Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 48

Morgunblaðið - 18.10.2012, Side 48
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 292. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Fyrrverandi heimili Sævars Karls 2. Faðirinn óhuggandi eftir ... 3. Íslendingur vann 103 milljónir 4. Konurnar yfirtaka líf Skúla »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitirnar Hjálmar, Valdimar, Moses Hightower, Kiriyama Family og tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Laugardalshöll 19. desember nk. og bera yfirskriftina Hátt í Höll- inni. Miðasala hefst 1. nóvember á Miði.is. Morgunblaðið/Styrmir Kári Tónlistarveislan Hátt í Höllinni í desember  Árleg töfrasýning Hins íslenska töframannagildis verður haldin í Salnum í Kópavogi á laugardaginn, 20. október, nk., og hefst kl. 16. Töframenn munu sýna töfrabrögð sín en aðalgestur sýningarinnar er sænski töframaður- inn Tom Stone. Sá hefur sýnt brögð sín víða og skrifað bækur um töfrabrögð. Tom Stone aðalgest- ur töfrasýningar  Um 400 manns sáu heimildar- mynd Gríms Há- konarsonar, Hreint hjarta, á Selfossi um helgina. Mynd- in fjallar um líf og störf séra Kristins Ágústs Friðfinns- sonar, sóknar- prests á Selfossi, og deilur hans inn- an kirkjunnar. Ákveðið hefur verið að bæta við tíu sýningum á myndinni vegna þessarar góðu aðsóknar. Aukasýningar vegna mikillar aðsóknar Á föstudag og laugardag Austan 5-10 m/s og stöku skúrir syðst, annars fremur hæg breytileg átt og bjartviðri. Hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag Hæg breytileg átt og léttskýjað, en skýjað SA-til. Hiti breytist lítið. VEÐUR Ingvar Jónsson, markvörður Pepsi-deildarliðs Stjörn- unnar úr Garðabæ, rifti samningi sínum við liðið á dögunum og er því samn- ingslaus sem stendur. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að Stjörnumenn séu ekki sáttir við hvernig riftunin átti sér stað. Formaður knattspyrnudeildar Stjörn- unnar býst við að Ingvar spili með liðinu fari hann ekki út í atvinnumennsku. »1 Samningslaus í Garðabænum Stigin sex eru vel ásættanleg upp- skera þegar á heildina er litið … Liðið er á réttri leið, og við skulum ekki gleyma því að uppbygging þess byrj- aði ekki á þessu ári … Setur Lager- bäck óþarfa pressu á Kolbein? Ekki nóg að mæta bros- andi þegar vel gengur. Viðhorfs- grein um karla- landsliðið í knattspyrnu í íþrótta- blaðinu í dag. »4 Ekki nóg að mæta bros- andi þegar vel gengur Tugþrautarkonan Helga Margrét Þor- steinsdóttir hefur tekið fram körfu- boltaskóna og spilar með Breiðabliki í 1. deildinni. Helga sagðist í samtali við Morgunblaðið ætla að spila með liðinu fram að áramótum að minnsta kosti og sjá svo til. Helga hefur þegar spilað einn leik með Breiðabliki og skoraði í honum 17 stig og tók 13 frá- köst á aðeins 17 mínútum. »1 Helga Margrét spilar með Breiðabliki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenskir hagleiksmenn leynast víða og fyrir skömmu voru tveir tré- skurðarmeistarar, Tryggvi Þorleifur Larum og Jón Adolf Steinólfsson, verðlaunaðir á skandinavísku hátíð- inni Norsk Høstfest í Minot í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum. „Þetta var allt svo óvænt,“ segir Jón Adolf um þátttökuna og viður- kenninguna. „Ég átti ekki von á því að fá verðlaun í fyrstu tilraun enda er það víst nánast óþekkt á þessari hátíð.“ Komu færandi hendi Tryggvi fæddist á Íslandi en flutti fljótlega með foreldrum sínum til Bandaríkjanna, þar sem hann hefur búið síðan. Hann er þekktur hag- leiksmaður og hafði uppi á Jóni Adolfi á netinu fyrir nokkrum árum. Þeir héldu samsýningu í Seattle 2007 og þá gerðu þeir saman verk sem þeir gáfu Íslendingafélaginu í borginni. Þeir stefndu að frekari samvinnu en fyrst nú fundu þeir réttu leiðina að settu marki. Tryggva var boðið að sýna verk sín í fjórða sinn í röð á Norsk Høstfest í Minot og hann sagðist koma ef Jóni Adolfi yrði líka boðið. Það varð úr og þeir þökkuðu fyrir sig með því að skera út merki hátíðarinnar og gefa það forsvarsmönnum hennar. „Þetta vakti meiri athygli en ég átti von á,“ segir Jón Adolf. Hann kennir listina í Ásbrú í Reykjanesbæ og á nám- skeiðum víða um land auk þess sem hann hef- ur kennt í Hollandi. Hann hefur sýnt víða hérlendis og sent verk á sýningu í Japan en fór nú í fyrsta sinn með verk- um sínum til útlanda. „Ég á samt verk úti um allan heim,“ segir Jón Adolf og bætir við að hann hafi byrjað í tréskurði fyrir til- viljun 1986. „Móðir mín gaf mér þá útskurðarnámskeið í jólagjöf,“ rifjar hann upp. „Ég er gamall sjóari en smíðar hafa fylgt fjölskyldunni og ég hef alltaf fiktað í timbri.“ Í Seattle í vor Fyrir nokkrum árum sýndi Tryggvi verk sín á Gimli í Kanada og að stórum hluta var um sömu sýn- ingu að ræða að þessu sinni. „Ís- lenska arfleifðin er honum mjög kær,“ segir Jón Adolf, en Tryggvi fékk æðstu verðlaun, sem veitt voru tréskurðarmönnum, fyrir útskorinn ísbjörn. Félagarnir stefna að frekari samvinnu og næst á dagskrá er sam- sýning á þjóðræknisþingi í Seattle í apríl á næsta ári. Hagleiksmönnum hampað  Íslenskir tré- skurðarmeistarar verðlaunaðir Verðlaunahafar Tryggvi Þorleifur Larum og Jón Adolf Steinólfsson með verðlaunin í Minot í Bandaríkjunum. Hátíðin Norsk Høstfest í Minot í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum er stærsta skandinavíska há- tíðin í Norður-Ameríku og umfangið eykst með hverju árinu. Markmiðið er að vekja athygli á nor- rænni arfleifð og viðhalda henni. Hátíðin er haldin ár- lega og fór nú fram í 35. sinn. Gestafjöldi mælist í tug- um þúsunda ár hvert og yfir 200 listamenn í ýmsum greinum, flest- ir af norrænum uppruna, sýna verk sín auk þess sem matreiðslumenn kynna mat frá Norðurlöndum. Að þessu sinni fór hátíðin fram dagana 25. til 29. september. Að vanda var boðið upp á margvísleg skemmtiatriði á hverjum degi. Jón Adolf Steinólfsson er fyrsti íslenski listamaðurinn búsettur á Íslandi, sem sýnir verk sín á hátíð- inni. Stærsta skandinavíska hátíðin NORSK HØSTFEST Í MINOT Í NORÐUR-DAKÓTA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-13 m/s og léttskýjað S- og V- lands, en skýjað og dálítil él NA-til. Hiti 0 til 5 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.