Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 6

Morgunblaðið - 29.10.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Í annan stað er sjónum beint að Sigöldu. Senn líður að endurnýjun tækjabúnaðar virkjunarinnar sem byggð var fyrir um 40 árum. Vélar hennar eru þrjár en með því að skipta þeim út og bæta fjórðu vél- inni við, eins og alla tíð hefur verið gert ráð fyrir, væri t.d. hægt að auka framleiðslu úr 150 í 200 MW. – Þá sjá menn möguleika fyrir norð- an; það er að nýta fall árinnar frá lóni að Blöndustöð með nokkrum smávirkjunum á þeim legg. Á næstu árum „Við erum einfaldlega að skoða þessi mál og meta. Einhver þessara verkefna þyrftu að fara í mat á um- hverfisáhrifum – en þetta eru fram- kvæmdir sem gætu komið inn á næstu fimm til tíu árum,“ segir Hörður Arnarson. Möguleikar með meira vatni  Landsvirkjun skoðar stækkun vatnsaflsvirkjana sem fyrir eru  Hlýnun eykur vatnsmagn  Get- um nýtt vatnsaflið mun betur, segir forstjórinn  Nýjar vélar í Sigöldu  Búrfell og Blanda bíða Morgunblaðið/Sigurður Bogi Búðarháls Hornsteinn var lagður að Búðarhálsvirkjun sl. föstudag. Aðrennslisrör hafði verið sett upp fyrir framan stöðvarhúsið, en reiknað er með að rafmagn frá þessari aflstöð komi inn á orkukerfi landsins eftir um það bil ár. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Forysta Forstjóri Landsvirkjunar og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, sem samkvæmt hefðinni lagði hornsteininn að nýrri virkjun. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hlýnandi veðurfar og bráðnun jökla – sem leiðir af sér meira vatnsmagn í ám sem falla af hálendinu – ræður því að Landsvirkjun skoðar nú hugsanlegar breytingar á virkj- unum sínum með tilliti til aukinnar framleiðslugetu þeirra. „Breytingar í umhverfi og náttúru skapa mögu- leika,“ segir Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar. Síðastliðinn föstudag var horn- steinn lagður að Búðarhálsvirkjun sem er sjötta og síðasta aflstöðin sem Landsvirkjun reisir á of- anverðu Þjórsár- og Tungnaár- svæðinu. Teljast allir virkjanakostir á þeim slóðum nú fullnýttir. Óhætt er að segja að framkvæmdirnar við Búðarháls hafi verið lítt umdeildar. Að minnsta kosti ekki skapað deilur eins og sambærilegar framkvæmdir á undanförnum árum. Benda menn í því sambandi á að undirbúningur hafi verið vandaður og umhverfis- áhrif virkjunarinnar séu lítil, enda fimm virkjanir fyrir á þessu víð- feðma vatnasvæði. Í dag er samanlagt vatnsmagn í Þjórsá og Tungnaá um það bil 340 rúmmetrar á sekúndu. Gert er ráð fyrir 15% aukningu þess fram til ársins 2050 – af framangreindum ástæðum. „Við getum nýtt vatns- aflið miklu betur,“ segir forstjórinn. Stækkun Búrfells og nýjar Sigölduvélar Hjá Landsvirkjun eru tveir möguleikar sérstaklega í skoðun. Í fyrsta lagi stækkun Búrfells- stöðvar; það er að byggð verði ný 70 MW virkjun nokkuð sunnan við núverandi virkjun undir Sáms- staðamúla. Myndi sú stöð nýta yf- irfall Þjórsár, það er vatn sem ekki nýtist Búrfellsvirkjun heldur er veitt fram um hinn gamla farveg Þjórsár. Er í þessu sambandi raun- ar bent á að fyrir rúmum áratug hafi vélabúnaður Búrfellsstöðvar verið endurnýjaður. Með því var framleiðslugetan aukin úr 210 í 270 MW. „Jafnt virkj- unar- sem vernd- unarsinnar bentu á Búð- arhálsvirkjun sem lítt um- deildan virkj- unarkost á þegar röskuðu svæði,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og ný- sköpunarráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Hann var meðal gesta þegar hornsteinn var lagður að Búðarhálsvirkjun. Öll leyfi vegna framkvæmda við Búðarháls voru fengin fyrir rúmum áratug. Framkvæmdir hófust árið 2001 en var fljótt slegið á frest. Þráðurinn var svo tekinn upp fyrir um tveimur árum og eftir ár var raf- orkuframleiðsla stöðvarinnar komin á snúning. „Eðlilega er auðveldara en ella að ná sátt um virkjunarframkvæmdir þeg- ar farið er inn á svæði sem þeg- ar hafa verið opnuð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Í stækkun núverandi virkjana fel- ast miklir möguleikar og ekki ástæða til að ætla að slíkt yrði umdeilt af umhverfisástæðum í ljósi þess t.d. að bráðnun jökla skilar auknu vatnsmagi. Virkj- anir í neðri hluta Þjórsár eru í bið sem stendur og gufuafls- virkjanir eru væntanlega næst á dagskrá. En við skulum ekki gleyma að miklir möguleikar felast í því að nýta betur og stækka núverandi stöðvar svo Landsvirkjun hefur ýmsa val- kosti hvað framkvæmdir varð- ar.“ Landsvirkjun hefur ýmsa valkosti ATVINNUVEGARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég á von á því að nefndarálitið liggi fyrir í þarnæstu viku. Þannig að við getum nýtt þessa viku til að ljúka nefndarálitinu þannig að það komi þá inn í þarnæstu viku og síð- ari umræða geti þá hafist okkar vegna í þarnæstu viku,“ segir Mörð- ur Árnason, þingmaður Samfylking- arinnar, um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu land- svæða (rammaáætlun). Mörður telur allar líkur á því að meirihluti sé fyrir því í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að sam- þykkja tillöguna án breytinga. Þá segir hann að væntanlega verði í nefndarálitinu gerðar ýmsar at- hugasemdir. Aðspurður hvort hann telji að málið nái í gegnum þingið segir Mörður: „Ég vona það. Það væri mikið slys, tel ég, í samfélag- inu ef þetta færi ekki í gegnum þingið.“ Þá segist Mörður ekki eiga von á því að breytingar verði gerðar á til- lögunni. „Ég tel mestar líkur á að við leggjum til að hún verði sam- þykkt óbreytt,“ segir Mörður og bætir við: „Það er alveg ljóst, öllum þeim sem með fylgjast, að hún verð- ur varla samþykkt samhljóða. Hann bendir á að hann hafi góðar vonir um að það sé meirihluti að baki til- lögunni en segist þó ekki vita ná- kvæmlega hvernig sá meirihluti lít- ur út nú. Segir tillöguna sáttagrundvöll „Ég myndi persónulega vilja gera margar breytingar á tillögunni en ég held að það sé þannig að maður verði að samþykkja þetta eins og þetta er núna vegna þess að þetta er sáttagrund- völlur,“ segir Ró- bert Marshall, annar varafor- maður umhverf- is- og samgöngu- nefndar Alþingis, spurður hvort hann telji að gera þurfi breytingar á tillögunni áður en hún fer í gegnum þingið. „Ég held að við sem erum verndunarmegin í pólitíkinni eigum að líta á þetta sem mikinn áfangasigur, að vera þó búin að koma mjög mörgum svæðum í vernd, sem eru mikilvæg, þó að það séu inni í bæði biðflokki og nýting- arflokki virkjanahugmyndir sem maður vildi sjálfur slá út af borð- inu,“ bætir Róbert við. Spurður hvort hann geti nefnt dæmi um þær virkjanahugmyndir sem hann vill slá út af borðinu segir Róbert: „Mér finnst þessar virkj- anir á hálendinu, eins og Skrok- köldu- og Hágönguvirkjanirnar, ekki koma til greina.“ Þá nefnir hann einnig meðal annars Sandfell, Stóru Sandvík og Sveifluháls á Reykjanesi en hann segir þetta vera ósnortin svæði rétt í jaðri höf- uðborgarinnar og gríðarlega mik- ilvæg svæði fyrir ferðamennsku og útivist. Róbert segist telja að meirihluti sé fyrir samþykkt tillögunnar í um- hverfis- og samgöngunefnd. Spurð- ur hvort hann telji að einnig sé meirihluti fyrir samþykkt hennar á þinginu segir hann að það verði að koma í ljós enda átti hann sig ekki á því hvernig samsetning sé gagnvart þessu í heild. „Mér heyrist á Merði Árnasyni og einhverjum talsmönnum stjórn- armeirihlutans að þeir hyggist ekki gefa neitt svigrúm fyrir breytingar á þeirri tillögu sem kom frá rík- isstjórninni og það veldur auðvitað töluverðum vonbrigðum vegna þess að það hafa komið fram mjög alvar- legar athugasemdir við tillögur ráð- herranna og verið bent á að þar væri verið að taka pólitískar ákvarðanir á lokastigi málsins í ósamræmi við þá vinnu sem unnin var af faghópum og verkefna- stjórn,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í umhverfis- og samgöngu- nefnd, og bætir við: „Þannig að það er alveg ljóst að ef ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn ætla að afgreiða málið án nokkurra breytinga þá verður það mjög umdeild ákvörð- un.“ Þá telur Birgir að ástæða þess að ríkisstjórnin færði umhverfis- og samgöngunefnd málið til umsagnar, í stað atvinnuveganefndar sem áður fjallaði um það, hafi verið sú að rík- isstjórnin hafi greinilega talið sig hafa tryggari meirihluta fyrir mál- inu í umhverfis- og samgöngunefnd. Rammaáætlun fyrir þing eftir 2 vikur  Mörður Árnason segir það mikið slys í samfélaginu ef rammaáætlunin nær ekki í gegnum þingið  Birgir Ármannsson segir mjög alvarlegar athugasemdir hafa komið fram við rammaáætlunina Róbert Marshall Birgir Ármannsson Mörður Árnason Rammaáætlun » Mörður Árnason reiknar með því að tillagan komi fyrir þingið til lokaumræðu í þar- næstu viku. » Óvíst er hvort meirihluti er fyrir þingsályktunartillögunni á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.