áttum við báðar von á börnum. Þú ólst svo tvíbura og ég seinni dóttur mína í febrúar 1969, en það varð m.a. til að tengja fjölskyldur okkar vina- böndum sem hafa haldist síðan og er þín því djúpt saknað af fjöl- skyldu minni jafnt og þinni eigin. Seinna fluttist svo starfsvett- vangur þinn til hins okkar á sál- fræðideild skóla í Reykjavík, en það var einnig lyftistöng fyrir þá stofnun. Þú varst góður vinnu- félagi og góður sálfræðingur, ávallt fagleg og lyftir starfsand- anum upp. Á öllu vináttutímabili okkar höfðum við og fjölskyldur okkar góð samskipti bæði hér- lendis og eins, er við bjuggum er- lendis og mörg voru ferðalögin sem við fórum í saman. Allt þetta rifjaðist upp er við fylgdum þér ásamt fjölskyldu þinni til grafar á fallegum stað í kirkjugarðinum á Akureyri, þar sem þú varst jarð- sett 28. september 2012 við hlið foreldra þinna, en þú hafðir fyrir mörgum árum síðan sýnt okkur að þar vildir þú hvíla, þegar lífs- ferlinu lyki. Daginn eftir jarðar- för þína fórum við á ný ásamt fjölskyldu þinni að gröf þinni til endurtekinnar kveðjustundar áð- ur en við, síðasti fylgdarhópur þinn, héldum aftur til Reykjavík- ur. Sá dagur var eins fagur og frekast má verða, heiðskír him- inn, glaða sólskin, spegilsléttur Eyjafjörður og marglitt lauf trjánna. Slíkt umhverfi og með- fylgjandi friður skapar hugarró og gerir manni auðveldara að rifja upp minningar um hið liðna. Við óskum þess að slíkur friður og fegurð umleiki þig í framtíð- inni. Mynd þín og menningar- áhrif mun ávallt lifa innra með okkur. Við og dætur okkar, sem sökn- um þín, þökkum samfylgdina og sendum fjölskyldu þinni innileg- ar samúðarkveðjur . Hulda og Víðir. Maia Sigurðardóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, INGIBJÖRG E. WAAGE, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti, föstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. október kl. 13.00. Sigríður Regína Waage, Edda Waage Pedersen, Kristín Helga Waage, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR HELGASON, Melahvarfi 1, Kópavogi, lést föstudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Kristín Birgisdóttir, Erik Ingemann Jansen, Helgi Pétur Birgisson, Gitte Dolberg, Birgir, Stine, Björg, Katrine og Celine. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN EINARSDÓTTIR, Simma, áður til heimilis að Efstasundi 74, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 12. október. Jarðsett verður frá Langholtskirkju í Reykjavík mánudaginn 22. október kl. 13.00. Sigurhanna Erna Gísladóttir, Einar Jóhann Gíslason, Diljá Erna Eyjólfsdóttir, Halldór Gíslason, Anne May Sæmundsdóttir, Gísli G. Sveinbjörnsson, Guðrún Bergmann, Guðlaug Ingibergsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG LÝÐSDÓTTIR FRANTZ, Gaukshólum 2, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 15. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. október kl. 11.00. John Joseph Frantz, James Daníel Frantz, Christine Chiaffino Frantz, John Haraldur Frantz, Sigurlaug Helga Emilsdóttir, Maria Loana Tovey, Deforest Tovey, Kristín Frantz, Glenn Tarbox og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR KARLSSON málarameistari, Reynimel 80, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. október, verður jarðsunginn frá Grafar- vogskirkju 31. október kl. 13.00. Þórarinn Ragnar Ásgeirsson, Hildur Friðriksdóttir, Erla María Ásgeirsdóttir, Jón Einarsson, Lúðvík Jóhann Ásgeirsson, Guðrún Björg Berndsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, AÐALSTEINN VALDIMARSSON skipstjóri, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sunnudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstu- daginn 19. október kl. 14.00. Elínborg Þorsteinsdóttir, Valdimar Aðalsteinsson, Unnur Eiríksdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson, Ásta Guðný Einþórsdóttir, Atli Rúnar Aðalsteinsson, Berglind Eiríksdóttir, Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Helgi Aðalsteinsson, Mie Brorson Andersen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.