Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Litbrigði lífsins birtast okkur á þessum haustdögum. Þá verður okkur ljóst hversu lífið er við- kvæmt og stutt. Góður vinur og söngfélagi til margra ára varð bráðkvaddur á Þingvallavatni síðastliðinn föstudag. Hlýja og kærleikur eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann þegar minnst er Sveinbjarnar Jóhannessonar bónda á Heiðarbæ í Þingvalla- sveit. Sveinbjörn var stór maður og sterklegur en einstök hlýja, birta og hógværð einkenndu alla hans framgöngu. Hann var öð- lingur í bestu mynd þess orðs en jafnframt traustur, áræðinn og fylginn sér. Mín fyrstu kynni af Sveinbirni voru þegar ég hóf söng með karlakór haustið 1985 þá voru þeir nafnar frá Heiðarbæ burðarmenn í Stefni og tóku þeir nýgræðinginn ásamt fleiri góðum söngmönnum undir sinn vernd- arvæng. Sveinbjörn hafði af- bragðsgóða tenórrödd. Hann bjó yfir einstöku næmi og lagði áherslu á fágaðan og agaðan söng. Seinna áttum við samleið í Karlakór Kjalnesinga og þar munaði mjög um hann en rödd hans gaf tenórnum fyllri og bjartari tón. Ég lærði margt af Sveinbirni í kórsöng og fyrir þá leiðsögn þakka ég nú. Sveinbjörn var jafnframt góður félagi og kunni að gleðjast á góðri stund og þá var gjarnan tekið lagið og þá oftar en ekki „Nú sefur jörð- in“. Tengdafaðir minn Bjarni Bjarnason og Sveinbjörn voru nánir vinir og mikill samgangur á milli heimilisfólksins á Hraða- stöðum og Heiðarbæ. Það hefur verið ljúft að fylgjast með því hversu náin og traust vinátta hef- ur ávallt verið með þeim enda um margt líkir og deildu sömu kjör- um. Bjarni sér nú á eftir traust- um vini og félaga eftir áratuga ánægjuríka samfylgd og vináttu sem aldrei bar skugga á. Sveinbjörn og Steinunn voru bændur í fremstu röð og ber um- hirða og natni á Heiðarbæ um það fagurt vitni, snyrtimennska og búsæld hvert sem litið er. Sveinbjörn nytjaði einnig Þing- vallavatn til veiði og eru þeir ófá- ir sem fengið hafa vænan silung eða murtu í soðið frá Sveinbirni en hann hafði einmitt nýlokið að vitja um þegar hann var kallaður í sína hinstu för. Liljan lifir Dofnar birta, degi hallar, daggir lífsins falla í svörð. Samt hún lifir Liljan vallar, líknar, græðir von á jörð. Far þú í friði og þökk, fram í vorið hlýja. Við kveðjum þig af trega klökk, kallaður í dögun nýja. Við biðjum þér blessunar Drottins, og birtu kærleikans. Þig umvefji ljósið lífsins, og leiði til frelsarans. (Ólafur M. Magnússon) Ég vil fyrir hönd okkar Sig- rúnar, foreldra minna og fjöl- skyldunnar á Hraðastöðum þakka Sveinbirni allt það góða sem hann stóð fyrir. Um leið og við kveðjum Svein- Sveinbjörn Jóhannesson ✝ Sveinbjörn Jó-hannesson fæddist í Heiðarbæ í Þingvallasveit 10. júlí 1937 og átti þar heima alla sína tíð. Hann varð bráð- kvaddur 19. októ- ber 2012. Sveinbjörn var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykjavík 26. októ- ber 2012. Jarðsett var í Þing- vallakirkjugarði. björn Jóhannesson þá erum við þess fullviss að honum verður tekið með sömu hlýju og kær- leika og hann sýndi samferðamönnum sínum hér á jörð. Við sendum Stein- unni, fjölskyldu hans, vinum og vandamönnum inni- legar samúðar- kveðjur á kveðjustund. Minningin lifir. Ólafur Magnús Magnússon, Eyjum í Kjós. Kær samferðamaður er fallinn frá og langar okkur að minnast hans með nokkrum rituðum lín- um. Það var hlýtt handtakið hans Bangsa á Heiðarbæ. Kynni okk- ar Bangsa urðu fyrst þegar feður okkar hittumst við ævistörf sín, við sauðfjárbúskap og þá helst við smalamennskur og skilaréttir Kjalarnes- og Þingvallasveitar- bænda. Það urðu því ávallt fagn- aðarfundir þegar ég átti þess kost að taka með mér föður minn og föðurbróður, Þorgeir í Gufu- nesi, þegar ég flutti áburð fyrir Heiðarbæjarbúið. Jóhannes, fað- ir Bangsa, fagnaði þeim ákaflega, bauð þeim í bæinn, staup tekin fram og rætt um búskap og íþróttir. Við Bangsi tókum áburðinn af bílnum og gáfum okkur góðan tíma til þess svo að gömlu mennirnir gætu rætt sem mest saman og glaðst. En sá sem hafði hve mesta ánægju af þess- um heimsóknum var Bangsi sjálfur, þegar hann sá hve vel fór á með körlunum. Samskipti mín við Bangsa héldu áfram og tengdi Steinunn í Kollafirði, eig- inkona hans, okkur enn sterkari böndum enda vorum við næstu nágrannar og svo til jafnaldrar. Áratuga fjölskyldukynni mín við Heiðarbæjarhjónin fram að dán- ardegi Bangsa hafa verið okkur hjónum í Varmadal eftirminnileg og góð. Þá er að minnast á eitt helsta áhuga- og tómstundamál okkar kæra félaga, sönginn. Við Bangsi sungum með Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ um áraraðir. Björt tenórrödd hans var eftir- sótt í kórstarfi og því var strax leitað til hans við stofnun Karla- kórs Kjalnesinga árið 1991. Söngmenn voru aðallega úr ná- grannasveitum og litið á kórinn sem bændakór. Í kórnum starf- aði Bangsi í mörg ár sem virkur félagi og síðan okkar traustasti bakhjarl sem áheyrandi á tón- leikum okkar fram á síðasta dag. Þá er ótalið það þarfaverk Heið- arbæjarfólksins að kynna kór- starfið svo vel í fjölskyldu sinni að nær tugur góðra nústarfandi söngmanna Karlakórs Kjalnes- inga er kominn þar fyrir tilstilli Bangsa og Steinunnar, niðjar og frændgarður. Kórstarfið gaf Bangsa mikið. Það þurfti sterkt afl til að fá bóndann úr Þingvalla- sveitinni um háannatíma sumars- ins til að fara í tíu daga söng- ferðalag um Bandaríkin og til Gimli í Kanada á Íslendingadag- inn en söngáhuginn og fé- lagsþroskinn höfðu yfirhöndina og ferðin varð honum og okkur öllum til mikillar ánægju og ævarandi minningasjóður. Bangsa er sárt saknað af söngfélögum Karlakórs Kjalnes- inga, mökum og öðrum vinum okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Kæra Steinunn og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. Karlakórs Kjalnesinga, Jón Sverrir Jónsson, Varmadal, Kjalarnesi. Kær fjölskylduvinur Svein- björn Jóhannesson, bóndi og veiðimaður á Heiðarbæ í Þing- vallasveit varð bráðkvaddur við umvitjun á Þingvallavatni 19. október sl. Söknuður kveður að og góðar minningar rifjast upp um traust- an og skemmtilegan samferða- mann. Sveinbjörn eða Bangsi eins og hann var kallaður í daglegu tali var mikill heiðursmaður eins og stórfjölskyldan öll. Bangsi var góður bóndi og mikill veiðimaður sem setti sterkan svip á mannlífið í Þing- vallasveit. Ég nefndi hann í afmælis- skveðju á sjötugsafmælinu sem ókrýndan veiðikóng Þingvalla- vatns og hafði lagt til að hann yrði sæmdur orðu fyrir verndun og eflingu á lífríki Þingvallavatns sem og fyrir elju hans við veiðar í vatninu og þá oft við erfiðar að- stæður t.d. við murtuveiðar á haustin. Ég minnist t.d. þeirrar stund- ar sem við fórum með urriðaseiði og slepptum suður með vatni og víðar sem nú eru uppistaða á urr- iðastofni Þingvallavatns. Það var vart ekið niður Stíga á veiðitímabilinu hverju sinni nema að bátur sæist á vatninu og var Bangsi þá þar á ferð og Steinunn jafnvel með í för við murtu- eða bleikjuveiðar. Samheldin heiðurshjón til allra verka. Stöku sinnum sást Bangsi einnig við veiðar niður um ís og þá aðallega sér til gamans. Bangsi var kær vinur Nesja- vallafjölskyldunnar eins og heið- urshjónin foreldrar hans, Jó- hannes Sveinbjörnsson og Margrét Þórðardóttir, blessuð sé minnig þeirra. Móðir mín fór gjarnan með eftirfarandi setningu úr vísu ef Bangsi hafði ekki komið á bæ um tíma, Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann, allt sem prýða mátti einn mann, mest af lýðum bar hann. (Vatnsenda-Rósa.) Þessi vísnaorð lýsa vel hvaða mann Bangsi hafði að geyma í huga móður minnar sem var afar mannglögg kona. Hann unni fjölskyldu sinni mjög og var hreykinn af börnum sínum og barnabörnum, enda um mannvænlegan hóp að ræða. Bangsi undi sér best á Heið- arbæ við fjárbúskapinn, heyskap og smölun sem og við veiðar í Þingvallavatni með tignarlegan fjallahringinn allt í kring og drottningu Þingvallafjalla Skjaldbreið í norðri og vatnið spegilslétt baðað fjallatoppum Þingvalla-og Grafningsfjalla í tærbláma vatnsins. Til að auka fegurðina enn meir sat þröstur gjarnan á birkigrein við vatnsborðið og söng sinn fagra vorsöng og himbriminn boðaði blíðviðri með velli sínu út á vatninu við undirleik lóu og spóa við heiðarbrún. Á slíkum stundum var Bangsi í essinu sínu og naut sín mjög í sveitinni fögru sem hann unni mjög. Minningarnar eru margar um traustan nágranna og vin og væri hægt að skrifa um þær margar síður t.d. um réttir, veiðar, tafl- mennsku sem annað. Bangsi var söngmaður góður og röddin sterk þegar raddir Heiðarbæjarmanna fengu að njóta sín á góðri stundu. Fjölskyldan mun minnast Bangsa um ókomna tíð með þökk fyrir öll góðu árin. Steinunni og fjölskyldu vott- um við innilega samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk og ljós til framtíðar. Guð blessi minningu Svein- björns Jóhannessonar, bónda á Heiðarbæ, með þökk fyrir allt. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Það var sumarið 1978 sem ég var svo heppinn að fá að dvelja í fyrsta sinn hjá Bangsa og Stein- unni á Heiðarbæ. Þar var ég einnig næstu þrjú sumur á eftir. Þessi tími reyndist mér gott veganesti út í lífið og fyrir hann er ég þakklátur. Þær eru margar stundirnar sem koma í hugann þegar ég hugsa til áranna á Heiðarbæ. Bangsi hafði einstakt lag á að laða það besta fram í hverjum manni og fá fólk með sér í vinnu og leik. Hann var harðduglegur og nýtti hverja stund sem gafst. Bangsi umgekkst alla af mikilli virðingu, nærgætni og hlýju. Fyrir nokkrum árum fór ég með Bangsa á vatnið að vitja um, þar sá ég vel hvernig hann var partur af náttúru og umhverfi Þingvallavatns. Hann benti mér á nokkrar tegundir af fuglum, sem hann hafði mikinn áhuga á, hann sá hvað þeir voru að hugsa. Við sögðum hvor öðrum veiðisög- ur um stóra silunga. Það var gaman að ganga frá aflanum og koma heim með nokkra bakka fulla af ísuðum fiski. Einu sinni sem oftar þegar ég kom á Heiðarbæ að kaupa silung, þá voru þau Bangsi og Steinunn að ganga frá afla dagsins, sem hafði veiðst fyrr um daginn, hann flakaði og snyrti flökin, en Stein- unn pakkaði og gekk frá jafnóð- um. Mér varð þá hugsað til þess hvað þau unnu vel saman og voru samrýnd, svo ég spurði Bangsa: „Hvernig er þetta með ykkur Steinunni, rífist þið aldrei?“ Bangsi hugsaði sig um í smátíma og svaraði svo: „Jú, það gerum við en við látum ekki nokkurn mann heyra til okkar ef við þurf- um þess.“ Svo einlæg samskipti hafði hann við fólk að einstakt var. Elsku Steinunn, Magga, Jói, Helga, Kolbeinn og fjölskyldur. Ykkar missir er mikill. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guðmundur Gíslason. Heiðursmaðurinn Sveinbjörn Jóhannesson frá Heiðarbæ í Þingvallasveit hefur kvatt þetta jarðlíf. Ég kynntist Bangsa eins og hann var alltaf kallaður, fyrir rúmum 30 árum. Ég fann strax þá miklu hlýju, umhyggju og tryggð sem hann gaf frá sér. Það var yndislegt að vera ná- granni Bangsa og Steinunnar. Þar bar aldrei skugga á, ég fann fyrir miklu öryggi að vita af þeim „handan lækjar“ eins og við sögðum. Á veturna, oft í slæmu veðri og ófærð þegar við vorum á ferðinni var Bangsa kunnugt um ferðir okkar, hann fylgdist vel með sínu fólki og kom oftar en einu sinni til móts við okkur að aðstoða eða huga að hvort ekki væri allt í lagi. Á þeim tíma voru ekki farsímar. Ef eitthvað sér- stakt var verið að gera var Bangsi alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Það ylja góðar minningar sam- verustundanna milli Heiðarbæj- arfjölskyldnanna, bæði heima við og í félagslífinu. Ég verð ævin- lega þakklát fyrir að hafa kynnst Bangsa og að fá að vera hluti af fjölskyldu hans. Handtakið hans, þykka, hlýja höndin, þegar hann heilsaði eða kvaddi, tryggðin, öryggið og ein- læga vináttan er dýrmætur fjár- sjóður að eiga. Elskulega Steinunn, Magga, Jói, Helga, Kolbeinn og fjöl- skyldur, góðar minningar lifa endalaust. Innilegar samúðarkveðjur til allra sem þótti vænt um Bangsa, megi hann hvíla í friði. Ingibjörg Jóna Steindórs- dóttir (Bíbí). Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengda- móður, RANNVEIGAR UNNAR SIGÞÓRSDÓTTUR, áður til heimilis að Lindargötu 61. Bjarnfríður Bjarnadóttir, Stefán Loftur Stefánsson, Eyrún Magnúsdóttir, Gunnar Þór Finnbjörnsson. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, KARLS G. SIGURBERGSSONAR, Suðurgötu 26, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. F.h. aðstandenda, Valgerður Bjarnadóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEFANÍU ÓSKAR JÚLÍUSDÓTTUR, Sólvallagötu 18, Reykjavík, áður til heimilis á Eiðum á Fljótsdalshéraði. Sveinn Þórarinsson, Ólöf Birna Blöndal, Sigurjón Þórarinsson, Alfreð Dan Þórarinsson, Sesselja Eiríksdóttir, Sigríður Þórarinsdóttir, Magnús Sæmundsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Örn Þorbergsson, Anna Þórarinsdóttir, Knut Lage Bö, Ólöf Þórarinsdóttir, Örn Óskarsson, Björg Þórarinsdóttir, Örn Arnþórsson, Hallgrímur Þórarinsson, Ingunn Thorarensen, Magnús Þórarinsson, Bryndís Skúladóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HALLFRÍÐAR BÁRU HARALDSDÓTTUR, Öldustíg 6, Sauðárkróki, sem lést 10. október. Herbert K. Andersen. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SIGURVEIGAR BRYNHILDAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Gránufélagsgötu 37, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri fyrir góða umönnun. Páll Jónsson, Sigurgeir Pálsson, Jórunn Agnarsdóttir, Rósa Pálsdóttir, Pálmi Vilhjálmsson, Anna Kristín Pálsdóttir, Jón Frímann Ólafsson, systur hennar, ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.