Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ásamt dóttur sinni að Halldóri Laxness við- stöddum. Aldrei spurðist til mæðgnanna aftur. Vera Hertzsch var handtekin í Moskvu 1938 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu VIÐTAL Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Grund dvalar og hjúkrunarheimili á 90 ára afmæli mánudaginn 29. októ- ber. Heimilið er sjálfseignarstofnun og elsta dvalar- og hjúkrunarheimili landsins. Sama fjölskyldan hefur frá upphafi stýrt heimilinu, fyrst séra Sigurbjörn Á. Gíslason stjórn- arformaður, síðan sonur hans Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri til sextíu ára, og nú Guðrún Birna Gísladóttir sem er forstjóri Grundar í dag. Guð- rún Birna fæddist á Grund, hún ólst þar upp, börnin hennar og barna- börn eru skírð þar og í dag býr hún við hlið heimilisins. Fyrst var Grund í litlu húsi vestan við Sauðagerðistún þar sem nú er Kaplaskjólsvegur. Þegar það hús- næði var orðið of lítið fékk stjórn Grundar lóð við Hringbraut þar sem Grund er nú til húsa. Að ráðast út í byggingu húss sem Grund við Hringbraut var á þessum tíma var þrekvirki og margir spáðu því að húsið yrði aldrei klárað.“ En það komu ýmsir færandi hendi á Grund og Guðrúnu er í því sambandi minn- isstæð frásögn af því þegar Vestur- Íslendingar komu og gistu á heim- ilinu. „ Árið 1930 fengu Vestur- Íslendingar sem komu vegna Alþing- ishátíðarinnar að gista hérna og þeir borguðu svo vel fyrir gistinguna að það voru keypt húsgögn á heimilið fyrir þá fjármuni. Stór hluti þeirra er enn í notkun.“ Það kemur á daginn að húsgögnin frá 1930 eru ekki einu munirnir á Grund sem eru komnir til ára sinna því hrærivélin sem notuð er daglega er frá því í stríðinu. „Frá því í stríðinu?“ grípur blaðamaður undrandi fram í fyrir henni. „Já, frá árinu 1945,“ segir hún og kímir. Í tæp sextíu ár stýrði Gísli Sig- urbjörnsson heimilinu en Guðrún tók við sem forstjóri þegar hann lést árið 1994. „Róðurinn var oft þungur í rekstrinum fyrstu árin sem pabbi var forstjóri á heimilinu. En með út- sjónarsemi tókst honum að snúa honum á betri veg. Það má þó ekki gleyma því að mamma mín, Helga Björnsdóttir, stóð við hlið hans, vann með honum alla tíð og studdi hann með ráðum og dáð.“ „Það var meiriháttar að alast hér upp sem barn,“ segir Guðrún. „Við þekktum heimilisfólkið svo vel og lærðum til dæmis af því að prjóna og spila og auðvitað átti maður ömmur og afa í hverju horni sem voru að gauka að manni molum og ýmsu góð- gæti og við vissum alveg hvar við átt- um von á slíkum glaðningi í húsinu. Ég kynntist meira að segja kaffi- drykkju hjá henni Ástu Pjé heim- iliskonu og þá var ég sex ára gömul.“ Guðrún segir að fólkið hafi verið mun hressara á árum áður því þá fékk það að koma inn á heimilið fyrr en nú tíðkast. „Meðalaldurinn er orðinn svo hár í dag og fólk lasburða þar sem skilyrðin fyrir því að komast inn á hjúkrunarheimili hafa breyst. Í dag á fólk að búa heima hjá sér sem lengst og auðvitað er það sjálfsagt að fólk sem vill vera heima fái að vera þar. En á hinn bóginn eru aðrir sem kjósa félagsskap, en eru einir heima megnið af deginum og fyrir bragðið einmana og öryggislausir. Pabbi minn sagði alltaf við mig: Mundu það, Gunna mín, að einmanaleikinn fer verst með gamla fólkið. Það er hugað að því líkamlega en síður að því andlega.“ Bylting með lyftunni „Við vorum fjórar systurnar sem ólumst hérna upp og við yngsta syst- ir mín Helga, sem er látin, lékum okkur mikið saman. Hinar systur mínar tvær, Sigrún og Nína, eru eldri en ég. Þegar sundlaugin var tekin í notkun árið 1954 vorum við Helga systir mikið í henni um helg- ar. Þá fengum við að bjóða krökk- unum úr hverfinu í sund og það voru oft töluverð læti í okkur og mikill ærslagangur. Ég man sérstaklega eftir því þegar lyfta kom í húsið og það hefur verið á svipuðum tíma og sundlaugin var tekin í notkun. Þetta var svo mikið ævintýri. Við eyddum klukkustundum saman dag eftir dag í lyftunni. Það má segja að við höfum verið nokkurskonar lyftuverðir því aðalspenningurinn var að sjá hvort við færum upp eða niður og hverjir kæmu inn í lyftuna á hvaða hæð. Þetta kann að hljóma fyrir ungu fólki í dag eins og við höfum verið hálf- klikkaðar en á þessum tíma var það að ferðast með lyftu afar spennandi. Hún breytti líka miklu fyrir alla, bæði fyrir heimilisfólk sem átti erfitt með gang og svo fyrir starfsfólkið til að ferja milli hæða húsgögn, þvott, matvörur og svo framvegis.“ Guðrún segir að sér sé einnig minnisstætt andrúmsloftið um jólaleytið. „Við hjálpuðum til við að bera út jólakort- in og jólagjafirnar og svo fórum við með pabba um húsið og óskuðum öll- um gleðilegra jóla. Á þrettándanum pússuðum við eplin og stóðum svo í dyrunum þegar heimilisfólkið fór til síns heima eftir dansleikinn og gáf- um öllum epli. Hér bjuggu þá næst- um tvöfalt fleiri í húsinu eða um 380 manns og nú eru heimilismenn tæp- lega 200 talsins. Á þessum tíma var Grund eina elliheimilið þannig að ásóknin var mikil og fólk gerði sér að góðu miklu minna pláss en gert er í dag. “ Árið 1952 tók Grund að sér rekst- ur Dvalarheimilisins Áss í Hvera- gerði. Eiginmaður Guðrúnar, Júlíus Rafnsson, er framkvæmdastjóri í Ási og á Grund. Árið 2010 tók Grund að sér rekstur Markar hjúkrunarheim- ilis þar sem 110 heimilismenn búa og keypti einnig 78 þjónustuíbúðir. Þar er sonur Guðrúnar, Gísli Páll Páls- son forstjóri. „Ég hafði efasemdir um að það væri hagstætt að fara í svona fjárfestingar á þessum tíma, í miðri kreppu árið 2010. En það hefur sýnt sig að ákvörðunin var tekin á réttum tíma, íbúðirnar eru nánast allar farnar og kominn biðlisti eftir minni íbúðunum,“ segir Guðrún sem fæddist á Grund, býr við hlið heim- ilisins og stýrir því líka. Að fæðast og deyja á sama stað Morgunblaðið/Ómar Grund Guðrún Birna með heimilisfólkinu en hún stýrir þessari sjálfseignarstofnun.  Sama fjölskyldan hefur stýrt Grund frá því heimilið var stofnað árið 1922  Núverandi forstjóri, Guðrún, er þriðja kynslóðin  Guðrún fæddist á Grund og býr nú og vinnur á sama stað Fjölskyldan á Grund Guðrún og Helga systir með pabba. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir reitinn Einholt- Þverholt. Reiturinn afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti og hyggst Búseti reisa þar 200-230 íbúðir í 3-5 hæða húsum. Tillaga að deiliskipulagi hefur verið kynnt áður, m.a. á opnum kynningardegi fyrir hagsmunaaðila í maí og síðan með kynningarfundi í september. Í kjölfar fund- arins bárust athugasemdir frá fjórum einstaklingum. Einn íbúi í nágrenninu lýsti áhyggjum af því að um- ferð um Háteigsveg myndi aukast en í svari borgarinnar segir að ef höfð væri í huga sú starfsemi sem var í hús- unum sem viku vegna fyrirhugaðra nýbygginga megi segja að umferð muni ekki aukast umfram það, til lengri tíma litið. Tveir gerðu athugasemd við fjölda bílastæða og töldu þeir þau vera of fá. Vitnuðu þeir til skipulags- reglugerðar frá 1998, máli sínu til stuðnings. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skipulagsreglugerðin sé að vísu í gildi, að því marki sem hún stangist ekki á við ný skipulagslög frá 2011. Von sé á nýrri reglugerð og þar komi fram að ákvæði um lágmarksfjölda um bílastæði gildi aðeins ef ekki hafi verið mörkuð stefna í aðalskipulagi um bíla- stæðafjölda. Slík stefna liggi fyrir. Fjöldi bílastæða í til- lögunni miðist við staðsetningu reitsins og það sé stefna borgarinnar að fækka bílastæðum í borginni til að draga úr notkun einkabílsins. Fjórða athugasemdin laut einkum að formsatriðum. Miðað við fyrri starfsemi mun umferð ekki aukast  Nýtt deiliskipulag fyrir Einholt-Þverholt auglýst Nýtt Svona gætu nýbyggingarnar litið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.