Morgunblaðið - 18.10.2012, Page 39

Morgunblaðið - 18.10.2012, Page 39
árhlaupa sem urðu að meðaltali á tveggja ára fresti. Stærsta hlaupið á Skeiðarársandi í minni tíð varð 1996 vegna gossins í Grímsvötnum en þá fór stór kafli af veginum á Skeiðarársandi, brúin á Gígju fór af og brúin á Skeiðará skemmdist. Síðan var oft mikill snjómokstur á veginum fyrir svo utan almennt viðhald og stöðugar endurbætur á ýmsum vegaköflum. Ég sá auk þess um alla fjallvegi á svæðinu, Fjallabak syðra og nyrðra, Lakaveginn, Þórsmerkurveginn og Sprengisand móti Húsvíkingum al- veg norður í Nýjadal. Það fór mikil vinna í eftirlit með þessum vegum alveg frá því um páska en við vorum stöðugt að reyna að koma í veg fyrir ut- anvegaakstur þótt lítið hafi verið rætt um það vandamál þá. Þessir vegir voru svo heflaðir tvisvar til þrisvar á sumri og jafnvel ekið í þá efni þar sem slíkt var nauðsynlegt.“ Félagarnir hlupu „Kötluhlaup“ En þú settist ekki í helgan stein þegar þú hættir hjá Vegagerðinni. „Nei. Þegar ég hætti hjá Vega- gerðinni hlupu nokkrir starfs- félagar mínir maraþon, svokallað Kötluhlaup, á Mýrdalssandi, mér til heiðurs. Það var uppákoma sem mér þykir vænt um. Ég starfaði síðan hjá Landgræðslunni á ár- unum 2005-2009. Þá sá ég um varn- ir gegn landbroti við ár og vötn. Þetta var mjög fjölbreytt og áhuga- vert starf.“ Þú hefur ekki breytt árfarvegum með göldrum eins og Ögmundur í Auraseli? „Nei, en mér varð oft hugsað til hans og þess sem hann á að hafa áorkað, m.a. með Markarfljót og fleiri ár undir Eyjafjöllum.“ Fjölskylda Eiginkona Gylfa er Helga Viðars- dóttir, f. 5.6. 1950, starfsmaður við Grunnskólann í Vík. Börn Gylfa og fyrri konu hans, Ingibjargar Gunnarsdóttur, eru Rannveig, f. 17.11. 1960, nemi við Listaháskóla Íslands en maður hennar er Haukur Friðþjófsson sjó- maður og á hún eina dóttur; Jón Gunnar, f. 15.6. 1963, starfsmaður við lyfjadreifingu í Afríku og á hann fimm börn; Margrét, f. 18.5. 1969, mannfræðingur í Reykjavík, gift Steingrími Leifssyni framkvæmda- stjóra og eiga þau fjögur börn. Börn Gylfa og Helgu eru Víðir, f. 6.2. 1979, vélvirki hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, búsettur í Reykjavík; Hildur, f. 15.7. 1985, rekstrarfræðingur í MA-námi í verkfræði við HÍ, en maður hennar er Ágúst Scheving Jónsson, starfs- maður hjá BYKO. Bræður Gylfa eru Steinar, f. 1930, feldskeri, búsettur í Kópa- vogi; Vilhelm Þór, f. 1932, lengst af starfsmaður Flugumferðarstjórnar, búsettur í Reykjavík; Aðalsteinn, f. 1939, lengst af bankamaður, búsett- ur í Kópavogi. Foreldrar Gylfa: Júlíus Þórarins- son, f. 5.7. 1906, d. 29.8. 1964, for- maður í Eyjum og verkstjóri í Reykjavík, og Sigurragna Magnea Jónsdóttir, f. 25.10. 1905, d. 20.12. 1995, húsfreyja. Úr frændgarði Gylfa Júlíussonar Gylfi Júlíusson Lilja Gísladóttir húsfr. í Hallfríðarstaðakoti Steinunn Guðjónsdóttir húsfr. í Eyjum og víðar Jón Guðlaugsson skósm. og lögreglum. í Eyjum og víðar Sigurragna Magnea Jónsdóttir húsfr. í Eyjum og Rvík Guðrún Björnsdóttir vinnukona í Skarðshlíð Guðlaugur Nikulásson b. í Hallgilsey í Landeyjum Ragnheiður Jónsdóttir húsfr. á Kirkjuhóli Jón Pálsson síðast þurrab.m. á Kirkjuhóli á Miðnesi Elín Jónsdóttir húsfr. á Norður-Fossi Þórarinn Árnason b. í Norður-Fossi í Mýrdal Júlíus Þórarinsson form. í Eyjum og verkstj. í Rvík Guðlaug Einarsdóttir húsfr. á Stóru-Heiði Árni Jónsson b. á Stóru-Heiði í Mýrdal Eyþór Þórarinsson skrifstofum. í Eyjum Baldur Eyþórss. forstj. Odda á Akureyri, faðir Þorgeirs í Odda Friðfinnur Guðjónsson einn þekktasti leikari Iðnó á fyrri tímum Guðjón Steinsson b. í Hallfríðarstaðakoti Friðbjörn Steinsson stofnandi Gótemplarareglunnar á Íslandi og bókb. á Akureyri Afmælisbarnið Gylfi í pontu. ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 árTryggvi Gunnarsson, banka-stjóri og alþingismaður,fæddist í Laufási við Eyja- fjörð 18.10. 1835. Hann var sonur Gunnars Gunnarssonar, prests í Laufási, og Jóhönnu Kristjönu Gunnlaugsdóttur Briem. Tryggvi var bróðir Eggerts alþm. og bróðir Kristjönu Gunnarsdóttur, móður Hannesar Hafstein, ráðherra og skálds. Jóhanna Kristjana, móðir Tryggva, var systir þjóðfund- armannanna séra Jóhanns Briem í Hruna, og Eggerts sýslumanns á Reynistað, föður alþingismannanna Eiríks prófessors, Ólafs á Álfgeirs- völlum og Páls amtmanns, en systir þeirra var Kristín, amma Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra. Þriðji bróðir Jóhönnu Kristjönu var Ólafur á Grund, afi Ólafs Davíðssonar þjóð- sagnasafnara og Ragnheiðar. móður Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Ólafur var einnig afi Val- gerðar Briem, ömmu Davíðs Odds- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Tryggvi lærði trésmíði hjá Ólafi á Grund, lærði ljósmyndun í Kaup- mannahöfn og var í búnaðarskóla í Noregi um skeið. Hann var bóndi á Hallgilsstöðum i Fnjóskadal á ár- unum 1859-73, stofnaði versl- unarfélagið Gránufélagið og var kaupstjóri þess á árunum 1871-93 og bankastjóri Landsbankans 1893- 1909 er Björn Jónsson ráðherra vék honum fyrirvaralaust frá störfum, ásamt tveimur gæslumönnum bank- ans. Björn veikti mjög pólitíska stöðu sína með þessum uppsögnum sem kallaðar voru bankafarganið og hrökklaðist hann sjálfur frá völdum 1911 en Alþingi ákvað full eftirlaun til Tryggva til æviloka. Tryggvi var alþm. 1869-85 og sat í lengi í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hann var virtur athafnamaður, sá um ýmsar mikilvægar fram- kvæmdir, m.a. byggingu Ölfus- árbrúarinnar árið 1891. Tryggvagat- an í Reykjavík er nefnd honum til heiðurs. Á sínum efri árum gerði Tryggvi Alþingisgarðinn, sunnan við Alþingishúsið en þar er hann jarð- settur að eigin ósk. Tryggvi lést 21.10. 1917. Merkir Íslendingar Tryggvi Gunnarsson 90 ára Gróa Eyjólfsdóttir 85 ára Kristín Inga Benediktsdóttir Sigrún Ásbjarnardóttir Sigrún Guðmundsdóttir Svava Sigurðardóttir 80 ára Arnór Þórðarson Jón Laxdal Jónsson Sigríður Guðmannsdóttir 75 ára Eiríkur Friðbjarnarson Elínborg Guðmundsdóttir Erla Ívarsdóttir 70 ára Elín Bachmann Haraldsdóttir Erlendur Daníelsson Guðrún Erla Jóhannsdóttir Hallfríður Ragnheiðardóttir Helgi Baldursson Ólafur Þór Jóhannsson Sigrún Gissurardóttir 60 ára Áslaug S Höskuldsdóttir Erna Árnadóttir Guðrún E. Björgólfsdóttir Gunnar Ásþórsson Halldór Hildar Ingvason Hildur Ríkharðsdóttir Kjartan Örn Ólafsson Marta Sjöfn Hreggviðsdóttir Oddný Steingrímsdóttir Þorkell Jóhann Pálsson 50 ára Ásgeir Rafn Elvarsson Birgir Sigurðsson Gísli Felix Bjarnason Guðmundur Kristinn Hallgrímsson Guðrún Erlingsdóttir Guðrún Jónína Ragnarsdóttir Herdís Johannessen Hildur Einarsdóttir Jadwiga Jastrzebska Sigurður Friðrik Karlsson Ævar Ingi Guðbergsson 40 ára Agnar Hólm Daníelsson Árni Ragnarsson Ástríður Magnúsdóttir Einar Logi Sigurgeirsson Eiríkur Gunnar Símonarson Guðmundur Albert Harðarson Jón Ingi Jónsson Lony Sending Sayon Ragnar Lárus Kristjánsson 30 ára Ásgeir Jóhannsson Ásta Kristín Benediktsdóttir Florentina Tabaku Hlynur Freyr Sigurhansson Joanna Dorota Styczen Katarzyna Chojnowska Páll Þórarinn Björnsson Til hamingju með daginn 30 ára Styrmir lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ og er hérðsdómslögm. Maki: Móeiður Júníus- dóttir, f. 1972, nemi. Börn: Ari Elías, f. 2001, og Guðrún Sigríður, f. 2003 (stjúpbörn hans), og Þeódís, f. 2011. Foreldrar: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, f. 1943, sviðstjóri hjá Hafnar- fjarðarbæ, og Ína Illuga- dóttir, f. 1945, fulltrúi hjá Hafnarfjarðarhöfn. Styrmir Gunnarsson 50 ára Þórður ólst upp í Reykjavík, lauk prófi í við- skiptafræði við HÍ og starfar hjá N1. Maki: Áslaug Gísladóttir, f. 1964, landfræðingur og kennari við FB. Börn: Kristín Rut, f. 1990, og Gísli Þór, f. 1993. Foreldrar: Jóhannes Gylfi Jóhannsson, f. 1943, vél- stjóri, búsettur í Reykja- vík, og Margrét Anna Þórðardóttir, f. 1943, hús- freyja. Þórður Kristinn Jóhannesson 30 ára Fannar ólst upp í Reykjavík, lauk stúdents- prófi frá Kvennaskólanum og starfar við Hagstofu Ís- lands og Geðdeild LSH. Maki: Ylfa Björg Jóhann- esdóttir, f. 1984, heim- spekikennari við Landa- kotsskóla. Foreldrar: Guðmundur Hafþór Valtýsson, f. 1953, viðskiptafræðingur, og Jónína Jóhannsdóttir, f. 1957, lyfjatæknir við Landspítalann. Fannar Þór Guðmundsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.