Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ● Íslandsbanki hefur hafið endurútreikning á lánum einstaklinga og fyrirtækja sem bankinn telur að falli undir dóma Hæsta- réttar frá 15. febrúar og 18. október sl. Um er að ræða ólög- mæt gengistryggð lán sem lántakar hafa greitt af í samræmi við gildandi skilmála á hverjum tíma, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka. Bankinn telur að dómurinn frá 18. október taki einnig til ákveðinna lána sem tekin voru til skemmri tíma en þau sem reyndi á í dómunum og hefur bankinn því að auki hafið endurútreikn- ing á ólögmætum gengistryggðum bíla- lánum og bíla- og kaupleigusamn- ingum. Samkvæmt bráðabirgðaúttekt er samtals um að ræða að minnsta kosti 6.000 lán/samninga. Íslandsbanki mun halda þeim við- skiptavinum bankans sem endurút- reikningurinn snertir upplýstum um framgang mála, segir ennfremur í til- kynningu Íslandsbanka. Íslandsbanki endur- reiknar bílalán FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það er mjög þýðingarmikið fyrir íslensk stjórnvöld að „brenn[a] engar brýr að baki sér“ áður en það liggur ljóst fyrir hver sé raunveru- leg erlend skuldastaða þjóðarbúsins. Meðan sú óvissa varir þarf því að stöðva gjaldeyrisflæði frá landinu á vegum erlendra aðila. Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum og er unnið af mörgum sérfræðingum á fjármálamarkaði, en þar segir ennfremur, í tengslum við fyrirhug- aða nauðasamninga þrotabúa föllnu bankanna, að nauðsynlegt sé fyrir Ísland að byggja „upp sterka samningsstöðu gagnvart vogunarsjóð- um ef í ljós kemur innan fárra ára að ekki sé til nægur gjaldeyrir til að greiða gjaldeyrisskuld- ir“. Rétt eins og fram kom í fréttaskýringu við- skiptablaðs Morgunblaðsins í fyrradag bendir flest til þess að raunveruleg erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé neikvæð um hátt í 100% af vergri landsframleiðslu, sem er um tvöfalt verri skuldastaða en nýjustu hagtölur Seðla- bankans sýna. Af þeim sökum er það mat sér- fræðinganna að ef staðan sé svo slæm, að eng- inn gjaldeyrir verður eftir í landinu sökum hárra greiðslna af vöxtum og afborgunum af erlendum lánum, þá verði stöðu „þjóðarbúsins ekki lýst með öðrum hætti en að hún sé graf- alvarleg“. Gætum eignast óskuldsettan forða Í minnisblaðinu, sem hefur verið sent á ýmsa ráðamenn og embættismenn á undanförnum dögum, er lagt til að Seðlabankinn neiti skila- nefndum Kaupþings og Glitnis um að fara í nauðasamninga. Afleiðingar þessa myndu þýða að Kaupþing og Glitnir yrðu teknir til gjaldþrotaskipta. Í ljósi þess að gjaldþrota banki má ekki eiga ráðandi hlut í nýju bönk- unum – Arion banka og Íslandsbanka – þyrftu þrotabúin að selja eignarhluti sína hratt. Á það er bent að ef slíkt yrði gert á tiltölulega lágu verði, myndi hrein erlend skuldastaða þjóðar- búsins batna. „Til að vinna í anda neyðarlag- anna,“ segir hins vegar í minnisblaðinu, „mætti þó greiða forgangskröfur út í gjaldeyri eins og gert hefur verið. Myndi það líklega leiða til lausnar á Icesave deilunni.“ Það er ennfremur talið þýðingarmikið að vogunarsjóðirnir, en heimildir herma að um 80% krafna Kaupþings og Glitnis hafi tekið eigendaskiptum frá hruni bankanna, fái ekki fullt forræði yfir eignum þrotabúanna. Á það er bent að tilgangur flestra vogunarsjóða sé að selja eignir sem fyrst fyrir gjaldeyri til að geta greitt sínum fjárfestum og því megi telja lík- legt að sjóðirnir leitist við að finna lausnir sem snúa að því að greiða út gjaldeyri sem fyrst. „Ekki má vanmeta kunnáttu og reynslu vog- unarsjóðanna til að finna lausnir á sínum við- fangsefnum.“ Í öðru lagi, að mati þeirra sérfræðinga sem skrifuðu minnisblaðið, þarf að búa svo um hnútana að útgreiðslur úr þrotabúunum verði í íslenskum krónum og að þær verði sérmerktar undir fjármagnshöftum eins og aflandskrónur. Að öðrum kosti er hætt við því erlendu kröfu- hafarnir, sem ættu krónurnar, myndu reyna að finna leiðir til að kaupa eignir á Íslandi, sem hægt yrði að flytja til útlanda og skipta í gjald- eyri. Samið eftir að skuldastaðan er ljós Í þriðja lagi þarf að tryggja að þrotabúin selji allan sinn gjaldeyri til Seðlabankans í skiptum fyrir krónur. Með því móti, telja höf- undar minnisblaðsins, „gæti ríkið eignast óskuldsettan gjaldeyrisforða sem liðkar fyrir afléttingu gjaldeyrishafta að öðru leyti en gagnvart þrotabúunum og aflandskrónu- eigendum“. Uppgjöri annars vegar eigna gömlu bank- anna og hins vegar aflandskróna gæti verið háttað með þeim hætti, er bent á í minnis- blaðinu, að vogunarsjóðirnir og Íslendingar kæmust að samkomulagi eftir að hin erlenda skuldastaða þjóðarbúsins er komin í ljós. Ef ekki verður aftur á móti hægt að ná samkomu- lagi, sökum þess að vogunarsjóðirnir „vilja fá meiri gjaldeyri en þjóðarbúið getur greitt og leiðir til óstöðugleika í gengis- og peningamál- um, verða vogunarsjóðirnir að vera áfram inni í einhverju formi hafta.“ Má ekki vanmeta vogunarsjóði Morgunblaðið/Eggert Seðlabankinn Sérfræðingar segja brýnt að stjórnvöld brenni engar brýr að baki sér.  Í minnisblaði sérfræðinga á fjármálamarkaði er lagt til að Seðlabankinn neiti að samþykkja nauða- samninga þrotabúanna  Búin verði tekin til gjaldþrotaskipta  Allur gjaldeyrir fari til Seðlabankans ● Atvinnuleysi mældist rúmlega 25% á Spáni á þriðja ársfjórðungi en tugir þúsunda starfa voru lagðir niður frá júlí til september, samkvæmt tölum frá Hagstofu Spánar. Alls mælist atvinnuleysið 25,02% á þriðja ársfjórðungi sam- anborið við 24,63% á öðrum ársfjórðungi. Niðurskurður ríkisstjórnar Marianos Rajoy hefur mætt mikilli andstöðu meðal almennings á Spáni og hefur verið boðað til allsherjarverkfalls þar 14. nóvember næstkomandi. Atvinnuleysið er mest meðal ungs fólks en 52,34% fólks á aldrinum 16-24 ára eru án atvinnu. Á öðrum ársfjórðungi mældist at- vinnuleysið 53,27% hjá þessum hópi. Liðlega fjórði hver Spánverji án atvinnu ● Fyrsta áfanga að skráningu Eimskips er lokið en lokuðu útboði í 20% hlut í félaginu er lokið. Umframeftirspurn var í útboðinu, en samtals bárust tilboð fyr- ir yfir 12.000 milljónir króna frá fjár- festum. Tilboðum var tekið fyrir 8.340 millj- ónir króna á verðinu 208 kr. á hlut. Umframeftirspurn                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,12.,, +,-.-3 ,,.113 ,+.40 +0.4+- +52.-3 +.24-+ +42.3, +3/.+0 +,-.-0 ,12.-, +,0.+5 ,,.1- ,,.1/2 +0.4-, +53.+/ +.31+0 +43., +3/.3/ ,,-.+-15 +,0.10 ,13.,, +,0.2 ,,.+5/ ,,.++ +4.1,- +53.2, +.3132 +43.-0 +32.+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Seðlabankinn var „ekki [...] fylgjandi“ þeim breytingum sem Alþingi gerði á lögum um gjaldeyrismál í mars síðastliðnum, sem vörð- uðu tilslökun á „útgreiðslu gjaldeyris sem þegar var laus til ráðstöfunar þegar lögin voru sett“. Þetta kemur fram í svari Seðla- bankans við fyrirspurnum Morgunblaðsins. Bankinn bendir ennfremur á að honum hafi einnig verið gert að birta reglur um ráð- stöfun gjaldeyris af sölu annarra eigna sem ekki eru líklegar til að valda óstöðugleika. „Var þetta gert til þess að koma til móts við kröfu frá slitastjórnum, sem ýmsir þingmenn tóku undir.“ Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi lagst gegn þessari breytingartillögu segir hann ákvæðið ekki líklegt „til að valda óstöð- ugleika þar sem hann mun ekki gefa út regl- ur nema að stöðugleiki sé tryggður. Það kann að þýða að reglurnar verði þrengri en ella.“ Spurður um þrýsting af hálfu slitastjórna um að Seðlabankinn samþykki nauðasamn- inga segir bankinn sér vera „kunnugt um áhuga“ þeirra á að ljúka samningum. Þegar undanþágubeiðnir berist muni þær hins veg- ar því „aðeins [verða] veittar að nauðasamn- ingar valdi ekki óstöðugleika“ og muni bank- inn „taka þann tíma sem þarf“ í þeim efnum. Seðlabankinn segir óvissu um „skuldastöðu þjóðarbúsins ekki skipta þar meginmáli vegna þess að Seðlabankinn mun gera kröfu um að þannig verði um hnúta búið að hvert þrotabú um sig valdi ekki óstöðugleika.“ Seðlabankinn studdi ekki breytingar „ÝMSIR ÞINGMENN“ KOMU TIL MÓTS VIÐ KRÖFUR FRÁ SLITASTJÓRNUM Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.