Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 ✝ Erla Soffía Sig-fúsdóttir fædd- ist í Reykjavík 13. september 1932. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 9. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigfús Sig- fússon, f. 24. októ- ber 1900, d. 2. júlí 1982, og Hulda Guðjónsdóttir, f. 19. apríl 1913, d. 13. apríl 2008. Systkini Erlu eru, Hólmar Örn, f. 12. júní 1928, d. 17. september 2008. Gyða Ásdís, f. 4. janúar 1935, d. 8. janúar 2002. Kristín, f. 21. apríl 1948, og Þórarinn, f. 9. nóvember 1951. Barn Erlu og Ríkharðs Sig- urðssonar, (látinn), Margrét Ríkharðsdóttir, maki Egill H. Bjarnason, börn þeirra, Rík- harður, Haraldur, Ólafur og Sig- urbjörg Erla. Erla giftist Kristófer Garðari Jónssyni, (skildu), Börn þeirra eru 1) Sigfús Garðarsson, maki Kristjana Oddný Kristjánsdóttir, börn þeirra Sigrún og Garðar. 2) Ást- ríður Garðarsdóttir barn hennar, Friðsemd Erla Soffía (gefin og ættleidd.) 3) Bára Garðarsdóttir börn henn- ar, Hrefna, Helgi Örn og Stella Guðrún. 4) Einar Páll Garð- arsson, sambýliskona Sigríður Oddný Hrólfsdóttir, börn hans, Einar, Sandra og Karen. Barna- barnabörnin hennar eru tólf. Útför Erlu hefur farið fram í kyrrþey. Elsku mamma og tengda- mamma. Nú ert þú farin í þitt síðasta ferðalag af svo ótal mörgum og örugglega á fallegasta staðinn sem hægt er að komast á. Margs er að minnast þegar hugsað er til baka, þú varst léttlynd kona og hafðir gaman af að dansa og spila á gítarinn þinn, já þú gast dansað endalaust, svo tignarleg og falleg, þú spilaðir á gítarinn og söngst nánast fram á síðustu stundu þó svo að alzheimers-sjúkdómurinn væri búinn að taka minnið þitt frá þér. Mörg voru ferðalögin sem þú fórst í með okkur og börnunum okkar, alltaf tilbúin að fíflast og grínast með okkur, margar voru Heiðmerkurferðirnar með nesti og leikföng, meira að segja sofið í tjaldi þar. Man ég sérstaklega eft- ir vikuferðinni á Gilsfjarðar- brekku og upp úr stendur þegar botninn fór niður úr rúminu þegar þú settist á það okkur til mikillar skemmtunar því þú hlóst svo mik- ið að þú varðst afvelta. Þú gast alltaf hlegið og sama hvort það voru börnin eða við þá fannst okk- ur þú alltaf vera jafnaldra okkar. Þú fórst með okkur og Garðari barnabarni þínu hringinn í kring- um landið eitt sumarið í júní og lentum við þá í blindbyl og fljúg- andi hálku á Hellisheiði eystri, síð- an inni í miðjum sandstróki við Gígjukvísl en ekki brást traustið við það eða kjarkur þinn til að fara í fleiri ferðalög með okkur. Þú þráðir að fara austur í Þór- isdal í Lóni en þar varst þú í sveit sem barn, okkur tókst það og gladdi það þig mikið að sitja í brekkunni og njóta nestisins með Báru dóttur þinni, tengdadóttur og Sigrúnu barnabarni þínu. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, minningarnar sem við eigum í hjörtum okkar og kærleikann til barnanna okkar. Minning þín verður alltaf ljós í lífi okkar. Brostinn er strengur og harpan þín hljóð svo hljómarnir vaka ei lengur, en minningin geymist og safnast í sjóð, er syrgjendum dýrmætur fengur. (Trausti Reykdal.) Sigfús og Kristjana. Elsku mamma mín. Nú er kom- ið að kveðjustund, loksins ertu laus úr fjötrum veikinda þinna og komin á bjartan og fallegan stað. Við áttum svo margar skemmti- legar og yndislegar stundir sam- an, t.d. þegar við fórum í sumarbú- staðaferðirnar okkar og útilegur. Mamma, þú varst nánast fædd til að leika og skemmta, að vera með þér í þessum ferðum voru algjör forréttindi, við höfðum í þér snilld- ar söngtýpu, gítarleikara, dans- ara, grínista og matlystuga konu sem naut réttanna minna sem ég eldaði. Ó mamma, það var svo gaman. Nú fer að líða að jólum, mikið er ég búin að hugsa aftur í tímann þegar ég var barn. Við fór- um heim til Huldu ömmu í Langa- gerðið til að baka smákökur fyrir jólin, sortirnar urðu aldrei færri en fimm og allar kökurnar jafn- stórar og jafndökkar, boxin límdir þú aftur og settir í efsta skápinn inni í svefnherberginu þínu, en mýsnar sóttu bara stól þegar þú varst ekki heima og nutu verka þinna, og að sjálfsögðu límdu þær lokið á aftur. Hvernig ætli tilfinn- ingarnar verði á heimilunum okk- ar, það verður skarð þar sem við getum ekki sótt þig og deilt þér á milli okkar systkinanna um hátíð- ina og séð jólaljósin glampa í aug- unum þínum, en þetta er víst leið- in okkar allra. Þú varst snillingur í að láta gjaldeyrinn duga fyrir gjöfum handa öllum hópnum þeg- ar þú fórst í allar þínar utanlands- ferðir, gjafirnar voru ekki stórar en allar valdar á fallegasta máta, bolir, diskaþurrkur, baðhand- klæði og svuntur, smá nammi og ýmsir hlutir til að skoða. Takk fyrir stuðninginn mamma mín, þú hjálpaðir mér með að sækja tvíburana mína á leikskól- ann og brúa bilið til þess að ég gæti klárað vinnudaginn minn, það var svo þægilegt því við bjuggum í næstu blokk við þig á þeim tíma. Ég finn þú ert í drottins hendi og englarnir vaka yfir þér það er huggun mín og kenndir og verða ljós í hjarta mér. Mamma mín þér kveðju sendi blessuð sé hún minning þín. (Bára) Bára Garðarsdóttir. Elsku amma mín. Nú ert þú komin á góðan stað þar sem þér líður vel á. Ég vil þakka þér allar þær innilegu stundir sem við áttum saman. Þegar við systkinin komum suður að austan tókst þú alltaf vel á móti okkur og gaman var að koma til þín í heimsókn og gista hjá þér, þú varst alltaf svo góð við okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Var þá farið í sund, bíltúra og heimsóknir. Þú varst svo stolt af okkur tvíbur- unum þínum og varðst að sýna öll- um hvað þú áttir. Opnum örmum tókst þú mér þegar ég flutti suður, opnaðir heimilið þitt fyrir mér og hlúðir að mér eins og þér einni var lagið á meðan að ég leitaði mér leiguhúsnæðis. Amma mín, það var yndislegur tími í glaumi og gleði sem engan endi tók því í framhaldinu skellt- um við okkur utan aftur og aftur. Ferðirnar okkar saman urðu alls fimm, því næsta ferð var ákveðin strax og þeirri fyrri lauk, Beni- dorm, Portúgal og þrisvar til Mal- lorca og sú síðasta var árið 2008, varst þú þá komin nokkuð langt í þínum sjúkdómi en samt nutum við okkar frábærlega í glymjandi tónlist, dansi, skoðunarferðum og á ströndinni. Keyptum minjagripi og síðan var farið út að borða. Það er svo ofarlega í minningunni að þegar þú heyrðir á kvöldgöngun- um okkar, söng eða hljómlist frá einhverjum pöbbnum eða veit- ingastaðnum var stokkið þar inn og hlustað, oft á tíðum var þér af- hentur gítar og spilaðir þú við miklar vinsældir staðargesta, ís- lenska slagara eins og enginn væri morgundagurinn. Fékkst þú mik- ið klapp fyrir það. Langar mig líka til að nefna að alltaf varst þú tilbú- in að fara í sumarbústaðina sem ég tók á leigu, þar vorum við systkinin, mamma og þú, og oft á tíðum fleiri úr fjölskyldunni. Þær stundir geymi ég vel í hjarta mínu því þær voru svo skemmtilegar og mikið djókað, grillað og slakað á í heita pottinum. Heimsóknum til þín er lokið í bili og verða ekki fleiri á Meistaravellina eða á Hrafnistu. Göngutúrar og öku- ferðir, ís og pylsur með miklu re- múlaði og snikkers í desert er liðin tíð. Takk, elsku amma, mín fyrir allar þær samverustundir og ná- vist sem þú veittir mér, við sjáumst síðar í langa ferðalaginu okkar allra Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Helgi Örn Jóhannsson. Elsku amma og langamma. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem þú hefur skilið eftir, allar sögurnar sem þú hefur sagt okkur, allan tímann sem þú hefur eytt með okkur. Við munum öll eftir góðu tímunum í Hraunbæ þegar þú passaðir okkur sem börn. Skemmtilegast fannst okkur rétt fyrir svefninn, þegar þú sagð- ir okkur frá ófáum prakkarastik- um sem þú hafðir sjálf gert þegar þú varst yngri. Við munum alltaf eftir stund- unum þegar þú tókst upp gítarinn og söngst. Vinnukonugripið eins og þú kallaðir það og Stína var lítil stúlka í sveit voru alltaf í uppá- haldi hjá þér. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá öllum sem voru með þér, enda varstu mikið fyrir að grínast. Húmorinn sem þú hafðir og lífsgleði þín lifir í okkur öllum. Litla nafna þín hún Erla Talía býr núna í Noregi. Sandra og Jón Kristján hafa eignast lítinn strák sem fær því miður ekki þann heið- ur að hitta þig og kynnast þér elsku amma. Nú ertu komin á stað þar sem þú getur fengið að vera þú sjálf. Erla, góða Erla! eg á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! (Stefán frá Hvítadal) Guð geymi þig, elsku amma. Einar, Sandra og Karen. Elsku hjartans amma mín. Nú ert þú búin að fá ró og hvíld og komin á góðan stað þar sem að ég veit að þér líður vel á, það eru góðar og skemmtilegar minningar sem koma upp í huga mínum þeg- ar að ég hugsa um stundirnar sem ég átti með þér, en eitt er efst í huga mér þegar að þú tókst upp kassagítarinn, slóst á létta strengi og söngst með af gleði og fórst létt með það. Það var svo gaman að hlusta á þig og sjá lífsgleðina og hvernig músíkin dillaði í þér, þess- ar minningar munu ávallt sitja of- arlega í minni mínu og aldrei gleymast. Einnig er ofarlega í mínu minni þegar að þú tókst svo einlæglega þátt í öllum okkar fífla- gangi og varst eins og jafnaldra okkar krakkanna. Þú varst svo skemmtileg og lífsglöð elsku amma mín áður en alsheimer sjúkdómurinn tók allt frá þér „en samt brostir þú“ og það voru svo ótal, ótal, margar stundir sem við áttum saman. Já amma mín minning þín lifir svo ljós í hjarta mínu, takk fyrir allt. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. (Grétar Ó. Fells.) Sigrún Sigfúsdóttir. Erla Soffía Sigfúsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Ég hefði viljað að lífið hefði farið svolítið öðruvísi, til að sonur minn hefði fengið að kynnast lang- ömmu sinni. Margar eru góðu minningarnar og vantaði aldrei upp á góða skapið, amma mín, þú varst alltaf svo ljúf og góð. Þið Hektor hefðuð getað hlegið mikið saman. Ég veit að þú ert á fallegum stað og munt alltaf fylgja okkur og sjá okkur blómstra ennþá meir. Hvíldu í friði elsku amma mín, minning þín mun alltaf lifa með okkur. Stella Guðrún og Hektor. ✝ Indriði Indr-iðason fæddist á Raufarhöfn 26. maí 1956. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 24. september 2012. Foreldrar hans voru Indriði Ein- arsson sjómaður, f. 9.12. 1911, d. 24.3. 1987 og Stefanía Jónsdóttir verkakona, f. 8.11. 1917, d. 11.9. 1997. Indriði átti eina alsystur, Sólrúnu Hvönn, f. 14.2. 1960. Hálfsystkini Indriða samfeðra eru: Hilmar Indr- iðason, f. 4.6. 1931, d. 16.9. 1977, Einar Indriðason, f. 17.11. 1933, d. 13.6. 1985, Ólöf G. Indr- iðadóttir, f. 27.9. 1937, d. 22.12 1973, Agnar Víðir Indriðason, f. 22.7. 1943. Hálfsystkini hans sammæðra eru: Gylfi Þor- steinsson, f. 21.1. 1935 d. 7.11. 2007, Katrín Björnsdóttir, f. 3.12. 1936, d. 23.7. 1985, Jón Halldór Björnsson, f. 4.1. 1938, Bjarni E. Björnsson, f. 3.12. 1940, d. 18.7. 1996, Sigurður M. Björnsson, f. 5.7. 1943, Klara Björnsdóttir, f. 3.9. 1945, d. 30.6. 2010, Björn Björns- son, f. 3.4. 1947, Sigrún Björns- dóttir, f. 29.7. 1948, Aðalheiður Björns- dóttir, f. 31.3. 1952, d. 15.5. 2009. Indriði kvæntist Kolbrúnu Ævars- dóttur, þau skildu. Seinni sambýlis- kona hans var Anna B. Saari, þau slitu samvistum. Börn Indriða og Kolbrúnar eru: 1) Sigurrós, f. 20.11. 1982. Sambýlismaður hennar er Sigurjón Baldursson. Sonur þeirra er Þórhallur Darri, f. 18.7. 2012. 2) Gunnar, f. 29.8. 1987. 3) Ævar, f. 25.4. 1990. Indriði var sjómaður lengst af, vann líka við smíðar en þrjú síðastliðin ár var hann hafn- arvörður á Raufarhöfn og vann þá einnig hjá Raufarhafn- arhreppi. Hann hafði mikinn áhuga á útiveru og var einn af stofnendum Norðurslóðar sem er ferðafélag á Norðaust- urlandi. Bálför hefur farið fram í kyrrþey. Við Indriði hittumst fyrst á heimaslóðum hans á Raufarhöfn sumarið 1974. Þá vorum við báð- ir 19 ára, og unnum hjá Jökli, fiskvinnslustöðinni á Raufarhöfn. Hann varð mér strax nánari en aðrir sem unnu á staðnum. Hann var lipur í mannlegum samskipt- um og hafði lag á að draga fram það skásta í mínu fari. Það varð úr að ég var á Raufarhöfn næsta vetur, og auk þess nokkur sumur til viðbótar. Indriði átti stóran þátt í því hvað mér líkaði vel á Raufarhöfn. Á þessum árum unnum við saman hjá fleirum en Jökli. Eitt sumarið vorum við báðir hjá Raufarhafnarhreppi og annað hjá Þorgeiri Hjaltasyni á Hrönn ÞH275 á þorskanetum. Leiðir okkar skildi í raun aldr- ei eftir þessi ár, þótt einhver tími liði öðru hverju án þess að við hittumst. Við höfum átt mikinn tíma tveir saman, og eru þær stundir margar eftirminnilegar. Indriði var mjög góður sögumað- ur, og ég hafði unun af að hlusta á hann segja frá. Og við vorum lagnir við að skemmta sjálfum okkur; spjölluðum og nýttum tímann í ýmis uppátæki, hvers- dagsleg og furðuleg. Indriði flutti aftur norður til Raufarhafnar fyrir um fjórum árum, eftir að hafa búið á ýmsum stöðum á landinu. Ég heimsótti hann og var hjá honum í þrjá daga. Við gengum um staðinn og hann sýndi mér þær breytingar sem höfðu orðið. Áhugi hans á náttúru og mannlífi á Melrakka- sléttu og nágrenni hennar hafði aukist með árunum og hann hafði lesið sér töluvert til um svæðið. Ég fékk nú að sjá ýmsa staði og heyra sögur af fólki sem hafði fyrrum búið á þessum slóð- um. Indriði sýndi öllum verklegum framkvæmdum mikinn áhuga, stórum sem smáum, og þau eru ófá handtökin sem hann á um allt land, innan dyra sem utan. Eftir að hann veiktist kom hann til Reykjavíkur og gisti í íbúð sem ég hafði nýlega keypt. Ég hafði fengið smið til að vinna við ein- angrun og fleira á bílskúr sem fylgdi íbúðinni, og hann fylgdist með framganginum. Þegar smið- urinn hafði lokið sínu verki átti eftir að mála veggi og einangra gólfið og ganga frá því. Það ætl- aði ég að gera sjálfur, en það fór svo að Indriði vann meira við þetta en ég. Svo var ég búinn að klastra saman frárennsli frá vaski sem þarna var, og á einum stað var efra rörið utanum það neðra, þótt lögnin læki ekki. Hann ýtti aðeins við lögninni og sagði: „Þetta mætti nú fara að- eins nær veggnum félagi“. Hann tók sundur einhver samskeyti og setti saman aftur og sagði að við myndum líta á þetta seinna. Daginn eftir tók ég eftir því að hann hafði, án þess að hafa orð á því, leiðrétt lögnina svo efra rör- ið var alltaf innan í því neðra. Mér varð hugsað til þess um daginn að þessi 37 ár sem við þekktumst rifumst við aldrei. Ég myndi svo sannarlega muna það ef það hefði einhvern tíma komið fyrir. Þetta hafði aldrei hvarflað að mér fyrr. Við bárum virðingu hvor fyrir öðrum, ólíkir um margt en áttum ýmislegt sam- eiginlegt. Hann var einn sá in- dælasti og besti maður sem ég hef kynnst. Hjálpsamur, traust- ur og áreiðanlegur. Fráfall hans eru skil í mínu lífi. Ég votta systkinum hans og börnum mína innilegustu samúð. Ársæll Másson. Indriði Indriðason Elsku afi. Við söknum þín mikið. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Guðmundur Már Bjarnarson ✝ Guðmundur MárBjarnarson fædd- ist í Reykjavík 7. nóv- ember 1938. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 3. október 2012. Útför Guðmundar Más fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 11. október 2012. Þú varst ynd- islegur afi. Við vonum að þér muni líða vel á himnum. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún e geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þínir afastrákar, Guðmundur Bjarni og Einar Már Guðmundssynir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.