Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Eitt það erfiðasta sem þessi litla þjóð glímir við er leynd- arhyggjan í sam- bandi við peninga. Það má til dæmis ekki með nokkru móti segja frá því á eðlilegan hátt hverj- um er verið að borga úr ríkiskass- anum okkar, hve mikið og fyrir hvað. Um þetta eru að vísu gerðar opinberar áætlanir, fjárlög og hvað það nú heitir allt. En að farið sé eftir þeim er af og frá. En það má bara ekki fréttast fyrr en seinna. Slík hernaðarleyndarmál, top secret, liggja ekki á glámbekk. Það verður að draga þau út með glóandi töngum og dugar samt ekki alltaf. Varðhundar kassans gera allt sem hægt er til að varna því að al- menningur komist að því hvað þeir eru að aðhafast. Eitt að- aldjobb alþingismanna okkar er að spyrja ráðherra hverjum var verið að borga, hve mikið og fyrir hvað. Þessi dæla gengur dag út og dag inn á Alþingi. Og ráðherrarnir fara undan í flæmingi. Það má alls ekki segja frá hvernig er verið að ráðstafa skattpeningum almenn- ings á hverjum tíma. Það á bara að segja frá því síðar meir. Það er miklu betra. Svo eru settar á stofn rannsóknarnefndir sem kosta hundruð milljóna til að toga þetta út og tekur oft mörg ár. Þá eru gefnar út skýrslur sem enginn maður les, en fara beint ofan í skúffur. Slíkar kúnstir virka oft á venjulegt fólk eins og sárgræti- legur brandari. Engum manni dettur í hug ein- faldasta lausnin á málinu, sem er auðvitað sú að setja það klárt og kvitt í stjórnarskrá að allar fjár- hagslegar skuldbindingar og greiðslur sem við koma ríkissjóði, hverju nafni sem nefnast, séu birt- ar jafnóðum og þær eiga sér stað. Hér mætti kannski hugsanlega undanskilja einhverja gerninga sem vörðuðu við þjóðaröryggi, ef þeir eru þá til á annað borð. Það mundi kannski friða einhverja sér- fræðinga sem ekki geta hugsað sér að einfalda hlutina og hafa allt uppi á borðum eins og stjórn- málamenn okkar eru svo hrifnir af eða hitt þó heldur. Nei. Leyndarhyggjan er það sem gildir þangað til mörgum ár- um eftir að hlutirnir eiga sér stað. Menn virðast bara hafa frjálsar hendur og búið á punkt- um. Síst af öllu má upplýsa hvað sérfræðingarnir eru að fá greitt í verktakalaun og alls konar til- búna hluti úr ríkissjóði. Þetta eru heilagar kýr. Launungin, sem er eitt alvarlegasta vandamál sem okkar litla og sundurþykka þjóð glímir við, skal áfram vera eitt aðal-stjórntækið eins og verið hefur. Í fyrra leyfðum við undirritaðir okkur að leggja fram eftirfarandi tillögu til umhugsunar fyrir ráða- menn þjóðarinnar og enn skal vegið í þann sama knérunn því dropinn holar steininn: Forstöðumönnum allra op- inberra stofnana verði fyrirskipað að birta á vefsíðum sínum einu sinni í mánuði alla kostn- aðarreikninga sem stofnað hefur verið til mánuðinn á undan. Og hverjir það eru sem fá þær greiðslur. Þetta á að sjálfsögðu einnig við öll laun og sporslur sem verið er að greiða hinum og þessum. Nefna má greiðslur til ríkisstarfsmanna fyrir að starfa í nefndum í vinnutíma sínum, dag- peninga, ferðakostnað, þar með taldar utanlandsferðir, kostnað við sendiráð, símakostnað, verk- takagreiðslur hverju nafni sem nefnast og svo framvegis. Hér er auðvitað einnig átt við ráðuneytin sjálf og þá sem þeim stjórna. Og ekkert undan dregið! Ekkert. Þetta er svo einfalt að sendisvein- arnir gætu alveg séð um að setja þetta inn á Vefinn. Birta allt jafn- óðum og það gerist. Með því móti mundu sparast milljarðar króna í ríkisrekstrinum að okkar mati með einföldum hætti og þjóðfélag- ið ganga í endurnýjun lífdaganna. Þegar ríkissjóður hefur varðað þessa leið munu sveitarfélög koma á eftir og svo almenningshluta- félögin. Þau munu gera eigendum sínum, hluthöfunum, grein fyrir öllum greiðslum úr sjóðum sínum mánaðarlega. Það þýðir einfald- lega að menn munu veigra sér við að stela öllu steini léttara eins og tíðkast hefur hjá sumum félögum. Og aðrar þjóðir munu taka eftir þessu hjá okkur og íslenska þjóðin endurheimta eitthvað af því trausti sem fór fyrir lítið. Þá verð- ur farið að taka svolítið mark aft- ur á okkar litlu þjóð. Með þeirri aðferð sem hér er nefnd, sem mætti kalla sjálfbæra endurskoðun, getur alþýða manna og alþingismenn fylgst með jafn- óðum og hlutirnir gerast. Einfald- lega að opna tölvuna og þeir sem til þekkja og áhuga hafa geta lagt fram fyrirspurnir og athugasemdir ef þurfa þykir. Ríkisendurskoðun vinnur svo sitt verk og allt verður miklu léttara í vöfum fyrir hana með almenning sér við hlið. Ekk- ert röfl eða vesen á Alþingi eða eltingarleikur við ráðherra og sjálftaka mundi líklega minnka eða jafnvel hverfa alveg. Það er nefnilega ekkert eftirlit eins gott og þegar almenningur lætur sig málin varða. En til þess þarf að- gang að upplýsingum. Hverjum var verið að borga, hve mikið og fyrir hvað? Þetta er grundvallarspurning og svarið ætti að vera aðgengilegt hverjum sem hafa vill á þeim tíma sem greiðslur eiga sér stað úr okkar sameiginlega kassa. Vilji er allt sem þarf, sagði Einar Benedikts- son. Punktur og basta. Hverjum var verið að borga, hve mikið og fyrir hvað? Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson » Fáum virðist detta í hug einfaldasta lausnin á málinu: Setja það klárt og kvitt í stjórnarskrá að allar greiðslur úr ríkissjóði séu birtar strax. Hallgrímur Sveinsson Hallgrímur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði og Bjarni er fyrrverandi útgerðarstjóri og núver- andi ellilífeyrisþegi á Þingeyri. Bjarni Georg Einarsson Aukablað alla þriðjudaga Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf DÚFNAHÓLAR 2, REYKJAVÍK sunnudaginn milli kl. 14:00-14:30 Falleg 4ra herbergja 109 fm útsýnisíbúð á 7. hæð í góðu lyftuhúsi ásamt 23 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, 3 svefnherb- ergi, baðherbergi, eldhús, stofu og svalir. Parket og dúkur á gólfum. Yfirbyggðar svalir. Verð 26,2 millj. Sölumaður tekur á móti áhugasömum LÆKJARHJALLI 40, KÓPAVOGUR sunnudaginn milli kl. 13:00-13:30 Falleg 2ja herbergja 72,7 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu tvíbýlis- húsi. Íbúðin skiptist í for- stofu, hol, stofu, eldhús, baðherbergi og svefnherb- ergi. Parket, flísar og korkur á gólfum. Frábær stað- setning. Verð 22,5 millj. Sölumaður tekur á móti áhugasömum GOÐHEIMAR 17, REYKJAVÍK sunnudaginn milli kl. 13:00-14:00 Glæsileg og mikið endur- nýjuð 66 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi í góðu þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, baðherbergi og 2 svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Eldhús og baðherbergi nýlega standsett. Vatns- og skolplagnir endurnýjaðar. Frábær staðsetning. Verð 22,9 millj. Eigendur taka á móti áhugasömum OPIN HÚS VOGATUNGA 13, KÓPAVOGUR sunnudaginn milli kl. 13:00-14:00 Gott 73 fm raðhús á einni hæð fyrir 60 ára og eldri. Húsið skiptist í gott anddyri með skápum, rúmgóða stofu með útgengi út á hellulagða verönd með skjólveggjum, gott hjónaherbergi með skápum, eldhús með ljósum innréttingum og borðkrók og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Húsið er í góðu ástandi. Góð staðsetning. Verð 23,5 millj. Sölumaður tekur á móti áhugasömum SUMARBÚSTAÐALÓÐ VIÐ GOLFVÖLLINN Í ÖNDVERÐARNESI Til sölu falleg kjarri vaxin sumarbústaðarlóð á frábærum stað í fyrstu línu við golfvöllinn í Öndverðarnesi. Göngufæri við klúbbhúsið, fyrsta teig og æfingasvæðið. Fyrirspurnir sendist til MBL. Merkt: golf-1010 Til leigu er annars vegar 710 fm í vönduðu og glæsilegu skrifstofuhúsnæði á 6. hæð með fallegu útsýni. Vandaðar innréttingar. Möguleiki á að skipta þessu rými í tvennt. Hins vegar er einnig til leigu 665 fm á jarðhæð í sama húsi með mikilli lofthæð. Húsnæðið er er staðsett við sjávarsíðuna, stórkostleg fjalla- og sjávarsýn. Borgartún 25 glæsileg eign til leigu Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is Nánari upplýsingar á skrifstofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.