Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 43
okkar var töluverður og þegar ég kynntist þér fyrst var ég einungis unglingsstrákur sem vissi hvorki upp né niður í þessum heimi, þú áttir stóran þátt í að breyta því með uppbyggilegum ráðum og já- kvæðni í hvert sinn sem ég leitaði til þín. Við vorum um margt ólíkir, en það gerði samtöl okkar þeim mun skemmtilegri. Ég hafði alltaf mjög gaman af því að heyra Eyja- peyjann koma fram í þér þegar þú fórst að tala um sjávarútveginn. Var hann oftar en ekki nefndur í sömu andrá og Sjálfstæðisflokk- urinn sem var í hávegum hafður hjá okkur vinunum. Þú naust þín virkilega vel á heimaslóðunum, ég man enn hvað þú hafðir gaman af því að ganga með mér milli heima- fólks tjaldanna á þjóðhátíð á milli þess sem þú bauðst mér upp á reyktan lunda. Þegar við ræddum um bíla þá var krakkinn í þér fljótur að koma fram og öðru hverju hækkaðirðu aðeins blóð- þrýstinginn í mér þegar ég fékk að sitja í. Ég þurrka ennþá svit- ann eftir að hafa reynt að halda í við þig í Esjugöngu um árið enda virtist sem í hverskonar líkam- legri hreyfingu fengir þú hvíld út úr áreynslunni. En það var alltaf félagsskapurinn sem skipti þig meginmáli ekki hvort við vorum að stunda líkamsrækt, að horfa á Óla Sveins syngja óperu, spjalla yfir Duran Duran eða dansa úti á lífinu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég mun alltaf minnast hans. Hvíldu í friði, kæri vinur. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ólafur Kjartansson. Mín fyrstu kynni af Helga voru í ræktinni fyrir þó nokkrum árum og urðum við strax miklir vinir í gegnum þetta sameiginlega áhugamál. Í mörg ár var það fast- ur liður hjá okkur strákunum að hittast í ræktinni eftir vinnu. Ræktin var í raun og veru auka- atriði en félagsskapurinn var það sem skipti máli. Það var ávallt hægt að treysta á Helga alveg sama hvað bjátaði á. Traustari mann var ekki hægt að finna en hann var alltaf til stað- ar fyrir vini sína og var ég svo lán- samur að vera einn af þeim. Handlaginn var hann og ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Minningarnar sem ég á um Helga vin minn eru mjög margar og allar eru þær góðar. Stutt var í grínið hjá honum en það var auð- velt að ná honum á flug þegar við ræddum um pólitík, sjávarútvegs- mál og Evrópusambandið. Helga fannst gaman að borða góðan mat í góðra vina hópi og áttum við það meðal annars sameiginlegt að þykja sushi afar gott. Við rædd- um það ekki alls fyrir löngu hvað það væri mikilvægt að rækta vin- skapinn, til dæmis með því að hittast oftar, snæða sushi og eiga fleiri góðar stundir saman. Það sem lýsir persónuleika hans best, að mínu mati, er þegar hann kom í heimsókn til mín í byrjun október. Áður en hann kom fór hann í Hagkaup til að kaupa lítinn Lego-kassa handa Svenna syni mínum því það er uppáhaldsdótið hans. Góðhjart- aðri og fallegri einstakling var ekki hægt að finna. Helgi var mjög lífsglaður mað- ur og kunni að njóta lífsins út í ystu æsar. Andlát hans er ein- staklega sárt en kennir mér þó hversu mikilvægt það er að muna að lifa lífinu og hlúa vel að þeim sem standa manni næst. Þetta er nokkuð sem hann gerði alla tíð. Elsku Helgi minn, ég á eftir að sakna þín sárt. Guð geymi þig, Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Davíð Ólafur Ingimarsson. Fallinn er frá einn mesti og ljúfasti öðlingur sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Leiðir okkar Helga Berg lágu saman um stuttan tíma á yngri árum. Ég upplifði að ávallt væri þó tenging á milli okkar það- an í frá. Þannig grunar mig að Helgi hafi tengst flestum þeim sem hann hitti fyrir á lífsleiðinni, fyrir lífstíð. Hann var traustur sem klettur eins og nafn hans gef- ur til kynna, Berg. Helgi Berg var öllum góður, áreiðanlegur og bjó yfir stóískri ró. Ávallt var stutt í brosið hans og kímnina. Helgi var mikill á velli, stór og stæðilegur og ekki laust við að maður fylltist öryggiskennd við að standa við hlið hans og vera nálægt honum enda hafði hann einstaklega góða nærveru. Helgi hugsaði vel um líkamann og lagði stund á líkams- rækt. Það er því með ólíkindum að hann sé allur, fráfall hans er nokkuð sem ég á erfitt með að ná utan um. Ef fleiri væru í heimi hér eins og Helgi var væri heimurinn betri staður. Lífið er ekki sann- gjarnt þegar góðar sálir hverfa svo snemma á braut í blóma lífs- ins frá ástvinum sínum. Vont er að missa góðan dreng. Ég votta aðstandendum öllum mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Megi Guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, kæri vinur, það var heiður að fá að kynnast þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Birna. Höggvið var skarð í starfs- mannahóp Glófaxa ehf. þegar tryggur starfsmaður til rúmlega tuttugu ára, Helgi Berg Viktors- son, lést aðfaranótt fimmtudags- ins 18. október langt um aldur fram. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann hóf störf hjá Glófaxa. Fyrir lítil fyrirtæki skiptir hver einstakur starfsmaður miklu máli, Helgi vann mikið við mál- tökur og uppsetningar á hurðum í nýbyggingum sem og viðhald og breytingar á hurðum í eldra hús- næði. Það krefst þess að starfs- menn sýni útsjónarsemi og geti brugðist við óskum viðskiptavin- arins. Þetta leysti Helgi af vand- virkni og prýði eins og öll önnur verk sem honum voru falin. Hann var góður fulltrúi fyrirtækisins. Við kynntumst Helga fyrst þegar hann kom að heimsækja kunningja sinn sem vann hjá fyr- irtækinu. Skömmu síðar fór hann að vinna hjá Glófaxa. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á gömlum bílum og var Ford Mustang í miklu uppáhaldi hjá honum, áttum við oft skemmtilegar samræður um bíla. Fyrir nokkrum árum gerði Helgi upp Mustang sem hann eignaðist þegar hann var um tvítugt. Upp- gerð bílsins er vitnisburður um vandvirkni og alúð sem Helgi við- hafði í öllum sínum verkum enda hefur bíllinn vakið mikla athygli. Við söknum hans sárlega sem góðs félaga og samstarfsmanns sem átti sinn þátt í góðum starfs- anda innan fyrirtækisins. Við sendum fjölskyldu Helga innilegar samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja þau á erfiðum tímum. Blessuð sé minn- ing Helga Berg Viktorssonar. Bjargmundur Björgvinsson, Jón Helgi Pálsson. MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ✝ HaraldurBjarnason fæddist í Reykjavík 6. mars 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Sel- fossi 20. október 2012. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Ólafsson bóndi, f. 1906, og Guðríður Þórðardóttir hús- freyja, f. 1912. Yngri bróðir Haraldar er Ólafur verkfræð- ingur. Eiginkona hans er Bryn- hildur Anna Ragnarsdóttir kennari. Börn þeirra eru Bjarni blaðamaður og Ragnar verk- fræðingur. Eiginkona Ragnars er Christine Tse verkfræðingur og eru þau búsett í Bandaríkj- unum. Haraldur fluttist með for- eldrum sínum á öðru aldursári að Króki í Hraungerðishreppi og var að jafnaði kenndur við bæinn. Hann bjó þar með foreldrum sínum og flutti með þeim að Baugstjörn 20 á Selfossi 1993 þar sem hann bjó til hinsta dags. Har- aldur vann að bú- störfum í uppvext- inum en á fullorðinsárum starfaði hann á Sel- fossi. Vinnustað- urinn var lengst á smurverk- stæði Kaupfélags Árnesinga. Síðustu starfsárin vann Har- aldur við afgreiðslu á þjón- ustustöð N1 við Austurveg. Har- aldur hafði alla tíð áhuga á bílum og ferðalögum og var jafnan vel akandi. Haraldur var foreldrum sínum stoð og stytta á síðustu æviárum þeirra. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Haraldar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 27. október 2012, kl. 13.30. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Haraldur mágur minn var notalegur gestur og mikið á ég eftir að sakna þess að fá hann ekki í heimsókn. Hann hafði þann hátt- inn á að boða komu sína þegar honum hentaði og veður og færð leyfði, stoppaði mátulega lengi og kvaddi síðan heimilisfólk með faðmlagi þegar honum fannst nóg setið. Hann kunni listina að rækta vináttuna eins og getið er um í Hávamálum að enginn skyldi vera of þaulsetinn í annarra manna húsum. Hann heimsótti fólk reglulega og taldi ekki eftir sér að skreppa um langan veg til að heilsa upp á ættingja og vini. Hann kom snemma, gaf sér góðan tíma, sat og spjallaði um daginn og veginn, sagði okkur frá frænd- um og vinum sem hann hafði hitt og heimsótt og öðru samferðafólki sem hann taldi okkur vita deili á. Og við vitum að á sama hátt sagði hann öðrum frá því sem gerst hafði í okkar lífi. Þannig styrkti hann gamla strengi og tvinnaði nýja. Hann hallaði ekki orði á nokkurn mann og kvartaði aldrei þótt oftar hafi verið ástæða til en við gerum okkur í hugarlund. Haraldur var vandur að vinum, valdi þá með hjartanu og lét þá vita að þeir væru honum einhvers virði. Hann gerði það ekki með orðaflaum eða miklum gjöfum. Hann gaf óeigingjarnt af tíma sín- um, rétti hlýlega og óumbeðið fram hjálparhönd og fékk marg- falt til baka. Hann átti traust tengslanet og hver möskvi í því neti gegndi sérstöku hlutverki. Og það er skemmtilegt að upp- götva við leiðarlok hve mörgum góðum konum hann mágur minn, piparsveinninn sjálfur, hefur drukkið morgunkaffi með á síð- ustu árum. Líf Haraldar fór fram í öðru tímabelti en okkar hinna. Hann var kominn á ról í birtingu og í rúmið við sólsetur. Allt hafði sinn tíma og það var regla á hlutunum, engu gleymt og ekkert dróst úr hömlu. Og svo var hann snyrti- pinni. Heimili hans var óaðfinnan- legt, sjálfur var hann strokinn og straujaður, bíllinn í toppstandi og gljábónaður, enda var honum ekki ekið um malarvegi eða salt- bornar götur nema brýna nauð- syn bæri til og helst ekki hleypt á Heiðina nema í þurru. Honum fannst ég kærulaus í umhirðu á farskjótanum mínum og benti mér kíminn á að nú mætti ég að láta bóna og að væri kominn tími á að skipta um dekk, hvernig væri þetta eiginlega hjá okkur; hugsaði Óli ekki um þetta fyrir mig? Í augum margra hefur hann sjálfsagt lifað fábrotnu lífi. En það líf var ríkt af góðu fólki, notaleg- um samskiptum, stuttum ferðum og lengri. Það var hans líf og því lifði hann á eigin forsendum. Hann var foreldrum sínum stoð og styrkur þegar þau þurftu þess með, hann sinnti störfum sínum af samviskusemi og vandvirkni, hann var sonum okkar góður frændi og mér vinur frá fyrstu kynnum. Ég þakka mági mínum, Har- aldi Bjarnasyni, samfylgdina og bið Guð að geyma hann. Brynhildur Anna. Það var sárt að heyra það að Haraldur föðurbróðir okkar væri látinn, því hann var alltaf mikil- vægur þáttur í lífi okkar bræðr- anna. Á uppvaxtarárum okkar áttum við margar sælustundir í Króki með ömmu, afa og Halla. Eftir að gömlu hjónin féllu frá var Halli mikilvæg tenging við gamla góða tíma og við Flóann og Sel- foss. Halli gleymdi engum afmælum eða jólagjöfum, sem er jú það sem skiptir unga stráka miklu máli, og jóladagur var aldrei fullkominn nema Halli frændi borðaði með okkur hangikjöt og frómas í há- deginu, hvort sem það var á heim- ili hans á Selfossi eða hjá foreldr- um okkar í Grafarvogi. Fáir menn hafa verið jafn vin- margir og Halli, sem aldrei kvart- aði undan neinu og hallmælti eng- um manni. Það var ekki arða af illgirni í Halla frænda og eru margir minni um sig en hann sem ekki er hægt að segja það sama um. Við vinir Halla og fjölskylda urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að ná að halda upp á sjötugsafmæli hans í vor, en hann hafði það fyrir reglu að halda veglegar veislur á fimm ára fresti. Það var alltaf jafn gott að sjá hve vinmargur hann var og hversu mörgum þótti vænt um Halla. Halli var ekki fátækur maður. Eins var gott að við feðg- arnir gátum farið með Halla í öku- ferð um hálendið í sumar, sem var nokkuð sem Halli hafði hlakkað lengi til. Ef líf er eftir dauðann getum við verið fullviss um að Halli er á allra besta stað í himnaríki, von- andi þegar búinn að fá nýjan bíl, umkringdur vinum og fjölskyldu. Bjarni og Ragnar Ólafssynir. Fallinn er frá Haraldur Bjarnason, góður vinur og ná- granni. Í daglegu tali var hann kallaður Halli og ávallt kenndur við Krók, bæinn sinn í Hraun- gerðishreppi. Það kunni ég alltaf vel við. Flestir Selfyssingar og sérstaklega þeir sem eldri eru könnuðust við Halla því hann setti sinn svip á bæjarlífið og átti sinn sess. Halli var vanur að taka dag- inn snemma og hafði jafnan vök- ult auga fyrir því sem fram fór í bænum. Hann fór sínar eigin leið- ir og ávallt akandi. Hann gat átt það til að vera búinn að skreppa á Hvolsvöll og jafnvel austur í Vík áður en aðrir bæjarbúar vöknuðu. En þótt margir hafi kannast við Halla voru kannski færri sem þekktu hann vel. Hann átti sína föstu staði sem hann kom á og þannig vildi hann hafa það, allt í föstum skorðum og fyrirfram ákveðið. Okkar samskipti byrjuðu þeg- ar við urðum nágrannar í Baugs- tjörn fyrir hartnær 20 árum. Hann fylgdist vel með fram- kvæmdum hjá mér, kom reglu- lega yfir í smá spjall og kaffisopa. Það þróaðist svo þannig að hann kom vikulega, á fimmtudögum, í eftirmiðdagskaffi. Aldrei skorti umræðuefnin, oft var rætt um sveitina og bústörfin bæði innan húss og utan og jafnvel metist um hvort betra væri að búa í Flóanum eða Laugardalnum. Hann talaði einnig oft um bróðursyni sína sem hann var mjög stoltur af. Halli var alltaf mjög hjálpsamur við mig og þau ár sem ég átti ekki bíl var hann alltaf boðinn og búinn að keyra mig. Halli var ekki mikið fyrir prjál og punt og eitt sinn spurði ég hann að því hvort hann ætlaði ekki að setja upp hjá sér jólaseríu. Þá svaraði hann því til að þess þyrfti hann ekki, það væri nóg fyrir hann að horfa út um her- bergisgluggann og sjá jólaljósin hjá mér. Þess vegna mun ég ávallt minnast hans þegar ég skreyti fyrir jólin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Guðrún Jóhannsdóttir. Haraldur Bjarnason MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð ✝ Elskulegur faðir minn, fósturfaðir og afi, BALDUR GUÐJÓNSSON frá Þórshöfn, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 31. október kl. 13.00. Bryndís Ýrr Baldursdóttir, Hrafnhildur Thorarensen og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA STEINSDÓTTIR frá Hrauni á Skaga, Fróðengi 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 24. október. Útförin verður auglýst síðar. Benedikt Andrésson, Guðrún H. Benediktsdóttir, Halldór Jónsson, Vilborg Benediktsdóttir, Árni Hjaltason, Auður Benediktsdóttir, Guðni Karl Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRT SIGMUNDSDÓTTIR húsfreyja, Læk í Dýrafirði, lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt miðvikudagsins 24. október. Útförin verður gerð frá Mýrakirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ljósið. Þórdís Þorvaldsdóttir, Jón Ingvar Pálsson, Zófonías Friðrik Þorvaldsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Auðbjörg Halla Knútsdóttir, Margrét Jensína Þorvaldsdóttir, Kristján Þórisson, Heimir Ólafsson, Snorri, Þorvaldur, Ingvar, Guðrún, Salvör, Sigmundur, Tanja, Ágúst, Mílena, Gabríela og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.