Morgunblaðið - 26.10.2012, Page 27

Morgunblaðið - 26.10.2012, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 ✝ IngibjörgKristjánsdóttir fæddist í Skuld á Eskifirði 19. júní 1922. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 19. októ- ber 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stefanía Bjarna- dóttir, f. 1886, d. 1954, og Kristján Jónsson, f. 1891, d. 1974. Syst- ur Ingibjargar: Jóhanna, f. 1916, d. 2000, Guðrún S., f. 1917, og Jónína R., f. 1920, d. 1992. Börn Ingibjargar eru: 1) Svavar Kristinsson, f. 1944, kvæntur Hildi Metúsal- emsdóttur, f. 1946, d. 2011. Börn þeirra: a) Ásta Stefanía, f. 1964, gift Sigurjóni Valmunds- syni, f. 1966. Börn þeirra eru: Brynjar, f. 2009. 2. Jóhanna Ei- ríksdóttir, f. 1962, giftist Ragn- ari Bogasyni, f. 1957, þau skildu. Synir þeirra eru: a) Bogi, f. 1981, sonur hans Ragn- ar Halldór, f. 2008. b) Eiríkur Ásþór, f. 1984, kvæntur Rakel Blomsterberg, f. 1986. c) Ingi Davíð, f. 1987 sambýliskona Katrín Pálsdóttir, f. 1988. Sam- býlismaður Jóhönnu er Ívar Adolfsson, f. 1962. Ingibjörg ólst upp á Eskifirði. Hún fór ung til Reykjavíkur og bjó þar og á Eskifirði til 1953. Árið 1946 stundaði hún nám í Ljós- mæðraskóla Íslands en varð þaðan að hverfa vegna berkla- sjúkdóms. Ingibjörg settist að í Skuld á Eskifirði 1953 og bjó þar til 1972. Þá flutti hún til Egilsstaða og bjó þar í 24 ár. Ingibjörg vann ýmsa verka- mannavinnu lengst af vann hún í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og á sjúkrahúsi Egilsstaða. Síð- ustu 14 ár ævinnar bjó hún í Reykjavík. Útför Ingibjargar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 26. október 2012, kl. 14. Hildur Kolfinna, f. 1997, Matthías, f. 2007. Sigurjón á einnig Sól, f. 1990. b) Kristján, f. 1965, sambýliskona hans er Eydís Ásbjörns- dóttir, f. 1973, saman eiga þau Pálma, f. 2007. Kristján á einnig Þórhildi, f. 1988, og Svavar Krist- ján, f. 1995. Eydís á einnig Ás- björn, f. 1994, Andrés, f. 1995, og dreng, f. andvana 1995. c) Sindri, f. 1975, kvæntur Mal- gorzata Beata Libera, f. 1975, eiga þau Damian Kristinn, f. 2003. Svavar á einnig d) Hörpu, f. 1963, gift Finni Loftsyni, f. 1963. Dætur þeirra eru: Helga, f. 1985, og Brynja, f. 1989. Helga á Örvar, f. 2009, og Langri og góðri lífsgöngu mömmu okkar lauk síðastliðinn föstudag eftir aðeins 2 daga sjúkrahúsvist. Síðustu árin hafði heilsu hennar hrakað en hún hélt skýrri hugsun og undir það síð- asta virtist hún sátt við lífið og dauðann. Það má því segja að við eigum að fagna hvíldinni með henni. Samt er það svo að hennar er sárt saknað. Aldrei framar verður tekið skrabl eða sólóvist, með henni og Guðrúnu frænku eða öðrum úr fjölskyldunni, sem var okkur öllum hin besta skemmtun. Enginn lifir svo lengi án þess að kynnast erfiðleikum og mamma fór ekki varhluta af þeim. Sárast var þegar hún, ung kona, veiktist af berklum sem leiddi af sér áralanga dvöl á Víf- ilsstöðum með tilheyrandi ótta við hinn illskeytta sjúkdóm og sárum vonbrigðum vegna þess að skyndilega var bundinn endi á skólagöngu hennar í ljósmæðra- skólanum. Vonbriðgin voru mjög mikil því allt frá því að hún lauk barnaskólagöngu dreymdi hana um að mennta sig, hana langaði í Eiðaskóla en ekki var sjálfgefið í þá daga að halda áfram skóla- göngu eftir að skyldunámi lauk. En mamma átti einnig margar gleðistundir. Áhugamál hennar var bridsspilamennska, hún spil- aði frá unga aldri og gaf bridsið henni ómetanlegan félagsskap og lífsfyllingu sem slíku fylgir. Spilamennskan hjálpaði henni einnig á efri árum að halda hug- anum virkum. Hún var vinaföst og vináttu margra átti hún óskipta til hinsta dags. Gestrisin var hún og myndarbragur var ætíð á heimili hennar, góður matur og kaffibrauð. Vinnan spilaði stóran þátt í lífi mömmu. Hún var hörkudugleg, stundvís og vildi standa sig vel í vinnu. Hún var mikill verkalýðs- sinni og tók þátt í slíkum störfum árin sem hún vann í hraðfrysti- húsinu. Síðustu árin var mamma var svo lánsöm að þær Guðrún systir hennar voru nágrannar. Þær deildu töluvert saman, heimsóttu hvor aðra og tóku spil eða skrabl. Allt vildi hún fyrir okkur gera. Við erum þakklát fyrir um- hyggju hennar fyrir barnabörn- um sínum, að þau fengu að kynn- ast þeim gildum sem hún hafði, vonandi bera þau gæfu til að varðveita þau og nýta. Síðast í sumar kom hún okkur á óvart og sýndi mikinn kjark. Einkadóttirin sagðist ætla til margra mánaða dvalar á Nýja- Sjálandi og hún tók þeirri frétt af mikilli ró og samgladdist. Áður en mamma féll frá hafði hún með hjálp góðrar vinkonu, keypt afmælisgjöf handa strákn- um sínum og jólagjafir fyrir alla sína nánustu. Það verður blendin tilfinning á jólunum, þannig mun hún minna á sig og hvað það var henni mikils virði að gleðja sína nánustu. Það er vel við hæfi að mamma okkar verði borin til hinstu hvíld- ar í Eskifjarðakirkjugarði undir Bleiksárfossinum, sem hún hafði svo mikið dálæti á, nú þegar henni hefur verið ákvörðuð stund. Að leiðarlokum þökkum við systkinin fyrir okkur og geymum góðar minningar. Jóhanna Eiríksdóttir og Svavar Kristinsson. Ekkert blek fer það vel á blaði að það gefi rétta mynd af ömmu. Hún vildi öllum vel og aldrei var það svo að hún færi illum orðum um þá sem á vegi hennar urðu. Hún var greiðasöm og vildi allt fyrir fólkið sitt gera. Amma hafði skopskyn og sagði sögur af sjálfri sér og öðrum af mikilli list. Hún var lífsglöð, jákvæð og oft mátti heyra hlátrasköllin frá íbúðinni hennar langt fram á gang. Það var alltaf gott að vera ná- lægt ömmu. Nærvera hennar var svo góð og gat maður legið á sóf- anum heima hjá henni og þrátt fyrir að engin orðaskipti ættu sér stað tímunum saman leið manni alltaf vel í návist hennar. Amma sagði að heimili þar sem gott væri að vera hefðu góð- an anda. Andinn var þó hvergi betri en heima hjá ömmu. Góði andinn kom þó hvorki frá mynd- unum á veggjunum né dúknum á gólfinu heldur var þessi góði andi sem umlukti heimilin henn- ar, bæði á Egilsstöðum og í Reykjavík, samansettur af yfir- veguninni og kærleikanum sem amma bar með sér. Amma lifði löngu og atburða- ríku lífi. Hún var mér sérstak- lega góð og það er með mikilli sorg og söknuði sem ég kveð elsku ömmu en hún var svo miklu meira en bara amma mín. Hún var bæði fyrirmyndin mín og minn besti vinur. Fjöldann allan af frábærum minningum skildi hún eftir sem endast þeim sem þekktu hana um ókomna tíð. Ég er lánsamur og þakklátur fyrir að hafa fengið að þekkja elsku ömmu í öll þessi ár og kveð með ljóði eftir Einar Braga sem hún hélt svo mikið upp á. Ég sem orðum ann nefndi einatt í auðmýkt konu, mann líf mold vatn, á vörum brann veikasta sögnin að elska fann mér hóglega á hjarta lagt: án mín fær skáldið ekkert sagt. Hver ert þú? Ég er þögnin. Drottinn blessi sál þína, elsku amma mín. Eiríkur. Ömmu þótti mjög vænt um barnabörnin sín. Hún var alltaf svo góð við mig bæði sem barn og í seinni tíð. Hún hafði gaman af því að segja sögur og hafði ég jafngaman af því að hlusta á þær. Hún var fyndin og áttum við margar frábærar stundir saman. Sú minning lifir lengi þegar amma byrjaði að „kaupa“ eyði- býli og önnur yfirgefin hús með mér. Ég var lítill pjakkur og á löngum bílferðum styttum við okkur stundir við að leita uppi yfirgefin hús og ef þau voru nægilega niðurnídd sögðumst við ætla að kaupa þau. Þetta er eitt af mörgum sögum sem hægt er að segja af því hvernig amma var bæði sniðug og fyndin. Þegar ég var lítill í heimsókn hjá ömmu á Egilsstöðum fékk ég einu sinni heimþrá. Þegar það gerðist var amma fljót að taka mig til sín og fór létt með að láta mér líða aftur vel. Hún kenndi mér faðirvorið og þuldum við það saman og áður en ég vissi af var öll heimþrá farin og mér leið yndislega vel hjá henni. Ég á eftir að sakna ömmu rosalega mikið en hún skilur eft- ir sig margar frábærar minning- ar. Blessuð sé minning hennar. Ingi Davíð. Elsku amma mín. Nú sit ég hérna um kvöld og skrifa minn- ingu um þig sem kvaddir okkur í morgun. Það var sorglegt en á sama tíma standa eftir góðar, ljúfar og skemmtilegar minning- ar um þig sem varst svo frábær, skemmtileg og hlý. Þegar ég var lítill fannst mér hvergi betra að vera en hjá þér á Egilsstöðum. Þú sagðir stundum sjálf að þú skildir ekkert hvernig stæði á því að við strákarnir vild- um vera þarna hjá þér öllum stundum. Það var bara svo mikill friður og nærveran þín var svo yndislega góð. Einu sinni kom ég til þín, var yfir jól og áramót, fyr- ir um 20 árum. Ég var bara 10 ára pjakkur og var á fullu í fót- bolta heima í Reykjavík og fannst mjög gaman þar. Svavar sótti mig og fór með mig á Eski- fjörð yfir áramótin, þar voru allir svo góðir við mig en ég fór samt að hágráta um kvöldið af því að ég saknaði þín svo mikið. Ég man, ég barðist og barðist við að halda aftur af tárunum en ég brast í grát fyrir framan alla í stofunni því ég saknaði þín svo heitt. Þegar ég átti að fara heim neyddust þið Mæja vinkona þín til að halda á mér út í bíl til að koma mér á flugvöllinn því ég neitaði að fara sama hvernig reynt var að tala mig til. Ég man þetta svo vel því í miðjum tröpp- unum misstuð þið mig og þið fenguð hláturskast og þú hlóst eins og þér einni var lagið. Ég man líka að þegar það tókst að koma mér í flugvélina þráði ég ekkert heitara en að annar hreyfillinn myndi bila svo ég gæti alltaf verið hjá þér, amma mín. Félagsskapur þinn og ró- legheitin heima hjá þér hjálpaði mér líka mikið í mínu námi. Ég lærði oftast bara fyrir próf og þá alltaf hjá þér. Þegar ég hvíldi mig frá lestr- inum gafstu mér frábæran mat og þú sagðir mér svo skemmti- lega frá fortíðinni og svaraðir öll- um mínum spurningum hversu skrítnar sem þær voru. Ástæðan fyrir því að ég heim- sótti þig oft í seinni tíð var ekki bara góðmennska heldur það að mér fannst gaman að vera hjá þér og mér fannst þú svo inni- lega skemmtileg. Frábæran húmor hafðir þú og þinn helsti kostur var að þú hafðir húmor fyrir sjálfri þér. Það skondna sem þú oft sagðir og gerðir fannst mér svo gaman að rifja upp og þegar ég bjó í Kanada var ég reglulega beðin um að segja sögur af ömmu minni. Sögur sem glöddu alla og sennilega ekki síst þig sjálfa þegar þú hlustaðir á mann rifja þær upp. Krakkarnir hlógu sig alveg máttlausa en þau hlógu með þér eins og við gerð- um alltaf. Mér finnst við hafa erft þetta frá þér sem ég held að sé frábær eiginleiki. Þú gast al- veg fram á þennan dag sagt okk- ur frá öllum þínum ævintýrum sem voru uppfull af gleði, sorg, ást, umhyggju og sennilega öll- um tilfinningum sem hægt er að ímynda sér. Hvernig þú lýstir öllu og sagðir frá var svo skemmtilegt að þótt maður væri farinn að þekkja sögurnar voru þær einstaklega góðar. Við fundum alltaf hvað þér þótti óendanlega vænt um okkur. Þess vegna elskum við þig, amma mín, og söknum þín. Við fundum alltaf hvað þér þótti óendanlega vænt um okkur. Þess vegna elskum við þig, elsku amma mín, og söknum þín en tökum með okkur allar ham- ingjuríku minningarnar. Bogi Ragnarsson. Hæ elsku Ingibjörg mín. Mik- ið finnst mér erfitt að hafa ekki fengið að kveðja þig. Þótt ég hafi ekki fengið að eyða miklum tíma með þér náðir þú að hafa mikil og góð áhrif á líf mitt og minn- ingin um þig kemur til með að lifa lengi með mér með bros á vör. Ég hugsa oft til þín og vil þakka þér fyrir góðar stundir og mjög skemmtileg bréf sem þú hefur sent mér með mörgum góðum málsháttum sem hafa veit mér mikinn innblástur. Einnig vil ég þakka þér fyrir hann Eirík minn, þú hefur haft mjög góð áhrif á hann og marga góða eig- inleika hefur hann frá þér. Að lokum vil ég svara spurningunni þinni sem þú skrifaðir í síðasta bréfinu þínu til okkar. Þú spurð- ir hvort þú mættir ekki eiga mig líka? Mér þætti það sannur heið- ur að fá að tilheyra þér. Hvíldu í friði, elsku Ingibjörg, guð verði með þér og eins og þú segir alltaf svo skemmtilega í lok bréfaskrifa þinna til okkar. Það mælir Rakel. Ingibjörg Kristjánsdóttir ✝ Birna El- ísabet Stefánsdóttir fæddist á Hlíð- arenda í Skagafirði 18. apríl 1936. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 15. október 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stef- án Guðlaugur Sig- mundsson bóndi, f. 19.4. 1904, d. 17.5. 1982, og Ósk Halldórsdóttir húsfreyja, f. 6.5. 1905, d. 20.12 1989. Systur Birnu eru: Ingibjörg, f. 1939, maki Kjartan Jónsson og Helga Sig- lingur eignuðust tvo syni: 1) Stef- án Hlynur, f. 15.6. 1968, d. 5.12. 1991. Dóttir hans og Guðlaugar Önnu Gunnlaugsdóttur, f. 20.4. 1971, er Alda Lind Stefánsdóttir, f. 19.1. 1991. 2) Þröstur Heiðar, f. 11.11. 1970, maki Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, f. 30.4. 1977. Börn þeirra eru: Brynj- ólfur Birkir, f. 22.5. 1996, Kol- brún Birna Jökulrós, f. 21.4. 1999, Þórkatla Björt Sumarrós, f. 22.2. 2001, Hallgerður Harpa Vetrarrós, f. 31.1. 2008, og Ísleif- ur Eldur f. 2.2. 2010. Eftirlifandi sambýlismaður Birnu er Sólberg Steindórsson, f. 27.8. 1937, frá Birkihlíð, Skagafirði, sonur hjónanna Steindórs Marelíusar Benediktssonar, f. 1897, d. 1978, og Elenóru Lovísu Jónsdóttur, f. 1903, d. 1992. Útför Birnu verður gerð frá Reynistaðarkirkju í dag, 26. október 2012, kl. 14. urborg, f. 1942, maki Sigmar Jó- hann Jóhannsson. Uppeldissystir þeirra er Guðrún Erla Ásgrímsdóttir, f. 1927, maki Örn Friðhólm Sigurðs- son, nú látinn. Fyrri sambýlis- maður Birnu var Erlingur Ákason, f. 9.12. 1935, d. 24.10. 1971, frá Brekku á Djúpavogi, sonur hjónanna Áka Kristjáns- sonar, f. 2.7. 1890, d. 1.9. 1982, og Áslaugar Jónsdóttur, f. 22.5. 1897, d. 3.6. 1966. Birna og Er- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Takk fyrir allar góðu og skemmtilegu samverustundirn- ar sem við höfum átt með þér í gegnum tíðina, elsku mamma og tengdamamma. Sérstaklega alla pössunina á börnunum okkar fimm og eins allt annað sem þú hefur gert fyrir okkur. Við mun- um halda minningunni um þig á lofti með börnunum okkar sem sakna þín sárt. Við vitum að þú ert með okkur og fylgist með. Blessuð sé minning yndislegr- ar móður og tengdamóður, Birnu Elísabetar Stefánsdóttur. Þröstur og Ragnheiður Lára. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Amma Birna er dáinn. Nú er hún hjá englunum á himnum. Við eigum fullt af skemmtilegum minningum um hana ömmu sem við munum geyma í hjarta okk- ar. Það var alltaf svo gaman að fá hana og Sólberg afa í heim- sókn til okkar í Birkihlíð. Stund- um spiluðum við ólsen ólsen, fór- um í feluleik eða spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Í sumar fórum við stundum með henni, Binna og Kolbrúnu í berjamó á meðan Þórkatla og mamma voru á sjúkrahúsinu, það var alveg rosalega skemmti- legt. Pabbi og mamma ætla að hjálpa okkur að varðveita minn- ingarnar um góða og skemmti- lega ömmu. Takk fyrir allt, elsku amma okkar. Þín elskandi barnabörn, Hallgerður Harpa Vetrarrós og Ísleifur Eldur. Kæra amma Það hafa verið forréttindi að hafa þig sem ömmu okkar. Við vonum svo heitt að þér líði vel hvert sem þú ert komin og við vonum líka að afi Erlingur og Stebbi frændi hafa tekið vel á móti þér. … Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við gleymum því aldrei þegar þú varst að kenna okkur að spila vist við eldhúsborðið heima í Birkihlíð eða í jólaboðunum sem að þú bauðst okkur alltaf í. Svo skemmtum við okkur alltaf svo vel þegar við fórum í berjamó saman upp í fjall með þér. Svo munum við alltaf muna hvað þér þótti vænt um allar kindurnar og passaðir upp á að við gerðum allt rétt og vel þegar við vorum að umgangast þær á einhvern hátt. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín ömmubörn, Brynjólfur Birkir, Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós. Birna Elísabet Stefánsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Birna mín Mín hjartans kveðja og þökk til þín fyrir öll fjörutíu sambúðarárin. Þinn, Sólberg. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.