Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ✝ SigríðurÁgústa Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1961. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. október 2012. Foreldrar henn- ar eru Jón Guð- mundur Bergsson, f. 26. jan. 1933, og Guðrún B. Björns- dóttir, f. 28. maí 1940. Sigríður átti fjögur uppkomin börn og eitt fósturbarn, þau eru Þórdís Marteinsdóttir, f. 16. okt. 1980, börn hennar eru Marteinn Eyjólfur Sigurbjörnsson og Sig- ríður Ásta Sigurbjörnsdóttir. Jón Guðmundur Marteinsson, f. 9. nóv. 1981. Hafsteinn Alexand- er Marteinsson, f. 30. nóv. 1986, í sambúð með Sveinbjörgu Sæv- arsdóttur, þau eiga Athenu Rós Hafsteinsdóttur. Valgeir Elís Marteinsson, f. 22. ágúst 1988, og fóst- urdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirs- dóttir, f. 26. maí 1999. Sigríður átti þrjú systkini. Björn Jónsson, f. 25. sept. 1963, kvæntur Sig- ríði Berndsen, þau eiga börnin Karl Birgi Björnsson, Guðrúnu Söndru Björnsdóttur Berndsen og Björn Inga Björn- son Berndsen. Sigrún Jóns- dóttir, f. 14. júlí 1965, í sambúð með Jóhannesi Snorrasyni. Páll Jónsson, f. 16. sept.1973, kvænt- ur Rebekku Rós Ellertsdóttur, þau eiga börnin Ágústu Ragn- heiði Pálsdóttur, Thelmu Dögg Pálsdóttur og Björn Ellert Páls- son. Útför Sigríðar Ágústu hefur farið fram í kyrrþey. Nú þegar okkar ástsæla dóttir hefur lagt upp í sína hinstu för minnumst við hennar með þakk- læti fyrir öll árin. Hún kaus sér að lífsstarfi að vinna með fötluðu fólk því frá barnæsku kynntist hún því náið því systir hennar fæddist fötluð og þær höfðu mikið og gott samband sín á milli alla tíð. Hún fór í sjúkraliðanám og útskrifað- ist sem sjúkraliði, og seinna gerð- ist hún þroskaþjálfi í Kennarahá- skólanum 2006, starfaði hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness frá febrúar 1992 og þar til hún var lögð niður um áramótin 2011, starfaði í skammtímavistuninni Lyngseli í Sandgerði sem síðan flutti í sveitarfélagið Garð frá 1992 til 2009, starfaði í upphafi sem stuðningsfulltrúi en síðan deildarstjóri og sem forstöðumað- ur í um 10 ár. Einnig veitti hún forstöðu Frekari liðveislu í Reykjanesbæ í 2 ár. Árið 2002 var sett á stofn nýtt heimili í Reykja- nesbæ og tók hún þátt í því og veitti því heimili forstöðu frá upp- hafi og til áramóta 2009. Einnig veitti hún forstöðu öðru heimili í Reykjanesbæ og heimili í Grinda- vík í afleysingum í eitt ár. Árið 2010 starfaði hún sem verkefna- stjóri sólarhringsþjónustu á Suð- urnesjum áður en málefni fatl- aðra fluttu frá ríki til sveitarfélaga. Síðast starfaði hún sem ráðgjafaþroskaþjálfi í fé- lagsþjónustu Reykjanesbæjar og fólst starf hennar í almennri fé- lagsþjónustu í málefnum fatlaðra og einnig barnavernd. Hún sat í vinnuhóp um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til bæjar haustið 2010, átti sæti í skólaráði Grunn- skólans í Sandgerði frá 2002 til 2010, var formaður fjölskyldu- og velferðarnefndar fyrir Sandgerð- isbæ, sveitarfélagsins Garðs og sveitarfélagsins Voga, sat í stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suður- nesjum frá vori 2010, var í vara- stjórn Áss styrktarfélags apríl 2012, var í vinnuhóp um stefnu- mótun í málefnum aldraðra til framtíðar. Hún tók einnig að sér fósturdóttur. Hún gekk í hjóna- band með Marteini Ólafssyni 11. september 1982, þau slitu sam- vistum. Á heimili þeirra hjóna var oft mannmargt og voru fatlaðir einstaklingar mjög oft í heimsókn hjá þeim hjónum. Hún fór oft með fatlaða einstaklinga til annarra landa þeim til upplyftingar og þroska. Seinni árin hafði hún hjá sér marga ketti og hund og úti í garði hafði hún lítið hænsnahús og tvær hænur og öll þessi dýr veittu henni mikla ánægju og lífs- fyllingu. Hannyrðir voru henni mjög hugleiknar, og mörg voru bútasaumsteppin og prjónaflík- urnar og einnig listaverk allskon- ar sem hún bjó til og var undra- vert hvaðan öll þessi orka hennar kom. Hún sagði það sjálf að amma hennar og nafna sáluga hefði gef- ið henni kraftinn. Nú er komið að leiðarlokum og óskum við henni alls góðs á æðri vegum þangað sem við jú öll för- um að endingu. Guð blessi þig og varðveiti að eilífu. Jón Guðmundur Bergsson og Guðrún B. Björnsdóttir. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað það er erfitt að vera ekki með þig símtali í burtu eða bara 10 mín. í burtu frá mér, mér finnst eins og ég sé bara að lifa í einhverjum draumi og ég bíð allt- af eftir því að þú komir heim og vekir mig, það er svo erfitt að hafa þig ekki hjá mér, en ég veit ég verð að vera sterkur fyrir þig og fyrir mig, því að þó svo að hjartað í mér sé í milljón molum þá veit ég að þú ert við hliðina á mér að hjálpa mér að púsla því aftur sam- an. Þó ég hafi tekið svo mörg feil- spor í lífinu og alveg sama hvað ég hagaði mér illa og braut oft á þér þá elskaðir þú mig alltaf af öllu þínu hjarta, ég elska þig líka svo mikið mamma og það varst þú sem kenndir mér að elska og ég er svo þakklátur fyrir það, ég er þakklátur fyrir að hafa fengið 24 ár með þér. Ég sé svo eftir því að hafa verið frá þér í allt sumar að gera aðra hluti, og mér líður svo illa yfir því að hafa ekki verið með þér því ég get núna ekki einu sinni hringt í þig og sagt fyrirgefðu, ég veit ég sagði fyrirgefðu og þú sagðir að það væri allt í lagi og ég væri góður strákur og væri fyr- irgefið. Ég veit að þú ert komin á betri stað, líður vel og þjáist ekki leng- ur. Ég er svo hræddur um það að ég taki feilspor eða geti ekki stað- ið við loforðin mín við þig, að gera mér gott líf og standa mig. Ég vil þakka þér fyrir að þú kenndir mér að ég get verið betri strákur í dag en ég var í gær og að fortíðin er bara fortíð, hún er ekki dag- urinn í dag, maður getur búið sér til nýja framtíð þó svo að fortíðin sé ekki sú besta. Ég man þegar að ég, þú og Hafsteinn fórum upp í bústað, það var svo mikil þoka, komum upp í bústað frekar seint um kvöldið og pabbi ætlaði að koma daginn eftir, við gerðum okkur sjávarréttar- súpu, við kölluðum hana sjávar- réttasúpu einhenta sjómannsins, varst að stríða mér og segja mér draugasögu um þennan einhenta sjómann. Og svo þegar ég, þú, pabbi og Hafsteinn vorum í ferða- lagi og þú sagðir að allir ferða- menn vinki á ská, ég trúði þessu þangað til ég var orðinn 14 ára. Ég man þegar ég var lítill og ég steig á nagla og þá léstu 5-kall og plástur á sárið og ég steingleymdi sárinu því ég einblíndi bara á það að ég hafði verið að græða þarna 5-kall. Þú vissir alltaf hvað átti að gera þegar eitthvað var að, þú kysstir á sárin mín þegar ég var lítill og þú hlustaðir á mig þegar ég kom heim í vondu skapi. Þú komst og sóttir mig alltaf þegar ég bað þig um og gerðir alltaf allt fyrir mig, og það er svo vont að vita það að ég gat ekkert gert til þess að lækna þig en ég veit að það er ekki það sem skiptir máli, því ég fékk að sitja með þér og leiða þig síðustu skrefin í veikind- um þínum. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að lifa án þín því núna eru bara örfáir dagar síðan þú kvaddir þennan heim en ég verð að standa mig fyrir þig, ég veit þú fylgir mér áfam og hjálpar mér. Ég elska þig, sakna þín, dá- ist að þér og vil vera eins góð manneskja í mínu lífi og þú varst í þínu. Þinn sonur, Valgeir Elís. Elsku mamma, tengdamanna og amma, nú ert þú farin á betri stað og líður vel. Það er margt bú- ið að koma upp í huga okkar síð- astliðna daga. Þá sérstaklega það að þú varst hetjan okkar og munt alltaf vera það. Þú varst dugnað- arforkur og varst alltaf með eitt- hvað á döfinni hvort sem það var í tengslum við nám, stjórnmál, saumaskapinn nú eða að skipu- leggja eitthvað með fjölskyldunni. Við eigum ótal margar minn- ingar sem við hlýjum okkur með, þá til dæmis Danmerkurferðin, útilegurnar, bústaðarferðirnar og allar þær stundir þar sem við fjöl- skyldan vorum saman. Við eigum aldrei eftir að gleyma Loddu- göngunni frægu þar sem þú og ég (Sveinbjörg) ætluðum í sakleysi okkar í góða kvöldgöngu en í stað- inn varð þetta að ógleymanlegri göngu sem oft er talað um í stór- fjölskyldunni. Okkur finnst eins og það hafi verið í gær þegar við komum að kveðja þig deginum áður en við litla fjölskyldan héldum út í sólina og hitann. Það var svo gaman hjá þér þar sem þú varst að spilla litlu snúllunni þinni þar sem þið sátuð saman upp í rúmi. Þú fékkst að gefa henni smávanillubúðing og stalst til að gefa henni kanilsykur með. Það sem litla snúllan fílaði það, smjattaði og umlaði með hverri skeið. Þér leiddist það sko alls ekki. Þessari stund munum við aldrei gleyma. Daginn eftir hringdir þú í okkur þar sem þú varst í einhverjum vandræðum með að panta bútasaum af netinu sem þú ætlaðir síðan að senda á okkur út. Við kíktum þá aftur á þig áður en við fórum upp á flug- völl og gengum frá pöntuninni. Áður en við kvöddum þig tókstu það svo skýrt og vel fram að við ættum að njóta okkar úti og hafa það gott. Ekki óraði okkur fyrir því að þetta myndi verða okkar síðasta samtal. Við þökkum guði fyrir að við náðum að koma heim áður en þú kvaddir þennan heim, það skipti okkur miklu máli. Sama hvað amaði að þá varst þú alltaf með einhver ráð. Það varst þú sem hvattir okkur áfram í einu og öllu. Þú varst stoð okkar og stytta sem við söknum svo ótrúlega sárt, það mun enginn koma í þinn stað. Nú ert þú verndarengillinn okkar sem fylg- ist ávallt með okkur af himnum ofan. Megi góður guð geyma þig, elsku mamma, tengdamamma og amma. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður Sigurðardóttir.) Við munum alltaf elska þig. Þinn sonur, tengdadóttir og barnabarn, Hafsteinn, Sveinbjörg og Athena Rós. Sigga amma mín var frábær amma, hún var besta amma sem nokkur maður getur óskað sér. Ég á margar góðar minningar um hana. Ein af bestu minning- unum sem ég á um hana er þegar ég hjálpaði henni og Samfylking- unni við kosningar fyrir meiri- hluta í bæjarstjórn Sandgerðis- bæjar og besta minningin frá þeim dögum er þegar við amma fórum smárúnt um bæinn og sungum uppáhaldslagið mitt og hennar „lítill drengur“ eftir Vil- hjálm Vilhjálmsson, ég man það vel eftir þessu að það er eins og þetta hafi gerst í gær. Við vorum með græjurnar í botni og sungum eins hátt og við gátum. Þetta er svo fallegt lag sagði amma við mig þegar lagið var búið og síðan keyrðum við aftur niður í höfuð- stöðvar S-listans í Sandgerði. Síð- an fórum við amma oft svona ísr- únt og tókum elskulegan hundinn hennar með, hann Óðin, og auð- vitað fékk hann sér ís, hehe. Við amma fórum líka mjög oft saman í bíó, við fórum til dæmis á allar transformers-myndirnar. Hún amma mín var yndisleg kona. Hún var rosalega sterk og ákveð- in, hún sagði bara það sem henni datt í hug, hún kynnti mig fyrir mörgum ráðherrum, til dæmis henni Oddnýju Harðardóttur. Ég sagði oft við ömmu að um leið og ég gæti þá ætlaði ég að fara í S- listann og bjóða mig fram í bæj- arstjórn og ætla ég svo sannar- lega að standa við orð mín því allt- af þegar ég sagði henni þetta horfði hún á mig og sagði þú ert yndislegur og síðan brosti hún bara. Ég elskaði hana ömmu mína mjög heitt og allt sem hún gerði var mér kært. Ég fór líka oft með henni í vinnuna og það var rosalegt fjör. Hún var rosalega ákveðin kona, ef hún var ósátt við eitthvað þá sagði hún það bara. Þegar ég var ósátt- ur við eitthvað, t.d. um daginn var ég ósáttur við strætóferðir því strætó var alltaf seinn, þannig að hún hjálpaði mér að senda bréf til bæjarstjóra Sandgerðisbæjar og hún áframsendi það fyrir mig þangað sem það átti heima og aldrei hef ég séð strætóinn aftur seinan, hehe. Um öll jól, áramót og á skemmtunum sem við fórum sam- an á var rosafjör og ég mun sakna hennar á þeim. Mig langar að segja ykkur líka frá því þegar eitthvað svona eins og fyrstu skóflustungur voru og alls kyns þannig atburðir voru þá stóð ég alltaf við hliðina á henni með bros á vör því henni þótti gaman að hafa mig með og mér fannst gam- an að vera með. Ég skrifaði henni bréf fyrir andlát hennar og í því lofaði ég henni að vera duglegur í námi og duglegur að aðstoða fólk, ég sagði líka við hana að ég ætlaði að vera duglegri við að mæta og fylgjast með á bæjarstjórnarfundum og það mun ég svo sannarlega standa við því mér finnst virkilega gaman að fylgjast með svona lög- uðu, eitt sem mér finnst rosalega leiðinlegt er það að hún mun ekki geta verið við hlið mér og aðstoð- að mig við að vaxa og verða betri í því sem ég hef áhuga á. Ég elska þig, amma mín. Marteinn Eyjólfur Sigurbjörnsson. Elsku amma mín, takk fyrir þessi þrettán ár, þetta eru búin að vera bestu árin mín, bara það að fá að vera með þér. Alltaf þegar við fórum á rúntinn eða eitthvað saman á bílnum og sungum sam- an „Lítill drengur“ og „Álfheiður Björk“, þegar við vorum stundum með kósíkvöld, það var alltaf svo gaman að vera með þér, þú komst mér alltaf til að brosa þegar ég var döpur eða leið. Mér fannst svo gaman þegar við vorum inni í saumaherbergi að sauma saman, ég var alltaf að laga bútana þína, strauja þá og raða þeim upp á nýtt, því þeir voru alltaf í smáó- reiðu hjá þér, en þá kom ég bara til bjargar og gerði þetta fínt upp á nýtt. Lífið getur verið svo ósann- gjarnt, þú áttir ekki skilið að kveðja þennan heim. Þú áttir svo mikið eftir, en þú barðist allan tímann og varst ekki tilbúin að kveðja. Ég veit að þú ert á betri stað núna, en ég óskaði þess að þú værir hérna hjá okkur. Gætir komið á fimleikamótin og horft á mig. Ég veit að þú ert alltaf með mér og alltaf að passa mig. Ég mun koma í heimsókn til þín í hvert skipti sem ég fer í Reykja- vík. Ég ætla að láta bænina sem við Matti kenndum ykkur mömmu einu sinni fylgja með. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Ég elska þig amma mín, hvíl þú í friði. Þín Sigríður (Sigga). Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að kveðja þig svona fljótt þegar þú hringdir í mig og til- kynntir mér um veikindi þín fyrir rúmlega ári. Þú varst svo ákveðin og jákvæð. Þú varst mér alltaf svo kær og góð vinkona sem og frænka en þú tilkynntir mér það þegar ég kynntist þér 26 ára göm- ul að við værum sko ekki bara vin- konur heldur frænkur líka. Ég spáði sjaldan í það, en í gegnum árin var pabbi minn mjög ánægð- ur með það hve góðar vinkonur við vorum. Og ekki svo sjaldan sem ég þurfti að senda kveðju frá uppáhaldsfrænda á leið minni til þín. Þú kenndir mér að prjóna, því gleymi ég ekki og mun nýta þann hæfileika áfram, enda í okkar ætt þó mamma vildi stundum reyna að segja okkur að það kæmi frá henni, við vissum betur. Þú sagðir við mig þegar ég var ófrísk að stráknum mínum og kom til þín með heimfararsett sem ég vildi prjóna: „Rakel mín, þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur.“ Það vantaði ekki hæfileikana í kennarann, því settið var klárað. Ekki veit ég hvert ég hringi þegar ég verð strand á einhverri prjóna- uppskriftinni. Sama átti við um verkefnin mín í skólanum, ekki voru þeir fáir dagarnir sem ég eyddi hjá þér við þau og veit ég að BA-ritgerðina mína hefði ég ekki klárað án þín. Þú stóðst eins og klettur með mér þegar ég átti erf- iða tíma og kom heim frá Dan- mörku með börnin mín tvö til að fara að ala þau upp ein fyrir rúm- lega fimm árum. Alltaf varstu létt og fjörug og sjaldan hef ég skemmt mér betur en í þínum fé- lagsskap. Ég gat alltaf verið ég sjálf í kringum þig og þú varst aldrei hissa á neinum hugleiðingum mínum um lífið og tilveruna, þú bara leiðbeindir mér og gafst mér ráð. Dísa þín erfir þessa hæfileika frá þér, hún er svo dugleg og úr- ræðagóð og stundum eins og ég sé að tala við þig þegar ég tala við hana. Ég gæti skrifað hér heila opnu um hve yndisleg manneskja þú varst, hve góð vinkona þú varst mér og hve oft ég á eftir að vilja spyrja þig einhvers eða segja þér frá einhverju, en ég læt þetta duga, hinar minningarnar geymi ég hjá mér. Krakkarnir þínir Dísa, Nonni, Valgeir og Hafsteinn og barna- börnin þín Sigga, Matti og Athena Rós og hún Ingibjörg þín eiga eft- ir að læra að takast á við lífið án þín og veit ég að það verður þeim ekki auðvelt þar sem þau voru þér mjög náin. Allur minn hugur er hjá þeim og sendi ég þeim mínar dýpstu samúðarkveðjur. Einnig sendi ég til foreldra þinna og systkina Bjössa, Palla og Sigrún- ar og fólksins þeirra samúðar- kveðju og óska þeim öllum góðs gengis með framhaldið í lífinu. Ég mun sakna þín, elsku vin- kona mín, en minningarnar um þig munu halda áfram að ylja mér, hlátur þinn og gleði munu fylgja mér í lífinu en þó mest munu ráð þín um að vera sterk og trúa á sjálfa mig standa mér næst en þú hafðir alltaf mikla trú á mér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Rakel Ósk Eckard. Það var að hausti til árið 2000 sem þú komst keyrandi á bílnum þínum frekar glannalega eins og þér einni var lagið, skrúfaðir nið- ur rúðuna og sagðir: „Magga, ég hef vinnu að bjóða þér.“ Ég svar- aði þér: „Ha, já takk.“ Þegar ég hugsa til baka þá öðlaðist ég mun meira en atvinnu við að játa þessu atvinnuboði. Ég eignaðist trausta vinkonu sem ég átti eftir að upp- lifa ótrúlega skemmtilega hluti með, vinkonu sem gaf mér óspart þekkingu úr reynslubanka sínum. Eftir að við höfðum starfað saman í tvö ár skelltum við okkur í nám í þroskaþjálfafræðum við Kennaraháskóla Íslands. Ég hefði ekki getað verið heppnari með námsfélaga. Hjá þér voru ekki til vandamál heldur bara verkefni sem þörfnuðust lausnar. Saman náðum við að skapa menn- ingu um nám okkar sem var ein- stök. Námstækni okkar ein- kenndist að mestu leyti af skrípaleik og leikritum sem við settum upp til að muna tæknilega hluti. Ein af dýrmætustu minn- ingum mínum um prófalesturinn er þegar við lágum saman uppi í rúmi heima hjá mér. Tengda- pabbi fyrrverandi kom og sá námstækni okkar, hann var frek- ar hissa á henni og efaðist. Stuttu seinna vorum við báðar sofnaðar. Þrátt fyrir öll þessi ævintýri okk- ar var námsframmistaða góð og vinnubrögð okkar við námið fag- leg. Þá daga sem við vorum í stað- lotum við HÍ var okkar helsta Sigríður Ágústa Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Kæra systir, nú er komið að leiðarlokum í þessu lífi, við áttum góðar stundir saman; fórum í ferðalög og skemmtum okkur saman elsku engillinn minn. Þetta eru lokaorðin mín. Þín systir, Sigrún. HINSTA KVEÐJA Þegar þú fæddist þá gréstu, en allir í kringum þig brostu, þú lifðir lífinu þannig, að þú gast dáið með bros á vör, en allir í kringum þig grátið. Þú gafst mér líf, þú gafst mér 31 ár af minningum, nú ertu engill, í minningum okkar lifir, ég elska þig og sakna svo lengi sem ég lifi. Bless elsku mamma mín, Jón G. Marteinsson. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.