Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 8

Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Fólk þarf sennilega að vera orð-ið dálítið gleymið til að hlusta á ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar um helgina án þess að brosa að minnsta kosti út í annað.    Ræðan var flutteins og Sam- fylkingin hefði alls ekki átt sæti í rík- isstjórn fyrr en eftir fall bankanna og enginn sem hlustaði og ekki mundi sög- una gat látið sér detta í hug að flokkurinn hefði átt aðild að hrunstjórninni svokölluðu.    Enn síður hefði verið hægt aðímynda sér að Jóhanna hefði sjálf átt sæti í þeirri stjórn og meira að segja stýrt ráðuneyti á mikilvægu sviði efnahagsmála.    Fleira var undarlegt í ræðunni,eins og til dæmis sá einlægi ásetningur formanns Samfylking- arinnar að halda áfram að ein- angra flokkinn í íslenskri pólitík.    Ekki aðeins fóru margir drjúgirhlutar ræðunnar í að lýsa fullum fjandskap við Sjálfstæð- isflokkinn og útiloka þar með sam- starf við hann, heldur hélt hún áfram að mála Samfylkinguna lengra út í horn vegna ESB- sérviskunnar.    Hún fullyrti að á næsta kjör-tímabili kæmi að ákvörðun um aðild að ESB, en hvern ætlar Samfylkingin þá að fá með sér í áframhaldandi aðlögunarvið- ræður?    Hvorki almenningur né aðrirstjórnmálaflokkar vilja elta Samfylkinguna í ESB-málinu. Eru aðrir samfylkingarmenn sáttir við að vera úti í horni með Jóhönnu? Jóhanna Sigurðardóttir Hornmálning STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.10., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Vestmannaeyjar 3 heiðskírt Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló -1 skýjað Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Stokkhólmur 1 heiðskírt Helsinki -2 heiðskírt Lúxemborg 6 heiðskírt Brussel 7 léttskýjað Dublin 7 súld Glasgow 8 skýjað London 8 léttskýjað París 10 léttskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 5 léttskýjað Berlín 5 léttskýjað Vín 4 skýjað Moskva 6 skúrir Algarve 18 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 23 skýjað Winnipeg -2 skýjað Montreal 12 alskýjað New York 14 alskýjað Chicago 8 skýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:04 17:20 ÍSAFJÖRÐUR 9:20 17:14 SIGLUFJÖRÐUR 9:03 16:56 DJÚPIVOGUR 8:36 16:47 Málþing með notendum Faxaflóahafna Mánudaginn 29. október, kl. 16:00 í þjónustumiðstöðinni á Skarfabakka Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings mánudaginn 29. október í þjónustumiðstöðinni á Skarfabakka. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: Ávarp: Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. –• skipulagsmál. Gísli Gíslason, hafnarstjóri - rekstur og framkvæmdir á vegum• Faxaflóahafna sf. árið 2013. Þór Sigfússon – Íslenski sjávarklasinn.• Sigvaldi Jósafatsson – höfnin, togarar og ferðaþjónusta.• Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir – Viðey og tengslin við höfnina.• Umræður og fyrirspurnir.• Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Marteinn Æg- isson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fram fer 16.- 17. nóvember. Marteinn starfar hjá velferðarsviði Reykjavík- urborgar, ásamt því að vera sitjandi formaður knattspyrnudeildar Þrótt- ar í Vogum. Marteinn segir í tilkynn- ingu að áhugi sinn á pólitík hafi auk- ist mikið frá því að kreppan skall á. Hann vilji taka þátt í að koma hjól- um atvinnulífsins aftur í gang. Áhugi hans liggi þó einna mest í íþróttalífinu þar sem íþróttir al- mennt séu besta forvörnin fyrir ungt fólk í dag. Marteinn er einstæður faðir, en sonur hans, Eggert, hefur búið hjá honum sl. þrjú ár. Stefnir á 4. sætið hjá Samfylkingu STUTT Álfheiður Inga- dóttir alþing- ismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í for- vali Vinstri grænna fyrir þingkosning- arnar í vor en það fer fram 24. nóvember n.k. Hún leitar eftir stuðningi í 2. sæti í Reykjavík. Álfheiður var kosin á þing vorið 2007. Hún er núna formaður þing- flokks VG og varaformaður stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar þings- ins. Þá á hún sæti í umhverfis- og samgöngunefnd og í forsætisnefnd þingsins. Á síðasta þingi var Álfheiður for- maður velferðarnefndar og við- skiptanefndar 2009 og 2011. Hún hefur átt sæti í mörgum öðrum nefndum þingsins og var heilbrigð- isráðherra 2009-2010. Álfheiður er jafnframt fulltrúi í umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs og var um tíma formaður flokkahóps vinstri grænna sósíalista í ráðinu. Gefur kost á sér í 2. sæti í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.