Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Málþing með notendum Faxaflóahafna Mánudaginn 29. október, kl. 16:00 í þjónustumiðstöðinni á Skarfabakka Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings mánudaginn 29. október í þjónustumiðstöðinni á Skarfabakka. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. –• skipulagsmál. Gísli Gíslason, hafnarstjóri - rekstur og framkvæmdir á vegum• Faxaflóahafna sf. árið 2013. Þór Sigfússon – Íslenski sjávarklasinn.• Sigvaldi Jósafatsson – höfnin, togarar og ferðaþjónusta.• Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir – Viðey og tengslin við höfnina.• Umræður og fyrirspurnir.• Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Nýr leikskóli í Austurkór í Kópa- vogi, með rými fyrir 130 börn, verð- ur tekinn í notkun í ársbyrjun 2014. Verksamningur milli Kópavogs- bæjar og verktakafyrirtækisins Eyktar var undirritaður í vikunni af þeim Ármanni Kr. Ólafssyni bæj- arstjóra og Pétri Guðmundssyni, forstjóra Eyktar. Kostnaður nemur tæpum 307 milljónum króna. Sex aðilar tóku þátt í lokuðu alút- boði í sumar og voru tilboð opnuð í byrjun september. Tilboð Eyktar í byggingu og hönnun leikskólans var hagstæðast. Framkvæmdir hefjast von bráðar. Leikskólinn verður um 870 fer- metrar að stærð og er ráðgert að þar verði sex deildir. Þegar hann verður tekinn í notkun verður 21 leikskóli í bænum. Leikskólaplássum í bænum var í haust fjölgað um 42 og hafa öll börn sem fædd eru árið 2010 fengið pláss. Þá voru innrituð börn sem fædd eru í ársbyrjun 2011 en út- hlutunum fyrir þetta ár er lokið. Nýr leikskóli fyrir 130 börn í Kópavogi Á morgun, sunnudaginn 28. október, verður slegið upp balli fyrir alla fjölskylduna í Húnabúð, Skeif- unni 11, frá kl. 14:30-16:30. „Hér er tækifæri fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu og börnin að koma saman, taka lagið og/eða dansa gömlu dansana,“ segir í tilkynningu frá Gleðihringnum, sem stendur að samkomunni. Harmonikuhljómsveitin Neistabandið mun ásamt söngkonunni Ingibjörgu Jónsdóttur halda uppi fjör- inu. Sigvaldi Þorgilsson danskennari stýrir dansinum og verður danskennsla í boði fyrir þá sem það þurfa. Áhersla verður lögð á gömul og góð íslensk lög sem allir þekkja og er fólk sérstaklega hvatt til að taka undir sönginn með Ingibjörgu og munu textablöð liggja frammi. Miðaverð er kr. 1.200 en frítt fyrir börn að 16 ára aldri. Samkoma kynslóðanna í Húnabúð Ball Nikkan verður þanin í Húnabúð. Í dag, laugardaginn 27. október, halda félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) hátíðlegan gull- smiðadaginn í annað sinn. Markmið gullsmiðadagsins er að vekja athygli á fagmennsku í grein- inni og fræða almenning um störf gullsmiða og mikilvægi þess að versla við faglærða. Þetta árið ætla gullsmiðir að leggja áherslu á þrif og almennt viðhald á skartgripum og bjóða gestum og gangandi að koma með uppáhaldsskartgripinn sinn, fá létt þrif á honum og spjalla við fag- manninn. Gullsmiðir verða til taks í verslunum og verkstæðum sínum og svara þeim spurningum sem brenna á vörum gesta. Gullsmiðir opna verkstæði sín í dag Líf, styrktarfélag, sem styður við konur og fjölskyldur þeirra á kvennadeild Landspítalans, býður til opins fræðslufundar um konur og kynheilsu í barneignaferli og langvarandi veikindum. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. okt. í Háskólanum í Reykjavík (HR), stofu M 209, 2. hæð og hefst kl. 12.00. Erindi flytja Edda Sveinsdóttir og Hilda Friðfinnsdóttir ljósmæður og kynfræðingarnir Áslaug Krist- jánsdóttir og Sigríður Dögg Arn- ardóttir. Rætt um kynheilsu STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Það berast góð tíðindi frá fræðsluyfirvöldum í Reykjanesbæ. Árangur í samræmdu prófum 10. bekkja í íslensku, stærðfræði og ensku hefur aldrei verið jafn góður og nú. Flestir skólanna voru yfir landsmeðaltali í tveimur fögum en Njarðvíkurskóli náði þeim einstaka árangri að vera yfir landsmeðaltali í öllum fögunum þremur.    Leik- og grunnskólar bæj- arins vinna nú samkvæmt stefnu- mótun sem fræðslusvið Reykjanes- bæjar hóf fyrir um ári og vann þrotlaust að allan síðasta vetur, að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar, fræðslustjóra í Reykjanesbæ. Um er að ræða framtíðarsýn fyrir bæði skólastigin þar sem sér- stök áhersla er lögð á að leggja grunn að bættum árangri barna í læsi og stærðfræði. Þá er einnig lögð áhersla á aukna samvinnu milli leikskóla og annarra skólastiga.    Lestur er grunnur að góðum námsárangri, það hefur lengi verið vitað. Í kynningu á framtíðarsýn leik- og grunnskóla Reykjanes- bæjar er bent á að hverjum ein- staklingi sé nauðsynlegt að ná góð- um tökum á lestrarfærni, það skipti sköpum fyrir lífsgæði hvers og eins. Bókasafn Reykjanesbæjar hef- ur verið með útibú í flestum leik- skólum bæjarins frá árinu 2007 og nú streyma inn á Bókasafnið nýjar bækur, stundum nefnt jólabókaflóð. Öll börn fá ókeypis bókasafns- skírteini á almenningsbókasafninu til 18 ára aldurs, gegn ábyrgð for- eldris eða forráðamanns. Nú eiga allir að geta farið eftir tilmælum fræðsluyfirvalda og lesið fyrir börn- in.    Leynist í barninu ljóðskáld? Ljóðasamkeppnin, Ljóð unga fólks- ins, sem haldin hefur verið fyrir 9- 16 ára börn um allt land fyrir til- stuðlan samstarfshóps skóla- og al- menningsbókasafna, er nú haldin í sjöunda sinn. Umsjónarmenn í ár er sam- starfshópur í Kópavogi, en börn í Reykjanesbæ geta komið ljóðum til síns skólabókasafns eða beint á al- menningsbókasafnið, sem sér um að koma ljóðunum til Kópavogs. Ljóðskáldum er skipt niður í 2 hópa eftir aldri, 9-12 ára og 13-16 ára. Verðlaun og viðurkenningar eru veitt fyrir bestu ljóðin. Skila- frestur er til 1. desember nk.    Erlendir ferðamenn eru nokk- uð duglegir að heimsækja Reykja- nesbæ yfir vetrartímann, ef marka má nýlega könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu á landinu síðastliðinn vetur. Þar er Reykjanesbær í 6. sæti af þeim 35 stöðum sem spurt var um. Úrtakið var 4.512 manns, en net- föngum hafði verið safnað með skipulögðum hætti á komu- og brottfarasvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Svarhlutfall var 52,6%.    Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að veita stuðning í baráttu SÁÁ undir heitinu „Betra líf“. Fjármunir til verkefnisins eru til í gegnum áfeng- isgjald sem þegar er innheimti, að því er fram kom á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag. Markmið SÁÁ er að gerbylta lífsgæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavands og bæta þar með samfélagið allt.    Engin afsökun fyrir plássleysi er nú tekin gild þegar kemur að líkamsrækt innanhúss. Tvær nýjar líkamsrækt- arstöðvar hafa verið opnaðar í Reykjanesbæ og bætast við flóruna sem fyrir er. Sporthúsið í íþrótta- húsinu á Ásbrú og Metabolic-stöð á Smiðjuvöllum, þar sem Húsasmiðj- an var áður til húsa. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Árangur erfiðisins Þessar námsmeyjar úr Njarðvíkurskóla undu glaðar við sitt þegar niðurstöður samræmdra prófa komu í hús. Skólinn náði þeim einstaka árangri að vera yfir landsmeðaltali í öllum fögunum þremur. Sögulegur árangur í samræmdum prófum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.