Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Tegundirnar makríll, gulllax og litli karfi eru einfaldlega komnar í þá stöðu að það borgar sig ekki að sækja þær,“ segir Heiðar Hrafn Ei- ríksson, löggiltur endurskoðandi hjá Þorbirni hf. í Grindavík, um áhrif nýju veiðigjaldanna á arðsemi veiða. Heiðar Hrafn lét þessi orð falla á síðari degi aðalfundar Lands- sambands íslenskra útvegsmanna í Reykjavík í gær en fundarefnið var þá veiðigjöld og áhrif þeirra. Var samdóma álit ræðumanna að gjöldin hefðu stórskaðleg áhrif. Sjómönnum mun fækka Heiðar segir þau fækka störfum. „Hvað leiðir þetta af sér? Sókn í ákveðnar tegundir verður hætt. Við förum varla að eltast við tegundir sem skila tapi. Ef við hættum að sækja ákveðnar tegundir þá veiðum við minna og skipum fækkar. Sjómönnum fækkar, öðrum störf- um fækkar og afleiddum störfum fækkar. Það verður mikið minna af störfum í kringum sjávarútveginn. Það verður hrun í fjárfestingargetu og það leiðir af sér að við verðum komin með lakari tæki og lakari all- an búnað til að vinna fiskinn sem þýðir að gæði verða lakari hjá okk- ur. Þau hrynja. Það verður stöðnun í sjávarútvegi og í framhaldi af stöðnun kemur hnignun,“ sagði Heiðar. Spurður út í ummælin sagði Heið- ar framlegðina af makrílveiðum á togurum litla. Veiðarnar væru nú ágæt aukagrein en myndu ekki svara kostn- aði ef áformuð veiðigjöld gengju eftir. Flugvél á vegum flugfélagsins Thomas Cook Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli um hálf- þrjúleytið í gær í kjölfar þess að hún missti afl á öðrum hreyfli sín- um. Um borð í vélinni voru 338 far- þegar en samkvæmt upplýsingum frá Isavia var hún á leið til Flórída í Bandaríkjunum frá Bretlandi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 13 tilkynning frá flug- stjórn Isavia um að vélin óskaði eft- ir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan setti í gang við- búnað varðandi leit og björgun loftfara en einnig virkjaði flugturn- inn í Keflavík viðbúnað á flugvell- inum. Þá var samband haft við varðskipið Þór og það beðið um að sigla á fullri ferð að flugleið vél- arinnar. Á fjórða tímanum í gær þurfti síðan farþegavél á vegum flug- félagsins WOW Air að lenda í Björgvin í Noregi vegna bilunar. Vélin var að fljúga til Keflavíkur frá Berlín í Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum frá WOW Air fékk flugstjórinn merki um að loftþrýst- ingur hefði fallið í farþegarými vél- arinnar og var því tekin ákvörðun um að lenda vélinni í Noregi. skulih@mbl.is Farþegavél missti afl á öðrum hreyfli  Viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni  Einnig bilun í farþegavél WOW Air WOW Farþegavél WOW Air lenti í Noregi í gær vegna bilunar. Engin niðurstaða er enn í sjónmáli í viðræðum ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins vegna þess fjölda atvinnuleitenda sem missa bótarétt sinn frá og með ára- mótum þegar bráðabirgðaákvæði um bótarétt í fjögur ár rennur út. Að óbreyttu munu um 1.600 ein- staklingar missa rétt til bóta á næsta ári og gætu þá þurft á fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna að halda. „Við fáum skýr svör um að þetta verði ekki fram- lengt en við er- um í viðræðum sem eru á mik- ilvægu stigi um hvaða leiðir eru færar til að tak- ast á við það sem mikilvægast er, að koma fólki í einhverja virkni svo það festist ekki á bótum og svo hvernig þetta verður fjármagnað,“ segir Halldór Halldórsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Stjórn sambandsins kom saman í gær þar sem staða þessara mála var rædd. Tryggingagjald ekki lækkað Halldór segir blasa við að vand- inn vegna kostnaðarins færist yfir á sveitarfélögin án þess að ríkið geri neitt á móti. ,,Það á til dæmis ekki að lækka tryggingagjaldið. Við munum því þurfa að borga jafn hátt hlutfall í tryggingagjald, sem er mjög undarlegt, svo vægt sé til orða tekið. Það gæti verið liður í þessu að þar verði slakað á.“ Kostnaðarauki sveitarfélaganna verður mikill að óbreyttu. Hug- myndir um að framlengja bráða- birgðaákvæði um t.d. hálft ár til viðbótar myndi auðvelda sveitar- félögunum verkefnið lítillega en ekki skipta neinum sköpum skv. upplýsingum Halldórs. omfr@mbl.is Viðræður „á mikilvægu stigi“  Ekki sér enn til lands í viðræðum vegna atvinnulausra sem missa bótarétt frá áramótum eftir fjögur ár á bótum  Ekki stendur til að lækka tryggingagjald sveitarfélaganna en það gæti greitt fyrir lausn Óleystur ágreiningur » Sveitarfélögin benda á að ef atvinnulausir taka ekki vinnu sem býðst missa þeir bætur en hið sama á ekki við um þá sem njóta fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga en þiggja ekki vinnu eða nýta tækifæri sem eru í boði. Halldór Halldórsson Árna Jóni Árnasyni, meðeiganda hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte, reiknaðist til að hjá ónafngreindu botnfiskfyrirtæki í sjávarútvegi myndu veiðigjöldin hækka úr 11% árið 2011 í 61% árið 2018, þegar áhrifa gjald- anna tekur að gæta að fullu. Þessi 11% og 61% eru hlutföll af EBITDA- hagnaði; fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Þá myndi það taka sama fyrirtæki 53 ár að greiða niður tiltekið lán sem það hefði verið 11 ár að greiða niður fyrir hækkunina. „Skipin munu hanga saman á málningunni þangað til hún gefur sig,“ sagði Árni Jón og tók þannig dæmi um áhrif þess þegar fyrirtæki hættir að geta fjárfest í rekstri og viðhaldi tækja vegna íþyngjandi gjalda. „Útreikningurinn á umframrentu í greininni er ekki nægjanlega vandaður,“ sagði Árni Jón. „Ef umræddu botnfiskfyr- irtæki er ekki gert kleift að fjárfesta og standa undir eðlilegri fjárbindingu í rekstrinum mun það leiða til gjaldþrots þess eða þá að eigendur þurfa að leggja fram viðbótarfé án vonar um arðsemi.“ Gjaldið hækkar úr 11% í 61% DELOITTE METUR ÁHRIF GJALDANNA Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði arðsemi í íslenskum sjávarútvegi hafa aukist nánast samfellt síðan um miðjan níunda áratuginn, árang- ur sem væri að þakka markaðsstarfi og kvótakerfinu. Með því hefði áherslan færst frá magni yfir í vöruþróun og aukna arðsemi. Fjárfestingarþörfin vanmetin Daði Már setti spurningarmerki við aðferðafræðina sem er notuð til að reikna út auðlindarentu. „Þetta er skapað með fjárfest- ingu. Þetta er ekki eitthvað sem verður til eða rennur frá auðlind- inni. Þetta er skapað með fjárfest- ingu í kvóta. Þetta er skapað með fjárfestingu í tækni, fjárfestingu í markaðsstarfi, fjárfestingu í mann- auði. Þetta eru fjárfestingar. Vanda- málið er það að eins og umfram- hagnaður er reiknaður í dag eru engar af þessum fjárfestingum teknar inn í fjármagnsþörf fyr- irtækis. Þetta er mér að sönnu áhyggjuefni. Ég tel að þetta sé að stærstum hluta afrakstur fjárfest- inga og ætti þess vegna að vera hluti af fjármagnsþörf sjávar- útvegsins,“ sagði Daði Már og vék að fyrirhugaðri aukningu á þorsk- kvóta úr Barentshafi úr 751.000 tonnum í 940.000 tonn, aukningu sem skiptist milli Norðmanna og Rússa. Með því myndi samkeppnin við ís- lenskan þorsk aukast verulega. „Hverjum ætlum við að selja þennan stóra fisk þegar Norðmenn eru að fara að veiða 100.000 tonnum meira sem þeir þurfa líka að selja bara á næsta ári? ... Ætlum við í al- vörunni að draga máttinn úr mark- aðsstarfinu með því að viðurkenna það ekki sem eðlilega fjárfestingar- þörf?“ spurði Daði Már. Morgunblaðið/Eggert Meðal ræðumanna Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi á fundi LÍÚ. Veiðarnar munu ekki lengur borga sig  Áhrif veiðigjalda á útgerðina krufin á aðalfundi LÍÚ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.