Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 35

Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 ári. Þetta er hár aldur, jafnvel í hinum langlífu ættum foreldra hans, en engu að síður var fráfall hans óvænt. Hann hélt andlegum kröftum sínum allt til loka og þær aldurstengdu heilsuveilur sem hrjáðu hann virtust ekki líklegar til að draga hann til dauða með svo skjótum hætti sem raun varð á. En nú hefur hann kvatt og eftir lifa minningarnar um kæran frænda. Fyrstu minningar mínar um Bergþór tengjast ferð sem ég fór fjögurra ára ásamt móður minni, systur og ömmu til að heimsækja hann og fjölskyldu hans í Hill- erød á Sjálandi. Hann starfaði þar sem læknir við sjúkrahúsið og stundaði jafnframt framhalds- nám í lyflækningum sem urðu hans sérgrein þegar hann sneri heim til Íslands. Mér þótti mikið til koma að eiga að frænda þenn- an fríða mann sem gekk virðu- lega um ganga þessa stóra spítala í hvítum kyrtli. Af Öldugötu 5 er einnig margs að minnast þótt langt sé um liðið. Bergþór hafði mikla kímnigáfu og ótvíræða leikarahæfileika og gat látið kennara sína úr menntaskóla verða ljóslifandi í stofunni með frábærum eftirhermum sem ég kunni vel að meta. Árin liðu og við bjuggum ekki lengur í sama húsi og ekki í sama landi um langt skeið. Bergþór var hins vegar alla tíð læknir minnar fjöl- skyldu þar til hann lét af rekstri lækningastofu, kominn hátt á átt- ræðisaldur. Hann var heimilis- læknir af gamla skólanum sem lét sér mjög annt um sjúklinga sína. Annar fastur punktur í okk- ar samskiptum voru áramóta- samkvæmin sem Anna og hann héldu um áratugaskeið fyrir fjöl- skylduna á gamlaárskvöld, fyrst á Hjarðarhaganum og síðan í Hvassaleitinu. Þetta voru mjög eftirminnilegar veislur með fjör- ugum samræðum við heimilisfólk og gesti. Bergþór og Anna ferðuðust mikið bæði innanlands og erlend- is og sögðu frá því sem fyrir augu þeirra bar í fjarlægum löndum. Þegar ég kom í fyrsta sinn til Peking fyrir fjórum árum og var yfirþyrmdur af bílaumferðinni sem líktist helst þeirri í Los Ang- eles minntist ég lýsinga Berg- þórs frá sama stað en nokkru fyrr. Þá var að hans sögn ekki einn einasta bíl að sjá í borginni en í staðinn voru göturnar eins og stórfljót þar sem í stað vatns- flaums var fólk á reiðhjólum. Eft- ir að Júlíus sonur Bergþórs og Önnu tók bílpróf var hann gjarn- an ökumaður foreldra sinna á löngum bílferðum um Evrópu og Bandaríkin, en síðar reisti hann sumarbústað á Laugarvatni þar sem Bergþór og Anna dvöldust gjarnan hjá Júlíusi, eiginkonu hans og börnum. Síðasta myndin sem ég á af Bergþóri er frá því í fyrra þegar við Guðrún héldum upp á aldaraf- mæli Katrínar móður minnar en hún lést á nítugasta og níunda aldursári. Á myndinni ber hann sína níu áratugi vel, en Bergþór var einn þeirra manna sem ekki breytast mikið með aldrinum. Ekki síst þess vegna var lát hans svo óvænt fyrir hans nánustu. Mér þótti mjög leitt að geta ekki verið við útför hans en sendi Önnu, Júlíusi og hans fjölskyldu, Erlu, Örlygi, Bergþóri yngra og Unni og fjölskyldum þeirra mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Jakob Yngvason. Sumargolan gaf okkur þetta árið meiri sól og hlýju en oft áður. Sólríkir dagar minna okkur á þann hverfulleika sem lífið er háð, að blómin sem brostu óvenju snemma til okkar á þessu fagra sumri fölna þó í tímanna rás, þau koma og fara. Sá sem öllu ræður hefur líf- daga okkar í sinni hendi, kallar okkur hvern og einn til sín. Blíð- viðriskvöldið 28. sept. var okkur tilkynnt að Bergþór Smári hefði hlýtt þessu kalli. Lát hans kom okkur ekki á óvart, hár aldur og farsæll starfsdagur var að baki. Er nokkuð sælla en að sá sem hagsæld okkar ræður kippi þá í það hjól sem líf okkar hefur snú- ist um, dagsverki lokið og lífsbók lokað? Nú þegar Bergþór hefur kvatt jarðvistina kemur fyrst og fremst í hugann sú djúpa vinátta sem ávallt hefur einkennt samskipti okkar í meira en hálfa öld. Við kynntumst Bergþóri sem eigin- manni Önnu föðursystur okkar og mágkonu. Þau bjuggu sér síð- ar hlýlegt heimili í næsta ná- grenni við okkur í Hvassaleitinu. Nálægðin milli heimilanna kallaði á nánari kynni og fleiri samveru- stundir. Ljúfar minningar streyma fram í hugann frá þess- um árum. Sameiginlegir fögnuðir á hátíðarstundum voru alla tíð með hefðbundnu sniði og sam- heldnin, gleðin og vináttan réð ríkjum. Bergþór var hlédrægur að eðl- isfari, hreinlyndur og tilgerðar- laus. Hann var ljóngáfaður, víð- lesinn lærdóms- og menntamaður og bar gott skyn- bragð á menn og málefni. Hann bar þess glöggt merki að vera kominn af traustum og gáfumikl- um foreldrum, þeim Jakobi Jóh. Smára og Helgu Þorkelsdóttur, og vaxa upp á því menningar- heimili. Íslensk tunga og bókmenntir voru honum afar hugleikin og hann hlaut í vöggugjöf góða eft- irtekt og einstakt minni. Okkur varð oft að orði „hann Bergþór man allt“ eða „Bergþór er eins og gangandi alfræðiorðabók“ enda var hann hafsjór fróðleiks. Hon- um leið best í fámennum hópi manna, með æskuvinum við spilaborðið eða með fjölskyld- unni. Þá fór hann á kostum, hans alkunni, glitrandi húmor tók yfir og hann var flestum mönnum skemmtilegri. Bergþór var ungur í anda og lengst af einstaklega hraustur. Hann var farsæll lyf- og heim- ilislæknir og starfaði sleitulaust til ársins 1999. Hann stóð ekki einn í lífsbaráttunni. Eiginkona hans Anna reyndist honum tryggur og góður lífsförunautur, enda einstaklega sterk kona, bú- in vestfirskri seiglu og hjarta- hlýju. Þegar aldurinn fór að fær- ast yfir Bergþór og heilsunni farið að hraka gerði hún manni sínum kleift að búa áfram á heim- ili þeirra þar sem allt var í föstum skorðum, allt var á sínum stað og rútínan sem hann kunni svo vel að meta leið frá degi til dags. Bergþór var lánsamur að þurfa aðeins að dvelja fáeina mánuði á sjúkrastofnun. Anna var hinn óhagganlegi klettur sem vék vart frá manni sínum og sinnti af fórn- fýsi og stakri alúð og ástúð. Berg- þór fékk hægt andlát, en nýjustu rit læknavísindanna lágu eftir á náttborðinu. Hann kvaddi þessa jarðvist með reisn. Við kveðjum mætan mann og einlægan vin með sárum söknuði og þökkum langa og trygga sam- fylgd. Blessuð sé minning Berg- þórs Smára. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt – dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edensblundur. (Jakob Jóh. Smári.) Signý Sen, Erlendur Jónsson, Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku afi Bergþór. Þú varst góður afi og við söknum þín mikið. Það var gaman að stríða þér og þú áttir alltaf til konfekt. Steinar Þór, Kristín Anna og Styrmir Jón. ✝ Auður Ein-arsdóttir fædd- ist á Öldugötu 17 í Reykjavík 10. nóv- ember 1929. Hún lést á bráða- móttöku Landspít- alans í Fossvogi 15. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Einar Sveinsson múr- arameistari, f. á Eyrarbakka 7. nóvember 1891, d. 26. maí 1974, og Hulda Berg- mann Sigfúsdóttir húsmóðir, f. í Hafnarfirði 2. júní 1903, d. 14. júní 1993. Systkini Auðar eru Hrefna Bergmann, f. 18. apríl 1924, d. 12. maí 2006, Sigfús Bergmann Einarsson læknir í Svíþjóð, f. 6. mars 1927; og Þór- unn Einarsdóttir, f. 8. október 1937. Auður giftist hinn 21. maí 1949 Halldóri Jóni Bachmann Hafliðasyni vélvirkja, f. 16. apríl 1928, d. 6. mars 1987. Börn þeirra eru: 1) Hulda, f. 1949, gift Eiríki Þorsteinssyni. Börn þeirra eru: Halldór, kvæntur Ragnhildi Helgadóttur, þeirra börn eru Bergur, Sóley og Hlín; og Elsa, gift Unnari Erni Jónassyni Auðarsyni og eiga þau Vöku. 2) Lilja, f. 1953, gift Hart- mut Veigele, þau eiga Peter og Felix. 3) Hafliði, f. 1960, giftur Guðfinnu Hauksdóttur, þau eiga Auði Guðríði og Eygló Hildi. Frá árinu 1993 bjó Auður með Einari Sæmunds- syni, f. 29. október 1919, d. 3. júlí 2006, þar til hann lést. Auður ólst upp í Vest- urbænum, fjölskyldan bjó lengst af á Víðimel 58. Hún gekk í Mið- bæjarbarnaskólann og síðar í Verslunarskóla Íslands. Hún starfaði við skrifstofustörf fyrir giftingu og við húsmóðurstörf eftir að börnin fæddust. Svo starfaði hún m.a. sem deild- arstjóri í aðalstöðvum Rauða kross Íslands og einnig ráku þær systur Auður og Þórunn hannyrðaverslunina Snotru í Álfheimum um árabil. Útför Auðar fer fram í Graf- arvogskirkju í dag, 18. október 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Sæl Auður, þetta er Auður. Þetta sagði amma alltaf þegar ég svaraði í símann heima og svo hló hún. Hún amma hafði góðan húmor og átti til að gera grín að sjálfri sér, heilsu sinni og aldri á svolítið kaldhæðinn hátt. Amma mín var yndisleg kona og tók alltaf á móti manni með mikilli hlýju og umhyggju. Mér þótti alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn til ömmu og spjalla við hana, horfa með henni á sjón- varpið, skoða með henni myndir eða hvað sem okkur datt í hug að gera. Við höfum alla tíð verið miklar vinkonur og haft gaman af félagsskap hvor annarrar. Amma var mikil hannyrðakona og fagurkeri og hafði gaman af því að gera fallegt í kringum sig. Heimili hennar var skreytt með mörgum fallegum hlutum sem hún hafði gert og hafði einstakt lag á að koma fallega fyrir. Ég naut góðs af myndarskap ömmu, hún prjónaði á mig fallegar flík- ur og kenndi mér að prjóna og hekla þegar ég fékk áhuga á því sjálf. Hún saumaði ótrúlega flott kóngaföt og margar fleiri falleg- ar flíkur á barbídúkkurnar mín- ar og vakti það mikla lukku hjá okkur Eygló systur minni og vinkonum okkar. Við áttum mikla samleið og vorum líkar að mörgu leyti, fórum báðar í dans, við gengum báðar í Verzló og höfðum gaman af prjónaskap. Amma fylgdist vel með og vildi tileinka sér ýmsar nýjungar, hún fór á tölvunámskeið og hún var til dæmis komin á Facebook um leið og hún frétti af sam- skiptavefnum. Við barnabörnin hennar erum stolt af því að hafa átt ömmu sem var svona dugleg og óhrædd við að læra nýja hluti. Takk fyrir allar góðu stund- irnar í gegnum árin, elsku amma mín, þú munt alltaf vera ljós í lífi mínu. Ég læt fylgja litla vísu sem ég samdi um ömmu þegar ég var eitthvað um 10 ára. Amma mín er sæt og fín, hún er góð en ekki óð, hún á alltaf nammi og sjaldan að hún skammi. Þín Auður Guðríður. Auður Einarsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNARS HALLVARÐSSONAR, Höfða, Akranesi. Alúðarþakkir til starfsfólks Höfða fyrir góða umönnun. Guðrún Hallvarðsdóttir, Jón Sævar Hallvarðsson, Jóhanna Arnbergsdóttir, Halla Guðrún Hallvarðsdóttir, Ásgeir Samúelsson, Arnfinnur Hallvarðsson, Guðrún Berta Guðsteinsdóttir, Einvarður Hallvarðsson og systkinabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem studdu okkur og sýndu okkur vinarhug við veikindi og fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VIÐARS KORNERUP-HANSEN, Birkihæð 2, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Karitas og á deild 11E á Landspítalanum fyrir góða umönnun og einstaklega hlýtt viðmót. Hólmfríður Egilsdóttir, Halldóra Viðarsdóttir, Jóhann Úlfarsson, Kristín Viðarsdóttir, Timothy H. Spanos, Björn Leví Viðarsson, Ásta Lára Sigurðardóttir, Erik Hirt, Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR SIGURJÓNSSON, fv. sérleyfishafi, verður jarðsunginn laugardaginn 20. október í Stórólfshvolskirkju, Hvolsvelli, klukkan 14.00. Sætaferðir frá BSÍ klukkan 12.00 og frá N1 á Selfossi klukkan 12.45. Sigríður Halldórsdóttir, Sigurjón Garðar Óskarsson, Anna Ólöf Ólafsdóttir, Halldór Óskarsson, Edda Antonsdóttir, Ómar Óskarsson, Erla Ríkharðsdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Þórður Einarsson, Sigurlín Óskarsdóttir, Þormar Andrésson, Óskar Óskarsson, Íris Adolfsdóttir, Þórunn Óskarsdóttir, Friðrik S. Þórarinsson, Unnur Óskarsdóttir, Ágúst Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ELÍSABETAR EINARSDÓTTUR frá Kárastöðum í Þingvallasveit. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar- heimilinu Mörk fyrir góða aðhlynningu. Guð blessi ykkur. Ása Jóhannesdóttir, Ari Jóhannesson, Jóhanna F. Jóhannesdóttir, Einar Jóhannesson, Ívar Ólafsson, Einar Örn Jónsson, Birna Ósk Hansdóttir, Jóhannes Arason, Bjarney Bjarnadóttir, Árni Gautur Arason, Sólveig Þórarinsdóttir, Egill Arason, Teitur Arason, Daði Einarsson, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir og barnabarnabörn. Elsku afi, það var erfitt að sætta sig við það að þú værir farinn. Þú áttir að vera eilífur, en svona er lífið. Það var svo gott að hafa þig nálægt okkur. Þú varst alltaf að gera grín í okkur krökkunum, svo við gerð- um líka grín í þér á móti en þá kom alltaf frá þér „ertu að gera grín í afa þínum“, þá heyrðist stundum úr eldhúsinu á Hjalla- brautinni „pabbi, ekki æsa krakkana upp“. Svo mikið grín í kringum þig og við létum það alltaf fréttast að afi Bassi kæmi í afmælið og þá yrði sko gaman. Þér þótti gaman að sýna okk- ur fallegar myndir sem þú tókst Kristinn Tómasson Möller ✝ Kristinn Tóm-asson Möller fæddist á Siglufirði 8. júlí 1921. Hann lést á LSH 23. sept- ember 2012. Kristinn var jarðsunginn frá Digraneskirkju 3. október 2012. sjálfur og sagðir okkur frá þeim. Þú gast alltaf sagt okkur sögur frá Siglufirði og sög- urnar af síldinni. Þú vissir allt og maður sat stór- eygður og hlustaði. Þú hafðir mikinn áhuga á því sem við krakkarnir tók- um okkur fyrir hendur og vildir líka að við stæðum okkur vel í öllum okkar verkum. Þú varst stoltur af okkur, það leyndi sér ekki. Þú hringdir oft í okkur til að at- huga hvernig okkur liði og hvernig börnunum okkar gengi í skólanum, símtölin voru ekki löng, rétt rúmlega 1 mínúta en það var nóg, þessi mínúta var vel þess virði. Við vitum að þú átt eftir að fylgjast áfram með okkur. Við kveðjum þig með sökn- uði. Þorsteinn, Sigrún og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.