Morgunblaðið - 27.10.2012, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 27.10.2012, Qupperneq 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Þjóðlegt og alþjóðlegt er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni sem fram fara í Norræna húsinu á morgun kl. 15:15. Þá leika kín- verski píanóleikarinn Liwen Huang og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari Tilbrigði við stef frá Slóvakíu eftir Bohuslav Martinu, Sónötu í d moll eftir Claude Debussy og Són- ötu op. 19 í g moll eftir Sergei Ser- gei Rachmaninoff . „Tónverkin eru öll frá fyrri hluta 20. aldar en spanna þrjá af helstu tónlistar- stefnum þess tímabils, síðrómantík, impressionisma og nýklassík,“ seg- ir m.a. í tilkynningu. Alþjóðlegt á 15:15 tónleikum Dúett Sigurður og Liwen Huang. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er enginn skáldskapur heldur allt sannar frásagnir,“ segir Kristinn G. Harðarson myndlistarmaður þar sem við göngum um sýningu hans, Mæting, sem verður opnuð í öllum sölum Gerðarsafns í Kópavogi í dag kl. 15. Sýningin varpar ljósi á þætti sem hafa verið mest áberandi í verkum Kristins á síðustu tveimur áratugum, einskonar endurspeglun hvers- dagleikans og upplifana listamanns- ins á ferðalagi hans um lífið. Kristinn er einn athyglisverðasti myndlist- armaður sinnar kynslóðar hér á landi. Hann beitir ýmsum miðlum, hvert verk kallar á sína úrlausn, hvort sem hún byggist á málverki, ljósmyndum, teikningum, sam- klippum eða myndböndum, en bak við öll þessi verk er einhver texti, oft- ast í formi dagbókar, og afrakstr- inum má líkja við ljóðræna og raunsæislega endurspeglun daglegs lífs listamannsins. Raunsæ lýsing á umhverfinu „Þesi verk hafa velflest verið sýnd áður, sum á samsýningum en önnur á einkasýningum hér heima og erlend- is,“ segir Kristinn þar sem við göng- um um salina. Í efri sölunum snúast verkin um staði og ferðir og segir listamaðurinn ýmsa kollega vera meðal áhrifavalda, nefnir Ásgrím Jónsson, John Constable og Richard Long, og svo eru það ferðabókahöf- undar. „Það mætti segja að þetta sé raunsæ lýsing á umhverfi mínu,“ seg- ir hann. „Ég reyni að fjalla um það sem ber fyrir augun og segja frá því sem fyrir ber í daglegu lífi.“ Hann segir að hver frásögn kalli á sinn miðil. „Mörk verkanna eru unn- in upp úr dagbókarefni, textum og ljósmyndum, sem ég hef skrifað eða myndað í dagsins önn. Sum eru unn- in sérstaklega fyrir ákveðnar sýn- ingar og aðstæður sem þeim tengj- ast, en önnur beint úr þessu dagbókarefni án þess að ég sé nokk- uð að hugsa um eitthvað sem kalla mætti listrænt gildi.“ Dæmi um þetta má sjá í röð ljós- mynda sem sýna verk sem Kristinn setti upp fyrir nokkrum árum með- fram göngustíg fyrir ofan Laug- arvatn, og í veggverki sem hann vann fyrir tímabundna sýningu í leikskól- anum Tjarnarborg. Á því eru hvers- dagslegar ljósmyndir og textabrot frá ferðalagi um Austfirði. „Textinn kemur oft fyrst og mynd- irnar eru þá eins og myndskreyting,“ segir Kristinn þar sem við göngum að sjö landslagsmálverkum á vega- vinnubúkkum fyrir miðjum sal, með þeim hanga teikningar á snúru; þetta er verkið Mæting sem sýningin er kennd við. „Þetta verk var unnið fyrir ákveð- in stað, sem það var sýnt upphaflega á,“ – það var í malargryfju á Skarðs- strönd á sýningunni Dalir og hólar fyrir nokkrum árum. „Þetta er ferða- saga, myndir málaðar eftir ljós- myndum sem ég tók á ferð um Skarðsströnd. Ég bauð konu minni, Helgu Hansdóttur, að gera teikn- ingar og hún gerði myndir af okkur fjölskyldunni að dunda í sveitinni. Þetta eru ekki miklar hetjuferðir, þetta er ekkert Alpaklifur,“ segir Kristinn brosandi, „en þetta eru ferð- ir hér á Íslandi og erlendis, til dæmis í Hamborg.“ Þar gerði Kristinn verk sem byggðist á því að hann valdi fyr- irfram 50 km leið um borgina, gekk hana, tók myndir og skráði upplifanir sínar. Afraksturinn var bók- og vef- verk sem sjá má á vef listamannsins, www.kgh.is, en þar má sjá nokkur verk sem eru hluti sýningarinnar. Minnkar áherslu á málverkið Áhersla er á ferðir og dagbækur á efri hæð Gerðarsafns, aftur á móti eru persónulegar teiknimyndasögur á þeirri neðri. Kristinn segir mörg þessara verka unnin undir áhrifum af bandaríski raunsæishefð, en hann var búsettur þar í landi í sex ár á tí- unda áratugnum. Auk teiknimynda- sagnanna má nefna málverk af versl- unarglugga í borginni New Britain, sem hann bjó í, og önnur af hvers- dagslegum stöðum sem „gætu verið hvar sem er“ á Nýja-Englandi. „Ég hef texta við hlið málverk- anna, til að minnka áhersluna á mal- eríið sjálft,“ segir Kristinn um þessi áhugaverðu verk. „Ég vil að lýsingin í textanum komi fyrst en er ekkert að pæla í stöðu málverksins.“ „Ekki miklar hetjuferðir, þetta er ekkert Alpaklifur“ Morgunblaðið/Einar Falur Dagbókarverk Kristinn G. Harðarson við verk sem byggist á bakpokaferðalagi sem hann fór um Ísland árið 1983.  Kristinn G. Harð- arson sýnir verk 20 ára í Gerðarsafni LornaLAB stendur fyrir málþingi um notkun ný- legra tækni- lausna í nú- tímatónlist á morgun í Hafnarhúsinu milli kl. 13- 16. Tilefni málþingsins er Sláturtíð, þ.e. nýafstaðin tónlistarhátíð sem S.L.Á.T.U.R. stóð fyrir nú í vikunni. „Öllum gestum og þátttakendum hátíðarinnar auk öðrum áhugasöm- um er boðið í kaffi þar sem rætt verður um notkun tækni við tónlist- argerð og annars sem á fjörur rek- ur meðan á hátíðinni stendur. Slát- ur hefur verið þungamiðja í rafvæddri tónlistargerð undanfarin ár og er nátengdur félagsskap LornaLAB meðlimanna,“ segir m.a. í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Umræða um nútímatónlist LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ÁSÝND FJARSKANS THE SHAPE OF YONDER Þorbjörg Höskuldsdóttir 26. október – 16. desember Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS SKIA Skugginn í myndlist frá því fyrir miðja 20. öld og til samtímans Síðasta sýningarhelgi Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. október Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis TÓMIÐ HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR Athugasemdir: Hildigunnur Birgisdóttir Huginn Þór Arason Sólveig Aðalsteinsdóttir Unnar Örn Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði NÝ SÝNING Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Síðasta sýningarhelgi ljósmyndasýninganna Björgunarafrekið við Látrabjarg og Aðventa á Fjöllum Sunnudagur 28. október: Ókeypis aðgangur og sjónlýsing fyrir blinda og sjónskerta á sýninguna Björgunarafrekið við Látrabjarg Kl. 14: Leiðsögn um sýninguna Björgunarafrekið við Látrabjarg Kl. 15: Síðasta sýning á heimildamynd um björgunarafrekið Skoðum líkamann, síðasta sýningarhelgi á Torgi Heimkoma - hljóðfrásagnir af eyðibýlum á 3. hæð Ratleikir fyrir fjölskyldur, safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5.–4.11. 2012 SUNNUDAGSERINDI 28. okt. kl. 14 - Ólafur Ingi Jónsson forvörður fjallar um dularfull málverk á sýningunni. DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5.–4.11. 2012 HÆTTUMÖRK 19.5.–31.12. 2012 MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal 14.9.–4.11. 2012 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 2914 Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16 www.listasafn.is SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.