Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 45

Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2012 Leikfélag Akureyrar frumsýnir Leigumorðingjann eftir Aki Kaur- ismäki í leikgerð og leikstjórn Eg- ils Heiðars Antons Pálssonar ann- að kvöld kl. 20. Verkið fjallar um Henri Boulanger sem í framhaldi af starfsmissi ákveður að ráða sér leigumorðingja til þess að drepa sig. Skömmu síðar verður Henri ástfanginn og vill þá þá rifta samningnum um eigið sjálfsmorð, en veit ekki hvernig hann á að hafa uppi á hinum ókunna leigu- morðingja. Leikarar sýningar- innar eru Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson og Hannes Óli Ágústsson. Ljósmynd/Baldvin Þeyr Pétursson Morð Aðalbjörg Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson í hlutverkum sínum. Leigumorðinginn frumsýndur hjá LA Hljómplötuútgáfan Bedroom Community hefur bætt við sig lista- manni, þeim sjöunda sem er á mála hjá henni, bandaríska tónlistar- manninum og upptökustjóranum Paul Corley. Corley hefur unnið ná- ið með meðlimum útgáfunnar í fjöl- mörg ár en hann kom til að mynda að plötum á borð við SÓLARIS eftir þá Ben Frost & Daníel Bjarnason, By The Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir Sig- urðsson auk Ravedeath 1972 eftir Tim Hecker o.fl., að því er segir í tilkynningu. Fyrsta plata Corleys, Disquiet, kemur út á vegum Bed- room Community 5. nóvember nk. á heimsvísu en fer í forsölu á vefnum Bandcamp og í völdum verslunum á Íslandi skömmu áður en tónlist- arhátíðin Iceland Airwaves hefst en Corley heldur tónleika á henni. Viðbót Plata Corleys, Disquiet, verð- ur gefin út af Bedroom Community. Corley hjá Bed- room Community Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rokkararnir í hljómsveitinni The Vintage Caravan, þeir Óskar Logi Ágústsson, Guðjón Reynisson og Al- exander Örn Númason, sendu frá sér aðra breiðskífu sína undir lok sumars, Voyage. Þrusandi rokkplötu þar sem hvergi er slakað á spila- mennskunni. Þremenningarnir eru 18 ára en gefa gamalreyndum rokk- hundum ekkert eftir. „Ég og trommarinn, Guðjón, er- um búnir að vera að spila saman síð- an 2006,“ segir Óskar Logi, söngvari og gítarleikari sveitarinnar. Þá voru þeir á tólfta aldursári. „Við pöss- uðum mjög vel saman hvað varðar tónlistaráhuga, fíluðum þetta gamla rokk,“ segir hann og nefnir sem dæmi Jimi Hendrix, Black Sabbath, Cream, Deep Purple og Led Zeppel- in. Hljómsveitin tók þátt í Músíktil- raunum árið 2009, landaði þriðja sæti og Óskar Logi var valinn besti gítarleikari keppninnar. „Við byrj- uðum eftir það, hægt og rólega, að taka upp fyrstu plötuna okkar sem kom út í fyrra. Við vorum með þá plötu í höndunum í tvö ár, áður en við gáfum hana út,“ rifjar Óskar Logi upp. Sú plata heitir í höfuðið á hljómsveitinni. Stoltir af plötunni Tökur á Voyage stóðu í mánuð og var platan fullkláruð 16. ágúst sl. Spurður að því hvort einhver þróun hafi orðið í tónlist hljómsveitarinnar milli platna, segir Óskar Logi svo vera. „Fyrsta platan var meira stra- ight-forward blúsrokk að mestu leyti en á þessari plötu eru margar stefnur, hún er mjög fjölbreytt. Allt frá stuttum, hörðum rokklögum, ballöðum og upp í 10-12 mínútna epík, kaflaskipt verk,“ segir hann. „Við erum svo ánægðir með þessa plötu, mjög stoltir af henni og mjög ánægðir með viðtökurnar. Allir hafa tekið henni vel,“ segir Óskar Logi og bætir því við að Agnes Björt úr hljómsveitinni Sykur sé gesta- söngkona á plötunni, í laginu „Mid- night Meditation“. „Það kom virki- lega vel út,“ segir Óskar Logi um innkomu hennar. Útgáfutónleikar vegna Voyage verða haldnir á næsta ári en hljóm- sveitin mun þó ekki slaka á í tón- leikahaldi fram að því, leikur m.a. á Faktorý núna á föstudaginn, 19. október, og kemur fram á Iceland Airwaves 2. nóvember á Gamla Gauknum. Þess má að lokum geta að í mars sl. fór hljómsveitin með sigur af hólmi í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands hér á landi og tekur þátt í aðalkeppninni í Lund- únum 9. desember nk. Allt frá ballöðum yfir í 12 mínútna „epík“  Voyage nefnist önnur breiðskífa rokksveitarinnar The Vintage Caravan  Margar stefnur á henni og fjölbreytni Ljósmynd/Gunnar Már Pétursson Þróun The Vintage Caravan, frá vinstri þeir Guðjón, Óskar og Alexander. Ferðlag Glæsilegt umslag plöt- unnar Voyage hannaði Villi Warén. Ilmstrá CDF - 20% nú á 4.300,- Edwin Jagger raksturssett 18.590,- Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is -S.G, FRÉTTABLAÐIÐ Með íslensku tali Liam Neeson er mættur aftur! Tvöfalt meiri spenna! Stórkostleg! Besta löggumynd í mörg ár Newsweek Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine 100/100 „Besta mynd Jake Gyllenhaal á ferlinum.“ -R.Ebert Chicago Sun-Times 16 16 L 16 1616 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D TAKEN 2 KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D LAWLESS KL. 10:20 2D BRAVE M/ísl. tali KL. 5:40 2D END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D END OF WATCH LUXUS VIP KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D SAVAGES KL. 8 - 10:40 2D LAWLESS KL. 10 2D THE CAMPAIGN KL. 6 - 8 2D THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:40 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 2D BRAVE M/ísl. tali KL. 5:50 2D END OF WATCH KL. 10 2D TAKEN 2 KL. 8 2D STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D THE RAVEN KL. 10:10 2D END OF WATCH KL. 8 2D LOOPER KL. 10:20 2D FROST KL. 8 2D THE BABYMAKERS KL. 10:20 2D END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D LOOPER KL. 8 - 10:30 2D LAWLESS KL. 8 - 10:30 2D LEITIN AÐ NEMÓ M/ísl. tali KL. 5:50 3D KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA EGILSHÖLL 7 16 VIP 16 12 16 7 16 16 L 12 16 16 L 16 16 14 16 16 16 16 L 16 16 16 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 Síðasti dagur í Egilshöll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.