Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Nú er alþjóða- upplýsingadagur um stam nýliðinn. Mig langar því að varpa fram nokkrum hug- leiðingum mínum um stam og hvernig stam og samskipti geta átt samleið. Til hvers höfum við alþjóðaupplýsingadag um stam? Jú, til þess að vekja athygli á stami. Við kynnum félagið okkar og gerum hosur okkar grænar fyrir hugs- anlegum nýjum meðlimum. En dagurinn er alls ekki einungis ætl- aður fólki sem stamar. Hann er einmitt ætlaður til að uppfræða fólk sem stamar ekki og veita því innsýn í það hvernig er að stama. Við sem eigum við einhvern svona „erfiðleika“ að glíma eins og stam (má líka tala um „eig- inleika“) þekkjum vel það viðhorf að eitthvað sé að okkur, eitthvað sé ekki alveg í lagi, eitthvað sem þurfi að laga. Og þessi ut- anaðkomandi viðhorf verða mjög snemma okkar eigin viðhorf. Sum okkar reyna að nýta sér aðferðir til að stama minna, aðrir forðast það að stama. Það útheimtir að viðkomandi tali minna og sjaldnar en ástæða er til eða þá að hún/ hann skipti erfiðum orðum út fyrir léttari. Sem sagt, flest okkar hafa einhvern tímann reynt að fela stamið. Ef við lítum betur á málið þá komumst við hinsvegar að því að stamið sjálft er ekki upphaf og endir alls vandans. Og er eig- inlega bara lítið brot af honum. Við stömum jú bara þegar við töl- um, og við tölum til þess að eiga samskipti við aðra manneskju. Til þess að eiga samskipti við aðra manneskju þurfa báð- ar að vera opnar fyrir þessum samskiptum og það að önnur manneskjan stami þýðir ekki að úti sé um samtalið. Mesta ógnin er sú að mann- eskjan sem stamar ekki veit ekki hvernig hún á að bregðast við og sýnir viðmælanda sínum jafnvel óvirð- ingu (t.d. fer að hlæja, hermir eftir, tekur fram í, leggur honum orð í munn o.s.frv.). Þegar betur er að gáð er mjög skiljanlegt að þessi óstam- andi manneskja viti ekki hvernig hún á að bregðast við: hún hefur kannski aldrei lent í þvílíkum að- stæðum fyrr, gerir sér ekki grein fyrir hvað er að gerast, heldur að maður sé að fíflast og svo mætti lengi telja. Þess vegna er lyk- ilatriði fyrir okkur sem stömum, að segja fólki frá því og leiðbeina því hvernig við viljum að það bregðist við. Það auðveldar sam- skipti til muna og já, gerir okkur minna „fötluð“ og fólkið sem talar við okkur minna „fatlað“ líka, þ.e.a.s. hæfara til þess að eiga samskipti við okkur. Verum ófeim- in við að tala við fólk um stam. Þannig getum við átt góð og gjöful samskipti. Stamandi samskipti Eftir Guðbjörgu Ásu Jónsd. Huldudóttur Guðbjörg Ása Jónsd. Huldudóttir »Mesta ógnin er sú að manneskjan sem stamar ekki veit ekki hvernig hún á að bregð- ast við og sýnir viðmæl- anda sínum jafnvel óvirðingu. Höfundur er formaður Málbjargar, félags um stam. Það er ótvíræð niðurstaða þjóð- aratkvæðagreiðsl- unnar um mótun nýrrar stjórn- arskrár að hafa beri í henni ákvæði um þjóðkirkju á Ís- landi. Þetta þýðir að þeirri tillögu stjórnlagaráðs var hafnað að einungis beri að hafa ákvæði þar sem segir: „Í lögum má kveða á um kirkjuskipan rík- isins.“ Tillaga stjórnlagaráðs fól í sér umtalsverða stefnubreytingu þar sem horfið var frá frjálslyndu þjóðkirkjufyrirkomulagi yfir í það sem mætti skilja sem ríkiskirkju- fyrirkomulag með orðalaginu „kirkjuskipan ríkisins“, jafnvel þótt möguleikinn á breytingum með almennum kosningum hafi áfram verið til staðar og áfram sé staðinn vörður um trúfrelsi. Fram kemur í Fréttablaðinu 24. okt. sl. að lögfræðinganefndin, sem yfirfer stjórnarskrárdrögin, hafi þegar fengið í hendur tillögu Hjalta Hugasonar prófessors þess efnis að í stjórnarskránni skuli einungis kveðið „á um stöðu þjóð- kirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum“. Jafnframt kemur þar fram að Hjalta hafi verið sér- staklega falið að gera tillögu að þessu breytta stjórnarskrárákvæði í ljósi niðurstöðu kosninganna. Margt er við tillögu Hjalta að athuga. Í orði kveðnu kemur hún til móts við vilja meirihlutans en í raun er hann hundsaður, látinn falla um sjálfan sig. Stjórnarskrá er ætlað að árétta grunngildi sam- félagsins en hvergi kemur fram í tillögunni í hverju þau eru fólgin í tilfelli þjóðkirkju, annarra skráðra trúfélaga eða svonefndra lífsskoð- unarfélaga (sem kjósa að skil- greina sig frá hvers kyns trú). Þá er sjálfgefið í nútímaþjóðfélagi að setja þurfi lög sem varða trúfélög og önnur félagasamtök með einum eða öðrum hætti og því er óþarfi að tilgreina slíka þörf í stjórn- arskrá. Loks má vera ljóst að þeir sem greiddu atkvæði með stjórn- arskrárákvæði um þjóðkirkju hafi ekki haft það í huga að eingöngu ætti að felast í því að kveðið skuli á um stöðu hennar og annarra skráðra félagasamtaka í lögum. Tillaga Hjalta hefur því ekkert að gera með niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Það sem þarf er að árétta grunngildi þjóðkirkju fyrir sam- félagið í stjórnarskránni en til Þjóðkirkjuákvæðið í stjórnarskrá Eftir Bjarna Randver Sig- urvinsson og Pétur Pétursson Bjarni Randver Sigurvinsson » Stjórnarskráin þarf að árétta vægi þessarar menn- ingarlegu trúarhefðar með því að tryggja stuðning og vernd við þær trúarstofnanir sem varðveita hana. Bjarni Randver er stundakennari við HÍ og Pétur prófessor við HÍ. Pétur Pétursson þess er vísað í núverandi stjórn- arskrá þegar talað er um að rík- isvaldið eigi að styðja kirkjuna og vernda. Í ljósi niðurstöðu kosning- anna má færa rök fyrir því að beinast liggi við að halda ákvæði núverandi stjórnarskrár um þjóð- kirkjuna óbreyttu í nýrri stjórn- arskrá. Þar er vísað til frjáls- lyndrar þjóðkirkju sem varðveitir þá trúarhefð sem samofin hefur verið menningu landsmanna allt frá því þegar land fyrst byggðist, þjónustar innan trúarhefðarinnar alla sem til hennar leita og starfar með öllum, óháð trúarafstöðu, sem vilja stuðla að jákvæðum sam- skiptum milli fólks í friðsömu sam- félagi. Stjórnarskráin þarf að árétta vægi þessarar menningarlegu trúarhefðar með því að tryggja stuðning og vernd við þær trúar- stofnanir sem varðveita hana. Vegna sögu sinnar, þjónustu og stærðar er eðlilegt að þjóðkirkjan skipi þar sérstakan sess, en í raun mætti útvíkka núverandi stjórn- arskrárákvæði þannig að stuðning- urinn og verndin nái einnig til allra félaga sem hlotið hafa skrán- ingu og myndað með því formleg tengsl við ríkisvaldið, hvort sem þau skilgreina sig sem trúfélög eða lífsskoðunarfélög og hvort sem þau kenna sig við kristna trúar- hefð eða einhverjar aðrar. Ákvæði um stuðning og vernd felur hvorki í sér mismunun né skerðingu á sjálfstæði trúarsafn- aða. Það leysir ekki heldur trú- félög undan þeirri ábyrgð að hlýða landslögum. Og það þýðir engan veginn að ekki megi gagn- rýna með málefnalegum hætti við- komandi trúarstofnanir og trúar- hefðir. Með ákvæðinu um stuðning og vernd er tryggt að trúarhefðir séu metnar að verð- leikum í hinu opinbera rými og þeim ekki vikið til hliðar á þeirri forsendu að lítið sem ekkert sé um þær sagt í stjórnarskrá. Útfæra mætti nýtt stjórn- arskrárákvæði um þjóðkirkjuna á þessa leið: „Ríkisvaldið styður og verndar evangelísk-lútherska þjóðkirkju á Íslandi og stendur vörð um sambærileg réttindi ann- arra skráðra trúfélaga og lífsskoð- unarfélaga í landinu.“ Þessi til- laga er ekki á skjön við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Smáralind | s.512 1744 | www.ntc.is | erum á By Malene Birger - Bruuns Bazaar - Boris - Great Plains - Saint Tropez - Siste's - Siste's More - Soaked in Luxury - Sunlight Við erum 1 árs og bjóðum því 20% afslátt af öllum vörum dagana 25 okt til 01 nóv... THE NORTHERNMOST UNIVERSITY of Technology in Scandinavia Computer Game Engineering is a part of the Perva- sive and Mobile Computing research group with 9 seniors and 7 PhD students. We have focus on pro- duction and design of real-time virtual environments for multiple simultaneous users and mobility between networks and platforms. The position is situated at LTU in Skellefteå, which is known for closeness, creativity and entrepreneurship. Luleå University of Technology expands For more information: www.ltu.se Deadline for application: November 11 2012, ref no 1445-12 Contact: Head of division Robert Brännström, 0910-58 53 58, robert.brannstrom@ltu.se Senior Lecturer in Computer Game Engineering
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.