Morgunblaðið - 18.10.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.10.2012, Qupperneq 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Ert þú frjáls? Handfrjáls höfuðtól SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Dasan Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma- tengi við borðsíma. Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m drægni. Falleg og stílhrein hönnun. USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr. Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við tökum vel á móti þér. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Passaðu þig að eyða ekki í óþarfa í dag! Þér hættir til að láta allt eftir þeim sem þú elskar. Kannski er best að deila ekki við dómarann. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú færð sterka tilfinningu fyrir því að þú hafir reynt þetta allt saman áður og vilt alls ekki rifja það upp. Reyndu að sjá málin frá nýju sjónarhorni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það reynir á þolinmæði þína í dag. Ástvinur trúir á það sem hann er að gera og vill að aðrir skilji hvað hann á við. Taktu allan þinn tíma til að átta þig á stöðu mála. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu að ekki er allt sem sýnist og hlutirnir eru stundum aðrir en við höldum við fyrstu kynni. Gleðin er við völd og þú skalt næra þig á henni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að berja bumbur og til- kynna hvert framlag þitt er. Vendu þig á að setja hvern hlut á sinn stað og umfram allt að leggja á minnið hvar sá staður er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Misnotaðu ekki traust þeirra sem leita til þín með vandamál sín. Dagurinn í dag er kjörinn til að gefa sér tíma til að greiða reikn- inga og huga að ástarsamböndum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Heiðarleikinn er það sem dugar best bæði gagnvart sjálfum þér og öðrum. Skyn- semi þín kemur þér langt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Langtímavelsæld stendur og fellur með hæfileikum þínum til að halda loft- kenndum markmiðum þínum til streitu. Lengi lifir í gömlum glæðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú vinnur ekki á sama hraða og þeir sem eru í kringum þig. Vinátta sem ræn- ir þig krafti og ástarsambönd sem ýta undir allt annað en ástríki verða að heyra sögunni til. 22. des. - 19. janúar Steingeit Oft er meira betra, en í dag er meira verra þar sem allt er í einni bendu. Að semja texta er auðvelt fyrir þig, athugaðu betur hvað þú getur gert í því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að velta fyrir þér beiðni gamals vinar um greiða. Veltu fyrir þér nýjum leiðum í lífinu og hvernig þú kemst inn á þær. Ekki er allt gull sem glóir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér kemur á óvart hversu fljótt málin taka óvænta stefnu. Talaðu við alla og reyndu að tengja almennilega, það gefur þér meira en þig grunar. Hjálmar Freysteinsson heyrði afkomu eins stórstirnisins til Ís- lands og varð að orði: Líf okkar er sólskinssaga, sælan engu lík. Nú er ljúfust Lady-Gaga lent í Reykjavík. Davíð Hjálmar Haraldsson fylgd- ist með viðbrögðunum: Múgurinn í æði argar er hann frúna sér, eins þótt finnist ótalmargar alveg ga-ga hér. Ágúst Marinósson sá björtu hlið- ina á þessum ósköpum: Fátt mun núna fjörið baga, fáa daga betri leit. Lyftir oki Lady Gaga, lifnar allt í borg og sveit. Eins og kunnugt er tróð Jón Gnarr borgarstjóri upp í stjörnu- stríðsbúningi þegar Lady Gaga tók við friðarverðlaunum. Hjálmar bætti við: Það er aftur önnur saga, alkunn þó. Ekki þurfti að gera gaga Gnarr & co. Gunnar Kr. Sigurjónsson kastaði fram á fésbók af sama tilefni: Friðarbæn um bæ og vog, berst frá súluhópi: Lady Gaga, Ono og Obi-Wan Kenobi. Það eru skepnur af öllum toga sem leika lausum hala á fésbókinni. Þar á meðal er kötturinn Jósefín, sem yrkir værðarlega: Gott er mjög og mettar mjólk hjá góðu fólki langri að lepja tungu, lúra síðan dúr og ljúfa láta rófu langa undir vangann, mala svo og mæla máttugum í háttum. Tilefnið var þessi dróttkvæði bragur Hjörvars Péturssonar: Vel er búið bæli, borðum líkt og forðum dekkuðum und drukkið. Drengur því ei skal lengur tefja, því hátt skal hefja horn, að siði fornum, fylla af glóandi gulli, glaður svo njóta mjaðar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sólskinssögu, Obi Wan Kenobi og Lady Gaga Í klípu „KLUKKAN ER AÐ VERÐA ÞRJÚ! SLEPPTU FJANDANS MÚSINNI OG KOMDU Í HÁTTINN!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER EITT ÞARNA SEM ÞARF AÐ SNYRTA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að honum finnist þú enn fallegri nú en daginn sem þið kynntust. GRETTIR ÞVOÐI JAKKANN MINN ... ... OG NÚ PASSAR HANN EKKI. GÓÐUR! VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU. HELGA, MÉR LEIÐIST! VILTU ÞÁ EKKI KOMA OG HJÁLPA MÉR VIÐ HEIMILISSTÖRFIN? ÆI ... MÉR LEIÐIST KANNSKI EKKI SVO MIKIÐ! Tölvupósturinn getur verið þægi-legur og sparað tíma, en hann getur einnig verið yfirþyrmandi og pirrandi þegar hann byrjar að hrann- ast upp. Víkverja finnst ágætt að nota tölvupóstinn þegar segja þarf af eða á, en afleitt þegar um flóknari mál er að ræða. Þá þarf að ráða í hvað bréfritari er að fara, hversu mikilvægt málið er honum og hversu afgerandi svarið má vera. Í samtali má hins vegar strax heyra hvað býr undir og átta sig á því hvað er á ferð- inni. x x x Margir kannast líka við að enda-lausir tölvupóstar trufla ein- beitinguna og halda þeim frá verki. Troðfullt hólf af ósvöruðum tölvu- póstum vex mörgum í augum og hef- ur jafnvel verið talað um fyrirbærið sem skrifstofuplágu. Í Þýskalandi kom út bók, sem ber nafnið „Tölvu- póstur veldur veikindum, heimsku og vesöld“. Það er heldur engin undan- koma undan tölvupóstum, þeir dúkka upp í snjallsímanum, spretta fram þegar kveikt er á tölvunni heima. Viðtakandinn er hvergi óhultur. „Að- eins þrælar eru alltaf ínáanlegir,“ segir höfundur áðurnefndrar bókar, Anita Eggler. x x x Í þeim efnum er reyndar farsíminnmeira afgerandi sökudólgur, en við skulum halda okkur við tölvupóstinn. x x x Víkverji hefur heyrt um vinnustaði,sem skipa fyrir að einn dagur í viku skuli vera án tölvupósts og mun það mælast vel fyrir. En slíkar reglur eru aðeins virtar innan vinnustaðar, utanaðkomandi skeytum heldur áfram að rigna yfir og erindin verða þá bara fleiri daginn eftir. x x x Ekki bætir síðan úr skák að hinirýmsir félagsvefir eru tengdir netföngum manna. Þegar eitthvað gerist á vefjum á borð við Facebook, sem tengist viðkomandi, berst hon- um tölvupóstur. Einhver hefur sagt eitthvað um mynd af honum, eða gert athugasemd við ummæli. Slíkt má náttúrlega ekki gerast í tómarúmi. víkverji@mbl.is Víkverji Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau. (Efesusbréfið 2:10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.