Morgunblaðið - 29.10.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 29.10.2012, Síða 14
14 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2012 Geymslu- fiessar hillur geta allir sett saman Skrúfufrítt og smellt saman í bílskúrinn, geymsluna, heimili› og fyrirtæki› og dekkjahillur viðbótare ining kr. 1 1.357.- Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Nýtt! bjóðum nú einnig upp á tri mform Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, segir ekki koma til greina að fjárfestar taki á sig lækkun á grískum skuldabréfum. Í viðtali hjá Deutschlandfunk Radio sagði hann allt tal um slíka lækkun, eða „klippingu“ eins og það er kallað, ekki eiga neitt skylt við veruleikann hjá aðildarríkjum evrusvæðisins. Hins vegar kann að vera í myndinni að innleiða einhvers konar skulda- kaupaáætlun þar sem Grikkland myndi t.d. fá ný lán til að endur- greiða eldri skuldir. Reuters-fréttastofan greinir frá að grísk stjórnvöld hafi verið að leita leiða til að létta byrðarnar af björg- unarlánum ríkisins með lækkun vaxta og lengingu lánanna. Þá hefur fréttastofa Bloomberg eftir Mario Draghi, forseta Seðla- banka Evrópu, að hann styðji hug- myndir Schäubles um að koma á embætti fulltrúa sem hefði vald yfir fjárlögum aðildarþjóða Evrópusam- bandsins. Draghi lýsti yfir stuðningi sínum í viðtali við Der Spiegel. Þar sagði hann að það væri viturlegt fyr- ir ríkisstjórnir aðildarríkja að skoða þessa hugmynd vandlega. Sagði hann að til að endurvekja traust markaða á evrusvæðinu þyrftu lönd- in að færa hluta af fullveldi sínu yfir til Evrópu. ai@mbl.is Þýskaland útilokar „klippingu“ grískra skulda  Hugmyndir um yfirþjóðlega evrópska fjárlagastjórn njóta stuðnings Draghi AFP Útfærslur Schäuble vill ekki að fjár- festar taki á sig skell vegn Grikkja. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Markaðsfræðingurinn Christian Grönroos hélt á föstudag erindi hér á landi í boði MBA-náms Há- skóla Íslands. Koma Grönroos til landsins þykir mikill hvalreki en hann er í hópi þekktari markaðs- fræðinga heims. Erindi Grönroos bar yfirskrift- ina „Eru markaðsfræðin bara ein stór mistök?“ (e. Is marketing af- ter all one big mistake?). Hann segir margt benda til að markaðs- fræðin sé lent í öngstræti. Rót vandans felst í því að markaðs- fræðin hefur í mörgum fyrir- tækjum verið mörkuð af og ein- angruð við tiltekna deild, frekar en að vera innlimuð í dagleg störf allra starfsmanna við allar deildir. „Það hefur átt sér stað mjög af- gerandi verkskipting þar sem markaðsmálin eru einfaldlega sett í hendur ákveðinna starfsmanna innan fyrirtækisins, en aðrir starfsmenn líta ekki á markaðs- vinnuna sem hluta af sínu starfs- sviði; þeirra verkefni er eingöngu að framleiða, selja og afgreiða.“ Handelsbanken slær í gegn Grönroos segir til mikils að vinna að stemma stigu við þessari stífu hlutverkaskiptingu og inn- leiða markaðsfræðimiðaða hugsun og vinnubrögð í öll þrep starfsem- innar. Hann segir ekki hægt að af- marka markaðsvinnuna við eina deild því í raun komi allir starfs- menn að markaðsstarfinu ef þeir eiga beinan eða óbeinan þátt í að hafa áhrif á val viðskiptavina og upplifun þeirra af vörunni. Hann nefnir sænska bankann Handelsbanken sem gott dæmi um rétta nálgun: „Handelsbanken er í dag umsvifamikill alþjóðlegur banki en borið saman við aðra stóra banka á helstu viðskipta- svæðum er Handelsbanken að gera allt aðra hluti. Um var að ræða langt ferli sem hófst árið 1970 með aðkomu Jans Walland- ers sem tók óðara til við að gera starfsemi bankans mun dreifstýrð- ari. Til að gera langa sögu stutta þá er útkoman í dag að ánægja viðskiptavina bankans mælist langtum meiri en hjá keppinaut- um, bankinn ver mun minni fjár- munum til auglýsingakaupa og skilar ár eftir ár meiri hagnaði en aðrir bankar.“ Grönroos segir breytingar í þessa veru oft geta verið allt ann- að en einfaldar í framkvæmd. Inn- leiðing nýrrar markaðshugsunar kann að færa bæði stjórnendur og almenna starfsmenn út fyrir sitt þægindasvið. „Það er líka mik- ilvægt að skilja að það er ekki nein töfralausn að láta starfsmenn sitja nokkur námskeið í sölu- og markaðsmálum. Raunin er að byrðin hvílir mest á stjórnend- unum, og að þeir skilji að um er að ræða grundvallarbreytingu í langtímastefnu og störfum fyr- irtækisins.“ Eru markaðsmenn- irnir í einangrun?  Verkaskipting afmarkar markaðsstarfið of mikið  Allir starfsmenn ættu að eiga þátt í markaðsstarfinu Morgunblaðið/Ómar Takmarkanir „Markaðsmálin eru einfaldlega sett í hendur ákveðinna starfsmanna innan fyrirtækisins, en aðrir starfsmenn líta ekki á markaðs- vinnuna sem hluta af sínu starfssviði,“ útskýrir Christian Grönroos.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.