Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 10

Morgunblaðið - 29.10.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Morgunblaðið/RAX Verslun Svava Eyjólfsdóttir, barnabarn Guðsteins, rekur verslunina í dag en hún tók við rekstrinum af föður sínum um síðustu aldamót. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Árið 1918 er merkilegt fyr-ir margar sakir. Evrópalauk mannskæðu ogkostnaðarsömu stríði sem staðið hafði yfir frá árinu 1914 og leikið efnahag flestra ríkja álfunnar grátt. Íslendingar samþykktu sambandslagasamninginn við Dan- mörku, frostaveturinn mikli gekk yfir og spænska veikin herjaði á þjóðina. Það er erfitt að ímynda sér að við slík- ar aðstæður gæti skapast grundvöll- ur fyrir traustum rekstri. Vandamál umheimsins og hér heimafyrir stóðu þó ekki í vegi fyrir Guðsteini Eyjólfs- syni klæðskera og konu hans Guð- rúnu Jónsdóttur sem hófu saman sjálfstæðan rekstur undir nafni Guð- steins, rekstur sem enn í dag stendur traustum fótum undir nafninu Versl- un Guðsteins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Svava Eyjólfsdóttir, barnabarn Guð- steins, rekur verslunina í dag en hún tók við rekstrinum af föður sínum um síðustu aldamót og rekur hana enn. Í takt við nýjan tíma Afar fátítt er að fyrirtæki á Ís- landi nái jafn háum aldri og Verslun Guðsteins en hún fagnar 100 ára af- mæli sínu áður en áratugurinn er á enda. Svava segir lykilatriði að versl- unin staðni ekki og leiti sífellt leiða til að takast á við nýja tíma. „Í kjölfar innflutningshaftanna kom afi upp skyrtugerð árið 1937 en þær voru framleiddar undir merkinu Reylon. Eins voru saumaðar peysur og jakka- föt í versluninni. Upp úr 1960 dró úr innflutningshöftum og þá var fram- leiðslu jakkafata hætt. Skyrtur og peysur voru þó framleiddar í versl- uninni langt fram eftir áttunda ára- tugnum.“ Í dag stendur verslunin frammi fyrir öðrum áskorunum, m.a. samkeppni við fjölda tískuverslana og aukinni verslun fólks á netinu. Líkt og faðir Svövu og afi hennar gerðu á sínum tíma hefur hún aðlagað versl- unina nýjum tíma og breyttum að- stæðum. Hún hefur svarað kalli tím- ans um breytingar og fært út kvíarnar þannig að viðskiptavinir hennar geta nú keypt sér föt frá versluninni í gegnum netið á slóðinni gudsteinn.is. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að sinna vel þeim trausta hópi viðskiptavina sem hafa verið í viðskiptum við okkur í gegnum tíðina. En það er líka mikilvægt að horfa fram á veginn og nýta þau tækifæri sem tæknin gefur okkur og því hef ég sett upp vefverslun Guðsteins,“ segir Svava og bendir á að með vefversl- uninni breikki hópur viðskiptavina verslunarinnar og hún geti þjónað viðskiptavinum sínum á landsbyggð- inni betur. Heldur enn í hefðina Yngra fólk sækir í auknum mæli í verslunina að sögn Svövu en hún segir tískuna vera þess eðlis að ákveðnir litir, snið og stíll komi allt-af aftur í tísku. „Ég er farin að selja ungum mönnum sixpensara aftur í nokkrum mæli og slaufur eru líka að koma í tísku aftur.“ Þrátt fyrir að tískan gangi í hringi og Verslun Guðsteins aðlagi sig tíðarandanum hverju sinni segir Svava verslunina vera íhaldssama að því leyti að halda í vörumerki og við- skipti við gömul erlend fjölskyldufyr- irtæki. „Við kaupum vandaðar vörur frá fyrirtækjum erlendis sem mörg hver eru eldri en Verslun Guðsteins og gjarnan eru þetta fyrirtæki sem hafa verið í eigu sömu fjölskyldunnar lengi.“ Að sögn Svövu leggur hún Í takti við tímann Verslunarrekstur hefur tekið stakkaskiptum undanfarna áratugi. Miðbær Reykja- víkur og Laugavegurinn hafa átt í harðri samkeppni við verslunarmiðstöðvar sem risið hafa um allt höfuðborgarsvæðið. Enn er þó að finna gamlar og rót- grónar verslanir í miðborginni sem fylgjast líka með og opna vefverslun. Við búðarborðið Guðsteinn Eyjólfsson klæðskeri við búðarborðið árið 1963, en hann starfaði við verslunina allt þar til hann lést 1972. Allir ættu að kunna að binda bindis- hnút, þó ekki væri nema bara eina gerð. Það er aldrei að vita hvenær sá hæfileiki kemur að notum. Vissulega kunna flestir karlmenn í það minnsta einn hnút en það getur verið gott að kunna einn til tvo til viðbótar til að auka á fjölbreytnina og bæta útlitið á svipstundu. Þá færist í aukana að konur gangi með bindi og þar sem bindishnútar eru almennt ekki hluti af uppeldi stúlkna eins og gjarnan er hjá drengjum, koma heimasíður á borð við tie-a-tie til hjálpar. Hvernig á að binda Windsor eða hálfan Wind- sor? eða Pratt-hnút? Þessir hnútar og fleiri eru kenndir á síðunni en hún er einstaklega þægileg og auðlesin. Útlitið er flott og á síðunni má finna upplýsingar um það hvað telst hæfi- leg lengd á bindi, hvaða hnútur fer við hvað þykkt og auðvitað eru mynd- bönd sem sýna gerð hnútanna. Vefsíðan www.tie-a-tie.net Konur Það eru ekki bara karlmenn sem ganga með bindi. Bindishnútar fyrir öll tækifæri Á morgun kl. 17 getur fólk farið frítt í bíó því ókeypis er á kvikmyndasýn- ingar Konfúsíusarstofnunar norður- ljósa. Þá verður sýnd í Odda stofu 101 kvikmyndin Vasaþjófurinn. Hún er frá árinu 1997 og segir frá litla vasaþjóf- inum Wu sem komst aldrei af götunni eins og vinir hans. Þegar hann verður ástfanginn af vændiskonu fer hann að hugsa um framtíðina, en getur hann losað sig úr viðjum fortíð- arinnar? Leikstjórinn, Jia Zhangke, hlaut Gullna ljónið á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum 2006. Honum er lýst sem hugsanlega „mikilverðasta kvik- myndagerðarmanni samtímans“. Endilega … … sjáið Vasaþjófinn Vasaþjófurinn Athyglisverð mynd. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Húsið við Laugaveg 34 hefur hýst Versl- un Guðsteins frá árinu 1929 en húsið er meira en bara verslunarhúsnæði. Guð- steinn og Guðrún gerðu sér heimili á þriðju hæð hússins og leigðu út ein- staklingsherbergi í risinu. Á öndverðum fjórða áratugnum leigði Edith Jónsson ballettkennari íbúðina, og bjó þar ásamt dóttur sinni Helenu. Í salnum á hæðinni kenndi Edith ballett. Hún átti flygil og um tíma var MA-kvartettinn þar við æf- ingar. Seinna bjó þýsk fjölskylda á hæð- inni, landflótta Gyðingar. Húsið á sér því einstaka og merka sögu en tengsl þess við Verslun Guðsteins og fjölskyldu verða alltaf órjúfanleg. Húsið við Laugaveginn HEIMILI OG VERSLUN GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HANNAÐU BAÐHERBERGIÐ MEÐ TENGI Almar sturtuhausar Mora sturtusett Ifö salerni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.