Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 26

Morgunblaðið - 26.10.2012, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 Nú stendur yfir Evr- ópsk vinnuverndarvika og af því tilefni er ástæða til að velta fyrir sér hvort hægt sé að koma í veg fyrir vinnu- slys og hvaða aðferðir eru árangursríkar í því sambandi. Það er ekk- ert náttúrulögmál að slasast við vinnu og það er engin afsökun að unnið sé við erfiðar og hættulegar aðstæður. Slíkt kallar eingöngu á auknar öryggisráðstaf- anir og í dag höfum við nauðsynleg tól og tæki til að takast á við slíkar aðstæður án þess að stofna öryggi starfs- manna í hættu. Fyr- irtæki eru misjafnlega stödd í öryggismálum og víða er pottur brot- inn í þeim efnum. Ör- yggisbragur er til stað- ar þegar starfsmenn sýna í verki ábyrgð í öryggismálum, áhættu- hegðun er lítil og slysatíðni er lág. Ekki ber að einskorða sig við slys sem leiða til fjarvista þegar árangur í slysavörnum er skoðaður. Líta verð- ur á öll atvik og næstum slys sem skráð eru hjá viðkomandi fyrirtæki til að sjá hvernig staðan er. Það tekur tíma og vinnu að innleiða góðan ör- yggisbrag en sú vinna skilar sér að lokum í færri fjarvistum, minni kostnaði og ánægðari starfsmönnum. Hvað einkennir fyrirmynd- arfyrirtæki í öryggismálum? Yfirstjórn fyrirtækis tekur ábyrgð á öryggismálum og sýnir gott for- dæmi í verki. Þetta er lykilatriði ef byggja á upp öryggisbrag innan fyr- irtækis því eftir höfðinu dansa lim- irnir. Ábyrgðarskipting öryggismála er skýr og starfsmenn hafa vald til að setja öryggismál í forgang við ágreining eða erfiðar aðstæður. Almennur skilningur er á því að ástæður slysa eru fyrst og fremst at- ferlislegar og þjálfun starfsmanna miðast við það. Reynslan sýnir að stóran hluta vinnuslysa má rekja til atferlis eða hegðunar fremur en hættulegra aðstæðna eða tækjabil- ana. Með atferli er átt við að menn fara ekki að öryggisreglum, þekkja ekki öryggisreglur vinnustaðarins eða hafa ekki hlotið nauðsynlega þjálfun. Almennir starfsmenn hafa sömu skoðun á ástandi öryggismála í fyr- irtækinu og yfirstjórn. Ef á þessu er munur þá eru öryggismálin yfirleitt ekki í lagi. Mælanleg töluleg markmið eru sett í öryggismálum. Að gera betur í ár en á síðasta ári eða betur en sam- keppnisaðili er ekki mælanlegt markmið. Öll atvik sem snerta öryggismál eru skráð og unnið úr þeim í forvarn- arskyni. Engu er sópað undir teppið og starfsmenn fá að vita hvernig nauðsynlegum úrbótum er háttað. Þetta er algjört lykilatriði til að fá starfsmenn til að tilkynna atvik/ næstum slys og óæskilegar vinnuað- stæður. Hvaða aðferðir höfum við til að koma í veg fyrir vinnuslys? Hægt er að nota ýmsar aðferðir og engin ein er betri en önnur. Hér eru taldar upp fimm aðferðir sem hægt er að nota í þeim tilgangi og sé þeim fylgt er líklegt að góður árangur ná- ist við að fækka slysum á vinnustöð- um. Sumar eru lögbundnar en aðrar ekki. Áhættumat: Skylt er að áhættu- meta öll störf jafnt sem vinnuum- hverfi. Áhættumat er grundvall- artæki til fyrirbyggja slys á vinnustöðum. Nauðsynlegt er að starfsmenn komi beint að vinnu við að áhættumeta sína eigin vinnu og vinnustað, aðeins þannig gefur áhættumat rétta mynd af aðstæðum. Rannsókn vinnuslysa og atvik: Nauðsynlegt er að rannsaka öll slys og næstum slys til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Flokka skal at- vik eftir alvarleika og úrvinnslu og endurbætur skal kynna öllum starfs- mönnum. Bestu fyrirtæki geta lent í því að það verði slys í þeirra starf- semi. Það sem skilur á milli er hvern- ig tekið er á málum og unnið úr þeim. Atvikaskráning: Tilkynna og skrá skal öll atvik sem geta haft áhrif á heilsu, öryggi og vinnuumhverfi starfsmanna. Því fleiri tilkynningar, því betri öryggisbragur á vinnu- staðnum. Öryggissamtöl: Umræður og kynningar á öryggismálum efla ör- yggisvitund og styrkja öryggisbrag á vinnustöðum. Nauðsynlegt er að allir starfsmenn, yfirstjórn meðtalin, taki þátt í slíkum umræðum og sýni gott fordæmi í öryggismálum. Öryggisskoðanir: Reglulegar ör- yggisskoðanir eru hluti af öruggum vinnustað. Allir starfsmenn bera ábyrgð í öryggismálum og öryggis- mál eru ekki einkamál ákveðinna starfsmanna. Það eru hagsmunir allra að fækka vinnuslysum. Það eru mannréttindi að koma heill heilsu heim úr vinnunni. Vinnuslys eru ekki náttúrulögmál Eftir Kristján Kristinsson »Reynslan sýnir að stóran hluta vinnu- slysa má rekja til atferl- is eða hegðunar fremur en hættulegra aðstæðna eða tækjabilana. Kristján Kristinsson Höfundur er öryggisstjóri nýfram- kvæmda Landsvirkjunar. Ég óttast að hér sé að hefjast kín- verskt landnám. Ég óttast að það sé að verða á Grímsstöðum á Fjöll- um til að byrja með. Fyrst verður félagi Nupos leyft að leigja jörðina til 60 eða 99 ára með framlenging- arleyfi, eins og Nupo segir í Kína við blaðamenn. Hvernig geta sveit- arstjórnir ráðið því að Ísland verði fjötrað um aldur og ævi? Ég hélt að hér væri ríkisstjórn, sem réði hlutunum og þyrði að taka á þeim. Ég sé framhaldið svona fyrir mér ef samningur við Nupo um leigu jarðarinnar verður gerður. Fyrst koma hér Kínverjar og teikna allt upp og hinar og þessar byggingar verður ákveðið að byggja. Svo segir Nupo: „Mig vantar þúsund byggingaverka- menn.“ „Þá höfum við ekki, svona allt í einu. Við höfum tuttugu eða þrjátíu héðan að norðan,“ segja sveitarstjórnarmennirnir. „Það gengur ekki,“ segir Nupo, „þetta þarf að ganga fljótt fyrir sig. Ég ráðgeri að hér komi fljótlega kín- versk skip, fleiri en eitt, með bún- að og þá verða verkamennirnir að vera tilbúnir. Ég þarf þúsund bygginga- verkamenn og þá get ég fengið strax frá Kína og þeir koma með fjölskyldur sínar með sér.“ „Hvaða laun eiga þessir verkamenn að fá,“ verður hér spurt? Þá segir Nupo: „Því ræð ég sjálfur, það er ég sem borga og það verður ekki eftir íslenskum töxtum.“ Þá segja sveitarstjórn- armennirnir: „Þetta er mjög skilj- anlegt hjá honum. Þetta verður að gera eins og hann segir svo að eitthvað verði af framkvæmdum. Þetta er Íslandsvinur og þykir vænt um Ísland, hann gengur í lopapeysu og borðar harðfisk. Svo er hann dýravinur, myndir hafa sést af honum þegar hann er að leika sér með kött á skrifborðinu.“ „Godfather“ var líka að leika sér með kött. Ætli Nupo hugsi að kötturinn sé eins og íslenska þjóð- in; veikgeðja og auðvelt að ljúga öllu sem maður vill að henni. Íslenskur málsháttur segir: Ef þú réttir fjandanum litla putta, þá tekur hann alla höndina. Kínverjar flæddu yfir Tíbet og innlimuðu það. Ef Ísland lægi við hlið Kína væri búið að innlima það. Ísland var fyrsta landið sem neitaði Þýskalandi Hitlers um útþenslu þegar við neituðum þýska flug- félaginu Lufthansa um lending- arleyfi hér. Hefur stjórn Íslands manndóm í sér til að segja „nei“ núna? „Leyfið risanum að sofa,“ sagði Napóleon um Kína. Nú er Kína vaknað en er Ísland sofnað? Fljótum við sofandi að feigðarósi? Umrætt leiguland er of stórt. Við getum leyft útlendingum að byggja hér hótel en ekki eignast land- svæði. Ísland fyrir Íslendinga! Kínverjar geta komið hingað eins og aðrir ferðamenn og dvalið hér um tíma en ekki til að setjast hér að. Kínverjar! Verið velkomnir í heimsókn en þegar brottfarartími er kominn þá viljum við að þið far- ið heim en setjist ekki að á heim- ilum okkar. Guð blessi Ísland. EYÞÓR HEIÐBERG landunnandi. Kínverskt landnám á Íslandi Frá Eyþóri Heiðberg Eyþór Heiðberg Bréf til blaðsins HERRASKÓR Þú færð SKECHERS herraskó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | OUTLET Fiskislóð 75, Rvk Fjarðarskór, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Mössuskór, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Versluninni Skógum, Egilstöðum | System, Neskaupstað Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Verð 94.000 kr Stærð 90x90cm Sérsmíðum eldhúsborð eftir ósk hvers og eins val um stærð, lögun og efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.