Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Coton de Tuléar hvolpur/tík til sölu ! Uppl.á heimas. Skeljaræktun- ar, http://www.skeljapommar.com/ og 892 7966. Tilb. til afh. með ættbók frá REX. Heilsufarsskoðuð, örmerkt og sprautuð. Innfluttir foreldrar. Ferðalög                          !" #$#% & $"' #'#% Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Orlofshús við Akureyri með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Snyrting Babaria-snyrtivörur loksins á Íslandi. Babaria er fjölbreytt vörulína sem er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Vörurnar fást í netversluninni www.babaria.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Verslun Fjarstýrðar myndavéla-þyrlur kr. 11.900. Úrval af fjarstýrðum þyrl- um, bílum, skipum og fl. Erum í versl- unarmiðstöðinni Glæsibæ. Opið virka daga kl. 11-18 / laugardaga kl. 11-16. Netverslun Tactical.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is s. 551 6488. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897 9809. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Veiði Veiðivatnakvöld á Leirubakka! Hið árlega Veiðivatnakvöld verður haldið í Heklusetrinu á Leirubakka laugardagskvöldið 20. október. Frábær matseðill, skemmtiatriði og söngur. Verðlaun afhent fyrir stærsta fiskinn veiddan á stöng í Vötnunum árið 2012. Borðapantanir í síma 487 8700 og á netfanginu bookings@leirubakki.is Sjá einnig á www.leirubakki.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Þægileg og háþróuð kennslubifreið. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Um 1970 gekk ég ásamt félaga mínum Paul inn til heildverslun- arinnar I.B. og Kvaran og hitti þar mann sem strax bauð mér upp á kaffibolla. Ég sagðist ekki vera búin að læra að drekka kaffi en þá sagði hann. Hvað get ég þá Gunnar A. Ingimarsson ✝ Gunnar A.Ingimarsson fæddist í Reykjavík 2. desember 1923. Hann andaðist á Borgarspítalanum 14. september 2012. Gunnar var jarð- sunginn frá Foss- vogskirkju 21. sept- ember 2012. gert fyrir ykkur? Við vinirnir erum að silkiprenta myndir á boli og mér skilst að þið flytjið inn boli, sagði ég. Gunnar fór með okkur upp á loft heildverslunarinn- ar, undir súð og þar fundum við einhver hundruð bola sem höfðu legið þar um langan tíma. Þetta voru gráir bolir frá austurþýska hernum og litu ekki beint vel út fyrir áprentun. Ég hikaði við en við keyptum þá samt og prent- uðum myndir frá Woodstock tón- listarhátíðinni á þá og sýndum svo Pálma Jónssyni framleiðsl- una og keypti hann þá alla án þess að hika, enda framsýnn maður. Innan viku var búið að selja þá alla í verslun Hagkaups í Lækjargötu. Gunnar var afar hissa á því að okkur skyldi hafa tekist að selja bolina með göldr- um okkar, en samt glaður, því viðskipti okkar jukust síðan um allan helming. Gunnar flutti meira að segja inn einhverjar þúsundir bola af ýmsum stærðum og gerðum sem við félagarnir prentuðum á og seldum. Þetta var skemmtilegur tími og kannski óvenjulegur því við fé- lagarnir vorum einnig nokkuð óvenjulegir viðskiptavinir. Við sátum löngum stundum og sögð- um Gunnari frá því og leituðum ráða um hvernig við ættum að nota bolina og þá aðra vöru sem við keyptum hjá honum og hvað við ætluðum að prenta á vöruna og hafði hann gaman af, því í hans starfi var, að hans sögn, ekki al- gengt að viðskiptamenn rök- ræddu um hlutina á þann hátt, sem við gerðum. Menn bara pönt- uðu og keyptu og svo búið, frekar ópersónulegt allt saman. Við lit- um á heimsóknirnar til Gunnars og I.B. Kvaran í Hafnarstræti sem sögulegar, þarna var á ferð- inni sögulegt fyrirtæki, hluti af ís- lenskri verslunarsögu og afar fróðlegt að fá að kynnast henni. Gunnar var einlægur og góður maður og sendum við Paul Rich- ardson honum bestu þakkir fyrir viðkynninguna og hans fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Jón Hilmar Hálfdánarson ✝ Jón HilmarHálfdánarson fæddist í Reykjavík 13. maí 1973. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítala 17. september 2012. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Gísladóttir ljós- myndari og innan- hússarkitekt, f. 25. janúar 1956, d. 8. júní 2009, og Hálfdán Jónsson f. 6. janúar 1956. Þau skildu. Bróð- ir Jóns Hilmars er Júlíus Atli Hálfdánarson, f. 17. maí 1975 og hálfbróðir, samfeðra, er Matthías Hálfdánarson, f. 9. maí 1984. Útför Jóns Hilmars fór fram frá Garðakirkju á Álftanesi 1. október 2012. Jón Hilmar, eða Jónsi, eins og hann var kallaður, var fæddur 13. maí 1973, sonur Margrétar Gísla- dóttur og Hálfdánar Jónssonar. Við Margrét eða Magga vorum hálfsystur, samfeðra. Vorum við nokkuð nánar systurnar, þótt samskipti okkar á yngri árum tak- mörkuðust af umgengnisrétti föð- ur okkar við börn sín þrjú af fyrra hjónabandi. Faðir minn, Gísli Júl- íusson verkfræðingur, f. 4. sept- ember 1927, d. 29. desember 2004, rækti þær skyldur sínar með gleði. Fékk ég til að mynda að fara með honum á fæðingardeildina þar sem hann var viðstaddur fæð- ingu Jónsa. Sú ferð er mér ætíð minnisstæð enda eitt af fyrstu skiptunum sem ég fór inn á heil- brigðisstofnun, sem síðar átti eftir að verða starfsvettvangur minn. Jónsi sjálfur var ætíð eins og huldupersóna í lífi mínu. Við hitt- umst í árlegum jóla- og afmælis- boðum í gegnum árin en spjölluð- um ekki mikið saman. Ætíð fékk ég fregnir samt af honum í gegn- um afa hans, þ.e. föður minn og svo frá Möggu systur. Vissi ég að hugur hans hneigðist að því að læra dýralækningar og bjóst ég við því að hann léti þann draum rætast. Aldrei varð samt af því og hætti hann námi að loknu stúdentsprófi en menntaskólanám stundaði hann í Bandaríkjunum. Þar bjuggu þá amma hans, Jónína Jónsdóttir Ward, f. 30. september 1929, sem er fyrri eigin- kona föður míns, svo og móðir hans. Á þeim árum lauk Magga, móðir Jónsa, háskólanámi í Bandaríkjunum. Á unglingsárum Jónsa stundaði ég háskólanám í líffræði og gerði þá eftirminnilega tilraun til að gera samskiptin við systur mína og fjölskyldu hennar nánari. Stakk ég upp á því að við færum á góðviðrisdegi saman upp í Esju- hlíðar. Þá kvaðst Magga vera búin að skipuleggja ferð í Tívolí í Hveragerði, með Jónsa. Taldi hún að allar breytingar á þeirri áætl- un, myndu valda honum vonbrigð- um. Vegir Guðs eru þó órannsak- anlegir og örlög höguðu því þannig að fjallahlíðar og óbyggðir Íslands urðu starfsvettvangur Jónsa síðustu árin. Hann stofnaði fyrirtæki í ferðaþjónustu og fór með smærri hópa ferðamanna um landið. Vann hann m.a. að því að þróa áhugaverðar hugmyndir til að gera ferðaþjónustuna að heils- árs atvinnugrein. Þuríður Gísladóttir. Rúnar Geir Steindórsson eða Rúnar hennar Bínu frænku er látinn. Þegar ég kvaddi hann fyr- ir viku fannst mér hann vel að því kominn að fá að kveðja eftir langa og farsæla ævi. Margs er að minnast eftir meira en hálfrar aldar kynni. Efst í huganum eru samskipti okkar í gegnum árin sem aldrei bar skugga á. Kynni okkar Rún- ars hófust er hann flutti inn á heimili afa og ömmu í Hraun- prýði á Ísafirði þegar hann hóf búskap með Bínu frænku. Mér þótti hann mikill heimsmaður. Hann átti flottan bíl og tókum við frænkurnar, ég, Lilja og Gyða, okkur oft til og þrifum hann hátt og lágt í þeirri von að fá að fara í Rúnar Geir Steindórsson ✝ Rúnar GeirSteindórsson fæddist á Grett- isgötu í Reykjavík 29. október 1925. Hann lést á Borg- arspítalanum 30. september 2012. Útför Rúnars Geirs fór fram frá Neskirkju 9. októ- ber 2012. bíltúr. Rúnar var setjari að mennt og vann á þessum tíma í prentsmiðjunni á Ísafirði. Við frænk- urnar heimsóttum hann oft þangað og dáðumst að vinnu- brögðunum, sér- staklega nákvæmn- inni í stafasetningunni. Ég býst við að Rúnari hafi fundist ég vera dek- urbarn, barnabarnið í Hraun- prýðinni, enda reyndi hann ým- islegt til að kenna mér nýja siði. Í upphafi þótti okkur frænkunum Rúnar vera að taka Bínu frænku frá okkur en við fyrirgáfum hon- um þegar frumburðurinn Jakob kom í heiminn. Glaðar urðum við frænkurnar þegar Guðrún Lilja fæddist og var skírð í höfuðið á okkur, að við héldum. Líf mitt og fjölskyldu Bínu og Rúnars hefur verið samofið alla tíð. Fermingarveislan mín var haldin á heimili þeirra og um tíma bjó ég hjá þeim í Kópavogi. Þegar ég flutti vestur og eignað- ist mína eigin fjölskyldu áttum við margt sameiginlegt en tveir synir okkar eru á sama ári. Alltaf átti fjölskyldan samastað hjá þeim hjónum á Lambastekk og þangað var gott að koma. Rúnar var félagslyndur og hjálpsamur maður. Alltaf var hann boðinn og búinn til að aka manni þegar á þurfti að halda og taldi það ekki eftir sér. Mjög gaman var að koma í heimsókn á Lambastekkinn og taka snarpar pólitískar umræður en hann reyndi allt hvað hann gat til að fá mig til að sjá sjónarhorn sjálf- stæðismanna, með litlum árangri þó. Alltaf var glatt á hjalla á Lambastekknum og Rúnar vina- margur. Gaman var að heyra sögur af gömlum vinum hans og kunningjum, skíðamótum og laugarferðum. Síðustu ár hafa Bína og Rúnar oft komið vestur og dvalið í hús- inu okkar Tryggva. Gaman var að geta endurgoldið alla gistinguna og gestrisnina sem við höfum notið hjá þeim í áranna rás. Von- andi heldur Bína frænka áfram að heimsækja okkur. Það er skrýtin tilfinning þegar einhver sem hefur verið svo lengi hluti af lífi manns hverfur á braut. Mestur er þó missir Bínu frænku, barnanna og fjölskyldna þeirra. Elsku Bína frænka og fjölskylda, við Tryggvi biðjum þess að Guð megi styðja ykkur og styrkja í sorginni. Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir (Gósý). Elsku Rúnar, ég vil þakka þér fyrir alla þína aðstoð sem þú hef- ur sýnt okkur. Við þekktum þig lítið áður en pabbi dó, þú vissir ekki að ég væri komin í bæinn og þú lést ekki undan og náðir í mig niður á Hjálpræðisher og fórst með mig að dánarbeðnum hans og síðan heim til ykkar Bínu og ég var þar það sem eftir lifði næt- ur, síðan hef ég litið á þig sem föður minn. Þú varst mér stoð og stytta í öllum mínum veikindum, þú hættir ekki fyrr en þú hafðir fundið hann Halldór út af bakinu og svo þegar ég fékk æðargúlp- inn þá varst þú svo ákveðinn að fara ekki frá mér fyrr en þú fékkst að vita að þeir myndu ekki senda mig heim fyrr en allt væri komið í lag, svona varstu við okk- ur öll systkinin, kæri frændi. Elsku Bína, við Sverrir verð- um alltaf í sambandi við ykkur þótt föðurbróðir minn sé farinn í annan heim. Guð geymi ykkur öll, kæru vinir. Eyrún og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.