Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 30
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Síðustu áratugi hafa demókratar yfirleitt notið mun minni stuðnings en repúblikanar meðal hvítra kjós- enda, sem eru um 74% allra kjósend- anna, en í síðustu forsetakosningum fékk Barack Obama meira fylgi með- al hvítra en öll önnur forsetaefni demókrata síðustu áratugi, að Bill Clinton undanskildum. Útlit er fyrir að á þessu verði mikil breyting í kosningunum 6. nóvember og munurinn á fylgi frambjóðendanna eftir kynþáttum verði sá mesti frá 1988. Hvorki meira né minna en 91% af fylgi Mitts Romneys kemur frá hvítum kjósendum en líklegt er að um 80% af kjósendum úr röðum minnihlutahópa kjósi Barack Obama forseta, ef marka má nýja viðhorfs- könnun The Washington Post. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Obama 43% af atkvæðum hvítra kjósenda, jafnmikið hlutfallslega og Bill Clinton árið 1996 þegar hann sigraði repúblikanann Bob Dole og Ross Perot, forsetaefni Umbóta- flokksins. Það var þá mesta fylgi sem demókrati hafði fengið meðal hvítra í forsetakosningum í tvo áratugi. Könnun The Washington Post bendir til þess að munurinn á fylgi Obama og Romneys meðal hvítra kjósenda sé nú 23 prósentustig. Um 60% þeirra segjast ætla að kjósa Romney en 37% Obama. Forsetinn hefur einkum misst stuðning í þremur hópum hvítra kjósenda, þ.e. karlmanna, kjósenda án háskólamenntunar og óháðra. Hvítir óháðir kjósendur eru tæpur helmingur þeirra hvítu kjósenda sem studdu Obama fyrir fjórum árum en segjast nú ætla að kjósa Romney. Rúm 90% allra þeirra sem ætla að snúa baki við Obama koma úr röðum hvítra kjósenda, að sögn The Was- hington Post. Munurinn á fylgi frambjóðenda eftir kynþáttum hefur ekki verið við- líka mikill frá árinu 1988 þegar 59% hvítra kjósenda studdu repúblikan- ann George Bush eldri, en 40% demókratann Michael Dukakis. Um 78% kjósenda úr röðum minnihluta- hópa kusu þá Dukakis og 20% Bush. Fái Obama minna en 40% fylgi meðal hvítra kjósenda, eins og nýja könnunin bendir til, verður það minnsta fylgi demókrata í forseta- kosningum meðal hvítra frá árinu 1984 þegar Ronald Reagan fékk 64% fylgi og Walter Mondale 35% í þess- um kjósendahópi. Vaxandi gjá milli kynþáttanna er einnig áhyggjuefni fyrir repúblikana þegar til lengri tíma er litið þar sem hlutfall hvítra kjósenda hefur lækk- að um 2% að meðaltali milli hverra forsetakosninga síðustu áratugi. Biðlað til kvenna Þess ber einnig að geta að Obama stendur tiltölulega betur að vígi með- al hvítra kjósenda í nokkrum lykil- ríkjum, sem gætu ráðið úrslitum, en í öðrum ríkjum. Í Ohio er Romney t.a.m. með sex prósentustiga forskot meðal allra hvítra kjósenda, en Obama er þó með jafnmikið forskot meðal hvítra kvenna í ríkinu, ef marka má könnun vikuritsins Time. Talið er að konur geti skipt sköp- um í forsetakosningunum og Rom- ney hefur því lagt kapp á að auka fylgi sitt meðal þeirra. Hugsanlegt er að einn frambjóðenda repúblikana í öldungadeildarkosningunum, Rich- ard Mourdock, hafi torveldað þetta þegar hann lét þau orð falla í sjón- varpskappræðum á dögunum að þunganir, sem yrðu við nauðgun, væru „vilji Guðs“. Romney lýsti því strax yfir að hann væri alveg ósam- mála Mourdock um þetta en vildi ekki falla frá stuðningi sínum við hann. Ummæli Mourdocks gáfu þó Obama og stuðningsmönnum hans færi á að lýsa repúblikönum sem öfgamönnum í málefnum kvenna. Einn af aðstoðarmönnum Rom- neys, John Sununu, dró í gær til baka ummæli sín um að Colin Powell, fyrrv. utanríkisráðherra, hefði lýst yfir stuðningi við Obama vegna þess að þeir væru báðir blökkumenn. Ummælin kyntu undir umræðunni um kynþáttagjána en eru ekki talin jafnskaðleg fyrir Rom- ney og nauðgunarummælin. Obama missir fylgi meðal hvítra  Rúm 90% af fylgi Mitts Romneys koma frá hvítum kjósendum  Um það bil 80% kjósenda úr röðum minnihlutahópa styðja Barack Obama  Stefnir í mesta mun á kjörfylgi eftir kynþáttum frá árinu 1988 AFP Spennandi barátta Piltur hlýðir á ræðu Obama á flugvelli í Ohio. Heimild: RealClearPolitics Lykilríki í kosningabaráttunni Tíu dögum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er mikil óvissa um úrslitin í svonefndum lykilríkjum. 10 ríki gætu ráðið úrslitum í forseta- kosningunum. Samanlagt eru þau með 131 kjörmann sem kýs forseta Bandaríkjanna endanlega BA N DA R Í K I N Barack Obama Mitt Romney Fylgi Obama Fylgi Romneys Virginía 13 Fjöldi kjörmanna 48,3 47,9 47,0 48.2 49,5 48,8 44,8 45,2 50 48,8 46,8 48,2 47.8 49,6 46,8 xx% xx% 46,8 47.4 48,7 46,8 45,8 29 4 10 206 xx 9 6 Ohio Flórída New Hampshire Wisconsin Michigan Pennsylvania IowaColoradoNevada Atkvæði 270 kjörmanna duga til sigurs 131 í lykilríkjum 201 206 538 kjörmenn alls 16 18 Powell styður Obama » Colin Powell, sem var utanríkisráðherra í stjórn George W. Bush, hefur lýst yfir stuðningi við Obama. Yfirlýs- ingin fór fyrir brjóstið á mörg- um repúblikönum. » Einn af aðstoðarmönnum Romneys, John Sununu, fyrrv. ríkisstjóri New Hampshire, ýjaði að því að Powell styddi Obama vegna þess að þeir væru báðir blökkumenn. 30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Silvio Berlusconi, fyrr- verandi forsætisráð- herra Ítalíu, var dæmd- ur í fjögurra ára fangelsi í undirrétti í gær fyrir skattsvik í tengslum við fjölmiðlafyrirtæki hans, Mediaset, en dómurinn var svo mildaður niður í eitt ár. Berlusconi var jafnframt bannað að gegna opinberu embætti í fimm ár. Berlusconi var ákærð- ur fyrir að hafa keypt og blásið upp verð á dreifingarrétti á kvik- myndum sem keyptur var af skúffufyrirtækjum í hans eigu og síðan seldur aftur til Mediaset. Fastlega er gert ráð fyrir því að Berlusconi áfrýi dómnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Berlusconi er ákærður fyrir þátttöku í viðskiptalífinu. Hann hefur hins vegar hingað til ekki verið sakfelldur, nema í undirrétti og dómi þá verið snúið við hjá áfrýjunardómstóli. Berlusconi dæmdur í fangelsi í undirrétti Hættur Berlusconi með lögregluþjónum í Róm. Hann er 76 ára og segist vera hættur í stjórnmálunum. ÍTALÍA AFP Umdeilt leikrit um fjöldamorðingjann, sem varð 77 manns að bana í Noregi 22. júlí 2011, hefur verið sýnt fyrir fullu í húsi frá því að það var frumsýnt í Kaup- mannahöfn á mánudag. Uppselt er einnig á leikritið í Ósló þar sem það verður sett upp í dag og á morgun, að sögn fréttavefjar danska ríkisútvarpsins. Leikritið er einleikur eftir leikskáldið Christian Lollike og leik- arann Olaf Højgaard sem leikur fjöldamorðingjann. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að setja leikritið upp en segja það skyldu sína að fjalla um fjöldamorðin, „skelfilegasta atburð á norskri jörð frá síðari heims- styrjöldinni“. Uppselt á leikrit um fjöldamorðingjann NOREGUR Christian Lollike Orkuskot sem virkar strax! Lífrænt grænmetisduft fyrir alla Heilbrigð orka úr lífrænni næringu og fullt af andoxunarefnum Eykur vellíðan, skerpir hugsun, heilbrigði og frísklegt útlit. Börn, unglingar og fullorðnir finna mun á orku og úthaldi - Fyrir íþróttaæfingar, skólann og vinnuna Gefur góða líðan og dregur úr sælgætislöngun Blóðsykursjöfnun úr grænmeti er æskilegust fyrir alla. Kjörið fyrir sykursjúka. Meðmæli næringafræðinga - 100% náttúrleg uppspretta Brokkál Spínat Rauðrófur Salatkál – Gulrætur – Steinselja lífræn bætiefni fyrir allaFæst í: Lifandi markaður, Lyfjaveri, Krónunni og Hagkaup Ekkert erfðabreytt – Ekkert skordýraeitur – Engar geymslugeislanir Engin aukaefni, litar- eða bragðefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.