Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 helgi á Korputor gi – 27. og 28. ok t. Tax Free gildir ekki í Bónu s og af gæludýrafóðri á G æludýr.is. Tax Free jafngildir 20,3% a fslætti nema annað sé tek ið fram. Allar verslanir gre iða virðisaukaskatt, en bjó ða afslátt sem því nemur. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 30 37 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að allir þrír meginþættir fjárfestinga í landinu séu í lægð, hvort heldur sem litið er til atvinnuvegafjárfest- inga, fjárfestinga hins opinbera eða fjárfestinga í íbúðum. „Þetta gerir ástandið mjög erfitt í öllum framkvæmdageirum en stærstu áhyggjurnar stafa af því að við erum ekki að endurnýja atvinnu- lífið og tryggja okkur til framtíðar með því,“ segir Vilhjálmur. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vegaráðherra boðaði aukna fjárfest- ingu á næsta ári á aðalfundi LÍÚ. Sagði hann Íslendinga sigla núna að landsmeðaltalinu fyrir atvinnuvega- fjárfestingu á árunum 1990 til 2012. „Við náum því á næsta ári og förum jafnvel aðeins upp fyrir það,“ sagði ráðherrann. Vilhjálmur segir að inni í meðal- talsreikningum fyrir liðin ár sé óvenjulega mikil lægð sem varð í upphafi tíunda áratugarins, sem dragi öll meðaltöl mikið niður. ,,Það voru mikil erfiðleikaár. Við teljum að fjárfestingin þurfi að vera meiri en 12%,“ segir hann. Ekki eins og að kveikja ljós Vilhjálmur segir að fjárfestingar- verkefni á næsta ári séu ekki í hendi. „Þær spár sem við höfum séð ganga allar út á að það verði einhver hreyf- ing í stóriðjunni og virkjanafram- kvæmdum. Ég sé ekki að þar sé neitt stórt í hendi. Með hverjum mánuði sem líður án þess að ákvörðun verði tekin færist mögulegur fram- kvæmdatími lengra fram á árið og áhrif þess að koma framkvæmdum af stað færast enn lengra fram. Þetta hefði því minni áhrif fyrir árið í heild. Frá því að ákvörðun er tekin tekur tvo til þrjá ársfjórðunga að snúa öllu í full- an gang, jafnvel þegar allt er tilbúið. Það þurfa að fara fram útboð, það þarf að ganga frá verksamningum og allskonar öðrum undirbúningi. Þetta er því alls ekki eins og að kveikja og slökkva ljós,“ segir Vilhjálmur. Litlar breytingar í könnun SA SA kynntu í gær niðurstöður nýrr- ar könnunar meðal aðildarfyrir- tækja. Fram kom að langflestir stjórnenda eða 59% búast við óbreyttum starfsmannafjölda í sín- um fyrirtækjum næstu 12 mánuðina. 22% fyrirtækja hyggjast fjölga starfsfólki á næstu 12 mánuðum en 19% hyggjast fækka starfsfólki. ,,Breytingarnar eru mjög litlar,“ segir Vilhjálmur um niðurstöðurnar. „Ég les það út úr þessu að það verði almennt litlar breytingar. Sem betur fer sjáum við þó að á heildina litið er atvinnulífið ekki að fara niður á við á næsta ári en það tekur ekki heldur nein alvöruskref fram á við.“ »29 Engin alvöruskref fram á við  „Erum ekki að endurnýja atvinnulífið og tryggja okkur til framtíðar með því,“ segir framkvæmda- stjóri SA  Ný könnun leiðir í ljós að flest fyrirtæki áforma litlar breytingar á starfsmannafjölda Vilhjálmur Egilsson Skjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi hélt áfram í gær og fram á kvöld. Síðdegis mældist einn skjálfti upp á 3,2 stig 20 km norður af Siglufirði. Stöðug skjálftahrina hefur verið í Eyjafjarðarál á Norðurlandi undan- farið. Ekkert lát er á skjálftahrin- unni, að mati sérfræðinga. Óvissu- stig Almannavarna, sem lýst var yfir á miðvikudaginn, er enn í gildi. Viðbragðsáætlanir í vinnslu „Hvergi er komin sértæk við- bragðsáætlun fyrir hvert svæði, en verið er að vinna að henni. Hún er lengst komin á Húsavík. Það hittist þannig á að nýbúið var að ljúka einni slíkri og hæg heimatökin að klára að vinna hana fyrir svona tilvik,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Al- mannavörnum. Í Skagafirðinum verður æfing um helgina sem nýtist vel í gerð sér- stakra viðbragðsáætlana. Þær eru einnig í vinnslu á Siglufirði, Ólafs- firði og í Eyjafirði. Víðir segir að staðan eigi eftir að skýrast í vikunni á stöðufundi en áréttar að farið sé eftir gátlista um fyrstu viðbrögð í jarðskjálfta. „Húsin sem ekki eru byggð eftir jarðskjálftastöðlum munu standast jarðskjálftana. Þau þola ansi margt. Lág hús sem byggð eru á einni hæð þola ótrúlegt álag. Eins og sást í jarðskjálftunum á Suðurlandi um ár- ið, þá hrundu engin hús en mörg skemmdust töluvert. Jarðskjálfta- hönnun í dag miðar að því að hús hrynji ekki og fólk geti forðað sér út,“ segir Haukur Jörundur Eiríks- son, byggingaverkfræðingur, spurð- ur hvort hús á Norðurlandi muni standast þá jarðskjálfta sem spáð er þar nyrðra. thorunn@mbl.is »32 Skjálftavirkni enn til staðar og óvissustig gildir áfram  Húsin á svæðinu þola töluvert álag Ljósmynd/Þorsteinn Sæmundsson Skjálfti Grjóthrun úr Drangey í Skagafirði eftir jarðskjálfta. Kona var flutt slösuð til Reykja- víkur eftir árekstur hjá Bifröst í Borgarfirði í gærkvöldi. Hún er ekki talin alvarlega slösuð. Mikil ísing var á veginum þegar hún ætlaði að beygja inn að Bifröst. Konan náði ekki að stoppa bifreið- ina og lenti á bíl sem var að koma úr norðurátt. Þá fór rúta með 29 erlendum ferðamönnum útaf á Mosfellsheiði í gær, þannig að lá við veltu, en engan sakaði. Loks urðu umferð- aróhöpp í gær á Holtavörðuheiði, Mýrum, Snæfellsnesi og í Húna- þingi sem rakin eru til ísingar. Mikil ísing olli umferðarslysum Svör bárust frá 516 fyrirtækjum í könnun SA. Álíka mörg fyr- irtæki hafa fjölgað og fækkað starfsfólki (22-23%) á þessu ári. Í 55% fyrirtækja er starfs- mannafjöldinn óbreyttur. Í sjáv- arútvegi og iðnaði fækkuðu fleiri fyrirtæki fólki en fjölguðu en í veitustarfsemi, ferða- og fjármálaþjónustu fjölguðu fleiri fyrirtæki fólki en fækkuðu. Litlar breyt- ingar starfa NÝ KÖNNUN SA Bráðnun íss og jökla sem ógnar lífsskilyrðum þjóða kallar á breyt- ingar í orkubúskap. Bygging Búð- arhálsvirkjunar minnir Íslendinga því á skylduna að sýna farsæla leið sem byggist á nýtingu hreinnar orku. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, sem í gær lagði hornstein að byggingu Búðarhálsvirkjunar. Við það naut hann aðstoðar Kristins Eiríkssonar, staðarverkfræðings. Búðarhálsvirkjun verður rekin samhliða öðrum stöðvum Lands- virkjunar á Þjórsár- og Tungnaár- svæðinu, en með virkjuninni nýju verður nánast öll fallorka á efsta hluta umrædds svæðis nýtt. Áform- að er að virkjunin verði komin í gagnið eftir um það bil ár en 95MW afl hennar nýtist til stækk- unar álversins í Straumsvík. Fjölmenni var við athöfnina í gær, en að undanförnu hafa að jafnaði um 300 manns unnið við framkvæmdirnar. Þar er Ístak í aðalhlutverki. Virkjunin er alfarið hönnun íslenskra verkfræðinga og kostar nærri 30 milljarða króna. sbs@mbl.is Forseti Íslands lagði hornstein að nýrri Búðarhálsvirkjun Landsvirkjunar í gær Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breytinga er þörf í orkubúskap  Björgunarsveitir af höfuðborg- arsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í gærkvöldi til að leita 28 ungmenna sem villst höfðu af leið á Bláfjallasvæðinu. Þau fundust um klukkustund síðar heil á húfi. Voru þau í símasambandi við björg- unarsveitarmenn meðan á leitinni stóð. Hópurinn hugðist ganga gegnum Grindaskörð að Ármannsskála. Eitthvað villtust þau af leið en þó ekki mikið, því þau fundust ekki langt frá Grindaskörðum, við Krist- jánsdalahorn. Ekkert amaði að þeim og vildu flest halda ferð sinni áfram. Um 80 björgunarsveita- menn tóku þátt í leitinni. Ungmenna leitað á Bláfjallasvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.