Morgunblaðið - 26.10.2012, Síða 44

Morgunblaðið - 26.10.2012, Síða 44
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Vann 28 milljónir í Víkingalottó 2. Stormasöm flugferð Iceland … 3. Ekkert lát á skjálftavirkni 4. Aðalfundurinn endaði í upplausn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mikill áhugi er fyrir Rafwaves, tón- listarhátíð raftónlistarfólks á Íslandi, sem hefst í Iðusölum 31. október og hefur verið ákveðið að bæta við fimmta tónleikadeginum, 4. nóv- ember. Tónleikarnir þann dag eru haldnir í samstarfi við RafKraum, samstarfsverkefni sem ætlað er að vinna að framþróun og fræðslu um lifandi flutning raftónlistar. Fram koma Tonik, Legend, Ghostigital og Captain Fufanu. Morgunblaðið/Ómar Rafwaves-tónlistar- hátíðin degi lengri  Miðasala á jóla- tónleika Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björg- vins, hófst í gær- morgun og var nær uppselt á tónleikana tæpum tveimur tímum síðar. Var því ákveðið að halda aukatónleika 15. desember kl. 16 og er sala hafin á þá. Miðar ruku út og tónleikum bætt við  Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðs- son hélt þrenna útgáfutónleika í reið- höll Þorlákshafnar sl. helgi vegna plötunnar Þar sem himin ber við haf og var troðfullt á þá alla, um 1.300 manns mættu. Um 70 flytj- endur voru á sviðinu með Jónasi, heil lúðrasveit, hljóm- sveit Jónasar og sönghóp- urinn Tónar og trix. 1.300 manns sóttu tónleika Jónasar Á laugardag V 8-13 m/s, rigning. Heldur hægari um landið A-vert snemma um morguninn og snjókoma, en rigning er líður nær há- degi. Hiti 2 til 7 stig. Kólnar og fer að snjóa N- og A-lands síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG SV 5-10 með vætu S- og V-lands og sums staðar slyddu í fyrstu. Frostlaust með S- og V-ströndinni, annars frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum NA-lands. Hlýnar heldur í kvöld. VEÐUR Logi Geirsson átti endur- komu með FH-ingum inn á handboltavöllinn í gærkvöld þegar FH-ingar mörðu úti- sigur á Aftureldingu í Mos- fellsbænum. Logi lék ekkert á síðustu leiktíð vegna meiðsla en þessi skemmti- legi leikmaður er mættur í slaginn á nýjan leik. Fram hafði betur á móti meist- urum HK og Valur og ÍR skildu jöfn. »4 Logi sneri aftur og var í sigurliði Snæfell og Grindavík léku andstæð- inga sína grátt í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gær. KR tapaði á heimavelli fyrir Snæfelli með 41 stigs mun og Grindavík skellti grönnum sínum í Njarðvík á heimavelli með 26 stiga mun. »2 KR tapaði á heimavelli með 41 stigs mun Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt annað mark fyrir Tottenham á leiktíðinni þegar hann tryggði liði sínu jafntefli gegn Maribor þegar liðin áttust við í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu í gærkvöld. Gylfi og félagar hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlinum og eru í þriðja sæti af fjórum liðum. »1 Gylfi Þór tryggði Tott- enham stig í Slóveníu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sala á jólabjór hefst í vínbúðum ÁTVR fimmtudaginn 15. nóvember nk., en vinsælasti jólabjórinn, Tu- borg-jólabjórinn, fer alltaf í sölu á veitingastöðum klukkan 20.59 fyrsta föstudag í nóvember, sem er 2. nóv- ember í ár eða eftir viku. Bjór er ekki bara bjór heldur eru tegundir árstíðabundnar. Hérlendis er til dæmis bruggaður sérstakur þorrabjór, páskabjór, sumarbjór, bjór í tilefni af októberfest og jóla- bjór. Dönsk hefð Bjórmenning hefur þróast hér- lendis síðan byrjað var að selja bjór á Íslandi 1. mars 1989. Jólabjór kom fljótlega á markað en náði ekki flugi fyrr en fyrir um 15 árum. Ölgerðin hóf innflutning á Tuborg-jólabjór 1997 og byrjaði að brugga hann í fyrra. Danska bjórfyrirtækið Tu- borg setti jólabjór fyrst á markað 1981 og um sölu hans gilda ákveðnar reglur hér sem annars staðar. „Eng- um bar er heimilt að selja bjórinn fyrr en klukkan 20.59 fyrsta föstu- dag í nóvember,“ segir Gestur Stein- þórsson, vörumerkjastjóri hjá Öl- gerðinni. „Þá fellur snjórinn.“ Hann rifjar upp að þegar bjórinn kom fyrst á markað í Danmörku var beð- ið eftir honum vegna seinkunar í framleiðslu. „Þeir komust loksins af stað klukkan 20.59 og um leið féll fyrsti snjórinn. Þaðan kemur hefð- in.“ Guðmundur Mar Magnússon, brugg- meistari Ölgerð- arinnar, segir að jóla- bjór sé venjulega áfengismeiri og dekkri en fólk eigi að venjast vegna þess að mikið af ristuðu korni og jafnvel karamellu- korn sé notað í hann. Oft sé lakkrís líka notaður í jólabjór, eins og til dæmis í Tuborg-bjórinn. „Menn tjalda því flottasta sem þeir eiga um jólin,“ segir hann og áréttar að Tu- borg-jólabjórinn ryðji brautina. Stemning Gestur tekur í sama streng og vís- ar til stemningarinnar sem fylgi sölu á fyrsta jólabjórnum. Starfsmenn Ölgerðarinnar fari til dæmis í skrúð- göngu niður Laugaveginn þegar sal- an byrji. Áætlun um framleiðsluna liggur fyrir snemma árs og byrjað er að huga að bruggun jólabjórs um mitt sumar. „Fyrsta bruggun er snemma í september,“ segir Guðmundur Mar. Jólabjórinn um leið og snjórinn  Árstíðabundinn bjór nýtur víða mikilla vinsælda Morgunblaðið/RAX Jólabjór Gestur Steinþórsson og Guðmundur Mar Magnússon fylgjast með framleiðslunni í gær. Í fyrra seldust ríflega 500.000 lítrar af jólabjór í vínbúðum ÁTVR. Mest seldist af Tuborg-jólabjór eða um 145.300 lítrar. Næstmest seldi bjórinn var Víking, um 137.500 lítrar. Tæplega 59.700 lítrar seldust af Kalda á 330 ml flöskum. Magntölur um jólabjórsölu á veitingastöðum liggja ekki fyrir en ætla má að magnið sé ekki undir 100.000 lítrum. Eftir því sem brugghúsum hefur fjölgað hefur úrvalið aukist og stöðugt bætast nýjar tegundir við. Brugghúsið Borg var til dæmis með Stekkjarstaur í fyrra, býður upp á Giljagaur í ár og gera má ráð fyrir að Stúfur leysi hann af hólmi að ári. Salan meiri en 600.000 lítrar MIKIÐ FRAMBOÐ AF JÓLABJÓR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.