Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 10
Það er íslenskur siður að börn og einstaka unglingar klæði sig í bún- inga á sjálfan öskudaginn og gangi um bæinn syngjandi og trallandi. Hrekkjavakan hef- ur hins vegar ekki verið ofarlega á baugi hjá Íslend- ingum. Á þessu er að verða breyting og má m.a. þakka það þeim fjölda sem sækir nám eða vinnu vestur yfir haf. Það fólk tekur oftar en ekki heim með sér hefðir eins og hrekkja- vöku. Munurinn á hrekkjavöku annars vegar og öskudeginum hins vegar er sá að á hrekkjavökunni á Íslandi eru það helst þeir full- orðnu sem klæða sig í hin ýmsu gervi og gera sér glaðan dag. Það eru hins vegar ekki margir sem selja búninga fyrir fullorðið fólk en það gerir versl- unin Hókus Pókus og má finna margt fróðlegt á heimasíðu hennar, www.hokuspokus.is, og ættu allir sem leita að búningum að kíkja inn á síðuna og sjá hvað er í boði fyrir hrekkjavökuna. Vefsíðan www.hokuspokus.is Búningar Á heimasíðu Hókus Pókus er að finna fjölda búninga. Hókus pókus fílíókus 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Í dag fagna landsmenn fyrsta vetr- ardegi og því tilvalið að skella sér í bæinn og gæða sér á gómsætri ís- lenskri kjötsúpu á Skólavörðustígn- um. Þetta er tíunda árið í röð sem vetri er fagnað með rjúkandi heitri kjötsúpu á Skólavörðustígnum og að þessu sinni verður meira af súpu í pottunum en nokkru sinni fyrr, eða ríflega 1.500 lítrar. Það eru sauð- fjárbændur, Íslenskt grænmeti og verslunar- og fyrirtækjaeigendur á Skólavörðustígnum sem bjóða gest- um og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu. Alls verður boðið upp á kjötsúpu á fimm stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönn- um landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi. Feðgarnir Friðgeir Ingi og Eiríkur á Hótel Holti verða við verslun Eggerts feldskera, Stefán Melsteð og Sigurgísli á SNAPS ausa sinni súpu við Handprjónasam- bandið. Fyrir utan Sjávargrillið skenkir Gústav Axel Gunnlaugsson og venju samkvæmt verða Úlfar Ey- steinsson og félagar á Þremur Frökk- um við Hegningarhúsið og við Osta- búðina verða svo Jóarnir tveir við pottana að ausa sælkerasúpunni fyrir gesti. Auk þess að koma og gæða sér á ljúffengri súpu geta gestir látið gott af sér leiða og lagt bændum lið sem urðu hvað verst úti í hamför- unum sem gengu yfir landið fyrr í haust, því tekið verður á móti tómum umbúðum til söfnunarinnar. Fyrsti dagur vetrar haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg Hátt í 1.500 lítrar af kjötsúpu á Skólavörðustíg Morgunblaðið/Ómar Kjötsúpukynning Guðni Ágústsson aðstoðar við kjötsúpugerðina. Morgunblaðið/Eyþór Ísland Kjötsúpan er ómissandi í kuldanum sem kemur með vetrinum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g var lögreglumaður í fyrra, en reyndar var ég ekki í alvöru löggu- fötum heldur búningi sem ég keypti mér og samanstóð af löggukjól og löggu- húfu,“ segir Ásta Lovísa Arnórsdóttir en hún hefur undanfarin tvö ár haldið heljarinnar hrekkjavökupartí á þess- um árstíma. „Þetta kom nú þannig til að ég og Katrín Dögg Valsdóttir vin- kona mín eigum sama afmælisdag og sá dagur er nálægt hrekkjavökudeg- inum 31. október. Okkur datt því í hug að bjóða til veislu sem væri bæði sameiginleg afmælisveisla okkar en líka hrekkjavökupartí. Það lukkaðist vel og við endurtókum þetta í fyrra. Þetta hafa verið um tuttugu til þrjá- tíu manna partí og mikið fjör. Við keyptum allskonar skraut, hengdum upp nokkrar leðurblökur og bök- uðum lagkökur með sex mismunandi litum lögum, sem áttu að standa fyrir regnbogann. Á kökurnar skrifuðum við með kremi: LEGENDARY og EPIC,“ segir Ásta Lovísa og bætir við að núna um helgina ætli hún að halda í þriðja sinn svona partí, en því miður sé vinkona hennar í námi í út- löndum svo þetta verði einfalt afmæli en ekki tvöfalt eins og í hin skiptin. Sumir taka þetta alla leið Ásta Lovísa segir að það sé mjög skemmtilegt að halda búningapartí, það sé ekki ósvipuð tilfinning og að klæða sig upp í fín föt, nema með öf- ugum formerkjum. „Það er misjafnt hversu mikla vinnu fólk leggur í bún- ingana, sumir skella bara á sig grímu Blóðug partí á hrekkjavökunni Hrekkjavakan er næsta miðvikudag en flestir hér á landi taka forskot á sæluna og nota helgina til að fagna hátíðinni. Ásta Lovísa er ein af þeim sem ætla að blása til slíkrar veislu en hún hefur ásamt vinkonu sinni haldið afmælis-hrekkjavöku- partí undanfarin ár þar sem allir gestir verða að mæta í búningum. Skrautleg Þessi fékk verðlaun fyrir frumlegan búning, hún var LSD. Sprell Málarinn og þessi doppótta stúlka skemmtu sér vel. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.