Morgunblaðið - 26.10.2012, Page 22

Morgunblaðið - 26.10.2012, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þór Saari al-þingismaðurfór mikinn á sínum vinnustað í gær er hann lýsti hegðun manna þar. Þingmenn Hreyfingarinnar, sem buðu sig fram í nafni umbóta, gagnsæis og betra Íslands og alls hins sem menn hengdu á sig vorið 2009, virtust þremur árum síðar staddir í einkar óþægilegum raunveruleikaþætti. Þróun flokksins þeirra hafði í ljósi upp- hafinna og hvítskúraðra fyr- irheita verið nokkuð óvenjuleg þar til stund sannleikans rann upp. Fyrst missti þingflokkurinn tengsl við móðurflokkinn sinn, svo missti hann Þráin Bertels- son fyrir borð og gaf á því atviki læknisfræðilegar skýringar, sem láku óvart út. Nýi þing- flokkurinn stóð þannig eins og óvart fyrir pínulitlu gagnsæi í samræmi við loforð sín. Fljótlega rann þó upp fyrir honum að sem örflokkur í stjórnarandstöðu myndi flokkn- um ekki auðnast að afreka neitt sem marka myndi fyrir í stjórn- málasögunni. Og verra var að svo óburðug ríkisstjórn er í landinu að stundum leit helst út fyrir að persónulegt launaleysi myndi leggjast ofan á pólitískt lánleysi þingmanna hans. Það þótti umbótaþingflokknum nátt- úrlega verst alls. Hann gerðist því óvænt taglhnýt- ingur ríkisstjórn- arinnar og átti í ein- hvers konar samningaviðræðum við oddvita hennar um að tryggja líf hennar og laun sín. En gagnsæið á stefnuskrá flokksins taldist ekki ná til þess samningamakks og þess vegna fékk enginn að vita hvað út úr því kom. En þing- mennirnir þrír voru í tvígang borubrattir á stjórnarráðs- tröppum eftir „samningafundi“ og gáfu sitthvað í skyn. En í gær var Þór Saari, einn af þremur helstu talsmönnum þingflokks Hreyfingarinnar, kominn af stjórnarráðströppum og í pontu þingsins með óhugn- aðar lýsinguna á þingástandinu. Ekkert hefði verið að marka neitt af því sem lofað var og um leið og baki væri snúið að leið- togum ríkisstjórnarinnar væru rýtingar reknir í bak manna. Þetta hefðu þeir Gylfi og Vil- hjálmur Egilsson fyrir langa- löngu getað upplýst Þór um fyr- ir ekkert. En nú hefur ríkisstjórnin sem sagt svikið framfaramálið mikla um hljóð- upptökur á ríkisstjórn- arfundum. Og Þór Saari og þin- gönnum Hreyfingar hafði láðst að hljóðrita samningafundina og sitja uppi með sárt ennið. Kannski hugsa þau sér til hreyf- ings. Pólitískir síkakó- bófar hrekkja Saari} Vakna upp með vondu fólki Hvorki KatrínJúlíusdóttir fjármálaráðherra né Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver- andi fjármálaráð- herra, hafa útskýrt þá óreiðu sem var í vinnubrögð- um ráðuneytisins í máli Spari- sjóðsins í Keflavík og Byrs. Eins og í öðru í þeirri gagn- sæju stjórnsýslu sem rík- isstjórnin segist ástunda hefur þurft að hafa töluvert fyrir því að finna út hvernig vinnubrögð ráðuneytisins hafa verið og sennilega eru ekki öll kurl kom- in til grafar enn. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður leitaði upplýsinga um þessi mál og fékk minnisblað frá ráðuneyt- inu í lok september. Úr minnisblaðinu og öðrum gögnum má lesa að sennilega hafi á þriðja hundrað milljónir verið settar í aðkeypta sér- fræðiþjónustu í tengslum við þessi mál, en það liggur þó ekki alveg fyrir. Ástæðan er sú að fjármálaráðuneytið hélt ekki sérstaklega utan um greiðslur til sérfræðinga í tengslum við þessa vinnu og réttlætti það með því að sömu sérfræðingar hefðu á sama tíma unnið að fleiri verkefnum fyrir ráðuneytið. Fjármálaráðu- neyti Steingríms J. Sigfússonar stóð þannig að verki við „lausn“ á vanda Spari- sjóðsins í Keflavík að skatt- greiðendur sitja eftir með 25 milljarða króna reikning. Margt er óútskýrt í því hvers vegna svo illa fór. Nú bætist við, þegar reynt er að rýna í reikninga þeirra sem að þessari vinnu komu, að ráðu- neytið veit ekki hvað „björg- unaraðgerðirnar“ kostuðu. Það eina sem hægt er að lesa út úr þessum reikningum er óreiða ráðuneytisins. Þessi óreiða er sérstaklega athyglisverð eftir þær aðgerðir sem fyrrverandi fjármálaráð- herra hefur staðið fyrir gegn öðrum fyrrverandi ráðherrum. Hann hefur gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að þeir sæti ábyrgð, en virðist telja að ráð- herrar núverandi ríkisstjórnar verði aldrei kallaðir til ábyrgðar. Hver ber ábyrgð á því að fjármálaráðu- neytið heldur ekki nothæft bókhald?} Óreiða í fjármálaráðuneyti F yrir alþingiskosningarnar árið 2009 var látið eins og krafan um gagnsæi og heiðarleika vær ný af nálinni. Ég trúi því ekki að ís- lenskir kjósendur hafi þá fyrst uppgötvað þessi ágætu gildi sem allir ættu að halda í heiðri. Hins vegar er ég sannfærður um að krafan sem kom fram í kjölfar banka- hrunsins haustið 2008 um heiðarleika og gagnsæi hafi m.a. átt að tryggja að ákvarð- anir stjórnvalda í kjölfar hrunsins væru gagnsæjar og unnið yrði að hagsmunum lands og þjóðar af heiðarleika og sátt, óháð því hvaða flokkar færu með völd í landinu. Sáttatónninn, gagnsæið og heiðarleikinn hvarf þó alfarið þegar núverandi ríkisstjórn- arflokkar mynduðu fyrstu hreinu vinstri- stjórn landsins í kjölfar alþingiskosninganna 2009. Það er að mörgu leyti synd að núverandi stjórnvöld hafi ekki haldið betur á málum en svo að hvert málið á fæt- ur öðru verður að átakamáli í þjóðfélaginu. Ég er alls eng- inn aðdáandi þessarar ríkisstjórnar og byggi það fyrst og fremst á hugmyndafræðilegum ágreiningi við þá sem fara með völd í landinu en ég hefði viljað sjá stjórnvöld ná betri árangri í því að sameina þjóðina í stað þess að sundra henni. Það er auðvelt að vera í „stjórnarandstöðu“ og tala um sátt þegar ákvarðanir ráðandi afla stangast á við mína eig- in sannfæringu. Það er líka óumflýjanlegt að ósætti verið um menn og málefni í lýðræðislegu samfélagi þar sem ólík- ar stefnur keppa um hylli kjósenda. Hins vegar verða stjórnmálamenn að spyrja sig hvort heppilegt sé að kljúfa þjóðina í hverju málinu á fætur öðru. Er heppilegt að halda til streitu um- sókn í Evrópusambandið þegar 2/3 þjóðarinnar eru andvíg aðild? Er skynsamlegt að gera atlögu að undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar svo sem ferðaþjónustu og sjávarútvegi í miðri kreppu? Er siðsamlegt að gera það sem ekki verður ekki lýst með öðrum hætti en pólitískum ofsóknum gegn fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, og draga hann fyrir Landsdóm? Og hvers vegna að gera grundvallalög landsins, sjálfa stjórnarskrá Íslands, að þrætuepli? Stjórnarskráin er skólabókardæmi um mál sem rík sátt verður að vera um. Á 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins datt engum í hug að gera stjórnarskrána að deilumáli og hefur Sjálfstæð- isflokkurinn verið sakaður um margt úr sinni löngu stjórn- artíð. Kosningaþátttaka um stjórnlagaþing var sú versta í sögu landsins og kosningin var dæmd ógild af Hæstarétti Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var hunsuð og þinginu komið á með öðrum hætti, það var sett í nefnd. Tillaga nefndarinnar, sem fékk enga umræðu hjá stjórn- arskrárgjafanum sjálfum, var síðan grundvöllur kosninga um síðustu helgi. Spurt var um samþykki leiðandi og op- inna spurninga og niðurstaðan var skýr. Um 70 prósent kjósenda mættu ekki eða sögu nei við tillögu nefndarinnar, þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda málinu til streitu. Er ekki kominn tími á ný vinnubrögð? vilhjalmur@mbl.is Vilhjálmur A. Kjartansson Pistill „Snillingarnir“ sem klufu þjóðina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikilvægast er að gera sérgrein fyrir því að uppieru ólík sjónarmið. Þeg-ar þannig er þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að nið- urstaða fáist,“ segir Gunnar Svav- arsson, verkfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, formaður nefndar um stefnumótun um lagningu raflína í jörð. Umræða hefur sífellt aukist um umhverfisáhrif háspennulína. Nefna má styrkingu Blöndulínu 3 sem sker Skagafjörð og Hörgársveit í Eyjafirði og Suðvesturlínu sem meðal annars fer í gegn um Sveitarfélagið Voga. Þessum áformum hefur verið harð- lega mótmælt, ekki síst í Skagafirði, Eyjafirði og Vogum. Nefndin var skipuð í kjölfar samþykktar Alþingis um mótun stefnu í þessum málum til framtíðar. Ráðherra skipaði þriggja manna nefnd sem unnið hefur að því að draga saman upplýsingar um mál- ið, meðal annars með því að leita eftir umsögnum hagsmunaaðila, og skilaði áfangaskýrslu til atvinnuveg- aráðherra í lok síðasta mánaðar. Hagsmunaaðilar í nefndina Ætlunin var að ráðherra flytti Alþingi skýrslu um störf nefnd- arinnar fyrir 1. október sl. Nefndin lagði hins vegar til að fulltrúar hags- munaaðila yrðu skipaðir í nefndina og hún myndi skila af sér fyrir áramót. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuveg- aráðherra hefur nú leitað eftir til- nefningu fulltrúa sex aðila, frá Land- vernd, Landsneti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Neytenda- samtökunum, Samtökum atvinnulífs- ins og Bændasamtökum Íslands. Nefndin sjálf gerði tillögu um skipan fjögurra fyrrnefndu fulltrúanna en ráðherra bætti við fulltrúum Sam- taka atvinnulífsins og Bændasamtak- anna. Starf nefndarinnar hefur legið niðri frá því hún skilaði áfanga- skýrslu sinni en Gunnar telur víst að hún geti tekið aftur til starfa í næstu viku. Hann segir stefnt að því að ljúka störfum um áramót en telur hugsanlegt að þetta mánaðarhlé geti orðið til þess að skil dragist sem því nemur. Telur hann þó að áætlun ráð- herra um að flytja Alþingi skýrslu um störf nefndarinnar í febrúar geti stað- ist. „Umræðuspöngin er mjög víð, mjög ólík sjónarmið hafa komið fram í umsögnum aðila. Til að reyna að ná fram skynsamlegri niðurstöðu og mestri sátt er tímabært að draga helstu hagsmunaaðila að borðinu,“ segir Gunnar um það hvort nokkur möguleiki væri á að ná sameiginlegri niðurstöðu í ljósi þess hversu ólík sjónarmiðin eru. Mismunandi mat á kostnaði Mikill kostnaður yrði við að strengjavæða íslenska raforkukerfið og það myndi leiða til hækkunar raf- orkuverðs í landinu. Nefndin hyggst gera kostnaðargreiningu á því. Hags- munaaðilar hafa mismunandi mat á kostnaði við lagningu jarðstrengja í stað loftlína. Sjónarmið Landsnets og fleiri aðila eru leidd fram í áfanga- skýrslu nefndarinnar. Nefndin bend- ir á að til þess að hægt sé að marka raunhæfa stefnu í þessum málum þurfi að vinna mat á kostnaði við lagningu loftlína og strengja fyrir mismunandi spennustig og fyrir mis- munandi aðstæður og vegalengdir. Meðal álitaefna í slíkum samanburði er að meta verðmæti lands á áhrifa- svæði línanna, miðað við íslenskar að- stæður. Nefndin fékk fjölda ábendinga um umhverfisáhrif háspennulína, ekki síst neikvæð sjónræð áhrif, og telur nefndin vert að skoða þær nán- ar. Hagsmunaaðilar koma að borðinu Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Raflínumöstrin hafa mikil áhrif á umhverfi línusvæðanna. Jarðstrengir hafa einnig áhrif á umhverfið en þau eru öðruvísi. Sú hugmynd er sett fram í skýrslu nefndarinnar að til að vernda náttúruperlur og órask- að land kunni að vera rétt að út- búa nokkurskonar rammaáætl- un fyrir línu- og strengjalagnir. Svæði yrðu tekin sérstaklega frá til verndunar, eins og gert er í rammaáætlun virkjanakosta sem unnið hefur verið að í mörg ár. Þá er velt upp hugmyndum um að meta umhverfiskostnað til verðs. Það myndi væntanlega minnka þann mun sem er á kostnaði við lagningu loftlína og jarðstrengja. Jafnframt er sagt frá þeirri hugmynd að gjald yrði lagt á línulagnir og fjármunirnir rynnu til sveitarfélaga sem leggja land sitt undir veitulagnir. Það kynni að liðka fyrir uppbyggingu kerf- isins á svæðum sem ekki njóta góðs af uppbyggingu á atvinnu- svæðinu sem raforkan fer til. Rammaáætl- un fyrir línur ÓRASKAÐ LAND VERNDAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.