Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Í dag laugardag verður frumsýnd fyrsta herralínan frá glænýju merki JÖR by Guðmundur Jörundsson. Guð- mundur Jörundsson fatahönnuður hannaði línuna en hann starfar einnig sem yfirhönnuður fyrir fatamerkið Kormákur & Skjöldur. Nokkur áherslumunur er milli þessara merkja en stefnt er að markaðssetningu JÖR by Guðmundur Jörundsson á inn- lendum og erlendum markaði á með- an hönnun undir merki Kormáks & Skjaldar verður sem fyrr einkum til sölu í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar. Með nýju vor- og sumarlín- unni sem ber nafnið JEWLIA, hefur Guðmundur skapað nýjan heim og við hönnunina hefur hann leitað út fyrir þann ramma sem hann er hvað þekktastur fyrir í hönnun sinni fyrir Kormák & Skjöld. Sýningin verður haldin efst í turninum á Höfðatorgi. Vor- og sumarlínan JEWLIA frumsýnd í dag JÖR er glæný herralína Hrekkir og blóð Ásta Lovísa í löggubúningi ásamt tveimur blóðugum vinum sínum í stuði í hrekkjavökupartíi. og mæta en aðrir taka þetta alla leið, pæla mjög mikið í hvernig búning- urinn eigi að vera og leggja mikla vinnu í þetta allt saman, verða sér úti um fylgihluti og annað slíkt. Sumir kjósa til dæmis að vera uppáhalds- persóna úr einhverri hryllings- bíómynd eða bók og það getur verið heilmikið mál að útfæra það. Katrín var til dæmis mr. Burns úr The Simpsons,“ segir Ásta Lovísa og bæt- ir við að allur gangur sé á því hvort gestir hennar í hrekkjavökup- artíunum fái búningana eða fötin lán- uð, saumi sjálfir eða kaupi tilbúna búninga. Frábær stemning í bænum „Stundum eru þetta mjög fyndn- ir búningar og við veitum verðlaun fyrir besta búninginn bæði hjá strákum og stelpum. Kvenkynsbún- ingurinn sem fékk eitt sinn verðlaun var til dæmis mjög frumlegur og samanstóð af rauðum sundbol, skræpóttum leggings, fjólubláum sól- gleraugum og marglitri hárkollu. Sú sem klæddist þessum búningi sagðist vera LSD.“ Ásta Lovísa segir að hrekkja- vökusamkvæmum hafi fjölgað hér á landi undanfarin ár og að margir skemmtistaðir bjóði upp á eitthvað í tilefni hrekkjavökunnar um helgina, veiti til dæmis gestum í flottustu bún- ingunum verðlaun. „Við förum alltaf í bæinn eftir að veislunni lýkur heima og skemmtum okkur meðal allra þeirra sem eru þar í búningum. Það er rosalega gaman að djamma í bún- ingum og sérstök stemning fylgir því þegar bærinn er fullur af fólki í hrekkjavökubúningum.“ Gul Katrín frekar gul í framan enda var hún mr. Burns úr The Simpsons. Núna um helgina verða tvennir tónleikar í Hörpu með Solistenensemble Kaleidoskop en hún hef- ur undanfarin ár haslað sér völl sem ein framúr- stefnulegasta strengja- sveit Evrópu. Markmið hennar er að brjóta upp hið hefðbundna tónleika- form til þess að áhorf- endur upplifi tónlist á nýjan hátt. Tónleikarnir í kvöld, HARDCORE 3, eru settir á svið af listakonunni Aliénor Dauchez og áheyrendur sitja í miðju salarins, umkringdir hljóðfæra- leikurum sem flytja allt frá barokktónlist til nútímatónlistar. Elfa Rún Krist- insdóttir fiðluleikari mun leiða tónleikana. Tónlistarhátíð unga fólksins Tvennir tónleikar Kaleidoskop festival núna um helgina Birna Þórðardóttir hefur getið sér gott orð með gönguferðum sínum um borgina undir merkjum Menningar- fylgdar Birnu, þar sem hún býður upp á labbitúra í fótspor miðbæjarkatt- anna. Þá er spjallað og rölt um sögu- slóðir bæjarins, litið inn á vinnustof- ur og verkstæði. Í tilefni af kjötsúpu- degi Skólavörðustígsins í dag ætlar Birna að bjóða upp á sérstaka göngu- ferð frá Skólavörðuholtinu niður stíg- inn. Gangan hefst kl. 13 og henni lýk- ur neðarlega kl. 14. Nú er sannarlega lag að ganga með Birnu inn í veturinn og njóta dagsins. Endilega... ...skellið ykkur í Birnugöngu Morgunblaðið/Ómar Birna Þórðar Við Hegningarhúsið. Gullsmiðadagurinn laugardaginn 27. október Kíktu til gullsmiðsins þíns Hann tekur vel á móti þér Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu. Verið velkomin Akranes Dýrfinna gullsmiður Hafnarfjörður Fríða gullsmiður, Strandgötu 43 Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c Nonni gull, Strandgötu 37 Sign gullsmiðaverkstæði við smábátahöfnina Kópavogur Carat-Haukur gullsmiður, Smáralind Meba Rhodium, Smáralind Reykjanesbær Georg V. Hannah, úr og skartgripaverslun, Hafnargötu 49 Reykjavík Anna María Design, Skólavörðustíg 3 Aurum, Bankastræti 4 Gull og Silfur, Laugavegi 52 Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 Gullkistan, Frakkastíg 10 Gullkúnst Helgu, Laugavegi 11 Gullsmiðja Óla, Ingólfstorgi Gullsmiðurinn, Mjódd GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 Hún og hún, Skólavörðustíg 17b Meba Rhodium, Kringlunni Metal Design, Skólavörðustíg 2 Orr gullsmiðir, Bankastræti 11 Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5 Tímadjásn, skartgripaverslun, Grímsbæ Leifur Kaldal gullsmiður www.gullsmidir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.