Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 60

Morgunblaðið - 27.10.2012, Síða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Þjóðlegt og alþjóðlegt er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni sem fram fara í Norræna húsinu á morgun kl. 15:15. Þá leika kín- verski píanóleikarinn Liwen Huang og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari Tilbrigði við stef frá Slóvakíu eftir Bohuslav Martinu, Sónötu í d moll eftir Claude Debussy og Són- ötu op. 19 í g moll eftir Sergei Ser- gei Rachmaninoff . „Tónverkin eru öll frá fyrri hluta 20. aldar en spanna þrjá af helstu tónlistar- stefnum þess tímabils, síðrómantík, impressionisma og nýklassík,“ seg- ir m.a. í tilkynningu. Alþjóðlegt á 15:15 tónleikum Dúett Sigurður og Liwen Huang. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er enginn skáldskapur heldur allt sannar frásagnir,“ segir Kristinn G. Harðarson myndlistarmaður þar sem við göngum um sýningu hans, Mæting, sem verður opnuð í öllum sölum Gerðarsafns í Kópavogi í dag kl. 15. Sýningin varpar ljósi á þætti sem hafa verið mest áberandi í verkum Kristins á síðustu tveimur áratugum, einskonar endurspeglun hvers- dagleikans og upplifana listamanns- ins á ferðalagi hans um lífið. Kristinn er einn athyglisverðasti myndlist- armaður sinnar kynslóðar hér á landi. Hann beitir ýmsum miðlum, hvert verk kallar á sína úrlausn, hvort sem hún byggist á málverki, ljósmyndum, teikningum, sam- klippum eða myndböndum, en bak við öll þessi verk er einhver texti, oft- ast í formi dagbókar, og afrakstr- inum má líkja við ljóðræna og raunsæislega endurspeglun daglegs lífs listamannsins. Raunsæ lýsing á umhverfinu „Þesi verk hafa velflest verið sýnd áður, sum á samsýningum en önnur á einkasýningum hér heima og erlend- is,“ segir Kristinn þar sem við göng- um um salina. Í efri sölunum snúast verkin um staði og ferðir og segir listamaðurinn ýmsa kollega vera meðal áhrifavalda, nefnir Ásgrím Jónsson, John Constable og Richard Long, og svo eru það ferðabókahöf- undar. „Það mætti segja að þetta sé raunsæ lýsing á umhverfi mínu,“ seg- ir hann. „Ég reyni að fjalla um það sem ber fyrir augun og segja frá því sem fyrir ber í daglegu lífi.“ Hann segir að hver frásögn kalli á sinn miðil. „Mörk verkanna eru unn- in upp úr dagbókarefni, textum og ljósmyndum, sem ég hef skrifað eða myndað í dagsins önn. Sum eru unn- in sérstaklega fyrir ákveðnar sýn- ingar og aðstæður sem þeim tengj- ast, en önnur beint úr þessu dagbókarefni án þess að ég sé nokk- uð að hugsa um eitthvað sem kalla mætti listrænt gildi.“ Dæmi um þetta má sjá í röð ljós- mynda sem sýna verk sem Kristinn setti upp fyrir nokkrum árum með- fram göngustíg fyrir ofan Laug- arvatn, og í veggverki sem hann vann fyrir tímabundna sýningu í leikskól- anum Tjarnarborg. Á því eru hvers- dagslegar ljósmyndir og textabrot frá ferðalagi um Austfirði. „Textinn kemur oft fyrst og mynd- irnar eru þá eins og myndskreyting,“ segir Kristinn þar sem við göngum að sjö landslagsmálverkum á vega- vinnubúkkum fyrir miðjum sal, með þeim hanga teikningar á snúru; þetta er verkið Mæting sem sýningin er kennd við. „Þetta verk var unnið fyrir ákveð- in stað, sem það var sýnt upphaflega á,“ – það var í malargryfju á Skarðs- strönd á sýningunni Dalir og hólar fyrir nokkrum árum. „Þetta er ferða- saga, myndir málaðar eftir ljós- myndum sem ég tók á ferð um Skarðsströnd. Ég bauð konu minni, Helgu Hansdóttur, að gera teikn- ingar og hún gerði myndir af okkur fjölskyldunni að dunda í sveitinni. Þetta eru ekki miklar hetjuferðir, þetta er ekkert Alpaklifur,“ segir Kristinn brosandi, „en þetta eru ferð- ir hér á Íslandi og erlendis, til dæmis í Hamborg.“ Þar gerði Kristinn verk sem byggðist á því að hann valdi fyr- irfram 50 km leið um borgina, gekk hana, tók myndir og skráði upplifanir sínar. Afraksturinn var bók- og vef- verk sem sjá má á vef listamannsins, www.kgh.is, en þar má sjá nokkur verk sem eru hluti sýningarinnar. Minnkar áherslu á málverkið Áhersla er á ferðir og dagbækur á efri hæð Gerðarsafns, aftur á móti eru persónulegar teiknimyndasögur á þeirri neðri. Kristinn segir mörg þessara verka unnin undir áhrifum af bandaríski raunsæishefð, en hann var búsettur þar í landi í sex ár á tí- unda áratugnum. Auk teiknimynda- sagnanna má nefna málverk af versl- unarglugga í borginni New Britain, sem hann bjó í, og önnur af hvers- dagslegum stöðum sem „gætu verið hvar sem er“ á Nýja-Englandi. „Ég hef texta við hlið málverk- anna, til að minnka áhersluna á mal- eríið sjálft,“ segir Kristinn um þessi áhugaverðu verk. „Ég vil að lýsingin í textanum komi fyrst en er ekkert að pæla í stöðu málverksins.“ „Ekki miklar hetjuferðir, þetta er ekkert Alpaklifur“ Morgunblaðið/Einar Falur Dagbókarverk Kristinn G. Harðarson við verk sem byggist á bakpokaferðalagi sem hann fór um Ísland árið 1983.  Kristinn G. Harð- arson sýnir verk 20 ára í Gerðarsafni LornaLAB stendur fyrir málþingi um notkun ný- legra tækni- lausna í nú- tímatónlist á morgun í Hafnarhúsinu milli kl. 13- 16. Tilefni málþingsins er Sláturtíð, þ.e. nýafstaðin tónlistarhátíð sem S.L.Á.T.U.R. stóð fyrir nú í vikunni. „Öllum gestum og þátttakendum hátíðarinnar auk öðrum áhugasöm- um er boðið í kaffi þar sem rætt verður um notkun tækni við tónlist- argerð og annars sem á fjörur rek- ur meðan á hátíðinni stendur. Slát- ur hefur verið þungamiðja í rafvæddri tónlistargerð undanfarin ár og er nátengdur félagsskap LornaLAB meðlimanna,“ segir m.a. í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Umræða um nútímatónlist LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ÁSÝND FJARSKANS THE SHAPE OF YONDER Þorbjörg Höskuldsdóttir 26. október – 16. desember Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS SKIA Skugginn í myndlist frá því fyrir miðja 20. öld og til samtímans Síðasta sýningarhelgi Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. október Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis TÓMIÐ HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR Athugasemdir: Hildigunnur Birgisdóttir Huginn Þór Arason Sólveig Aðalsteinsdóttir Unnar Örn Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði NÝ SÝNING Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Síðasta sýningarhelgi ljósmyndasýninganna Björgunarafrekið við Látrabjarg og Aðventa á Fjöllum Sunnudagur 28. október: Ókeypis aðgangur og sjónlýsing fyrir blinda og sjónskerta á sýninguna Björgunarafrekið við Látrabjarg Kl. 14: Leiðsögn um sýninguna Björgunarafrekið við Látrabjarg Kl. 15: Síðasta sýning á heimildamynd um björgunarafrekið Skoðum líkamann, síðasta sýningarhelgi á Torgi Heimkoma - hljóðfrásagnir af eyðibýlum á 3. hæð Ratleikir fyrir fjölskyldur, safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5.–4.11. 2012 SUNNUDAGSERINDI 28. okt. kl. 14 - Ólafur Ingi Jónsson forvörður fjallar um dularfull málverk á sýningunni. DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5.–4.11. 2012 HÆTTUMÖRK 19.5.–31.12. 2012 MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal 14.9.–4.11. 2012 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 2914 Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16 www.listasafn.is SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.