Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 4

Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 Eyjafjarðarsveit – Þessi myndarlega álft var ásamt stórum hópi fugla að gæða sér á afgangs korni og káli á akri við bæinn Tjarnargerði í Eyja- fjarðarsveit. Álftirnar voru frekar spakar og þessi lét nægja að baða út vængjunum en lagði ekki í flugtak fyrr en hún var komin á góðan völl á næsta túni. Hálmstubbarnir eru mjög stífir og geta því verið skeinuhættir þunnum búk, það skynjar álftin og tekur enga áhættu. Veit líka að hún er alfriðuð og fugla fegurst, hvað er þá að óttast? Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Álftirnar leggja ekki í flugtak fyrr en komið er á góðan völl Hálmstubbarnir geta verið skeinuhættir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Þá ítrekar bankinn að viðskiptavin- ir glata ekki betri rétti þó að þeir nýti sér úrræði bankans,“ segir í til- kynningu sem birt var á vef Arion banka í júlí 2010 og fjallaði um að þeir sem voru með erlend húsnæð- islán gætu greitt 5.000 krónur af hverri milljón sem þeir skulduðu. Í svari Arion banka frá því í fyrra- dag kom hins vegar fram að nálgast þyrfti endurútreikning lána hjá þeim sem nýttu sér úrræði með öðrum hætti en þeirra sem gerðu það ekki. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka í gær ber ekki að skilja þau svör sem svo að bankinn ætli sér ekki að standa við það sem hann hef- ur áður sagt varðandi betri rétt. Nánari skýringar á því hvers vegna nálgast þyrfti endurútreikning með öðrum hætti fengust ekki. Í svari Arion banka við spurning- um Morgunblaðsins um áhrif vi- kugamals gengislánadóms Hæsta- réttar kom fram að við fyrstu skoðun væri grunnniðurstaða bankans sú að dómurinn ætti við um gengistryggð lán „þar sem lántakinn var í skilum með lánið samkvæmt upphaflegum skilmálum lánsins.“ Ljóst væri að bankinn þyrfti að endurskoða end- urútreikning gengistryggðra lána, að minnsta kosti yfir það tímabil sem þau voru í skilum samkvæmt upp- haflegum lánaskilmálum. Í svarinu kom fram að varðandi framkvæmd endurútreikningsins lægi aðeins fyrir „á þessum tíma- punkti“ hvernig haga skyldi endurútreikningi varðandi þann hóp lántaka sem stóð í skilum allan tím- ann samkvæmt upphaflegum lána- skilmálum. Undirbúningur við end- urreikning þeirra lána væri hafinn. Unnið væri að því að skýra með hvaða hætti rétt væri að nálgast end- urútreikninginn í öðrum tilfellum, t.d. þegar lántakinn „fékk frystingu eða greiddi ákveðna upphæð af hverri milljón.“ Í október 2010 kom fram að um 3.000 manns höfðu nýtt sér úrræði bankans varðandi íbúðalán. Samskonar úrræði hjá öðrum Arion banki var alls ekki eina fjár- málastofnunin sem bauð viðskipta- vinum sem höfðu tekið gengislán sérstök úrræði, enda urðu afborgan- ir af slíkum lánum gríðarháar við gengishrunið haustið 2008. Lands- bankinn og Glitnir buðu upp á svipuð eða samskonar úrræði, m.a. að bjóða fólki að greiða 5.000 krónur af hverri milljón og tóku fram að að viðskipta- vinir myndu ekki glata betri rétti. Úrræði myndu ekki ónýta betri rétt  Arion banki telur ljóst að nýr dómur eigi við um lán sem voru í skilum miðað við upphaflega lánaskilmála  Þarf að skýra endurútreikninga annarra sérstaklega Morgunblaðið/Kristinn Banki Arion er að endurreikna. Hæstiréttur hefur staðfest héraðs- dóm yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Magnús þarf að endur- greiða Kaupþingi 717 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna láns sem hann fékk til hlutabréfakaupa. Magnús fékk árið 2005 lán til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi, en lán- ið var í erlendum gjaldmiðlum. Hann fékk síðan á árinu 2007 þrívegis lán til að kaupa meira af hlutabréfum. Frá 2005-2008 fékk hann 207 millj- ónir í arð af hlutabréfaeign sinni. Kaupþing höfðaði mál gegn Magn- úsi og krafðist riftunar þeirrar ákvörðunar fyrrverandi stjórnar Kaupþings að fella niður ábyrgð Magnúsar á lánum sem hann hafði tekið hjá bankanum. Magnús krafð- ist ómerkingar hins áfrýjaða dóms þar sem héraðs- dómari hafði ekki hafnað frávísun- arkröfu hans með úrskurði heldur ákvörðun. Hæsti- réttur taldi þenn- an formgalla ekki valda ómerkingu málsins. Héraðs- dómari hefði fært rök fyrir niður- stöðu sinni og dregið hana saman í ályktarorð eins og um úrskurð væri að ræða. Með vísan til ákvæða í lánssamn- ingnum sjálfum féllst Hæstiréttur ekki á þau rök Magnúsar fyrir frá- vísunarkröfu sinni að málið væri höfðað á röngu varnarþingi. Þá var hvorki fallist á með Magnúsi að Kaupþing væri ekki eigandi kröf- unnar né að Magnús hefði verið lofað skaðleysi af hlutabréfakaupunum. Gjafatilgangur Talið var að gjafatilgangur hefði búið að baki ákvörðun fyrrverandi stjórnar Kaupþings og að fyrirtæk- inu hefði því verið heimilt að rifta ráðstöfuninni á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti. Var því fallist á endurgreiðslukröfu Kaupþings. Magnús þarf því að greiða bank- anum 717.334.575 krónur, ásamt dráttarvöxtum. Ennfremur var stað- fest kyrrsetningargerð sýslumanns- ins í Reykjavík um kyrrsetningu 20% eignarhluta stefnda í Hvítsstöð- um ehf., en það félag á jarðir sem liggja að Langá á Mýrum. Aðrir eig- endur félagsins eru nokkrir fyrrver- andi stjórnendur Kaupþings. Endurgreiði 717 milljónir vegna hlutabréfaláns Hvorki Umboðs- maður skuldara né Lýsing birta nöfn starfsmanna sinna á vefsíðum sínum til þess að minnka líkur á að þeir verði fyrir ónæði og hótunum, líkt og dæmi eru um. Vefur umboðsmanns skuldara fór í loftið í ágúst 2010 en nöfn starfs- manna voru fjarlægð nokkrum vik- um seinna. Svanborg Sigmarsdótt- tir, upplýsingafulltrúi Umboðs- manns skuldara, segir að ástæðan sé sú að embættið vilji að erindum sé beint að því en ekki einstökum starfmönnum, a.m.k. til að byrja með, og hins vegar til að koma í veg fyrir áreiti á starfsmenn. „Starfsmenn hafa fengið hótanir og þess háttar,“ segir hún. Það hafi einkum gerst með tölvupóstssend- ingum, ýmist til einstakra starfs- manna í tengslum við mál sem þeir eru að vinna úr en einnig með handahófskenndum hætti í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um embættið. Nöfn starfsmanna Lýsingar voru fjarlægð fyrir um tveimur árum í kjölfara hótana og leiðinda, sam- kvæmt upplýsingum frá Lýsingu. Birta ekki nöfn á vef- síðunum  Starfsmönnum hótað og þeir áreittir Slagdagurinn 2012 Þekktu Púlsinn þinn! Taktu púlsinn í 60 sekúndur einu sinni í mánuði til að kanna hvort þú sért með gáttatif. Það getur dregið verulega úr hættunni á SLAGI Laugardaginn 27. október frá kl. 13 til 10 í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi Í júlí 2010 bauð Arion banki ein- staklingum með erlend íbúða- lán hjá bankanum að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls lánsins. „Með þessu vill Arion banki koma til móts við við- skiptavini sína sem skulda er- lend íbúðalán þar til fordæm- isgefandi hæstaréttardómar falla um lán bankans. […] Þá ítrekar bankinn að við- skiptavinir glata ekki betri rétti þó að þeir nýti sér úrræði bank- ans,“ sagði í tilkynningunni. Gátu beðið eftir fordæmi 5.000 AF HVERRI MILLJÓN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.