Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ✝ GuðbjörgGuðnadóttir, Grund 1, Hofsósi fæddist í Svína- vallakoti í Unadal 3. mars 1924. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 18. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Guðni Þórarinsson, f. 1.8. 1888, d. 25.9. 1967, og Jóhanna Ragnheiður Jón- asdóttir, f. 11.7. 1889, d. 20.10. 1965, sem búsett voru í Nýjabæ á Hofsósi. Systkini Guðbjargar: Sigfríður Ingibjörg (dóttir Guðna af fyrra hjónabandi), f. 22.6. 1912 (látin), Guðmundur Helgi, f. 9.9. 1918 (látinn), Sess- elja Engilráð, f. 2.3. 1920, Guð- laug Anna, f. 9.12. 1921 (látin), Guðbjörg, Jóna Birna, Hanna Kristín og Smári Logi eru öll búsett erlendis. 2) Gunnar Þór, f. 2.5. 1951, eiginkona Erla Helga Bjargmundsdóttir, bú- sett á Akranesi. Börn þeirra eru Jóhanna Eva, Viðar Snær, Björn Þór og Guðní Már. 3) Guðrún, f. 1.8. 1955, sambýlis- maður Gunnar Magnússon, bú- sett í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Ingibjörg Lára, Guðbjörg og Jónbjörn Magnús, Guðbjörg er búsett í Stokkhólmi. Lang- ömmubörnin eru 16 og langa- langömmubörnin tvö. Guðbjörg vann svo til alla tíð utan heimilis með húsmóð- urhlutverkinu. Hún vann lengst af við fiskvinnslu á Hofsósi og þótti einstaklega góður flakari. Hún vann einnig í mörg ár á saumastofunni á Hofsósi við að sauma íslenska fánann. Hún var mikil kvenréttindakona og var m.a. formaður verka- kvennafélagsins á Hofsósi um nokkurra ára skeið. Útför Guðbjargar verður gerð frá Hofsóskirkju í dag, 27. október 2012, klukkan 14. Stefanía Guðrún, f. 17.10. 1926, og Björn Finnbogi, f. 27.4. 1929 (látinn). Eiginmaður Guðbjargar var Björn Jón Þor- grímsson, f. 9.5. 1921, d. 4.2. 2003, frá Syðra- Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal, A- Húnavatnssýslu. Þau giftu sig 31. desember 1945 og bjuggu alla tíð á Hofsósi. Börn þeirra eru: 1) Kristinn Jónas, f. 31.5. 1945, eiginkona Edda Lilja Hjaltadóttir og eru þau búsett í Danmörku. Börn þeirra eru Guðbjörg, Jóna Birna, Hjalti Skarphéðinn (lést sex daga gamall), Hjalti Skarphéðinn, Hanna Kristín og Smári Logi. Elsku mamma með söknuði og sorg í hjarta kveðjum við þig með þessum fallegu orðum sem eiga svo vel við þig. Lífsins tími líður lokast aldin brá ekkert betra bíður en birta himnum frá. Við þökkum ævi alla er átt þú hefur hér flestar óskir falla að fegurð handa þér. Okkur veitti yndi er þér vorum hjá. Lék þá allt í lyndi lífið bjart að sjá. Lífð áfram líður, ljúfsár kveðjustund þín heimur bjartur bíður er boðar endurfund. Þér við þakkir færum þig felum Guðs á vald. Margt við núna mærum við minninganna tjald. Þó allmargt tíminn tefji tryggða varir band. Heim þig bænir hefji í himneskt sumarland. Megi Guð og englarnir varð- veita þig. Gunnar Þór Björnsson og fjölskylda. Elsku hjartans mamma mín. Það er ótrúlegt að þú sért farin frá okkur. Þú sem stóðst okkur svo nærri en varst allt of langt í burtu. En þín heitasta ósk var að vera í þínu húsi eins lengi og hægt væri og þú fékkst þá ósk uppfyllta. Það var oft erfitt að vita af þér einni á Grund í mis- jöfnum veðrum og á vetrar- kvöldum. En við vissum jafn- framt að þú áttir góða nágranna og vini sem heimsóttu þig og hjálpuðu þér á allan hátt. Við getum seint þakkað þessu góða fólki fyrir alla hjálpina og vin- arþel sem það sýndi þér og okk- ur. Þó svo að við reyndum að koma reglulega til þín vildir þú aldrei að við færum að koma ef eitthvað var að veðri. Þú hafðir alltaf meiri áhyggjur af öðrum og settir þarfir þeirra og okkar ofar þínum. En það var alltaf jafnyndislegt að koma til þín. Skemmtilegustu stundirnar voru þegar við spiluðum saman bridge. Síðastliðið sumar þegar Guðbjörg mín kom frá Svíþjóð í nokkra daga þá var skroppið á Hofsós til að spila við þig. Ég man þegar Guðbjörg sagði í símann við þig: „Amma, við er- um að koma og það verður sko spilað.“ Þetta voru ógleyman- legar stundir. Elsku mamma, ég veit að þú ert með honum pabba á betri stað, en jafnframt að þú heldur áfram að passa upp á og fylgjast með okkur. Lífinu ég þakka það sem mér er gefið; þessa lúnu fætur, er farið hafa víða um stórborgir og strendur, mýrarkeldur, móa, um eyðisanda, heiðar, fjöll og djúpa dali, um götuna þína, garðinn þinn og húsið. (Violeta Parra/ Aðalsteinn Ásberg) Minnig þín lifir í hjarta mínu. Þín dóttir Guðrún. Elsku amma, við kveðjum þig með sorg í hjarta en við vitum að nú ertu komin á betri stað og ert aftur með afa. Við eigum óteljandi góðar minningar sem við geymum í hjörtum okkar og munum aldrei gleyma. Við syst- ur vorum ekki orðnar mjög gamlar þegar þið afi byrjuðuð að kenna okkur bridge. Þú varst iðulega með hákarlana á hendi og alltaf jafnhógvær og sagðist ekki kunna að spila þótt þú vær- ir best af okkur öllum. Svo spil- aðirðu alltaf „rassinn úr buxun- um“ og eftir útreikninga í svörtu bókinni komstu alltaf út í mestum plús. Síðan hlóstu alltaf og varðst furðu lostin yfir því að hafa staðist sögnina og farið með sigur af hólmi. Þú varst hlýjasta og besta amma sem hægt er að hugsa sér. Þú tókst alltaf á móti okkur með opnum örmum og vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Það voru ávallt til kræsingar í búrinu á Grund, enda varstu alltaf bakandi á meðan heilsan leyfði. Uppáhaldið okkar var brúnterta sem enginn gerði jafngóða og þú og döðlukakan sem alltaf var send með okkur suður í „flakkaranum“. Í jólapakkanum var alltaf eitthvað sem þú hafðir prjónað handa okkur, enda varstu ein- staklega handlagin kona. Þið afi prjónuðuð saman margar peys- ur, þú sást um að prjóna stroffið og afi prjónaði búkinn, svo tókst þú aftur við og gerðir munstrið. Þannig sátuð þið oft við stofu- gluggann hvort í sínum stóln- um. Nú verður erfitt og skrítið að koma á Hofsós því þú ert ekki lengur þar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt (Matthías Jochumsson) Elsku amma, við elskum þig og eigum eftir að sakna þín sárt. Minning þín lifir í hjörtum okk- ar. Ingibjörg Lára, Guðbjörg og Jónbjörn Magnús. Snemma vors árið 2000 ákvað hópur afkomenda Guðna og Jó- hönnu í Nýjabæ að halda áfram endurbótum og uppbyggingu þessa litla en fallega húss, sem hefur orðið okkur öllum mjög hjartfólgið. Þetta fyrsta sumar var hraustlega tekið til hendinni í Nýjabæ og oft mannmargt við framkvæmdir. Það kom sér því oft vel að eiga góða nágranna á Grund, heiðurshjónin Björn og Guðbjörgu, hana Bubbu frænku. Ekki aðeins stóð okkur til boða öll aðstaða, tæki og tól sem vanhagaði um, heldur var ekki síður gætt að líkamlegri velferð okkar í matar- og kaffitímum. Þar svignuðu borð undan alls kyns krásum og góðgæti. Fljót- lega kom í ljós hversu áhuga- söm og ánægð þau voru með að líf væri aftur að kvikna í Nýja- bæ, æskuheimili Bubbu. Æ síð- an fylgdist hún vel með fram- vindu mála og hverjir voru væntanlegir á næstunni. Spurði hún þá gjarnan: „Jæja Lolla mín, færðu marga gesti til þín núna?“ Það var alltaf ljúft að kíkja í kaffi til Bubbu á Grund og eiga við hana gott spjall um landsins gagn og nauðsynjar. Bubba hafði sterkar skoðanir á þjóð- félagsmálum, byggðar á ríkri réttlætiskennd og umhyggju fyrir hinum íslenska alþýðu- manni. Nýjabæjarferðir verða með öðrum brag hér eftir. Það er með miklu þakklæti sem við kveðjum hana Bubbu frænku og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. F.h. Nýjabæjarhópsins, Lovísa og Vigfús. Guðbjörg Guðnadóttir ✝ Guðni Krist-jónsson fæddist á Djúpavogi 11. ágúst 1928. Hann lést 7. október 2012. Guðni var sonur hjónanna Kristjóns Sigurðssonar, f. 28.9. 1888, d. 28.6. 1975, og Hansínu Hansdóttur, f. 17.6. 1887, d. 30.9. 1958. Systkini Guðna eru Hans Krist- ján, f. 4.1. 1922, d. 25.9. 1995, Gunnar, f. 5.10. 1924, d. 16.7. 1974, og Þóra, f. 2.7. 1930, d. 6.12. 2008. Fjölskyldan fluttist til Seyð- isfjarðar árið 1932 og bjó þar upp frá því. Guðni var kvadd- ur í Seyðisfjarð- arkirkju í kyrrþey 17. október 2012. Elsku Guðni minn, þá kom kallið og síðasti hlekkurinn horf- inn á braut. Ég loka augunum og ímynda mér að þau hafi stað- ið og beðið eftir þér; foreldrar þínir og systkini. Bernskuminningar segja mér frá hlýjum og ljúfum systkinum sem áttu heima langt í burtu frá heimilinu mínu í fallegasta firði heims. Þar átti ég bónus-afa og -ömmu í mörg sumur. Höfnin, báturinn, leikirnir og gleðin eiga stærstan hlut í minningunum. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til að fá að koma til ykkar, skríða upp í heitan faðm, heimta kossa og fullt af ís. Ég kynntist því miður aldrei Gunnari og Kiddi fór þegar ég var allt of ung, en eftir stóðuð þið Þóra, samrýnd systkini sem veittu mér alla þá ást og hlýju sem ég þarfnaðist; afi og amma. Eftir að Þóra dó fluttist ég til Danmerkur. Ég reyndi að koma til þín í hverri Íslandsferð og fékk þá að kynnast þér betur sem fullorðinn einstaklingur, þeim stundum gleymi ég aldrei. Sérvitur varstu, þó svo hlýr og dásamlegur. Botnlaus viska þín leiðbeindi mér um marga hluti, þér þótti gaman að fræða mig um gamla tíma og segja mér frá þeim sem stóðu þér nær og afrekum þeirra. Gleðin skein úr augum þínum þegar við fundum út hvernig hægt var að spila þýska marsa af 45 snúninga plötum á fornri græju og þú sýndir mér safnið þitt af gömlu vínylplötunum. Í hverri heimsókn stóðum við og grilluðum í reykmettaðri kompu undir stiganum og spjöll- uðum um heima og geima. Ég gat ekki varist brosi þegar þú baðst mig að búa til uppstúf svo við hefðum nú einhverja sósu með grillkjötinu og svo borð- uðum við herlegheitin með gleði í hjarta. Í þér áttu dætur mínar lang- afa og þær töluðu mikið um ykk- ur Þóru og „Gísla“, hundinn trygga. Þær grétu með mér við fregnirnar um andlát þitt og voru leiðar yfir því að nú gætum við aldrei farið aftur til þín. Ég sagði þeim að tárin væru góð. Tárin segðu þeim að við hefðum elskað þig og kæmum til með sakna þín. Ég fullvissaði þær um að við færum aftur bráðlega með ömmu Kollu og kveddum þig, umvafin fjölskyldu þinni í litla kirkjugarðinum fyrir aust- an. Ég hugsa til þess með trega að hafa ekki getað komið og kvatt þig elsku Guðni minn, en ylja mér við okkar síðasta sam- tal í september. Ég geymi minn- ingarnar í hjarta mér, vitandi að þar átt þú alltaf samastað. Skilaðu kveðju til allra engl- anna minna, ég veit að þú ert hamingjusamur í faðmi þeirra. Þóra Gunnur Ísaksen. Guðni Kristjónsson ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN KRISTINSDÓTTIR, f. 6. nóvember 1928, lést 28. september 2012. Okkar allra bestu þakkir til fjölskyldunnar og starfsfólks á deild 1 B á Eir fyrir sérstaklega góða hjálp og umönnun. Jarðarförin fór fram í kyrrþey mánudaginn 8. október. Ellen Aðalbjarnardóttir, Maastad Svein Maastad, Jóhann Aðalbjarnarson, Yordanos Afework, Unnur María Heimisdóttir, Vidar Brennodden, Erik og Morten Maastad, Isabel og Yvonne Jóhannsdætur, Ari Brennodden. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR KRISTINSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 29. október kl. 15.00. Valborg Stefánsdóttir, Kristinn Valdimarsson, Stefán Ingi Valdimarsson, Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, Þórarinn Stefánsson. ✝ Okkar ástkæra MARGRÉT TINNA G. PETERSSON, Birkilundi 2, Akureyri, er látin. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. október kl. 13.30. Selma Aradóttir, Jóhann Freyr Jónsson, Martin Petersson, Saga Marie Petersson, Guðmann Ólfjörð Guðmannsson, Helga Magnúsdóttir, Þorleifur Stefánsson, Stefán Grétar Þorleifsson, Ari B. Hilmarsson, Margrét Kristinsdóttir, Gunnar Sólnes og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, JÓNAS PÉTUR ÞORLEIFSSON, Lækjasmára 15, Kópavogi (Dagsbrún, Norðfirði), sem lést á heimili sínu laugardaginn 20. október, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hollvini Grensásdeildar. Gina Barriga Cuizon og fjölskylda hins látna. ✝ Okkar yndislegi pabbi, tengdapabbi og afi, GRÍMUR JÓNSSON járnsmiður og veiðimaður, Sléttuvegi 19, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. október, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Gunnar, Gígja Hrund, Hugi Þeyr, Ásgrímur og Ásta Ísafold. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR frá Flögu, Núpalind 6, Kópavogi, lést fimmtudaginn 25. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haukur Hlíðberg, Aðalheiður Sævarsdóttir, Alma Hlíðberg, Jónas Gunnarsson, Valur Hlíðberg, Hildur Einarsdóttir, Arndís B. Smáradóttir, Gísli Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.