Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Elsku Offi, ég hitti þig fyrst 1998 með Berglindi minni, þú sagðir þetta ást við fyrstu sýn, þið voruð í partíi á Patró, þú horfðir svo á eftir henni að þú gekkst á dyrakarm Haustið 2007 fluttuð þið á Reyðarfjörð, þú fékkst vinnu hjá Alcoa. Þú varst yfir þig ánægður og eign- aðist strax nýja vini, varst mikil félagsvera og áttir auðvelt með að eignast vini, enda skemmtileg- ur og náðir að segja frá atburð- um þannig að þeir urðu að bráð- fyndinni kómedíu. Þú varst snillingur í eldamennsku og grill- ið stutt undan, skipti engu þó rigndi, þá opnaðirðu bara bíl- skúrinn og bjóst þér til skjól und- ir hurðinni. Svo var Halli bróðir þinn búsettur á Reyðarfirði og þarna náðuð þið bræðurnir sam- vistum með ykkar fjölskyldur. Síðan fluttuð þið Berglind uppá Egilsstaði. Eftir að þið Berglind fluttuð ákvað Halli, eiginkona og dætur að flytja uppeftir, þið bræður eruð svo nánir. Þú elsk- aðir að fara í snjósleðaferðir, veiði, mótorhjól o.fl. og fannst Egilsstaðir sameinast vel inní þín áhugamál. Ég fékk margar sögur frá þér og Berglindi hvað Egils- staðir væru frábærir, allt væri gott við að búa þar, náttúran, skólinn, samfélagið í heild og þið hvöttuð mig stöðugt til að flytja austur. Er þú varst 16 ára í Ófeigur Gústafsson ✝ Ófeigur Gúst-afsson fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1979. Hann lést á Landspít- alanum 6. október 2012. Ófeigur var jarð- sunginn frá Egils- staðakirkju 19. október 2012. Verslunarskólanum 1995-1996, varðstu veikur í maga. Af einhverjum ástæð- um liðu margir mánuðir áður en greindist kamfíló- bakteríusýking. Þá voru miklar inn- vortis bólgur sem héldu áfram þó bakterían væri „dauð“. 18 ára kynntistu Berglindi og þú þjáðist af innvortis bólgum alla ykkar tíð. 2008 kom stóri skellurinn, krabbamein í lifur. Berglind sat hjá þér dag og nótt, það féllu mörg tár en alltaf stóð hún upp og mætti brosandi niður á spítala ákveðin í að láta þig ekki sjá hversu niðurbrotin hún væri. Í júlí lagðistu á melt- ingardeild LSH. Berglind, Andra og Ásdís drifu sig suður. Berlind svaf mikið útá spítala hjá þér, kom 2-3 klst. á dag heim að sinna dætrunum. Oft kom Berglind heim og grét, hún gat ekki hugs- að sér framtíðina án þín. Þú komst í kvöldmat 22. sept. fékkst lambahrygg. Þú reyndir að hrósa matnum en gulan hefur svo mikil áhrif á heilann að þú gast ekki sótt orðin sem þú vildir segja, það var átakanlegt að horfa uppá. Ég beit allan tímann á jaxl- inn til að loka á tárin. Þetta var í síðasta skipti sem þú komst. Við vitum að núna ertu frjáls frá þjáningum í himnaríki, mikið eru þau heppin þar að hafa þig. Elsku Offi, ég votta foreldrum þínum, Rannveigu og Gústaf, innilega samúð í sársaukafullum sonarmissi, Guð styrki þau í sorg og söknuði eftir þér, votta bræðr- unum Haraldi og Gústaf og fjöl- skyldum dýpstu samúð í erfiðum bróðurmissi, votta aðstandend- um og vinum innilega samúð í sorg og söknuði. Veit að þín er sárt saknað, nú verður enginn pabbi að hringja í, kúra hjá, í veiðiferð eða pabbak- nús. Við þökkum fyrir þau 14 ár sem þið Berglind nutuð samvista, makamissir er sársaukafullur fyrir 31 árs dóttur mína, enginn Offi að umvefja í ást, kærleika, kossum og faðmlögum. Þín minning lifir. Ása Gréta og börn. Meira: mbl.is/minningar Elsku vinur, ég trúi því varla að ég sé að kveðja þig, vonaði og trúði svo innilega að þessi dagur kæmi ekki. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Öll prakkarastrikin á æskuárunum. Til dæmis okkar fyrstu kynni, þú þá lítill og þybb- inn krúttlegur pjakkur með eld- rautt hár. Man að mér fannst nafnið þitt alveg stórfurðulegt, enda hafði ég aldrei heyrt um það áður að einhver væri skírður Óþekkur. Komst náttúrlega að því nokkrum dögum seinna að nafnið væri jú Ófeigur en ekki Óþekkur. Enda varst þú aldrei óþekkur. Þú sagðir mér líka seinna að þér hefði fundist skrýtið að þessi strákur, frændi hans Tobba, héti Silja, já þarna strax var vinátta til frambúðar farin að myndast. Þú varst alltaf brosandi, hlæj- andi og teiknandi, alveg meiri- háttar grallari og alltaf til í skoða svona hvernig hitt og þetta virk- aði, innan frá, eins og til dæmis fína vasadiskóið mitt og litlu há- talarnir sem ég átti við það. En þú varst aldrei óþekkur, bara svolítið forvitinn. Hláturinn, glensið, grínið og öll heillaráðin á unglingsárunum eru mér fersk í minni, eins og það hafi verið í gær þegar forvitni strákurinn breyttist í dellukall. Bílar, mótorhjól og flugvélar áttu hug þinn allan og já þú varst auð- vitað sá fyrsti sem ég sá með sím- boða, algjör töffari. Og þegar elsku vinur minn varð skotinn í henni Berglindi sinni, „já hún er sko alvörukvenmaður þessi“ sagðirðu við mig með stjörnur í augunum. Og seinna sá ég aftur þessar stjörnur þegar þú hvísl- aðir því að mér að þú værir að verða pabbi. Og svona varstu í gegnum allt lífið elsku vinur, alltaf brosandi, jákvæður, til í allt, grallari og endalaust mikill dellukall með óbilandi áhuga á öllu tæknidóti og hraðskreiðum farartækjum. Ljómaðir til dæmis alveg sér- staklega mikið ef þú komst smá- rúnt á mótorhjólinu eða upp á fjall með sleðann. Þú varst líka listrænn, teiknaðir listavel, hafð- ir gott auga og lúnkinn með myndavélina. Ég minnist allra góðu samtalanna á fullorðinsár- unum. Það var alveg sama hvað leið langt á milli þess sem við hittumst, og tala nú ekki um núna síðastliðin ár þar sem við bjuggum hvort í sínu landinu, það var alltaf eins og ég hefði hitt þig síðast í gær og það finnst mér segja mikið um okkar vinskap. Ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, svo endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig að. Allar þessar yndislegu minn- ingar og fleiri til mun ég alltaf geyma á góðum stað. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Berglind, Andrea Rut, Ásdís Birta, Rannveig, Gústi, Halli og Gústi. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Takk fyrir allt. Þín vinkona, Silja Ruth Gunnarsdóttir. Fallin er hetja sem barðist af ofurmenniskrafti við erfiðan sjúkdóm. Góður vinur sem við fáum því miður ekki að upplifa fleiri stundir með, en þær sem við eigum verða geymdar sem gull. Alltaf var gleði í kring um þig. Minnumst við til dæmis spilakvöldanna þar sem gleði og orðhnyttni réð ríkjum. Oft var hlegið og mikið um létt þras. Þá mun ekki gleymast spjallið um allt og ekkert og ógrynni af góð- um sögum með þessum frábæra „redneck“ hreim þínum. Alltaf var stutt í ævintýralöngun þína, fórstu því stundum um á snjó- sleða eða mótorhjóli en vildir helst að hún Berglind þín og dæt- ur væru með í för ef hægt var. Um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, kæri Ófeigur, þá erum við leið yf- ir að hafa haft þig alltof stutt hjá okkur, við söknum þín mikið. Á þessum erfiða tíma er hugur okk- ar einnig hjá fjölskyldu þinni sem við sendum bæn um styrk og huggun. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Þínir einlægu vinir, Auðbjörg, Marinó, Díana, Jóhannes, Ólafía, Axel, Ein- ar, Óli og Ragnar. Elsku Offi. Ég hef saknað þín mikið. Þú hefur verið til staðar frá því ég man eftir þér. Þú varst mér sem faðir og ég veit að þér þótti vænt um okkur öll: mig, Berglindi, Aron, Ásdísi, Andreu, mömmu og alla aðra sem þú þekktir. Þú varst eins og besti vinur minn. Komdu aftur … Komdu aftur til okkar, við söknum þín öll. Mörg tár hafa fallið eftir að þú fórst til himna- ríkis og þú verður alltaf í hjörtum okkar. Þú varst hjartabesti og ljúfasti maður sem ég þekkti. Ég og móðir mín höfum beðið Guð að láta þig rísa upp frá dauð- um … en ég veit núna að Guð vill hafa þig á betri stað. Mér þykir vænt um þig. Samúel Kristinn Cassis. Elsku vinur og bekkjarbróðir. Þau eru fá orðin sem ná fram á varirnar þessa dagana. Þótt hugsanirnar hafi fengið að fara á flug er fátt annað en kökkurinn sem nær fram. Öll fengum við á einhverjum tímapunkti að eyða með þér tíma í þeirri sérstöku einingu sem bekkur er. Bekkurinn okkar hef- ur alltaf verið samheldinn hópur og alltaf mikið hlegið þegar við hittumst. Við vorum einnig svo lánsöm að foreldrar þínir kenndu okkur báðir og hafa alltaf fylgt okkur, jafnvel eftir að skóla- göngu okkar lauk. Það má með sanni segja að þau skipi stóran sess í hjarta okkar. Í baráttu þinni reistu þau vörðu þér til stuðnings. Nú stendur hún hátt og gnæfir yfir Patreksfirðinum, minnisvarði um þig og veru þína á þessari jörð. Þangað er víst að við munum fara og heiðra minn- ingu þína og þakka fyrir sam- veruna sem var því miður styttri en barnshugann nokkurn tíma óraði fyrir. Við minnumst þín á svo marg- an hátt, rauðhærður prakkara- legur strákur sem átti ekki erfitt með að segja sína meiningu. Minningar sem einhvern tíma þóttu ekki merkilegar, einungis hluti af hversdagsleikanum eins og fótboltaleikur í frímínútum, skrímsla- og hermanna- teikningar, njósnaleikir, snjókast og biðröðin fyrir utan skólann og svo margar fleiri brjótast nú fram og maður finnur sig knúinn til að reyna að muna sem mest, að fanga þær sem flestar. Það er ljúft að eiga minning- arnar að ylja sér við, að muna brosið þitt. Það er ljúft að fá að fylgjast með stelpunum þínum og sjá hversu mikið þú átt í þeim. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Sá tími verður ávallt geymdur í hjarta okkar, hvers og eins. Við vitum líka að næst þegar við hittumst verður þú með okkur. Svífur með hlíðunum húmnóttin vær. Vaki, vaki vinur minn kær. Blítt er í lautu þar bláfjólan grær. Vaki, vaki vinur minn kær. (Loftur Guðmundsson) Elsku, elsku Rannveig, Gústi, Berglind og fjölskylda. Orðin eru fá en hugur okkar allra er hjá ykkur. Takk fyrir allt. F.h. bekkjarsystkina, árgang- ur 1979 frá Patreksfirði, Íris Aðalsteinsdóttir. HINSTA KVEÐJA Kæri Ófeigur. Þú hefur verið skemmti- legur mágur og allir sakna þín, en ég veit að þú ert kominn á betri stað sem er himnaríki. Og þú hefur gert marga skemmtilega hluti með mér. Kveðja, Aron Helgi Róbertsson. ✝ Stefán Mar Fil-ippusson fædd- ist á Seyðisfirði 25. mars 1950. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Austur- lands, Seyðisfirði, 13. október 2012. Hann var sonur hjónanna Filippusar Sigurðssonar, f. 16.11. 1912, d. 17.11. 2002 og Ólínu Jónsdóttur, f. 6.6. 1914, d. 21.3. 1995. Stefán var fimmti í röð sjö systkina. Þau eru Sigurður, f. 1942, hans maki er Soffía Ívars- dóttir, f. 1950, þau eiga níu börn. Geirlaug, f. 1943, d. 6. ágúst 2011. Andrés, f. 1945, maki, Þóra Ívarsdóttir, f. 1947, þau eiga fjögur börn. Þau slitu samvistum. Magnús tvíburabróðir Stefáns, f. 1950. Sunneva, f. 1953, maki hennar er Torfi Matthíasson, þau eiga tvær dætur. Ragnhildur, f. 1956. Sambýlis- maður hennar var Sigtryggur Gísla- son, þau eiga fjögur börn. Þau slitu sam- vistum. Maki er Kristján Helgason. Stefán bjó hjá for- eldrum sínum, fyrst úti á Dvergasteini og seinna á heimili þeirra á Brekkuvegi 3, Seyðisfirði, til árs- ins 1993 en þá fluttist hann ásamt Magnúsi bróður sínum í íbúð Ör- yrkjabandalagsins að Múlavegi 26 sem þeir leigðu þar til þeir vistuðust á Sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar síðasta vetur. Á þeim tíma sem hann bjó á Múlaveg- inum starfaði hann í Ullarvinnslu Frú Láru á Seyðisfirði og á leik- skólanum Sólvöllum. Útför Stefáns fór fram frá Seyðisfjarðarkirkju 20. október 2012. Nú kveðjum við bróður, frænda, vin, einstaka persónu og sál. Þótt ég vissi hvert hlutirnir stefndu var eins og tíminn stöðvaðist þegar hringt var til mín og sorgin dundi yfir eins og rigning og þoka á fallegum degi. Þegar ég minnist þín á þessum tíma fyllist hjartað mitt hlýju og ást og minnist ég þess hve gam- an mér fannst að fá ykkur systkini norður á hængsmótið, fá að sjá framan í ykkur, og ef við vorum heppin fá að stela ykkur heim í smástund. Stebbi vann lengi vel á leikskólanum Sólvangi og vann sína vinnu vel. Ef aðeins allir leikskólar væru svo heppnir að alast upp með svo yndislegan starfskraft sem kenna börnunum okkar mikil- væg lífsgildi, þá væri heimurinn betri staður. Einnig vann Stefán í ullarvinnslunni á Seyðisfirði í langan tíma. Ég treysti á það að fögnuðurinn yfir komu þinni í hina heimana verði jafn góður og kveðjustund okkar verður erfið. Í dag ætla ég að fagna lífi þínu og þakka fyrir hve heppin ég var að hafa þig í lífi mínu. Það er alltaf erfitt að kveðja og einhver hluti af manni fer með þér, sem kemur til baka í dýr- mætum minningum sem ylja hjartarætur á erfiðum tímum. Ég mun verða þeim tíma sem ég eyddi með ykkur bræðrum í sumar ævinlega þakklát, því er ekki hægt að lýsa. Mun ég geyma þann tíma í hjarta mér það sem eftir er. Verður þeim minningum sem safnað var þá seint gleymt. Elsku tónlistar- unnandinn sem lá í rúminu með svoleiðis fjallið af geisladiskum á náttborðinu að ekki sást í höfuð, og ekki mátti nú missa af neinu ef gestir voru í heimsókn, þá var haldið á heyrnartólunum og hlustað á tónlist í botni, en hlustað á gestina í leiðinni. Ynd- islegri verða þeir nú varla. Þakkir vil ég færa Seyðfirð- ingum fyrir að hugsa ævinlega vel um Stebba og Magga og er ég þakklát því að þeir hafi feng- ið að eyða ævi sinni þar um- kringdir ástríku og skilningsríku fólki sem þekkir þá. Hrafnhildi vil ég þakka fyrir einstaka hlýju og umhyggju í garð bræðranna og fyrir ómælda virðingu og vin- áttu sem hefur ríkt þeirra á milli í gegnum árin. Ég vil líka þakka starfsfólki spítalans á Seyðisfirði fyrir góða aðhlynn- ingu. Elsku Maggi, hugur minn og hjarta hvílir hjá þér allar stund- ir og bið ég Guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Ég sendi fjölskyldu minni og vinum Stef- áns mínar samúðarkveðjur. Elsku Stebbi minn, eigðu góða nótt, og megi ferðalag þitt yfir móðuna miklu verða fyllt af söng, litum og ljósum og á móti þér taki herskari af ástvinum, velviljurum, og jafnvel skemmti- kröftum og söngvurum, í Stebba frænda stíl. Þegar við misstum þig, brotnuðu hjörtu okkar en þú fórst ekki burtu aleinn, hluti af okkur fór með þér daginn sem Guð tók þig heim. Ef tár gætu byggt upp stjörnunnar stiga og hjartasár myndað braut myndum við ganga okkar leið til himna og ná í þig tafarlaust heim. Í lífinu höfum þig elskað og í dauðanum elskum þig enn í hjörtum okkar er alltaf þinn staður og minning sem aldrei fær gleymt. Þín systurdóttir, Guðborg. Stefán Mar Filippusson✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS NIKULÁSAR ÁGÚSTSSONAR, Kríunesi, Elliðavatni, sem lést föstudaginn 5. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitasar fyrir einstaka alúð og umönnun. Helga Heiðbjört Björnsdóttir, Björn Ingi Stefánsson, Anna Katrín Ottesen, Stefán Örn Stefánsson, Oddný Rósa Halldórsdóttir, Sveinn Þór Stefánsson, Unnur Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar og tengda- móður, GUÐBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR SMITH. Katla Smith, Henje Jan Henje, Hekla Smith, Björn Sigurðsson, Hrefna Smith, Birna Smith, Guðmundur Lárusson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, fósturmóður, dóttur, fóstur- dóttur og ömmu, FANNEYJAR ELÍNAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við séra Óskari Óskarssyni presti á Selfossi, starfsfólki gjörgæslu á Landspítalanum, Fossvogi, starfsfólki Breiðholtsskóla og Útfararþjónustu Rúnars Geir- mundsonar. Guð og englarnir geymi ykkur. Fyrir hönd aðstandenda, Orri Ragnar Árnason Amin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.